Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1975 5 „Ef þetta eru ekki fiski- fræðileg atriði...” Athugasemd frá Jóni Jónssyni, forstöðu- manni Hafrannsóknastofnunarinnar Blaðinu hefur borizt eftirfarandi bréf frá Jóni Jónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar: Hr. ritstjóri. I Morgunblaðinu í gær, 28. nóvember, árétta nokkrir sam- starfsmenn mínir á Hafrann- sóknastofnuninni þá skoðun sína, að ég hafi farið langt út fyrir verksvið mitt sem visindamaður að telja samninga við Vestur- Þjóðverja skárri kost frá fiski- fræðilegu sjónarmiði en að semja ekki. t samningnum er ekki einungis fjallað um hámarksafla heldur eru þar mjög veigamikil atriði um að Vestur-Þjóðverjar virði lokun uppeldis- og hrygningarsvæða, stækki möskva til samræmis við íslenskar reglur, en þær eru miklu strangari en þær alþjóða- reglur, sem í gildi eru. Þettá er allt saman atriði er Hafrann- sóknastofnunin sjálf telur í skýrslu sinni um ástand fisk- stofna og annarra dýrastofna frá 13. okt. s.l. að eigi að beita til þess að tryggja viðkomu og viðgang fiskstofnanna og rædd hafa verið ýtarlega af öllum þeim sérfræð- ingum sem hér eiga hlut að máli. Ef þetta eru þvi ekki fiskifræði- leg atriði þá verð ég víst að fara í skóla upp á nýtt. Ég tek afstöðu til allra þessara atriða í bréfi mínu og tel framtíð stofnanna betur borgið, séu þessar reglur viðhafðar af öllum sem hlut eiga að máli en ekki bara íslendingum. Virðingarfyllst, Jón Jónsson. 2ja ára gömlum emi bjargað úr olíumengun TVEGGJA ára gönilum erni var nýlega bjargað með nýrri aðferð við að ná olfu úr fiðri fugla, en f nóvemberbyrjun fundu þrfr drengir örninn í fjörunni hjá ögri í Helgafellssveit og var hann þá aðframkominn og illa til reika. Frá þessu er skýrt f fréttatilkynn- ingu frá Fuglaverndarfélagi Is- lands, en fuglinn var fluttur til Reykjavíkur og var hlynnt að honum á Keldum. I fréttatilkynningunni segir að drengirnir, sem fundið hafi örn- inn, hafi verið þeir Lárus Hall- freðsson, Bjarni Harðarson og Öli Benediktsson frá Stykkishólmi. Afi eins drengjanna, Lárus Guð- mundsson, tók örninn og setti hann i kjallara og tilkynnti Nátt- úrufræðistofnuninni um tilvist hans. Næsta dag fór maður frá stofnuninni og sótti örninn. Síðan segir: „Við komuna til Reykjavíkur kom í ljós, að fuglinn var ataður Framhald á bls. 31. ENGISPRETTURNAR hafa engan konung, heitir ný ljóða- bók eftir Jennu Jensdóttur. Hún hefur lengstum verið þekktust fyrir barna- og ungl- ingabækur, sem hún hefur sam- ið ásamt Hreiðari Stefánssyni, manni sinum, en barnabækur þeírra eru nú orðnar 26 að tölu. Engisprettumar hafa engan konung — ný ljóðabók eftir Jennu Jónsdóttur Þessi nýja ljóðabók Jennu er tileinkuð minningu móður hennar, Ástu Sóllilju Kristjáns- dóttur, en einkunnarorð henn- ar eru eftir Lao Tse: „Að þekkja fáfræði sína er hið æðsta. Að þekkja hana ekki, en hyggja sig fróðan, er sjúkdómur". Yrkisefni skáldkonunnar eru af ýmsum toga, að sjálfsögðu sprottin úr íslenzkum jarðvegi, en einnig eiga sum þeirra ræt- ur erlendis eins og sjá má af heitum tveggja ljóðanna, Ham- borg og Kiel. I bókinni, sem er 80 blaðsíður að stærð eru 30 Ijóð og er hún prýdd teikning- um eftir Sigfús Halldórsson. Þetta er fyrsta ljóðabók skáld- konunnar. Jenna Jensdóttir hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum ís- Ienzkra rithöfunda og er nú for- maður Félags íslenzkra rithöf- unda, en það var annað þeirra tveggja félaga sem sameinaðist í Rithöfundasambandi Islands eins og kunnugt er. Er það nú starfrækt sem menningarfélag. Þessi nýja Ijóðabók Jennu Jensdóttur, Engispretturnar hafa engan konung, er gefin út í forlagi Odds Björnssonar og prentuð á Akureyri. Tónleikar Hreins Líndals verða í dag HREINN Líndal, tenórsöngvari heldur hljómleika í Austurbæjar- Jakob Hafstein sýnir á Akranesi Akranesi, 28. nóvember — JAKOB Hafstein listmálari opnar málverkasýningu I Bókhlöðunni hér á Akranesi á morgun, sunnu- daginn 30. nóv. klukkan 16. Þar sýnir hann 28 olíu- og vatnslita- myndir. Sýningin stendui til 7. desember næstkomandi —Júlíus. bíói í dag kl. 3. Undirleikari verð- ur Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskránni eru lög eftir Sig- valda Kaldalóns, Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen og Karl O. Run- ólfsson, svo og eftir erlend tón- skáld eins og Grieg, Schubert, Donaudi, Respighi og Tosti. Hreinn er fæddur í Reykjavik 1940, hóf 18 ára gamall söngnám hjá Maríu Markan og fór árið 1960 til áframhaldandi náms í Róm. Á inntökuprófi varð hann þar næstefstur og fékk ókeypis skólavist næstu 5 árin. Fullnaðar- Framhald á bls. 31. Lokakafli ræðu Sigurlaugar Eftirfarandi lokakafli ræðu Sigurlaugar Bjarnadóttur féll niður í gær. Ég hefi staldrað hér nokkuð við Ijósa punkta í þessum samnings- drögum og þeir eru sem betur fer nokkuð margir. En það eru líka dökkir punktar í þessum samningi, sem við lokum ekki augunum fyrir. Ég nefni þar fyrst: of hátt aflamagn, 60 þús tonn í öðru lagi óljós ákvæði um gildistöku tollfríðinda- ákvæðis i samningi okkar við Efna- hagsbandalag Evrópu (svokölluð bókun 6). í þriðja lagi felst ekki í samningnum nein viðurkenning V- Þjóðverja á 200 mílna mörkunum né heldur ákvæði um endanleik veiðiheimildarinnar að samnings- tíma liðnum. í fjórða lagi: veiði- heimildir innan 50 mílna á dýrmæt- um fiskimiðum og á ég þá ekki hvað sizt við svæðin úti af norðanverðum Vestfjörðum. Mér er kunnugt um, að samningamenn okkar i Bonn áttu i hvað mestum örðugleikum með ákvörðun þessara svæða og fengu þar verulega um þokað til betri veg- ar, fengu það m a fram, að Vikuráll- inn úti af sunnanverðum Vestfjörð- um yrði lokaður Þjóðverjum. Hins- vegar tókst það ekki hvað Halann snertir og munu margir Vestfirðing- ar óglaðir yfir þvi og raunar fleiri því að þangað sækja að jafnaði togarar úr öðrum landsfjórðungum einnig Þó er það nokkur bót i máli að veiðar Þjóðverja á þessum svæðum eru leyfilegar aðeins hálft árið. Þá tel ég líka afleitt, að Þjóðverjum skuli hleypt allt inn að 23 mílum á við- kvæm veiðisvæði út af Reykjanesi. Háttvirtur 5. þingm Vestfirðinga hafði hátt að vanda i umræðum hér fyrr í dag Ekki ætla ég mér að svara ræðu hans enda ýmislegt i hans málflutningi með þeim hætti að ekki er mark á takandi Og það vil ég ítreka, sem ég hef þegar áður gefið þessum ágæta samþingmanni mín- um i skyn, að ögranir hans og allmikill belgingur í ræðustól munu ekki í þessu máli fremur en öðrum hafa minnstu áhrif á mína afstöðu og ég mun leiða hjá mér allan kjör- dæmakrit í þessu stórmáli allrar islenzku þjóðarinnar Þessi samningsdrög eins og þau liggja fyrir fela þannig í sér bæði kosti og ókosti, sem ég mun ekki rekja hér frekar Þannig er það jafn- an, þegar tveir aðilar semja um eitt eða annað að hvorugur fær allt, sem hann vill Þannig mun staðfesting sam- komulagsins hér á Alþingi að sjálf- sögðu ekki þýða það. að þeir al- þingismenn, að mér sjálfri meðtal- inni, sem greiða því atkvæði sitt, séu að öllu leyti ánægðir með inni- hald þess, heldur hitt, að þeir telja sig ekki eiga betri kosta völ, og að það muni, fremur en engir samning- ar nú, stuðla að heillvænlegri fram- tíðarlausn okkar'landhelgismála. Finnsku leðursófasettin eru komin HÚSGAGNAVERZLUN w KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. \oö/ Laugavegi 13 Reykjavik sími 25870 í gerö Aöventukransa og jólaskreytinga í dag kl. 2-5. VELKOMIN ÍGRÓÐURHÚSIÐ blómQuol 1 Gródurhúsiö v/Sigtún sími 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.