Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÖBER 1975 Gullfuglinn hvar bræður hans væru niður komnir. „Og farirðu þar inn, þá losnarðu þaðan heldur ekki aftur,“ bætti hann við. Konungssonur lofaði refnum að fara ekki inn í gistihúsið, hann gaf honum meira að segja hendina upp á það, og svo skildu þeir. En þegar konungssonur kom að gistihúsinu og heyrði allan glauminn og gleðina þar, þá fannst honum hann endilega mega til með að fara inn, og þar hitti hann bræðurna sína báða og þegar þeir fóru að tala saman og skemmta sér, þá fór það svo að hann gleymdi bæði refnum og gullfuglinum, ferðinni og föður sínum. — En er hann hafði dvalið þar um hríð, kom refurinn. Hann hafði þá vogað sér inn í bæinn þrátt fyrir allt. Hann stakk hausnum inn um dyra- gættina og glápti á konungsson og sagði, að nú yrðu þeir að halda af stað. Þá kom konungsson til sjálfs sín aftur og þeir lögðu af stað. Þegar þeir höfðu lengi ferðast, sáu þeir stórt fjall langt í burtu. Þá sagði refurinn: „Þrjú hundruð mílum fyrir handan þetta fjall er gyllt linditré með Hvaða furðu-handrit er þetta — Er þetta arabfska? V__________________________________________/ gullblöðum á og í þessu tré situr fuglinn, sem þú ert að leita að.“ Þangað fóru þeir svo saman. Þegar konungssonur átti að fara og taka fuglinn, lét refurinn hann hafa nokkrar mislitar fjaðrir. Þær átti hann að hafa i hendinni og veifa þeim. Þá myndi fuglinn verða forvitinn og koma fljúgandi niður úr trénu. En refurinn sagði, að konungssonur mætti ekki snerta tréð, því það ætti ógurlegur risi, og þótt konungssonur gerði ekki meira en koma við hinn minnsta kyist þá yrði risinn var við það og kæmi og væri þá úti um konungsson, sagði refurinn. Nei, konungssonur sagðist ekki skyldi snerta tréð, en þegar hann var búinn að ná fuglinum, fannst honum endilega að hann þyrfti að eiga einn kvist af þessu fallega tré, sem glitraði á. Svo tók hann einn lítinn kvist, bara ósköp lítinn. En um leið kom risinn þjótandi. „Hver er að stela linditrénu mínu og gullfuglinum mínum,“ gargaði tröllkarlinn og var svo reiður, að það rauk upp úr hausnum á honum og gneist- aði af honum i allar áttir. „Þjófar halda að allir steli,“ sagði konungssonur, „en það verða ekki aðrir hengdir en þeir, sem ekki stela rétt.“ Risinn sagði að það kæmi sér ekki við og ætlaði að ráðast á hann, en konungssonur bað hann að þyrma lífi sínu. „Ef þú getur náð aftur hestinum, sem hann nágranni minn tók frá mér, þá skal ég þyrma þér,“ sagði risinn. „Hvar ætli hann sé niður kominn?“ spurði konungssonur. „Æ, hann er núna þrjú hundruð mílum fyrir handan stóra fjallið þarna, sem blánar út við sjóndeildarhringinn,“ sagði tröllkarlinn. Konungssonur lofaði, að hann skyldi gera það sem hann gæti í þessu. En þegar hann kom til refsins, var rebbi ekki sem blíðastur. „Nú hefirðu farið illa að ráði þínu,“ sagði refurinn, hefðirðu farið að mínum ráðum, værum við nú komnir á leið heim aftur,“ sagði hann. En nú urðu þeir aftur að leggja af stað, fyrst um lífið var að tefla og konungs- sonur hafði lofað því. Ferðin var löng og erfið, en loksins komu þeir þó á ákvörðunarstaðinn. En þegar konungs- — Herra tninn, þú hefur bjargað lffi mfnu. Hvernig get ég sýnt þér þakklæti mitt f verki? — Gifzt tengdamóður minni og flutzt til Ástralfu. Pilsudski marskálkur, sem um tfma var einræðisherra f Pól- landi, var mjög hrifinn af norska sendiherranum Sam Gyde. Ýmsar ástæður lágu til þess, en eina þeirra skýrði Pilsudski á eftirfarandi hátt: — Gyde er einn af þeim fáu útlendingum, sem ég hefi kynnzt, sem aldrei hefur reynt að kenna mér, hvernig ég á að stjórna Póllandi. Indverskur fursti bauð Ameríkumanni til veizlu. Meðan setið var að kræsingum, komu dansandi meyjar inn f höllina f stórhópum til þess að skemmta gestum. Amerfkaninn spurði þá furstann, hvar hann fengi allan þennan kvennaskara lánaðan. — Lánaðan? sagður furstinn. Þetta eru alit konurnar mfnar. — Hamingjan góða, sagði Amerfkaninn og saup hveljur, hvað áttu margar konur? — Eg á nú ekki nema 55, en bróðir minn á 365. Amerfkananum varð orðfall f fyrstu, en sagði sfðan eftir nokkra umhugsun: — Hvernig fer bróðir þinn að, þegar hlaupár er? Morðíkirkjugarðinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 16 ganga frá þvf áður en við fórum á æfinguna. — Hvað aðhöfðust þér sfðan næstu klukkutfmana og hvar voruð þér? — Ég var vitanlega heima hjá mér. Nú, þér viljið vita nákvæm- lega hvar ég héft mig? Ja, ég var aðallega í eldhúsinu held ég og f mfnu eigin herbergi og svo inni f dagstofunni. — Ekkert þessara herbergja er yfir búðínni eða skrifstofunni að þvf er ég bezt veit. Er það ekki rétt? Ég fór að velta fyrir mér, hvað Christer hefði eiginlega verið lengi f Vástlinge áður en hann kom árla morgunsins á prest- setrið. Hann sýndi þó engin þreytumerki, nema sfður væri. — Segið mér frú Sandell, þér heyrðuð hvorki umgang né mannamál frá neðstu hæðinni? Lfflegt og sérkennilegt andlitið varð hugsi. — Ne..ei. En ég var mcð útvarpið opið allan tímann og það voru spiluð alls konar jólalög. — Og svo fenguð þér heimsókn .... fröken Friedeborgar... Hvenær var það? Barbara horfði hissa á hann. — Já, ég rakst á jólahyasintuna hennar á borðinu mfnu uppi svo að hún hlýtur að hafa komið. En það hittist sannarlega einkenni- lega á að hún skyldi einmitt rekast inn þessi fáu augnablik, sem ég var niðri í kjallara. Ja, ég var þar reyndar dálitla stund... ég var að athuga olfuffringuna og ná í niðursuðuvörur, en samt... I fyrra skiptið sem vikið hafði verið að þessu atviki hafði ég fengið sterklega á tilfínninguna, að hún væri að segja ósatt. Nú vissi ég ekki lengur, hvað ég átti að halda. Christer horfði rannsakandi á hana. — Og sfðan hvað? spurði hann stuttlega. — Og hvað svo? Ja, svo beið ég sem sagt fram eftir kvöldi. Við höfðum talað um að kveikja á jólatrénu klukkan sex og ég gerði það á mfnútunni og þá hafði ég einnig hitað nýtt kaffi ... en Arne kom ekki .... og þegar klukkan var fimmtán mfnútur yfir sex hljóp ég niður á skrlf- stofu, en hann var ekki þar og alls staðar var slökkt. — Fóruð þér fram f búðina? — Nei, dyrnar milli skrifstof- unnar og búðarinnar voru opnar svo að ég sá að þar var Ifka slökkt. Ég hélt auðvitað fyrst að einhver hefði komið og pantað bfl, svo að ég gekk bara upp aftur og var dálftið gröm yfir þessu. En núna .... eftir á .... hef ég farið að hugsa um eitt.... Hún hallaði sér fram áköf og biðjandi og hélt áfram með önd- ina f hálsinum. — Arne var stundum dálftið kærulaus hvað tfma snerti. En hann var mjög nákvæmur að halda f heiðri allar hefðir og slfkt á hátfðisdögum. Þér vitið hvað ég á við: á páskunum vildi hann fá máluð sín egg, og marsipankjúkl- ing, á jólunum var hann mjög vanafastur frá þeirri stundu sem við kveiktum á trénu klukkan sex. Það hafði aldrei brugðist. Hann hefði sem sagt alls ekki látið vera að koma f kaffið á aðfangadagskvöld nema þvf aðeins að brýnar ástæður og góðar og gildar kæmu til. Og þess vegna held ég að ... að hann hljóti að hafa verið drepinn fyrir klukkan sex... — Já, samsinnti Christer alvörugefinn. — Og með hliðsjón af frásögn fröken Friedeborgar og ungfrú Motander hallast ég Ifka að þvf að hann hafi dáið fyrir klukkan hðlf sex. Barbara deplaði augunum og ég sá blika á tár á hvörmum hennar, en sfðan sagði hún blátt áfram: — Er eitthvað fleira, sem ég get hjálpað yður með? — Þér eruð sá aðili, sem getur hjálpað okkur allra mest, frú Sandell... þér getið til dæmis sagt mér, hvort maðurinn yðar átti sér einhverja óvildarmenn. Hún hristi höfuðið. — Nei, það get ég alls ekki fmyndað mér... Það er að segja... Tekla Motander hafði af ýmsum ástæðum horn f sfðu hans og hún er mesta trunta, það situr sannarlega ekki á mér að draga úr þvf. En að hún myndi ganga svo langt að myrða hann, það held ég sé óhugsandi? Og svo náttúr- lega Connie Lundgren? Nú breyttist rödd hennar og hún var hikandi og gætti tor- tryggni og allt að ótta f rödd hennar: — Þegar hann — Lundgren — hefur fengið sér neðan í þvf veit hann nefnilega alls ekki hvað hann gerir og Arne hafði reiðzt honum fyrr um daginn. Hugsa sér... hugsa sér ef hann... — Er það kirkjuþjónninn sem þér eruð að tala um? spurði ég þrumu lostin. — Sem drekkur... og... — Hann er alls ekki kirkjuþjónn, sagði Barbara hraðmælt. — Það er bróðir hans og hann er sérstaklega elskulegur og traustur maður. Connie býr með bróður sfnum hinum megin við kirkjugarðinn og þegar bróðirinn er heima reynir hann að hafa hemil á Connie og fylgj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.