Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRtL 1975 27 AudilOOL Kr. 1.700.00000 Cherokee Kr. 1.000.000.00 Tvisvar var hann í framboði fyrir flokkinn i Eyjarfjarðarsýslu. Einar hefur átt heima á Lauga- landi samfleytt i hálfa öld, verið þar bóndi jafnframt þvi sem hann hefur stundað þau margháttuð störf, sem getið hefur verið. Búskapurinn mun nú orðinn litill hin síðari ár, svo sem við er að búast, enda minnkuðu afnot jarðarinnar, þegar heimavistar- skólinn var byggður þar í túninu. En það finnst mér raunar við hæfi, að framtiðarskóli skyldi rísa svo sem undir handarjaðri braut- ryðjandans i barnakennslunni í Þelamörk. Einar hefur lifað ókvæntur alla ævi. Um mörg ár hefur Anna Benediktsdóttir frá Moldhaugum annast húsmóðurstörf fyrir hann og unnið að búskapnum. Henni sé þökk fyrir það. Ég óska mínum gamla, góða kennara aftanskins á ævikvöldi í umsjá hennar — veit, að hún bregzt ekki. Þess er ég fullviss, að margir hugsa hlýtt til Einars á Lauga landi í dag. Eiríkur Stefánsson. Einar G. Jónasson Laugalandi nírœöur Einar Gísli Jónasson, fyrrv. kennari og hreppstjóri í Glæsi- bæjarhreppi, er fæddur á sumar- daginn fyrsta 1885, en þann dag bar þá upp á 23. apríl. Einar mun þó alltaf hafa talið sumardaginn fyrsta afmælisdag sinn, hvað sem leið mánaðardegi. Fæðingarstaður hans var Stóra- gerði í Hörgárdal, eða réttara sagt i Myrkárdal, sem er afdalur vest- ur úr fremri hluta Hörgárdals. I þeim dal yoru tveir bæir byggðir, er ég mán fyrst, en þeir eru nú báðir í eyði og er óliklegt, að þeir byggist á ný. Faðir Einars, Jónas Jónsson, var Hörgdælingur en móðir, Guðrún Jóhannesdóttir, af Svalbarðsströnd. Ætt hans þekki ég ekki svo, að mér sé unnt að rekja hana. Ég vil þó geta þess, að þjóðkunnir menn svo sem Stein- grimur Eyfjörð, læknir, og Magnús Jónsson, fyrrv. ráðherra, eru honum náskyldir. Er Magnús bröðursonur hans. Einar var elztur margra systkina, og vegna fátæktar for- eldranna varð hann að fara til vandalausra á ungum aldri. Veit ég litið um uppvöxt hans og æsku. En rúmlega tvítugur fer hann í unglingaskóla eða námskeið að Ljósavatni í Þingeyjarsýslu, sem stóð í 12 vikur. Hann lýkur bú- fræðinámi við Hólaskóla 1909, og þar með er skólagöngu hans lokið. Þá gerist hann barnakennari á Þelamörk og kenndi síðar þar og í Kræklingahlíð samfellt í 30 ár. Einar var fyrsti kennari minn og ekki naut ég kennslu annarra í barnaskóla. Mjög eru mér kærar minningar frá skólatímanum. Þetta var farskóli og kennslu- tíminn 8 vikur á ári hverju. Skóla- skyldan var frá 10 ára til ferm- ingaraldurs. Voru því flest börn 4 vetur í skólanum, eða öllu heldur 8 vikur úr vetri hverjum í 4 ár. Alltaf hlakkaði ég til þess að skól- inn byrjaði, og svo mun hafa verið um börnin yfirleitt. Svo sem áður getur, var Einar ekki kennaraskólagenginn. Hann hefur þvi orðið að byrja kennara- starf sitt á því að kenna sjalfum sér að kenna, ef svo má að orði komast. Þegar ég löngu síðar fór að kenna börnum án þess að hafa verið í kennaraskóla, reyndi ég að þræða hans slóð, m.ö.o. hann hafði í raun og veru kennt mér að kenna. hefur mest að segja, gott skap og ljúfmennska. En að skapgerð manna liggja margir dulir þræðir og er á einskis manns færi að rekja þá. Skal það ekki heldur reynt hér um Einar, kennara minn. En hitt líður mér ekki úr minni, hve gott var að vera i ná- vist hans og lúta stjórn har.s, en það var hvorki hraðstjórn né of- stjórn. Fleira mætti telja af þvi, sem gerði hann að góðum kennara, en það er aðeins afleiðing eða ávöxt- ur þess, sem þegar er nefnt. Hann var t.d. skemmtilega röskur í fasi og máli, virtist alltaf tala af áhuga. Viðmótið var jafnan glað- legt, og oft hló hann hressilega í kennslustofunni. — Aldrei datt okkur i hug að hrekkja kennarann okkar eða gera á hluta hans viljandi. En við vorum lika svo hamingjusöm, flest eða öll börnin, að heyra ekki annað en velvild og virðing i hans garð heima. — ef það kom fyrir, að við heyrðum annað, urðum við reið.“ Hér hef ég aðeins taiað um Einar Jónasson sem kennara, en hann kom viðar við. Þrítugur var hann kosinn i hreppsnefnd Glæsi- bæjarhrepps og varð oddviti hennar litlu siðar. Hreppstjóri var hann nálægt 30 ár og sýslu- nefndarmaður um áratugi. Yms- um fleiri störfum gegndi hann fyrir sveit sina. Stjórnmál voru Einari hugstæð frá ungum aldri. Hygg ég, að þá hafi hann fylgt Hannesi Hafstein í Heimastjórnarflokknum, en á seinni árum fylgdi hann Sjálf- stæðisflokknum heils hugar. Sé gerður samanburður á skóla- menntun Einars Jónassonar og margra annarra frumherja barna- kennslunnar, og þess, sem nú er (háskólamenntunar), má segja, að munurinn sé líkur því sem er á hvitu og svörtu. Sé ennfremur gerður samanburður á ytri að- búnaði kennara þá og nú, svo sem húsnæði skólans, kennslutækja, bókakosti og fleira verður munur- inn ekki minni. Ef árangur af starfi barnakennara nútímans er fremur lítill (en það heyrist alloft), mætti álykta, að hann hefði svo sem enginn verið á byrj- unaráíunum. Eftir þessum for- sendum mætti því álykta, að Einar Jónasson hefði lítið sem ekkert getað kennt okkur, krökkunum i Glæsibæjarhreppi. Slíkt er þó fjarri öllum sanni. Ég treysti mér til að fullyrða, að hon- um tókst að kenna okkur ótrúlega mikið á stuttum tima. Á fullnaóarprófi reiknuðu mörg börnin prósentureikning og hlut- föll, einnig talsvert í flatarmáli, meira að segja hring. Islandssög- una gerði Einar lifandi og glæddi ættjarðartilfinningu i brjóstum okkar, og allar bóklegar náms- greinar tókst honum að gæða lífi, þrátt fyrir svo fátæklegan tækja- kost, að slíkt mundi talið nær einskis virði nú á tímum. Þegar Einar kennari var sjötug- ur, skriíaði ég um hann í tímaritið Heimili og skóla. Ég vil leyfa mér að taka hér upp nokkrar linur úr þeirri grein: „Hvað var það, sem gerði Einar að úrvalskennara? Fyrst og fremst það, að hann vildi kenna. Starfið var honum bæði hugsjóna- og áhugamál. I öðru lagi góðar gáfur og mikið starfsþrek. 1 þriðja lagi það, sem ef til vill Mercury Monarch 300.000.00 • -* r HUSIÐ ■f GRETTISGOTU 46 ■ REYKJAVIK ■ SIMI 25580 4 NY GLÆSILEG SNIÐ! MARGIR LIT SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU! FORÐIST EFTIRLIKINGAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.