Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975 Vinarkveðja til Ragnheiðar Það var eins og mig grunaði, að Þorsteinn Mattíasson hafði skrif- að viðtalið við Ragnheiði Bryn- jólfsdóttur, eftir sínu höfði og vísidómi og lesið hana síðan upp yfir Ragnheiði, sem hún hefur aðeins lauslega tekið eftir. Þetta sannar m.a. sú brenglaða frásögn af ferðalagi Ragnheiðar með börn sín á skipi til Blönduóss, þar sem hin ágæta kona lenti í lífsháska með börn sin, þegar skipið steytti á skeri á Breiðafirði, má þó nærri geta um líðan hennar og sorg. Segir svo Þorsteinn það eitt af ferðum hennar, að þá hafi hún stigið þar af skipinu í land á Blönduóss. Ég skal ekki fást um ýmsar skekkjur í grein Ragnheiðar í Morgunblaðinu þann 9/10 síðast- liðinn, svo sem um „krónu- veltuna" o.fl. Skal þess- aðeins getið, að á þriðja og fjórða áratug aldarinnar, gekk yfir landið mesta fjárhagskreppa, er komið hefur á þessari öld, og höfðu þá margir naumt til hnífs og skeiðar og var svo um flesta Blönduós- inga; margir þeirra þurftu og að fá styrk hjá viðkomandi sveitar- stjórn eða stjórnum hreppanna, Blönduóshrepps og Torfalækja- hrepps, en þeir höfðu þá sam- eiginlegan fjárhag enn um sinn, hvað framfærslu snerti. Þess vegna kom Jón Stefánsson á Kagaðarhóli, mesti ágætis maður, þar við sögu. Það er ósköp eðlilegt, að Ragn- heiði sé farið að förlast minnið, eftir svo langan tíma og margt mótdrægt, er þjakað hefur henni á liðnum tímum. Þess má þó geta að þegar hún hafði fengið gott starf, sem hún rækti með sínum alkunna dugnaði og reisn, vitjaði Tveimur lestum minna í nefið NEFTÖBAKSSALA hefur farið hraðminnkandi undanfarin ár. Hún var 15,4 Iestir fyrstu níu mánuði ársins 1974, en fór niður í 13 lestir sömu mánuði þessa árs. Hefur því farið 2,4 lestum minna af tóbaki í nef Islendinga í ár en í fyrra. 40 kr. ekki 400 í samtali við forstjóra Græn- metisverzlunar landbúnaðarins í blaðinu s.l. sunnudag var sagt, að innfluttar kartöflur myndu nú kosta um 400 kr. hvert kg i íslenzkri höfn, en þar er um mis- ritun að ræða. Verð hvers kg er um 40 krónur. eiginmaðurinn hennar aftur og bjuggu þau saman alllengi, og áttu enn börn og buru eins og segir í gömlu orðtaki. Meira skal svö ekki rætt um þetta mál, en ég þakka þessari ágætu konu alla viðkynningu á liðnum árum. Vil ég einnig leyfa mér að þakka henni sem góðri móður barna sinna og þegnskap i þágu þjóðarinnar. Alþjóð ber að þakka öllum góðum mæðrum og uppalendum fyrir störf þeirra. Þennan sama dag fékk ég undirritaður sendingu frá Þor- steini Matthíassyni, en við hann er mér mjög óljúft að eiga orða- stað og læt því þetta mál útrætt. Steingrfmur Davfðsson. — Engey Framhald af bls. 32 unin gengið eins og við venju- legar aðstæður fyrir ári síðan. Hins vegar kvaðst hann ekki enn hafa fregnir af því hvort nú myndu koma fleiri skip til lönd- unar i Cuxhaven í kjölfar þess- arar sölu Engeyjar. Morgunblaðið sneri sér í því sambandi til Kristjáns Ragnars- sonar, formanns Landssambands ísl. útvegsmanna, og spurði hann hvað nú tæki við varðandi þýzka markaðinn. Kristján svaraði því til, að nú yrði næst gerður saman- burður á afla þessara tveggja togara — Engeyjar og Júpiters, til að fá fram raunverulegan mis- mun á markaðsverðlaginu í Belgíu og V-Þýzkalandi. Og þótt verðið sem Engey fékk í Cuxhav- en hafi reynzt svo hagstætt sem raun ber vitni, kvaðst Kristján ekki gera ráð fyrir þvf að mikið yrði um sölur íslenzkra fiskiskipa í v-þýzkum höfnum á næstunni. Astæðuna fyrir því kvað hann bæði vera þá, að þær fisktegundir sem Þjóðverjar hefðu helzt áhuga á væri aðallega að fá hjá stóru togurunum, en þeir væru núorðið flestallir bundnir við ákveðin frystihús hér heima og eins væri áhuginn mjög takmarkaður meðan ekki kæmu til tollalækk- unin í Þýzkalandi sem verða átti samkvæmt EBE-samkomulaginu en strandað hefur á landhelgis- deilu þjóðanna. Taldi Kristján að það yrðu helzt togarar sem ekki eru í föstum viðskiptum við frystihús hér heima, sem sigla myndu á næstunni. Hins vegar kvað Kristján töluvert hafa verið siglt á Bretland á haust og tíðar siglingar fiskiskipa væru fyrir- hugaðar þangað á næstunni. Væri þá aðallega siglt með flatfisk, sem ekki væri markaður fyrir annars staðar en á Bretlandi. umferðir. I fyrstu til þriðja sæti þar eru Guðmundur, Ermenkov, Matulovic með 5,5 vinninga, Wirtensohn er fjórði með 5 vinninga en í 5—13. sæti eru Gerghiu (með 2 bið), Sax, Matanovic, Bednarsky (1 bið), Duball, Ree, Radulov, Vogt og allir með 4,5 vinninga. — Argentína Framhald af bls. 1 spillingunni hermdu í kvöld að handtökuheimild hefði einnig verið gefin út á hendur Demetrio Horacio Vasquez, fyrrum einka- ritara Lopez Rega. Leiðtogar Róttæka flokksins krefjast þess nú að sérstök rannsókn fari fram á fjárreiðum opinberra sjóða sem voru I höndum frú Peron og Lopez Rega. Lopez Rega var sem kunnugt er hrakinn úr embætti af leiðtogum hersins, verkalýðs- hreyfingarinnar og Peronista- hreyfingarinnar og fór hann til Spánar.Samkvæmt heimildum frá sjúkrahúsi því sem frú Peron dvelst á átti hún f gærkvöldi all- langt símtal við Madrid, þar sem Lopez Rega dvelst um þessar mundir. — Vörður Framhald af bls. 2 aukin og Vörður gerður að sterkara afli en hann hefur nokkru sinni fyrr verið í þágu Sjálfstæðisflokksins og stefnu- mála hans.“ — Portúgalar Framhald af bls. 1 aðgerðir sínar og æpti að þeim reiðilega: „Farið strax af götun- um. Hvernig dirfizt þið að móðga forsætisráðherra.“ Er Azevedo yf- irgaf fundarstað eftir a'ð hafa flutt ræðu sfna heyrðist hann segja: „Ég hef verið þolinmóður hingað til, en nú mun ég hefja sókn.“ Þessi atburður þykir spegla vel klofninginn innan hersins því margir hermannanna sem mót- mæltu, tóku á rás er Correia kom að, en hinir urðu eftir hjá for- ingja sínum. Ummæli Azevedos á blaðamannafundinum f dag komu í kjölfar tilkynningar ríkisstjórn- ar hans að hún vildi koma á fundi með byltingarráði hersins, æðstu löggjafarsamkomu landsins. Fundarefnið er hvernig finna megi Ieiðir til að knýja fram skip- un um að borgarar afhendi vopn sem þeir hafa undir höndum, en örfáir hafa orðið við þeim tilmæl- um hingað til. Er talið að þetta bendi til þess að ríkisstjórnin telji sig ekki geta reitt sig á liðsinni hersins í þessum efnum. — Fromme Framhald af bls. 1 leysi, heldur leggur málin f hend- ur dómarans. Þetta jafngildir f raun játningu sektar, þó það geri það ekki formlega. Dómarinn gerði hlé til að yfirvega þessa hugarfarsbreytingu Fromme, en hafnaði henni sfðan. Hvorki saksóknarinn né verj- andinn vildu að Fromme yrði heimilað að breyta málsvörn sinni, og dómarinn tók sömu af- stöðu. Sendi hann kviðdómendur heim og kvaddi til nýja þar eð erfitt yrði fyrir þá að horfa fram- hjá hughvörfum Fromme sem jafngiltu játningu sektar. Lynette Fromme reyndi sem kunnugt er að skjóta Ford Bandaríkjaforseta í Sacramento 5. september s.l. — 100 ár Framhald af bls. 2 gjöld á íbúa sfna. Kvað hann gott að eiga Seltirninga að, þegar að því kæmi að leita nýrra hugmynda um gjald- heimtu. Næstur talaði Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann flutti Seltirn- ingum kveðjur og árnaðarósk- ir Reykvíkinga og færði þeim að gjöf afsteypu af frummynd tA------------ af Tneólfi vogs, heillaóskir bæjarfélags sfns og færði Seltirningum að gjöf silfurstjaka. Jón M. Guð- mundsson á Reykjum, oddviti Mosfellshrepps, talaði fyrir hönd sveitunga sinna og nágranna í Kjósar og Kjalarneshreppum, en gjöf þeirra var útskorinn funda- hamar úr fslenzku birki. Síðastur talaði formaður Sambands íslenzkra sveitar- félaga, Páll Líndal. Hann rifjaði upp ýmsa atburði úr sögu Seltjarnarness og færði bæjarbúum að gjöf silfur- bakka. Lét hann svo ummælt, að gjöfin væri vel við hæfi og kæmi í góðar þarfir er Seltirn- ingar yrðu við tilmælum fjár- málaráðherra. Þeir gætu nú fært ráðherranum hugmyndir um nýjar leiðir í skattlagningu á silfurbakka. — Hörð Framhald af bls. 1 höfðu komið forsetanum f emb- ætti eftir valdaránið, en Mushar- af mun hafa þótt þeir hafa of mikil áhrif á hina borgaralegu stjórn hans. Aherzla er á það lögð f Dacca að reyna að leysa ágrein- inginn án blóðsúthellinga. — Armannsfell Framhald af bls. 32 stjórnmálaandstæðingum í þessu máli. Við tókum því þá ákvörðun að óska eftir þvf að ríkissak- sóknari léti fram fara opinbera rannsókn. Sú rannsókn hefur nú farið fram og þar til bær yfirvöld tekið ákvörðun um að ekki sé ástæða til frekari aðgerða f málinu. Ég fagna að sjálfsögðu þeirri niðurstöðu. Við sjálfstæðis- menn óskuðum fyrst og fremst eftir að sannleikurinn í málinu kæmi fram og dómsrannsóknin hefur leitt í ljós að þær miklu ásakanir sem á okkur voru bornar hafa ekki reynst á rökum reistar." Þá hafði Morgunblaðið enn- fremur samband við Albert Guð- mundsson borgarfulltrúa formann húsbyggingarnefndar Sjálfstæðishússins nýja, .og innti hann eftir áliti hans. Albert sagði: „Þetta er sú niðurstaða sem ég bjóst við. Hvorki ég persónulega hé Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur höfum gert neitt rangt. Ég hef sagt það áður og ég ítreka það hér, að ég tel að sléfberarnir í þessu máli eigi að fá sinn dóm, en ég mun ekki elta ólar við þá. Það er almennings að dæma hvern einstakan eftir hans lífshlaupi. Það er þungbært að verða fyrir barðinu á rógberum, en það er léttir að finna vinarþel þeirra sem manni treysta þegar á slíkan hátt er að manni sótt. Ég vil biðja Morgunblaðið fyrir kærar kveðjur og þakkir til allra þeirra félagssamtaka og einstaklinga sem vottað hafa mér traust síðan þetta mál fór I gang. Kveðjur ein- staklinga og sjálfstæðisfélaganna hafa stutt mig og styrkt f störfum þeim sem mér hefur verið trúað til að gegna fyrir flokkinn. Beztu kveðjur til þeirra allra.“ — Danir banna Framhald af bls. 1 meðferðar á fundi nefndar- innar eftir tvær vikur. Formaður danska fiski- mannasambandsins, Laurits Törnæs, mótmælti f dag veiði- banninu. Hann taldi það eiga eftir að stefna dönskum sjávar- útvegi í voða. Törnæs taldi enn- fremur hið líffræðilega gildi veiðibannsins vafasamt. — Versnandi Framhald af bls. 3 léttvægur, og hefur verið síðustu árin, að sögn seðlabankastjórans. -Þannig fékk verzlunin árið 1974 aðeins 1,8% af heildarlánum fjár- festingarlánakerfisins, land- búnaður 20,2%, iðnaður 20,6% og sjávarútvegur 57,4%. Sagði dr. Jóhannes að varla væri blöðum um það að fletta að hlutur verzlunarinnar væri hér miklu minni en eðlilegt væri og vera m frjálsan lána- ð ræða, eða annað fjárfestingar. — Einn gangfær Framhald af bls. 3 kæmist á við Þorlákshöfn og þá þyrfti einnig að bæta höfnina á Eyrarbakka, þannig að hluti af flota Eyrbekkinga gæti ávallt verið þar. I fjórða lagi mætti nefna eignartjón, sem fólk hefði orðið fyrir. Sem betur fer hefði það reynst minna en menn héldu f upphafi, en sjálf- sagt væri það vandamál að fá allt þetta bætt. — Sem stendur er aðeins einn gangfær bátur á Eyrar- bakka. Hafrún Tveir bátar eru í slipp í Reykjavík, einn í slipp á Akranesi, og einn er í viðgerð í Njarðvíkum, eftir að hafa rekið upp í fjöru á Eyrarbakka s.l. vetur sagði Þór. — Heildarlán Framhald af bls. 13 tæknilegan undirbúning vegna leiguíbúðabygginga siglir síðar í kjölfarið, sé allt með felldu um hann, að hún samþykki veitingu framkvæmdaláns til bygging- anna. Kemur það síðan til greiðslu í samræmi við samning þar um. b. Gerðir hafa verið fram- kvæmdalánssamningar og fram- kvæmdir hafnar á vegum 25 sveitarfélaga vegna byggingar 179 íbúða, lán að upphæð kr. 695.000.000.— Lánin koma til greiðslu, sem hér segir: 1974 Kr. 46.200.000,- 1975 Kr. 442.850.000,- 1976 Kr. 205.950.000,- Samtals Kr. 695.000.000.- Hér er aðeins um að ræða fram- kvæmdir sem hófust 1974 og 1975 og upphæðin sem kemur til út- borgunar 1976 er aðeins eftir- stöðvar af þeim framkvæmdum, og á eftir að hækka til muna þeg- ar framkvæmdir, sem hefjast 1976, bætast við. Af þeim 179 íbúðum sem fram- kvæmdalánsheimild hefur verið veitt fyrir, hafa 4 sveitarfélög lokið smfði 7 íbúða og nema lán til þeirra kr. 33.460.000.— önnur sveitarfélög hafa öll hafið fram- kvæmdir en efu misjafnlega langt á veg komin. Auk þessara 179 íbúða, hefur 22 sveitarfélögum verið heimilað að hefja framkvæmdir fyrir eigið fé, vegna samtals 81 íbúðar, en fram- kvæmdalánssamningur hefur ekki verið gerður við þau, en mun væntanlega gerður 1976. Þegar talað er um fram- kvæmdalánssamninga við sveitar- stjórnir, er um það að ræða, að húsnæðismálastjórn gerir sam- þykkt um lánveitingu til fjár- mögnunar leiguibúðabyggingum, er nemur 80% af heildarbygg- ingarkostnaði. Lánveitingin er borguð út í mánaðarlegum fjár- hæðum, venjulega jafnháum, á byggingartímanum, yfirleitt allt frá fyrsta mánuði hans til hins síðasta. Á fundi húsnæðismálastjórnar nú i dag, 4. nóvember, verður lögð fram leiguíbúðaáætlun fyrir 1976, en í henni er m.a. greint frá ósk- um sveitarstjórnanna um slíkar framkvæmdir á því ári. — Alþjóðlegt skákmót Framhald af bls. 3 mótið haldið í september eða október á næsta ári og hefur nefnd verið sett á laggirnar til að undirbúa það. Formaður hennar er Jón Briem, varaformaður TR. Alþjóðleg skákmót hafa verið haldin hér í febrúar annað hvert ár, en ekkert verður úr móti í febrúar n.k. vegna svæðamótsins. Rússar hafa ætíð verið með á mót- unum og á dögunum kom bréf frá rússneska skáksambandinu þar sem spurt var hvort Rússum yrði ekki boðið á alþjóðamótið I febrú- ar. Þetta sýnir að þeir hafa áhuga á því að vera með í mótinu og verður þeim sent svarskeyti á næstunni og boðið á mótið næsta haust. Hafa aðstandendur móts- ins að sjálfsögðu mestan hug á að fá heimsmeistarann Karpoy, þar eð hann hefur lýst áhuga á því að koma hingað og tefla. Leiðrétting 1 FRÁSÖGN blaðsins af fundi Kjarabaráttunefndar námsmanna um námslán, sem birt var í blað- inu í gær, misritaðist nafn eins fundarmanna, sem til máls tók. Fóstruneminn, sem gerði grein fyrir námi fóstrunema, heitir Elín Jóna Þórsdóttir en ekki Ellen Jóna Þórðardóttir eins og sagt var. Brezkir sjómenn stríða innbyrðis MAKRÍL stríð er f uppsiglingu í Ermasundi. Fiskimenn á suður- strönd Englands segjá, að nóta- skip frá Skotlandi, Irlandi og Hull séu að eyðileggja lífsafkomu þeirra með ofveiði á þessum slóð- um. Þeir krefjast þess, að úthafs- skipum eins og þeim sem þarna eru að veiðum, verði banhað að veiða innan 12 mflna markanna. Meira en 1000 fiskimenn frá Devon og Cornwall, hafa reynt að byggja upp makrílmarkað á þess- um slóðum. Þeir segja að nú sé enginn grundvöllur fyrir Iífsaf- komu þeirra. — Hóta sjómenn á þessum slóðum öllu illu, ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra. — Kammer- klúbbur Framhald af bls. 15 eftir eru, verði fluttar sfðar á vetrinum. Eftir nýár er ennfremur gert ráð fyrir tónleikufn, sem helgaðir verða kammertónlist eftir Brahms. í stjórn Kammermúsík- klúbbsíns eru Guðmundur Vil- hjálmsson lögfræðingur, formað- ur, Einar B. Pálsson verkfræðing- ur, dr. Jakob Benediktsson og Þórarinn Guðnason læknir. — Friðrik Framhald af bls. 32 Jansa, Hartston vann Ostermeyer en Parma og Ribli gerðu jafntefli. Biðskákir urðu hins vegar hjá Friðrik og Lieberzon, eins og fyrr er get- ið, hjá Zwaig og Timman þar sem skákin er flókin og staðan óljós og hjá Hamman og Murray þar sem staðan virðist jafnteflisleg. Vegna þess hversu margar skákir fóru í bið er ekki ástæða til að rekja röð hins vegar láti með röð efstu mótinu í Búl;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.