Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1975 il „Brýn nauðsyn á að gera heildar- úttekt á starfi kvenna í sveitum” •• Rætt við Sigurhönnu Gunnarsdóttur á Læk í Olfusi „ÞÁTTTAKA sveitakvenna I kvennafríinu á föstudaginn virðist ætla að verða til muna meiri en ég þorði að vona, — misjöfn verður þátttakan vissu- lega, því fðlk hefur mismun- andi skoðanir. Það hefur verið vaxandi hreyfing meðal sveita- kvenna á Suðurlandi að taka sér frf frá störfum þennan dag.“ Það er Sigurhanna Gunnars- dóttir, formaður Sambands sunnlenzkra kvenna, sem við ræðum við. Sigurhanna tók við starfi formanns sambandsins í vor af Sigurveigu Sigurðardótt- ur frá Selfossi, sem verið hafði formaður í 9 ár. Að Sambandi sunnlenzkra kvenna standa 28 kvenfélög í Árnes- og Rangár- vallasýslu, én samkvæmt skýrslum félaganna á aðal- fundinum í vor eru konur í sambandinu 1288. Samband sunnlenzkra kvenna er aðili að kvenfélagasambandinu. Sigur- hanna býr á Læk í Ölfusi en áður bjó hún f Reykjavík. Tal okkar berst að aðstöðu kvenna í sveitum og mati á starfi þeirra að framleiðslu búanna. En gefum Sigurhönnu orðið: „Aðstaða kvenna í sveitum var tekin sérstaklega til umræðu á Kvennaráðstefnunni á Loftleiðum í sumar og flutti Elfn Aradóttir frá Brún í Reykjadal framsöguerindi um málið en sfðan var efnið tekið fyrir í sérstökum starfshópi. í umræðum á ráðstefnunni var komið víða við en megin niður- staðan var sú að brýn þörf væri á að gera heildarúttekt á störf- um kvenna í sveitum. Störf sveitakonunnar hafa alltaf verið lftils metin, eins og sést bezt á þvf að af heildartekjum hvers bús er aðeins gert ráð fyrir að konan afli 15% tekn- anna. Við förum aðeins fram á að störf okkar verði metin að verðleikum. Eitt dæmið um, hversu oft konur í sveitum gleymast er að í skýrslu um jafnrétti kynjanna er lítið sem ekkert vikið að sveitakonum." Samkvæmt verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara er gert ráð fyrir að húsfreyja bónda vinni 600 stundir á ári að búrekstrinum og allar í dag- vinnu, en á sama tima eru bóndanum reiknaðar 2080 stundir í dagvinnu og 820 stundir í eftir-, nætur- og helgi- dagavinnu. Telur þú þennan vinnustundafjölda gefa rétta mynd af vinnutima húsfreyju f sveit? „Vinnustundirnar eru langt- um fleiri en það er útilokað að segja fyrir um klukkustundir í þessu dæmi. Það eru til sveita- konur, sem ekki vinna úti við, þó það séu hins vegar margar, sem vinna mikið að útistörfum og skepnuhirðingu jafnframt heimilishaldi og móðurhlut- verki. En þetta ber allt að sama brunni, störf okkar eru æði lítils metin.“ En hvað væri að þínum dómi sanngjarn vinnustundafjöldi húsfreyju f sveit á ári? „Um það get ég ekki sagt en við höfum talið eðlilegast að gerð yrði allsherjarúttekt á störfum kvenna í sveit og þeim vandamálum, . sem við þeim blasa. Slík úttekt gæti orðið grundvöllur fyrir skipulegum umbótum í starfslegri og félags- legri aðstöðu .kvenna f sveitum. Þá ætti slík úttekt að hafa því hlutverki að gegna að veita fræðslu um aðstöðu kvennanna og veita upplýsingar um hver hlutur þeirra er f verðmæta- sköpun landbúnaðarins og heildartekjum þjóðarinnar." I dreifbýlinu gegna kven- félögin miklu hlutverki. Hver eru helztu verkefni þeirra? „Kvenfélögin gegna vissu- lega miklu hlutverki f dreifbýl- inu bæði í gleði og sorg og á þeim hvíla mörg verkefni s.s. skemmtanir fyrir börn og full- orðna, erfisdrykkjur, líknar- starfsemi, fræðslu- og menn- ingarmál. Það er oft á tíðum ótrúlegt hvað kvenfélögin oft í fámennum byggðarlögum, hafa unnið mikið starf fyrir sveit sína og þjóðfélagið. Kvenfélögin reyna f starfi sinu að brúa það bil, sem skapast vegi.a vegalengda og einangrunar. Má þar t.d. nefna sýnikennslu og námskeið af ýmsu tagi en um þessar mundir dvelur kona frá Sambandi sunnlenzkra kvenna í Svíþjóð á námskeiði fyrir leiðbeinendur í námshringjum og er ætlunin að hún fari á milli félaganna í vetur og fræði konurnar." Stundum heyrast raddir i þá átt að yngri konur vilji ekki taka þátt í starfsemi kvenfélag- anna. Er þetta rétt? „Ég verð að viðurkenna að þær koma ekki nógu mikið f félögin en það er ekki sama hvar félögin starfa. I Ijaup- stöðunum og kauptúnunum hefur þátttaka þeirra farið vax- andi en í sveitunum er þátttaka yngri kvennanna minni. Það má heldur ekki gleyma því að ungar konur í sveitum eru ekki margar." Skólamál hafa löngum verið meðal þeirra mála, sem konur í sveitum hafa látið sig nokkru skipta. Hvert er þitt álit á stöðu þessara mála í dag? „Vfst er að skólamál eru mikið vandamál um allt land en á flestum stöðum er barna- skólamenntun komin f viðun- andi horf og er börnum eki.ð að heiman og heim. Þegar barna- skóla sleppir þurfa flestir ungl- ingar að fara að heiman til náms og er það mörgu heimil- inu ofviða að kosta mörg börn í Iangskólanám og dæmi eru til þess að fjölskyldur úti á landi hafa flutzt til Reykjavíkur af þessum sökum einum.“ Hvaða möguleika á fólk í sveitum til að taka sér leyfi frá störfum eða orlof? „Það er nánast útilokað nema Sigurhanna Gunnarsdóttir fólkið eigi uppkomin börn eða einhver f fjölskyldunni geti tekið að sér að veita búinu for- stöðu. Að vfsu eru til lög um orlof í sveitum en það fæst ekkert fólk til að takast þessi störf á hendur. Til þess að svo geti orðið þarf að mínum dómi að stórbæta aðstöðu þessa fólks, því svo er ekki heldur sama hvernig fólk velst í þessi störf. Þaó þarf nokkra kunnáttu til að taka við einu búi þó um stuttan tíma sé. Erlendis s.s. f Sviss er ákveðinn hópur fólks, sem sinn- ir þessum störfum. — Við megum heldur ekki gleyma því að fólk f sveitum getur veikzt og er þá oft nauðsynlegt að fá fólk að til að sinna störfum við búskapinn." Á aðalfundi Stéttarsambands bænda s.l. sumar var samþykkt að makar bænda fengju aðild að Stéttarsambandinu. Hvað felst f þessari samþykkt? „Hér eftir hafa makar bænda, hvort sem bóndinn er karlmaður eða konan, kosn- ingarétt og kjörgengi innan Stéttarsambandsins en þetta gildir þó aðeins séu þau gift. Þó að sveitakonan hafi þannig fengið aðild að samtökum stéttar sinnar, hefur hún ekki þar með fengið aðild að búnaðarfélögunum og kjör- gengi og kosningarétt til Búnaðarþings. Ég á bágt með að trúa öðru en búnaðarfélögin verði einnig opnuð fyrir konum bænda. 1 d^g eru margir karl- menn kjörgengir innan búnaðarfélaganna, þó ekki séu þeir skráðir fyrir neinu búi, en slíkt er nú skilyrði. Okkur þyk- ir þetta harla lítið jafnrétti." . Ért þú farin að sjá árangur af kvennaárinu? „Já, árangurinn hefur þegar orðið mjög mikill og á eftir að verða enn meiri. Hvað snertir okkur, konur í sveitum vil ég minna á samþykkt aðalfundar Stéttarsambands bænda í sumar um að veita konum aðild að Stéttarsambandinu. Allar umræður eru til þess fallnar að vekja fólk til umhugsunar um vankantana." Hvað^ætla konur á Suður- landi áð gera i tilefni af kvennafrísdeginum á morgun? „Það verður haldinn fundur í Selfossbíói kl. 11.30 um morguninn og verða þar flutt ávörp, leikþættir o.fl. Þegar fundinum lýkur verður farin hópferð til Reykjavíkur og fjölmennt á útifundinn á Lækjartorgi. Eftir þeim undir- tektum og viðbrögðum, sem ég hef heyrt, á ég ekki von á öðru en konur á Suðurlandi fjöl- menni.“ Að lokum hafði Sigurhanna Gunnarsdóttir, formaður Sam- bands sunnlenzkra kvenna, þetta að segja í tilefni kvenna- frfsdagsins: „Sem hvatningu til kvenna í sveitum vil ég segja. Reynum að láta störf okkar þennan kvennafrisdag virka sem dálítinn pening í sparisjóð lífs- ins. Látum þá öldu, sem nú er risin ekki fjara út en fylgjum henni eftir með störfum okkar og verum ekki hræddar við að axla þær byrðar í þjóðfélaginu, sem í hlut okkar koma. Lokaósk mín er, að öll heimsbyggðin vakni til vitundar um það, að konur eru líka menn.“ — t.g. „Annaðhvort verður bóndinn að mjólka einn á sunnudögum eða konan að gefa vinnu sína” — rætt við Sigríði Arnadóttur Arnarbæli í Grímsnesi „Að koma ull í fat og mjólk f mat var sá eini lærdómur, sem stúlkum var uppálagt að til- einka sér fram yfir aldamót en hlutirnir hafa breytzt og senni- lega er emti tynr ungt ioik ao gera sér grein fyrir aðstöðunni f sveitum áður fyrr. Nú er hlóðaeldurinn horfinn en raf- magnseldavél af nýjustu gerð komin f staðinn, það þarf ekki lengur að bera þvott út f læk eða brjóta gat á ís til að þvo þvott, nýjar sjálfvirkar og hálf- sjálfvirkar þvottavélar sjá fyrir þvf.“ Við erum stödd á bænum Arnarbæli í Grímsnesi en þar býr Sigríður Árnadóttir ásamt manni sínum Guðmundi Kristjánssyni. í Arnarbæli hef- ur Sigríður búið síðan 1941 eða í 34 ár. Hún er ættuð frá Odd- geirshólum í Hraungerðis- hreppi og væri því stutt hjá henni að fara í bernskuhagana, ef ölfusá skildi ekki að. Sig- ríður hefur haft mikil afskipti af félagsmálum kvenna á r«..*..«innrií r»cr hpfnr frá árinu ÖUUUI tanui ---r- 1967 verið formaður Kven- félags Grimsneshrepps. Sig- riður fræðir okkur fyrst um störf á heimilum þegar hún var að alast upp á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar en Sig- ríður er fædd árið 1907. „Hann var næsta lítill sjón- deildarhringur sveitastúlk- unnar þegar ég var að alast upp, það þurfti að vinna ullina en sú vinna var stöðugt kapp- hlaup við tímann. Að vísu var það alltítt að karlmenn ynnu Ifka að ullarvinnunni. Það þurfti að spinna ullina og koma henni í vinnufært form og hélzt þessi iðja á heimilunum fram til 1950, þó lengur hafi það þekkzt á einstaka bæ. Hvað mjólkina snertir verður mesta breytingin árið 1929, þegar Mjólkurbú Flóamanna var stofnað. Sennilega er tilkoma þess og rafvæðingin í sveitum það, sem mestu hefur breytt vinnu á sveitaheimilum. Við stofnun mjólkurbúsins var hætt að vinná-mjólk neimá a bæjunum en hún þess i stað send til búsins. Þó að vinnan við mjólkina hafi ekki verið ýkja vandasöm, þá tók hún mikinn tíma. Margar konur náðu furðu miklum hraða með þeim frumstæða hitamæli, sem þær réðu yfir, fingrinum. Á þessum tíma varð að baka allt heima s.s. rúgbrauð á hlóðum eða í ofni og kökur.“ En hvað með útivinnuna? „Konur hafa alltaf gengið til útivinnu með mönnum sinum og ekki síður nú þegar fækkað hefur í sveitum. Þá var það algengt hér á Suðurlandi að Sigrfður Árnadóttir bændur færu f ver og varð þá konan að sjá um gegningar." Ertu sammála þvf mati, sem lagt er á störf húsmæðra í sveit- um að framleiðslu búanna í verðlagsgrundvellinum? „Nei, það get ég ekki verið. Konum eru nú ætlaðir 2 tímar á dag alla daga nema sunnudaga til að vinna við búið. Ef reiknað er með að þessum tima sé varið til mjalta, kemur í ljós að kon- unni eru áætlaðar 12 stundir á viku, þannig er ekki um annað að ræða hjá henni en að láta bónda sinn mjólka einan á sunnudögum eða Vinna kaup- laust. Þó öll þjónustustörf inn- an heimilisins séu ekki reiknuð með er þetta samt sem áður hróplegt misræmi. Flestar ung- ar konur ganga einnig til hey- vinnu og oft með vélum, að því ógleymdu að þær hlaupa f skarðið, þegar bóndinn for- fallast." Hvaða möguleika á fólk í sveitum tii aö iaka Ser írí GÖ3 leyfi frá störfum? „Það er næstum ógerlegt fyrir bændur en húsmæður hafa stundum brotizt I að taka sér orlof en það er ekki hægt um vik að fara að heiman. Oft hefur verið rætt um að fá stúlk- ur til heimilisstarfa á meðan húsmæður tækju sér orlof en þá er eftir að fylla f skarð bónd- ans. Hjá þeim sem hafa kúabú gefst engin stund og oft á tiðum ganga húsmæðurnar tíl mjalta á hverjum degi og það er stutt síðan ég hætti að fara í fjós.“ —t-g-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.