Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 37 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. £ Gestsaugað glögga Hér er bréf frá dönskum hæstaréttarlögmanni, Bent Well- ejus, en hann tók þátt í norræna lögfræðingamótinu hér í Reykja- vik á dögunum, ásamt konu sinni: „Mig langar fyrir mina hönd og margra annarra þátttakenda að lýsa aðdáun minni á framkvæmd þessa móts 1100 norrænna lög- fræðinga, sem var frábær. Við kona mín dvöldumst í Reykjavík i viku eftir að mótinu lauk, vegna þess að við höfum lært að meta þessa unaðslegu borg með hreina loftinu, fögru umhverfi og gestrisnum íbúum. Við bjuggum, eins og við höfum áður gert, á Hótel Sögu, og mig langar til að nota tækifærið til að vekja athygli á þessu prýðilega hóteli. Herbergin eru vistleg, hótelið stendur á fögrum stað og þjónustan er eins og bezt verður á kosið. Þess vegna er Hótel Saga gististaður, sem gestir sækja aftur og aftur. Eitt er það í ykkar ágætu borg, sem kom nokkuð á óvart. Þegar við kona mín fórum i gönguferðir um borgina lentum við marg- sinnis í erfiðleikum vegna þess að skilti með götuheitum vantar víða. Sums staðar eru þau vissu- lega á sínum stað þ.e.a.s. á götu- hornum, en ég held ég leyfi mér að halda þvi fram, að í meira en helmingi þeirra tilfella, sem við þurftum á slikum vegvísum að halda, hafi þeir ekki fyrirfundizt. Meðan Reykjavík var enn smá- bær, þar sem allir þekktu alla, getur verið að þetta hafi verið eðlilegt, en nú, þegar erlendir ferðamenn eru tíðir gestir, ætti borgarstjórnin að gefa þessu dálítinn gaum. Loks var það eitt atriði, sem olli okkur vonbrigðum, þrátt fyrir allt það góða og skemmtiléga, sem á dagana dreif. Margir fslenzkir ökumenn aka með ofsahraða og taugaveiklun. Neyðist ökumaðurinn til að hægja ferðina til að reyna að átta sig á þvi hvar hann er staddur, þá berst honum samstundis til eyrna sann- kallaður bílflautukonsert, og mér finnast islenzkir ökumenn nota flautuna alltof mikið. Þar sem borgin er svo blessunarlega laus við loftmengun, væri sannarlega ástæða til að hugsa dálítið um havaðamengunina. Líka má leiða hugann að því, að það vingjarn- lega viðmót, sem gestir mæta hvarvetna, ætti ekki að hverfa um leið og setzt er við stýrið og mögu- leiki er á að gefa hestöflum og væluhornum lausan tauminn. En nóg um það — bréfið á fyrst gamall, þegar slysið varð. Nem- andi við háskólann í Los Angeles. Fluttist síðar yfir til Colombiahá- skólans. Foreldrarnir f sæmileg- um efnum, en þó langt frá þvf að komast í hálfkvisti við foreidra þeirra ungmenna sem pilturinn umgekkst. Upplýsingar um ferðir hans fyrr um kvöldið hafa allar verið staðfestar á ný bæði af kennurum hans og félögunt; hann hafði verið á skólaballi með syst- ur sinni. Ilann sem hafði orð á sér fyrir að vera býsna drykkfclldur, þegar þvf var að skipta hafði ver- ið rólegur á dansleiknum og lét Iftið fara fyrir sér. Þar var ekki veitt vfn. Viðstaddir voru ýmsir> foreldrar og allntargir kennar- anna. Kkkert bendir til að drukk- ið hafi verið á salernum. Honum þótti ákaflega vænt um s.vstur sfna. Blóðprufa var ekki (ekin af honum eftir slysið þar sem ekkert þótti benda til að hegðun hans væri á neinn hátt afhrigðileg. Opinber staðfesting á að Eric Dorf hefði verið kvæntur meðan hann var „trúlofaður" ungfrú Shaw liggur fyrir. David lagði skýrsluna frá sér. Ilann hafði búizt við þessum sfð- ustu upplýsíngum, þvf að hann hefði verið sannfærður um að Dorf hefði skýrt satt frá. En.hann og fremst að flytja lofgerð um Reykjavík og borgarbúa. Með kærri kveðju, Bent Wellejus." Það getur verið, að Reyk- víkingum komi á óvart, að hér rati ekki allir og hafi það á tilfinningunni hvar þeir eru staddir hvar sem er í borginni. Þeir, sem einhverntíma hafa þurft að komast leiðar sinnar í Lundúnum, skilja þó kannski hvað Daninn á við, því að i þeirri annars ágætu borg, eru götumerk- ingar mjög tilviljanakenndar. Annars þarf ekki útlendinga til. Við ókum nýlega með leigu- bílstjóra um bæinn. Maðurinn var bæði greindarlegur óg þægilegur i viðmóti, en baðst hins vegar afsökunar á því, að sér gengi illa að rata um vöiundarhús gatna- kerfisins. Hann hafði verið bóndi norður i landi, en hafði flutzl til Reykjavikur fyrir nokkrum mánuðum. Hann hafði orðið sér úti um kort af borginni, en sagði, að það væri skammgóður vermir, þar sem nijög víða vantaði götu- merkingar. Hvað viðkemur vargaskapnum i ökumönnum hér i borg, þá þarf víst engan glöggan gestkomandi mann til að skilja hvað þar er um að ræða. Sálfræðingar telja að vísu, að það sé hollt fyrir fólk að fá útrás, en það er ekki eins vist að það sé eins hollt fyrir þá, sem verða að skotspæni þeirra tauga- veikluðu. Víða erlendis eru ströng viðurlög við þvi að þeyta hornið, nema sem viðvörun um hættu. í slikum tilvikum á bílflautan fyllilega rétt á sér, en sem ventill fyrir geðvonzku og taugaveiklun ekki. 0 Tíu heilræði til þeirra, sem vilja verða sér úti um hjartaslag eða magasár í framhaldi af þessu spjalli um geðheilsu eru hér ráð- leggingar til þeirra, sem vilja færa sér þær í nyt: 1. Farðu á skrifstofuna eftir kvöldmat, á laugardögum, sunnu- dögum og helgidögum. 2. Taktu verkefnin, sem þú laukst ekki við i vinnunni, með þér heim. Þannig geturðu treint þér áhyggjur og leiðindi dagsins. 3. Afþakkaðu aldrei heimboð. 4. Þiggðu öll boð á ráðstefnur og fundi. 5. Hafðu símann við hliðina á matborðinu, en reyndu samt heldur að slá tvær flugur í einu höggi með þvi að halda fundi í matartímanum. 6. Hafðu hugfast, að laxveiði, sund, golf, badminton, göngu- ferðir og ökuferðir eru sóun á tíma og peningum. 7. Taktu sumarfríið í mörgum áföngum — svona tvo til þrjá daga í einu. 8. Gættu þess, að taka sem mesta ábyrgð, þannig að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því, að aðrir bregðist. 9. Ágæt aðferð til þess að nýta tíma, er að ferðast á nóttunni. 10. Taktu ætíð eins virkan þátt i umræðum og þú framast getur. Deildu um allt milli himins og jarðar við hvern sem er, og láttu ekki undir höfuð leggjast að taka afstöðu í öllum málum. HOGNI HREKKVISI Hvað á það að þýða hjá Högna að vera með þennan fjáranstréstaur? Einkaritaraskólinn Vélritun Lágmarks tímafjöldi 48 timar. ( tveir timar á viku) Æfingar. Lesmál. Létt bréf. Umslög. Þyngri bréf Skýrslur. Stensill. Próf í fyrstu viku apríl. Mímir Brautarholti 4 — sími 11109 (kl. 1—7 e.h.) ^ JŒZBaLL©tCGKÓLi BÚPU jozzbQllett Skólinn tekur til starfa 15. sept. 1 3 vikna námskeið. KENNT VERÐUR: JAZZBALLETT MODERN SHOW-DANSAR NÝJUNG LEIKLIST—TJÁNING Leiðbeinandi: Edda Þórarinsdóttir, leikkona. Upplýsingar og innritun í næstu viku í síma 83730. Ath. framhaldsnemendur hafi samband við skól- ann sem allra fyrst. □ jazzBaLLecCskóU Búru GMS IGNIS luNIS Nú fylgir ekki kjötskrokkur með í IGNIS kistunni.,. En við bjóóum betraverð en aðrir. **** Nýjar sendingar komnar, einnigúr rvðfríu stáfiad innan. RAFIÐJAN RAFTORG □ □ □ Jazzbaiieccsköii Báru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.