Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 38
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 9. SEPTEMBER 1975 Eru getraunir að syngja sitt síðasta? Mikill uppgjafartónn í orðsendingu stjórnarinnar til umboðsaðila BUAST má við þvl, að starfsemi fsienzkra getrauna standi nú á tímamótum. t fyrra var gffurlega mikill samdráttur á sölu getraunaseðla, og f orðsendingu sem stjórn Getrauna sendi til héraðssambanda og umboðsmanna fsfenzkra getrauna, er sölu- starfsemi hófst nú eftir sumarhlé, segir m.a. að ætla megi að getraunastarfsemin verði rekin með tapi á næsta ári. Segir einnig f orðsendingunni að þótt eignaraðilar ætlist ekki tii mikils arðs af Getraunum, verði taprekstur á fyrirtækinu þó eðlilega til að kippa fótum undan rekstri f þvf formi, sem verið hefur, þ.e. að hagnaður félaganna byggist á frjálsu vinnuframlagi félagsmanna og komi til skila vikulega. Komið hafi fram tillögur um annað rekstrarform, þar sem félögin verði leyst undan vinnuframlagi sjálfboðaliða, en væntanlegur hagnaður renni óskiptur til eignaraðila. Segir, að stjórn Getraun telji rétt að reynt verði á það á næsta ári hvað aðildarfélögin vilji gera f þessum efnum. Eins og flestum mun kunnugt var stofnað til knattspyrnu- getraunastarfs hérlendis snemma á sjötta áratugnum, en sú tilraun fór fljótlega út um þúfur, og munu þar hafa komið til margar ástæður. Lá mál þetta sfðan í lág- inni í alllangan tíma, en þó kom þar að ákveðið var að hefja starfið að nýju. Gekk það fyrir sig með töluverðu brauki og bramli og eftir að séð varð að getrauna- starfsemin myndi ganga vel og skila verulegum hagnaði til fþróttahreyfingarinnar var sem allir vildu Lilju kveðið hafa. Skiptir raunar ekki máli hver átti heiðurinn.af því að getraunastarf- seminn var komið á að nýju, heldur miklu fremur hitt, að svo virtist sem íþróttahreyfingin væri þarna búin að fá álitlegan tekju- stofn, sem hefði góða vaxtarmögu- leika. Lögðu margir sjálfboða- liðar fram gífurlega mikið og óeigingjarnt starf við sölu getraunaseðla, og svo var komið um tima, að slíkum seðlum var nær allstaðar haldið að mönnum, og jafnvel þeir sem engan áhuga höfðu á íþróttum fylltust miklum móð, biðu úrslita í ensku knatt- spyrnunni með óþreyju og báru saman við seðla sfna. Kom þvi getraunastarfið einnig íþrótta- hreyfingunni til góða á þann hátt að almennur áhugi á íþróttastarf- inu fór vaxandi, og fleiri fengust til starfa innan félaganna, á beinan eða óbeinan hátt. Þáttur íslenzkra fjölmiðla í vexti og viðgangi getraunastarfs- ins var örugglega ekki heldur lftill. Allir fjöjluðu þeir meira og minna um þetta starf og ensku knattspyrnuna og viðskiptavinum Getrauna voru veittar þær leið- beiningar og upplýsingar sem í valdi fjölmiðlanna stöð að veita. Þá var einnig þáttur Sjónvarps- ins, „Enska knattspyrnan" gífur- lega vinsælt efni um tíma, og má mikið vera ef annað sjónvarps- efni hefur verið notað meira. En Adam var ekki lengi i Para- dís. Allt frá þvf að Getraunir hófu starf sitt að nýju var röðin seld á kr. 25,00 og að nokkrum árum liðnum höfðu þær krónur, sam- kvæmt eðli íslenzku krónunnar, minnkað mjög að verðgildi. Það var því i fyrrasumar að stjórn Getrauna tók þá ákvörðun að hækka verð getraunaseðla, og án þess að nokkur könnun færi fram um viðbrögð viðskiptavinanna var verðið hækkað um helming, eða í kr. 50,00. Var eftirleiðis ekki hægt að eiga minni viðskipti við fyrirtækið en sem nam kr. 100,oo og fyrir þá upphæð fengu við- skiptavinirnir 2 raðir. En þótt það sé vitanlega rétt, að krónan hafi fallið i verðgildi um hartnær þá upphæð sem verð- hækkun Getrauna varð, gleymdist að taka það með í reikninginn að á þessu sviði giltu ef til vill örlítið önnur lögmál en á öðrum sviðum f okkar óðaverðbólguþjóðfélagi. Sennilega hefur það ekki hvarfl- að að forráðamönnum Getrauna er þeir tóku ákvörðun um hækk- un getraunaseðlanna, að aukin sala undir það síðasta fyrir hækk- un, kynni að stafa af þvf að seðl- arnir voru ódýrari en áður. Má einnig vera að þeim hafi ekki verið kunnugt um það, að hvar- vetna erlendis er lögð mikil áherzla á að hafa getraunaseðla sem ódýrasta, og byggja upp á magnsölu, eða sölu getrauna- kerfa, sem hvarvetna njóta mikilla vinsælda. Strax og á reyndi eftir hækkun- ina '*.om í ljós, að verulegur sam- dráuur varð á sölu getraunaseðla. Upphæðin sem kom inn var að vísu svipuð og áður, en það þýddi auðvitað að salan var um helm- ingi minni. Það var nánast ótrú- legt hversu áhugi margra á get- raunastarfinu hvarf með hækkuninni, og hvað viðskipta- vinum fyrirtækisins fækkaði á skammri stundu. Flestir þeir sem „tippuðu" vikulega á kerfum létu af því, enda kostar nú t.d. 32 leikja kerfi hvorki meira né minna en kr. 1600,-. — auðvitað ekki há upphæð, en þó nógu há til þess að menn hika við að leika sér með hana. Greinilega hefur dofnnað mjög mikið yfir sölustarfseminni, og nú er svo komið víða að menn verða að leita eftir því að fá keypta getraunaseðla, hafi þeir áhuga á að taka þátt í getraununum. Verður þetta að teljast að nokkru eðlilegt. Sala getraunaseðlanna hefur frá öndverðu hvflt mikið til á sömu mönnum og eru þeir þvi eðlilega teknir að þreytast á starf- inu, og þegar áhugi minnkar hjá almenningi á kaupunum gefast menn nokkuð auðveldlega upp á sölustarfinu. Þó er þetta mjög mismunandi eftir félögum og héraðssamböndum. Þannig sköruðu t.d. tvö félög í Reykjavík fram úr f sölustarfseminni starfs- árið 1974—1975. Voru það Ár- mann og KR, en Ármenningar seldu allra félaga mest, þannig að sölulaun þeirra námu 1.246.575,00 kr. KR sem lengi vel var f forystu- sveit á þessu sviði fékk í sinn hlut 1.205.025,00. Mun daufara var yfir sölunni hjá öðrum félögum og vekur t.d. athygli að í jafnmikl- um knattspyrnuáhugabæ og á Akranesi skuli ekki fást meira í sölulaun en rúmlega 54 þúsund krónur, eða mun minna heldur en gerðist t.d. á Kópaskeri. Sannast hér enn hið fornkveðoa, að veldur hver á heldur. En það á einnig líka við um stjórn Getrauna. Frá hennar hendi hefur ekki verið mikið gert til þess að reyna að efla sölustarf- ið og auka áhugann getraunum. Virðist svo sem forráðamenn fyrirtækisins láti sér það nægja að sitja við sín skrifborð og ef til vill skrifa eitt dreifibréf eða orð- sendingu til umboðsaðila á ári. Það gefur auga leið, að á miklu veltur að stjórn fyrirtækis þessa sé mjög vel vakandi við störf sín, og reyni allt sem unnt er til þess að glæða áhugann á starfinu. Til þess eru fjölmargar leiðir. Einnig væri vert fyrir stjórn Getrauna að endurskoða afstöðu sína til sölu- verðs getraunaseðlanna, þótt lækkað verð breyti ef til vill ekki öllu úr þvf sem komið er. Það væri verulega miður, ef starfsemi fslenzkra getrauna lognaðist útaf f kyrrþey, eins og gerðist hér er fyrri tilraunin til getraunastarfsemi var gert. Af þeirri reynslu sem fengizt hefur að þessu sinni má ætla, að get- raunastarfið geti fært fþrótta- hreyfingunni verulegar tekjur ef vel er staðið að málum, og fyrir þær hefur hún sannarlega mikla þörf. Það getur varla talizt karl- mannlegt hjá stjórn Getrauna að það eina sem frá henni heyrist skuli vera „orðsending“ þar sem uppgjafatónn er allsráðandi, á sama tíma og hún gerir furðulega lftið til þess að efla getraunastarf- ið, en það hlýtur þó að vera eitt af meginverkefnum stjórnarinnar. — stjl. HSH sigraði í Vesturlandsmóti VESTURLANDSMÓTIÐ f frjáls- um fþróttum fór fram að Varma- landi dagana 23. og 24. ágúst s.l. Til mótsins komu keppendur frá Héraðssambandi Snæfells- og Hnappadalssýslu, Ungmennasam- bandi Borgarfjarðar, Akranesi og Héraðasambandi Vestur- Isfirðinga. Var stigakeppni móts- ins mjög jöfn og skemmtileg en henni lauk með sigri Snæfellinga sem hlútu alls 191 stig, 94,5 stig í kvennaflokki og 96,5 stig 1 karla- flokki. Borgfirðingar urðu f öðru sæti með 181,5 stig, HVl í þriðja Marta Guðnadóttir, HSH sæti með 122 stig og lA í fjórða sæti með 28,5 stig. Ágætur árangur náðist í nokkr- um greinum í mótinu, svo sem í kringlukasti og spjótkasti kvenna, þar sem þær Ingibjörg Guð- mundsdóttir og María Guðnadótt- ir, báðar úr HSH, sigruðu, í spretthlaupum karla, þar sem landsmótssigurvegarinn í 100 metra hlaupi, Hilmar Pálsson, vann nokkuð örugga sigra, í kúlu- varpi og kringlukasti, en sigur- vegari í báðum þeim greinum varð Snæfellingurinn Sigurþór Ingibjörg Guðmundsdóttir. HSH Hjörleifsson. Helztu úrslit í mót- inu urðu annars sem hér segir: KONUR: 100 motra hlaup: Björk InKÍniundardótdr, UMSB 13,2 Ingibjörg Óskarsdóttir, lA 13,3 Vilborg Jónsdóttir, IISII 13,5 Ingibjörg Gudmundsdóttir, IISII 13,6 200 METRA HLAUP: Björk Ingimundardóttir, UMSB 27,5 Kristbjörg Skúladóttir, IISII 28,6 Ingibjörg Óskarsdóttir, ÍA 28,6 Viliwrg Jónsdóttir, HSH 28,7 800 METRA HLAUP: Petrína Sigurðardóttir, HSH 2:38,1 Bryndfs Guðmundsdóttir, HSH 2:43,2 Petrína Sigurðardóttir, HSH 2:38,1 Bryndfs Guómundsdóttir, HSH 2:43,2 Jón Diðriksson, UMSB Agnes Guðmundsdóttir, UMSB 2:44,2 Salome Guómundsdóttir, HVl 2:49,8 1500 METRA HLAUP: Agnes Guómundsdóttir, UMSB 5:46,2 Kristjana Hrafnkelsdóttir, HSH 5:48,4 Petrfna Siguröardóttir, HSH 5:50,8 Bryndís Guömundsdóttir, HSII 5:52,2 4x100 METRA BOÐHLAUP: Sveit UMSB 56,5 B-svelt HSH 59,6 Sveit lA 60,6 A-sveit HSH 62,4 IlASTÖKK: Marfa Guónadóttir, HSH 1,45 Kristjana Hrafnkelsdóttir, HSH 1,40 Björk Ingimundardóttir, UMSB 1,35 Anna Bjarnadóttir, HVl 1,35 LANGSTÖKK: Björk Ingimundardóttir, UMSB 5,16 Ingibjörg Guómundsdóttir, HSH 5,01 Ingibjörg Guómundsdóttir, UMSB 4,58 Friórika Guómundsdóttir, lA 4,55 KtlLUVARP: Björk Ingimundardóttir, UMSB 9,84 Hjördfs Haróardóttir, HVl 8,92 Marfa Guðnadóttir, HSH 8,35 Þóra Gunnarsdóttir, HSH 7,94 KRINGLUKAST: Ingibjörg Guómundsdóttir, HSH 33,70 Þóra Guómundsdóttir, IISII 27,53 Anna Bjarnadóttir, HVl 27,02 Hjördís Haróardóttir, HVl 24,87 SPJÓTKAST: Marfa Guönadóttir. HSH 32,92 Þórunn Jónsdóttir, IIVl 24,50 Anna Bjarnadóttir, HVl 24,48 Hrafnhildur Karlsdóttir, HSH 23,62 KARLAR: 100 METRA HLAUP: Hilmar Pálsson, HVl 11,6 Friójón Bjarnason, UMSB 11,7 Ari Skúiason, HSH 12,1 Liljar Þorbjörnsson, IIVl 12,1 200 METRA HLAUP: Hilmar Pálsson, HVl 24,4 Friójón Bjarnason, UMSB 24,8 Kristján Bjarnason, UMSB 25,1 Ari Skúlason, HSH 25,2 Guömundur Björgmundsson, IIVl 25,2 400 METRA HLAUP: Jón DiÓriksson, UMSB 53,9 Guömundur Björgmundsson, HVl 56,0 Hjörtur Rúnarsson, UMSB 57,0 Ari Skúlason, HSH 58,1 800 METRA HLAUP: Jón Dióriksson, UMSB 2:12,0 Guómundur Björgmundsson, HVI 2:15,2 Rúnar Hjartar, UMSB 2:15,7 Sighvatur Guðmundsson, HVl 2:15,8 1500 METRA HLAUP: Jón Dióriksson, UMSB 4:19,8 Guómundur Björgmundsson, HVl 4:31,7 Rúnar Iljartar, UMSB 4:38,1 Guómundur Magnússon, HVl 4:38,8 3000 METRA HLAUP: Jón Diðriksson, UMSB 10:11,5 Rúnar Hjartar, UMSB 10:15,3 Ágúst Þorsteinsson, UMSB 10:17,3 GuÓmundur Magnússon, HVÍ 10:19,8 4x100 METRA BOÐHLAUP: A-sveit UMSB 48,0 SveltHVl 48,9 A-sveit HSH 49,4 B-sveit HSH 51,2 1000 METRA BOÐHLAUP: A-sveit UMSB 2:14,9 A-sveit IIVl 2:16,2 B-sveit IISII 2:25,5 B-sveit HVl 2:26.1 HÁSTÖKK: Hjörtur Einarsson, UMSB 1,80 Jóhann Hjörleífsson, HSH 1,70 Torfi Kristjánsson, HSH 1,65 Ingólfur Narfason, HSH 1,60 LANGSTÖKK: Friöjón Bjarnason, UM.sB 6,25 Hilmar Pálsson, HVl 6,20 Jóhann Hjörleifsson, HSH 6,12 Guómundur Björgmundsson, IIVl 5,85 ÞRÍSTÖKK: Rfkharóur Hjörleifsson, HSH 12,46 Hilmar Pálsson, HVl 12,39 Jóhann Hjörleifsson, HSH . 12,37 Friójón Bjarnason, UMSB 12,23 STANGARSTÖKK: Torfi Kristjánsson, HSH 2,75 Danfel Njálsson, HSH 2,75 Friórik Eysteínsson 2,65 Þorvaldur Pálmason, UMSB 2,65 KÚLUVARP: Sigurþór Hjörleifsson. HSH 13,44 Rfkharóur Hjörleifsson, IISH 12,53 ólafur Þóróarson, lA 11,67 Valdimar Gunnarsson, II Vl 11,65 SPJÓTKAST: Hjörtur Einarsson, UMSB 47,98 Sigmundur Hermundsson, UMSB 47,20 Emil Hjartarson, HVl 46,80 Pétur Sverrisson, UMSB 43,13 KRINGLUKAST: Sigurþór Hjörleifsson, HSH 41,36 Jóhann Hjörleifsson, HSH 34,11 Ólaur Þóröarson, lA 33,71 Matthfas Ásgeirsson, UMSB 33,44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.