Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1975, Blaðsíða 32
ÍBerið BONDEX á viðinn málninghf GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660' RAFIÐJAN SIMI: 19294 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 Bátarnir hætta ef ekki fæst hærra síldarverð Sjómenn héldu fund og gáfu frest fram að helgi BÁTAR sem gera út á sfld frá Hornafirði hafa veitt mjög vel f reknet undanfarna daga. Komst aflinn mest upp f 900 tunnur á laugardaginn. Hins vegar er allt f óvissu hvort áframhald verður á þessum veiðum, því mikil óánægja er meðal sjómanna með síldar- verðið. Héldu skipstjórar bát- anna fund í gær og var þar samþykkt að halda áfram veiðum til 15. september n.k. en hætta þá allir sem einn ef ekki fæst leiðrétting á verðinu. „Við erum mjög óánægðir með það smánarverð sem okkur 1 er skammtað fyrir síldina,“ sagði Helgi Einarsson skip- stjóri á Hring GK, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. Hringur var þá á leið á miðin, en frétzt hafði af mjög góðri veiði hjá þeim bátum sem voru á veiðum í gær og síldin stór og falleg. „Þetta verð er miklu lakara en var í fyrra og enginn grundvöllur að halda áfram veiðum ef verðið verður óbreytt," sagði Helgi. „Otflutn- ingsgjald á hvert kg. af stærstu síldinni er 16 krónur og 8 krón- ur af minnstu síldinni svo ef Framhald á bls. 39 Innbr o tsþ j óf arnir höfuðkúpubrutu 73 ára gamlan mann INNBROT var framið f hús f Þingholtunum í Reykjavík aðfar- arnótt mánudagsins. 1 húsinu bjó einn maður, 73 ára gamall. Hann vaknaði við umgang f húsinu og fór að gæta að hverjir væru þar á ferð. Réðust innbrotsþjófarnir, sem maðurinn telur hafa verið tvo, að gamla manninum og börðu hann f höfuðið með járnstykki Báturinn sökk og tók með sér stauravirkið Afleiðingin verður töf á Borgar- fjarðarbrunni ÞAÐ ÓHAPP varð á Borgar- firði síðdegis á laugardag, að tæplega 40 tonna bátur, sem notaður hefur verið við brúar- gerðina yfir Borgarfjörð, sökk skyndilega. Enginn var f bátn- um þegar þetta gerðist og þvf varð ekkert manntjón, en hins vegar dró báturinn með sér niður megnið af stauravirki sem búið var að reka niður og verkpall sem voru á staurun- um. Hér er ummilljónatjón að ræða og mun þetta óhapp verða til þess að brúargerðinni seinkar. Helgi Hallgrímsson verk- fræðingur hjá Vegagerðinni tjáði Mbl. í gær að báturinn hefði verið bundinn viðstaura- virkið. Hann heitir Orion RE 44 og hefur Vegagerðin haft hann á leigu við brúargerðina i sumar. Veður var ágætt á laugardaginn en útfall mikið og straumþungt. Sagði Helgi að menn hefðu tekið eftir því að báturinn var orðinn flatur fyrir straumnum og stuttu sið- ar hefði hann sokkið. Taldi Helgi líklegast að straumurinn hefði valdið því að báturinn fylltist. Þegar báturinn sökk tók hann með sér megnið af stauravirkinu sem starfsmenn Vegagerðarinnar hafa verið að Framhald á bls. 39 svo að maðurinn höfuðkúpu- brotnaði. IIIupu þeir á brott eftir þcssa fólskulcgu árás, og var lög- reglan ekki búin að hafa uppi á þeim í gærkvöldi. Gamli maðurinn liggur nú á Borgarspítalanum og hefur rannsóknarlögreglan ekki getað talað nema lítillega við hann. Þó er ljóst, að mennirnir tveir hafa komið inn í húsið um klukkan 2.30 um nóttina. Fóru þeir inn um glugga og varð gamli maðurinn þeirra var og fór að gæta að því hvað þarna væri á seyði. Sá hann mennina tvo en vissi ekki fyrr en hann fékk högg á höfuðið. Féll hann í öngvit. Um morguninn kom maður nokkur til gamla mannsins og fann hann þá liggj- andi á gólfinu. Var gamli maður- inn þegar fluttur á sjúkrahús. Reyndist hann höfuðkúpubrot- inn, auk þess sem hann var með stóran skurð á höfði og mikið bólginn. Hann er þó ekki talinn vera í lífshættu. Lögreglan hefur ákaft Ieitað þessara tveggja manna sem árás- ina frömdu en þeir virðast hafa farið af vettvangi strax eftir að þeir höfðu drýgt ódæðið, því ekki var að sjá að þeir hefðu snert neitt af innbúi gamla mannsins. Pálmi Hlöðversson og Pétur Sigurðsson skoða duflið, sem að öllum lfkindum er sovézkt neyðardufl frá kafbáti. Sovézkt dufl finnst á Ströndum NÝLEGA fannst rekið í Skjald- bjarnarvík, sunnar Geirólfs- gnúps á Ströndum, torkenni- legt dufl, scm samkvæmt skil- greiningu Landhelgisgæzlunn- ar er sovézkt, Ifklegast magn- esium-mcrkjadufl frá kafbáti. Mjög fá dufl af þessari tegund hafa fundizt og er talið að um neyðardufl geti verið að ræða í þessu tilviki. t duflinu var virk reyksprengja, sem varnarliðið gerði óvirka. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði i gær, er hann sýndi blaðamönn- um hlutinn, að Andrés Valdi- marsson, sýslumaður í Hólma- vík, hefði haft samband við Gæzluna um miðjan ágúst og sagði hann, að Gunnar Guðjóns- son á Eyri við Ingólfsfjörð, sem á reka í Skjaldbjarnarvík, hefði fundið þar i fjörunni torkenni- legan hlut, um einn metra á Framhald á bls. 39 Skinney strandaði í Horna- fjarðarósi ÞEGAR Hornafjarðarbáturinn Skinney var að koma úr róðri í fyrrinótt vildi svo illa til, er báturinn var að koma úr sveign- um, sem er í ósnum, að hann bar af leið og lenti á sandrifi þar innan við. Báturinn festist á rif- inu og í gær var unnið að því að ná honum út. Átti að reyna að ná Skinney á flot á flóðinu í gær- kvöldi, og mun báturinn vera með öllu óskemmdur. Nokkuð er algengt að bátar strandi eða taki niðri á þessu sandrifi, sérstaklega þegar mikið innfall er, eins og mun hafa verið í fyrrinótt. Siglufjörður: Snjóar niður 1 miðjar hlíðar Siglufirði 8. sept. HÉR hefur verið ausandi rigning síðan í morgun og snjóað niður i miðjar hlíðar. Framkvæmdir við Skeiðfossvirkjun hafa gengið mjög vel í sumar, að sögn raf- veitustjóra, og svo er stóri borinn loksins að koma í dag, en hann á að bora eftir heitu vatni frammi á Skútudal. Bátarnir eru að búa sig undir að hefja línuróðra. — m.j. Drukku rakspíra og misstu stórlega sjón Þrír lagðir inn á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum ÞRlR sjúklingar, tveir karlmenn og ein kona liggja nú á sjúkra- húsi Vestmannaeyja með stórlega Ríkissjóður greiðir: omr á ári til Iscargó —vegna flutnings á útflutningsvörum RlKISSJOÐUR greiðir um 5 milljðnir króna til flugfélagsins Iscargo vegna flutnings á útflutn- ingsvörum til annarra landa. Greiðslur þessar munu upphaf- lega til komnar vegna áskorana hrossaútflytjenda til þess að gera þann útflutning fjárhagslega klcifan, en talið var heppilegra að flytja hross út með flugvélum fremur en skipum. Og ennfremur vegna þess, að ekki fékkst sam- þykki stjórnvaida við þvf, að inn- flutningur með vöruflutninga- flugvélum nyti sömu tollalegu kjara og innflutningur með áætl- unarflugvélum. Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, tjáði Mbl. í gær að árið 1963 hefði komið inn í tollalög ákvæði þess efnis, að þegar vara væri- flutt inn með flugvélum væri heimilt að tolla aðeins hluta af flutningskostnaði vörunnar til landsins, en venjan er sú, að toll- ur er lagður á cif-verð vörunnar, þ.e. það verð sem varan er keypt á erlendis að viðbættum flutnings- og tryggingakostnaði. Heimildin var fyrst notuð 1967 og þá ákveðið að” flutningsgjald með flugvélum skyldi helmingað til tolls, og toll- Framhald á bls. 39 skerta sjón eftir að hafa drukkið rakspfra. Fólkið ber þvf við, að það hafi drukkið rakspfra af til- tekinni gerð, sem seldur er í flestum söluturnum landsins. Hefur rakspfrinn verið sendur rannsóknarstofu háskólans til efnagreiningar. Að sögn Einars Vals Bjarnason- ar, yfirlæknis í Vestmannaeyjum, missti fólkið sjón smátt og smátt og er hún nú svo léleg að það getur vart lesið. Sagði Einar Val- ur að þessir sjúklingar ættu ein- hverja^von um bata. Einar Valur sagði, að af og til kæmu svona tilfelli upp og fengju augnlæknar þau venjulega til meðferðar. Fólk freistaðist til að drekka rakspfra sem fengist í verzlunum ef það vanhagaði um vímugjafa. Mun þetta vera títt meðal óreglufólks. Einar Valur kvað það vera sína skoðun að taka þyrfti þessi mál föstum tökum og rannsaka þær tegundir sem á markaðnum væru með það fyrir augum að finna út hverjar væru skaðlegastar. Yrði á þann hátt að fyrirbyggja að fólk skaðaðist af þessum efnum ef það freistaðist til að neyta þeirra. Lítið um loðnu o g veður tefur leit — Af okkúr en enn lítið að frétta, þar sem Iítið hefur fundizt af loðnu. Við erum búnir að leita á svæðinu NV af Kögri og einnig Horni, höfum haldið okkur milli landgrunnsbrúnarinnar og ís- randarinnar og því er ekki að neita, að þar er talsverð loðna á ferðinni, en hún er alltof dreifð, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leið- angursstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, f samtali við Morgunblaðið í gær. Hjálmar sagði, að lóðað hefði á loðnu á því svæði, sem togarar hafa orðið varir við loðnu að undanförnu. Hún væri því miður alltof dreifð til þess að hægt væri að veiða hana. Reyndar hefðu þeir fundið nokkrar torfur 80—90 milur norður af Horni, en þær staðið djúpt. Þegar þær fundust í fyrrinótt, var komið leiðinda- veður og í gær voru 7 vindstig á þessum slóðum og því ekkert hægt að sinna leit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.