Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKT0BER 1975 Stefán Thoraren- sen —Mmningarorð Stefán Thorarensen úrsmiður frá Akureyri lézt í Landakots- spftalanum aðfararnótt 3. október sl., að ég hygg 78 ára að aldri, en annars var mér furðu ókunnugt um ýmsar slíkar staðreyndir varð- andi ævi hans, miðað við það hve kynni okkar voru orðin löng og góð. Ég hafði til dæmis aldrei fyrir því að biðja hann að kenna mér næstu þætti ættar sinnar, og rek ég ekki nánar af hverju slfkt stafaði, — en um helztu æviatriði hans var mér kunnara orðið um það er lauk, af ýmsu sem af hend- ingu barst í tal á milli okkar eins og gengur. Kynni okkar Stefáns voru, eins og af þessu má marka, á dálftið sérstöku sviði, og þetta sérstaka svið var nú einmitt það sem víð- tækast er ef rétt er á litið, og það sem víðast ætti við að koma, en það var varðandi kenningar dr. Helga Pjeturss og stefnu Nýals. Fundum okkar bar fyrst saman árið 1966 í leiguhúsnæði félags Nýalssinna á Laugavegi 24, þegar enn var verið að leitast við að samstilla kraftana til framgangs því nauðsynjamáli, sem öllum þótti brýnast vera, sem þar komu nærri. Það fann ég fljótt að Stefán var maður viðlesinn og fróður og smekkmaður á mál og stil. Skiln- ingur hans var skarpur og hugsun hans skýr. Ef til vill þótti sum- um hann full-kappsamur í sam ræðum, en ekki fann ég til þess. Að einurð hans og hreinskilni þurfti ekki að spyrja. Það var bjart yfir svip Stefáns og sagði það rétt til um það sem inni fyrir bjó þvi að hann var góðviljaður maður. Fannst mér það eiga vel við hið mikla áhugamál hans og okkar allra, sem þarna komum saman, enda naut ég margs góðs af honum um fræðslu og þekk- ingarauka, sem betra var að vera ekki án. — Þegar fréttirnar tóku að ber- ast af hinum nýju lífgeislakenn- ingum og tæknilegum staðfesting- um þeirra austan hafs og vestan, og okkur fór að þykja gott að vitna í rússneskar og bandariskar rannsóknir, minnti Stefán mig á rannsóknir próf. W. Stempells i Múnchen um 1935, sem 'gert hafði lífgeislatilraunir á þeirri tíð. Varð þetta tíl þess að opna augu mín betur fyrir forsögu þessara mála. Glaðlyndur var Stefán að eðlis- fari, og undir það síðasta, þegar honum var orðið ljóst að hverju fór, var ekki annað að sjá en hann gengi til þess leiks með sama vak- leika og létta hug og honum mun hafa verið eiginlegur allt frá æsku. Glaðr ok reifr skyli gumna hverr unz sinn biðr bana hefðu vel mátt vera einkunnar- orð Stefáns gagnvart þeim at- burði, sem margir hafa talið vera hinn siðasta fyrir hverjum einum, en nú má vel vita, að er aðeins upphaf nýs æviskeiðs. Þökk og heiður sé þessum góða vini mínum og félaga fyrir sann- leiksást hans og hiklaust fylgi við réttan málstað. Þorsteinn Guðjónsson. að Aðalsteinn yrði að fá að njóta sannmælis að því leyti að margt í grein hans um aðstöðu myndlistarmanna á Akureyri væri sanngjarnt „Af okkar hálfu eru þetta ekki nein illindi út í manninn, því að við getum vel tekið gagnrýni en teljum hins vegar að hún verði að vera byggð á einhverri raunhæfri viðmiðun." Aðalsteinn vill hins vegar fyrst og fremst telja að boð Akureyringanna til hans og ummæli þeirra í garð gagnrýni hans séu fyrst og fremst sprott- in af því, að þeir hafi ekki þolað gagnrýnina. I svargrein í Dag- blaðinu í gær segir Aðalsteinn m.a.: „Ég tek svo skýrt fram í greininni að í sumum tilfellum skrifa ég eftir ljósmyndum. „Undirritaður hefur fengið í hendur ljósmyndir af verkum þátttakenda og vil ég minnast á þau nokkrum orðum, með þeim fyrirvara þó að erfitt er að dæma fyllilega eftir ljósmynd- um.“ Og einnig undirstrika ég að þegar ég minnist á lit, þá er það eftir minni: „myndir Öla G. Jóhannssonar minnir mig að séu í skærum Iitum“ og um örn Inga segi ég: „litaval hans hefur einnig verið sætt og beiskt.“ Þau tíðindi að Óli G. Jóhannsson máli nú i dökkum og gráum litum þykja mér góð, en það breytir ekki því hvernig myndir hans voru til skamms tíma. En skyldi það vera þessi „in absentia“ umfjöllun sem angr- ar Akureyringana? Ætli það sé ekki fremur það að þeir hafa ekki fengið ómyrka gagnrýni i Iengri tfma og bregður því við? Ef þeir hafa áhuga á því að halda liststarfsemi sinni áfram, skal ekki standa á mér að leggja þeim lið og eitt það besta sem ég og aðrir getum gert þeim er að gagnrýna afdráttarlaust það sem miður fer f list þeirra. Annars er hætta á því að lista- mannahópur í litlu samfélagi verði að einangraðri og sjálf- umglaðri klfku sem ekki sam- þykkir neitt það sem sagt er um list þeirra utan samfélagsins. Vinsamlegast Aðalsteinn Ingólfsson" — Ljóðið og . . Framhald af bls. 17 skáldanna af hinum mód- erníska skóla, sem enn eru á lífi. Sá, sem leggur á sig að kynna sér ljóðlist hans af al- vöru, verður margs vísari. Ég verð að gera þá játningu að þrátt fyrir einlæga aðdáun mfna á skáldinu hefur hann lfkt og fjarlægst, horfið inn í ein- hverja klassíska birtu, sem er ekki alveg i samhljómi við okkar tíma. Ég hef margsinnis reynt að þýða ljóð Montales, en ekki tekíst. Aftur á móti hef ég þýtt Quasimodo og Ungaretti. Skýringin er ef til vill sú að Montale sé mestur þeirra þriggja? Á Nóbelsverðlaun Montales freistast ég til að líta m.a. sem viðurkenningu á italskri ljóð- list. Italir hafa verið og eru frábær Ijóðskáld. — Fyrirtæki Framhald af bls. 2 línuleið, kostnaðaráætlun og byggingaráætlun vegna vænt- anlegrar framkvæmda. Annar hluti verksins fer sið- an fram á fyrrihluta næsta árs og er stefnt að þvf að 1. útboð á línunni geti farið fram upp úr miðju ári 1976. — Montale Framhald af bls. I þar að kæmi. Montale sagðist vita að hann hefði komið til greina en hann hefði ekki talið sig hafa mikla möguleika til að hljóta verð- launin. Montale er sjötiu og níu ára gamall og hefur oft áður verið nefndur í sambandi við bók- menntaverðlaun Nóbels. Hann •kvaðst- 'enn->f«8t nokkuð >við yrkingar en þó aðeins Öðru hverju. Hann var spurður hvort hann áliti að Ijóð hans ættu erindi til fólks og kvaðst hann vona að svo væri. Hann sagði að ekki byggist hann við breyt- ingu á lífsháttum sfnum eftir þessi verðlaun, en þau gerðu óneitanlega lff hans „sem oft hefur verið þrautasamt, mun ljúfara.“ Meðal þeirra sem þóttu mjög líklegir sem bókmenntaverð- launahafar er bandaríski rit- höfundurinn Saul Bellow. Ymsir hafa i Stokkhólmi gagn- rýnt veitinguna í dag og talið hana bera vott um „dæmigerða íhaldsmálamiðlun". Fimm ftalskir höfundar hafa áður hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels sfðast Quasimodo árið 1959. Fimmtíu ár eru sfðan fyrsta bók Montales kom út, ljóða- bókin Ossi de seppia, og síðan hafa aðeins fjórar ljóðabækur komið frá hans hendi, árið 1939, 1948 og síðast árið 1972. Auk ljóðagerðar hefur Montale skrifað í óbundnu máli og fengizt við ritgerðaskrif og töluvert við þýðingar. Flest helztu Ijóða Montales hafa verið þýdd á önnur tungumál aðallega á ensku. — Klaufalega að Framhald af bls. 40 sjómanna, sem hefði átt að taka upp sjóða- og fisksverðsmálið við stjórnvöld og hefði þessi nefnd átt að fá 1—2 mánaða vinnufrið. Ef ekkert hefði gerzt f málinu að þeim tfma liðnum, hefði átt að grfpa til þeirra aðgerða, sem nú eru orðnar raunveruleiki. Úr þvf sem kom- ið er förum við ekki á miðin eftir að við komum f höfn, til þess að sýna samstöðu, en við á Brettingi komum til Vopna- fjarðar f fyrramálið,“ sagði Tryggvi. Þá sagði hann að lokum: „Þetta mál verður að leysa með góðvild, harka má ekki koma upp og alls ekki pólitfk. Annars held ég að þetta þjóð- félag sé að verða vitlaust." „Ég veit ekki hvað við gerum, en mér finnst mjög klaufalega staðið að þessu, “ sagði Guðmundur Gfslason, skip- stjóri á Ljósafellinu frá Fáskrúðsfirði, „við hér vorum ekki samþykkir þeirri kröfu- gerð sem var send til sjávarút- vegsráðuneytisins, eins og hún hljóðaði. Það þarf enginn að halda að hægt sé að breyta eða afnema jafn veiga mikinn hlut og sjóðakerfið er á einni viku. Vissulega erum við ekki ánægð- ir með fiskverðið, en það hefði átt að taka öðru vfsi á þessu máli.“ — Þjóðartekjur Framhald af bls. 1 samanburðar má geta þess, að á erfiðleikaárinu mikla 1968 minnkuðu þjóðartekjur á mann um 8%. 0 Talið er að viðskiptakjörin á þessu ári muni versna um 16—17%. 0 Þrátt fyrir mikla aukningu er- lendra lána er búizt við að nettógjaldeyrisstaðan muni versna um 2500 milljónir. 0 Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna mun Ifklega lækka um 16—17% frá fyrra ári. A árinu 1974 jókst kaupmáttur tekna og útgjöld heimila um 9%. Þjóðartekjur f ár minnka um 9%. Á þessu ári munu þvf metin jafnast. 0 Frystideild Verðjöfnunarsjóðs er tæmd. Ef ytri skilyrði, svo sem útflutningsverð batna ekki er hér a.m.k. um 2000 milljón kr. vanda að ræða á ársgundvelli. 0 Stefna verður að þvf marki að viðskiptahallinn eyðist á næstu þremur til fjórum ár- um. Jafnvel þótt þvf marki verði náð yrðu erlendar skuld- ir Islendinga engu að sfður komnar upp f 50% af þjóðar- framleiðslu f lok áratugarins og greiðslubyrðin yrði þá um 20% af heildargjaldeyris- tekjum. ------- . Haukur Kristjáns- son —Minningarorð hann sagði m.a.: Ég eiska foreldra Fæddur 28. febrúar 1956. Dáinn 22. september 1975. „Haukur frændi frá Húsavík er kominn" var alltaf viðkvæðið þegar hann kom í heimsókn. Svo var það einnig laugardagskvöldið 20. sept. s.l. Haukur frændi var kominn. Blíða brosið hans og æskuglampinn í augunum yljaði manni um hjartarætur. Það var lífsglaður og kátur 19 ára drengur, sem kominn var til að kveðja, en morguninn eftir var ferðinni heitið til Mallorka. Hann kvaddi okkur svo innilega eins og hann ævinlega gerði. En þessi kveðjustund var eitthvað öðruvfsi að mér fannst. Ég fylgdi honum út, og mér fannst sem hann mætti ekki fara alveg strax, en vinur hans beið eftir honum. Hann faðmaði mig að skilnaði og sagði: „Bless elsku fráenka mín, ég sé ykkur eftir 2 vikur.“ Það var þvf þungt áfall er sú harmafregn barst frá Mallorka mánudaginn 22. sept. að Haukur frændi væri látinn. Því var vart trúað. Það getur ekki verið satt! Hann var vinmargur, vinsæll, gjöfull og góður drengur. Sárt er hans sakn- að af frændfólki og vinum. En sárastur er harmurinn foreldrum hans og systkinum, sem unnu honum svo heitt. Ég bið góðan guð að styrkja Gerði systur mína, Kristján mág minn og börn þeirra, Björn, Sigurbjörgu og Huldu, í þeirra mikla missi. En minningin um hugljúfan, glaðan og góðan dreng lifir. Hvar sem hann kom var hann aufúsugestur. Það»Iý*ti^ér-beí;t inHræti&hansei mína, þau eru mér allt. Elskulega frænda mínum þakka ég allar ánægjustundir sem hann veitti okkur. Harpa. — Viðræður Framhald af bls. 1 sem koma fram f skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar. Nú er það stjórnmálamannanna að fjalla um þær upplýsingar frá pólitfsku sjónarhorni en ég held að báðir aðilar séu það nálægt hvor öðrum að það nægi til að ná samkomulagi fyrr eða sfðar.“ Aðspurður um það hvort hann væri bjartsýnn sagði ráðherrann: „Ég hlýt að vera bjartsýnn.“- 0 Morgunblaðið bar þessi um- mæli Hattersley um skýrsluna undir Jón Jónsson, forstjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar og hann sagði: „Það gleður mig að Hattersley skuli hafa sagt þetta.“ Þá náði blaðið tali af Burd frá brezku Hafrannsóknastofnuninni f Lowestoft og hann sagði: „Það er rétt sem ráðherrann sagði, en þó eru óneitanlega ýmis atriði sem við viljum skoða nánar." Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði að nær allur dagurinn hefði farið í að ræða skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar þar sem hún hefði verði Bretum ókunn. Hefðu þeir viljað láta sína vfsindamenn fjalla um hana áður en þeir segðu nokkuð um efni hennar. Einar sagði að engar ákveðnar tillögur um lausn deilunnar hefðu verið lagðar fram en hugsanlegt að það yrði gert á morgun, en ekki líklegt, þótt erfitt væri að fullyrða það, því að tíminn væri fljótur að líða ef menn byrjuðu að ræða málin. Utanríkisráðherra kvaðst ekki eiga von á því að málið yrði til lykta leitt í þessuin viðræðum og annan fund mundi þurfa. Að- spurður hvenær hann teldi að sá fundur gæti farið fram, sagði ráðherrann að hann yrði að vera fyrir 13. nóvember. Ráðherrann sagði að Islendingar hefðu talið sig gera mjög skýra grein fyrir afstöðu sinni og ekki sfzt þeim breyttu viðhorfum sem skapazt hefðu við birtingu skýrslunnar. Matarhlé var gert um kl. 12.30 og buðu Bretar þá til hádegis- verðar f Laneaster House. Form- legi fundurinn hófst svo aftur um kl. 14.30 og stóð til rúmlega fjögur, er Einar fór á fund Callag- hans, en Jón Jónsson for- stöðumaður Hafrannsóknastofn- unar og Már Elísson fiskimála- stjóri héldu áfram viðræðum við brezka fiskifræðinga um skýrsluna, þær tölur sem þar koma fram og þær aðferðir sem notaðar voru til útreikninga. í íslenzku sendinefndinni eru, auk Einars Ágústssonar og Gunnars Thoroddsen þeir Jón Jónsson forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar, Már EIís- son fiskimálastjóri, Hans G. Andersen sendiherra, Guðmundur Garðarsson alþingis- maður, Þórarinn Þórarinsson al- þingismaður, Einar B. Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Níels P. Sigurðsson, sendi- herra Islands í London, og einnig sat fundinn Helgi Ágústsson sendiráðsritari. I brezku nefnd- inni eru Roy Hattersley aðstoðar- utanríkisráðherra, Edward Bishop aðstoðar sjávarútvegsráð- herra, G. Strung aðstoðarland- búnaðarráðherra, A. Burd frá brezku Hafrannsóknastofnuninni í Lowestoft, Anderson, lögfræði- ráðunautur brezka utanríkisráðu- neytisins, Hulse sem fer með mál íslands í brezka utanrfkisráðu- neytinu, East sendiherra Bret- lands á íslandi, Atkinson úr brezka viðskipta- og flutninga- málaráðuneytinu, Westbrook, aðstoðarmaður Hattersleys, og Jupe úr matvælaráðuneytinu. — Málverk Framhald af bls. 2 sem ég hef t.d. búið til voru síðast til sýnis í Reykjavik á sýningunni í Norræna húsinu, sem vakti þó nokkra athygli en þá er þessi maður við nám úti i útlöndum eftir því sem ég bezt veit. Vegna þeirrar gagnrýni sem þar kom, seldust ekki margar myndir til Reykjavíkur og liggja því ekki á lausu á sunnlenzkum málverkamark- aði, þannig að ég tel alveg öruggt að hann hefur ekki séð mynd eftir mig áður. Þá hefur hann örugglega ekki séð mynd eftir Hallmund Kristinsson áður nema hvað getur verið að hann hafi séð teiknaða mynd eftir hann á forsíðu Þjóðviljans á sínum tíma.“ Um myndir Hallmundar segir hins vegar Aðalsteinn í grein sinni: — Hallmundur Kristinsson hefur hingað til verið klaufi i teikn- ingu og málun en virðist hér vera i framför hvað myndhugs- un og frágang snertir. ÍVi tetti þyí; hins yegar ,vj$,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.