Morgunblaðið - 03.01.1976, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.1976, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1976 Góðir áheyrendur. Ég óska yður öllum gleðilegs nýjárs og þakka samfvlgdina á liðnu ári. Og að þessu sinni ætlast ég til að kveðja mín nái ekki aðeins til landa minna hér heima, heldur einnig til frænda vorra í Vesturheimi, sem á nýliðnu ári lögðu drjúgt af mörkum til að færa út íslenska menningarhelgi með þjóðhátíð sinni. rækt við sameiginlegar erfðir og höfðingsskap í garð fjölmargra ís- lenskra gesta. Ég veit að ófáir hér á landi munu taka undir með mér, þegar ég nú sendi þeim þakkir og árnaðaróskir vestur í fjarskann. Áramótum má líkja við áningarstað, þar sem staldrað er við og hugað að hvernig ferðin sækist. í dag munu menn ef til vill rifja upp, að liðnir eru þrir fjórðungar þessarar aldar, sem hefur fætt og fóstrað oss fiest sem nú lifum. Drjúgur er sá spölur en þó eru þeir menn enn í hópi vorum sem muna siðustu aldamót, muna inngöngu hinnar 20. aldar og þau hughrif sem þá gagntóku þjóðina og fengu mál i Aldamóta- Ijóðum Hannesar Hafstein. ,,Dagur er risinn, árdegið kallar“, þetta voru bjarkamálin sem íslensku þjóðinni gaf á að hlýða við rismál aldarinnar: „Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna“. A líkingamáli skáldsins er liðna öldin nótt að baki. en upphaf nýrrar aldar bjartur morgunn, dagsk<)ma, og fram undan er dagurinn með fögur fyrirheit, en framar öllu mikið og gott starf. ..Áldar á morgni vöknum til að vinna.“ Og það voru ekki neinir smámunir sem átti að koma f verk á þessum góða vinnudegi, ungu öldinni. Þó verður ekki með sanni sagt, nú þegar litið er um öxl, að hugsýn skáldsins hafi verið hillingar einar, glýja f augum manns sem ofmetur krafta sína að morgni dags. Sfður en svo. Þetta mikla kvæði Hannesar reyndist að mörgu leyti spá- mannlegt orð. auk þess sem það var lofgjörð og herhvöt. Og nú lifir aðeins fjórðungur þeirrar aldar sem Hannes Hafstein horfði fram til morgun- glaður. Ef vér gerðum oss það að Ieik að fylgja eftir líkingu hans um öldina sem morgun og síðan dag mundi nú teljast kvöldsett og all- skammt til nætur. Og kvöldi fylgir þreyta. Ef líkingamálið er látið eiga við mannheim allan, má trúlega með dæmum sýna að það standist merkilega vel. Það er einhver hausthugur í veröldinni, kominn kvöldúlfur í mannkynið. ..Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst", kvað Steinn Steinarr fyrir mörgum árum, og nú er sungið við sama tón á ótal þjóðtungum. Mennirnir eru óttaslegnir. þeir hræðast sjálfa sig f.vrir að hafa getið fleiri afkvæmi en skapar- inn ætlaðist til þegar hann bauð hinum fyrstu mönnum að vera frjósöm og margfaldast og uppf.vlla jörðina, þeir hræðast verk sín, vítis- vélar sínar sem sífellt verða fleiri og ægilegri, hræðast gegndarlausa sóun á gæðum þessarar einu jarðar sem þeirra er. Svo segir ritningin einnig, að guð hafi boðið mönnunum að gera sér jörðina undirgefna og drottna yfir fiskum sjávarins og fuglum loftsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni. Mannkynið hefur vonda samvisku: það finnur að það hefur illa brugðist þessum trúnaði. Því er það nú, að dauðans angist grefur um sig bæði leynt og ljóst. því hvað er það annað en örvænting skuldaskilanna sem á sök á þeirri óöld sem nú gengur yfir og Eitt er að f inna til þreytu og annað að gefast upp birtist í mörgum óhugnanlegum myndum víða um heim. Jafnvel meðal þeirra þjóða sem næstar oss eru og teljast til velmegunarþjóða er ekki allt með felldu; þar liggur í lofti kvfði og óvissa um framtíðarhorfur, atvinnu og afkomu. Berum orðum er sagt að heimurinn sé að komast á heljarþröm, einhvers konar dómsdagur sé í nánd. Kkki verður annað sagt en þetta sé allt heldur kvöldlegt og sfst uppörvandi á að hlýða. En hvort sem kallað er andvaraleysi og sjálfs- blekking eða eðlisgróinn lífsvilji alls lifanda, sjálfsvörn lífsins, þá er það svo að innst inni trúa menn ekki slíkum illspám. Hvort tveggja er að menn eru ýmsum veðurhljóðum vanir, enda er manneskjan þannig af guði gerð að hún finnur sér undanfæri, hugsar sér líf eftir dauða, jörð úr ægi eftir ragnarök. Það væri að vísu blindur maður sem ekki sæi að mikil hörmung ríkir nú víða í heimi, en mannkynið heldur áfram vegferð sinni svo sem eigi það líf en ekki dauða fyrir höndum. Menn lifa í þeirri von að eftir þrengingar rofi nú til eins og jafnan áður, enda væri þá fokið f flest skjól í mannheimi ef menn gæfu upp vonina. Ef til vill má með sanni segja að hugleiðingar á borð við þessar séu að því ieyti hvorki á réttum stað né stundu fram bornar, að á voru landi sé engin uppgjöf um þessi áramót, hvað þá heldur örvænting. Þetta er vitaskuld rétt, svo er ham- ingjunni f.vrir að þakka. En farnaður heims- byggðarinnar er oss íslendingum ekki óviðkom- andi fremur en öðrum. Þjáningar og ranglætí, hvar sem það viðgengst, er mál allra manna, hvar sem þeir búa. Og örlög sjálfra vor ráðast á margan hátt af því sem yfir aðra gengur. Vanda- mál umheimsins sækja oss vissulega heim í ýmsum myndum. Svo er um hina efnahagslegu ringulreið, sem hrjáir margar þjóðir og aldrei ætlar að linna. Ekki höfum vér farið varhluta af henni, heldur hefur skuggi hennar grúft yfir öllu mannlífi í landinu í háa herrans tíð, svo að menn hafa varla séð til að gleðjast yfir öllu því sem áunnist hefur og til góðs horfir, og það er þó ekkert lítið! Þeir eru þreytandi til lengdar þessir umhleypingar. Nú hefur það gerst um sinn, að margt leggst á eitt til að gera oss þungt undir fæti; það er kunnara en frá þurfi að segja og það munu stjórnmálamenn vorir nógsamlega útlista fyrir þjóðinni eins og rétt er og ðlilegt. Bati verður að koma og hann mun koma, en fari svo að hans verði að bíða enn um sinn, er einboðið að taka því með skynsemi og þraut- seigju og leita bestu kostanna. Eitt er að finna til þreytu og annað að gefast upp, og illa væri þá þessari kynslóð í ætt skotið ef hún gerði það, allra helst ef það er rétt sem glöggir menn og kunnugir kennileitum þykjast sjá, að örðugasti hjallinn sé nú senn að baki. Stundum er sagt að íslendingar séu óstýrilátir og sundurþykkir í veigengni, en að sama skapi úthaldsgóðir og samtaka þegar á móti blæs. Ef þetta er rétt er það sennilega afleiðing af því uppeldi sem þetta blessað mislynda land hefur veitt þjóðinni um aldir. Nú blæs í fangið að sinni, og þá er tækifæri til, og ber nauðsyn til, að láta á sjá að þetta sé orð að sönnu. Vissulega er heimilt að segja þeim mönnum hug sinn allan, sem til forustu hafa valist, enda væri synd að segja að það væri sparað. Þeirra er að sjá um fararbrodd- inn, og það er hvers manns réttur að hafa gát á úrræðum þeirra og atferli. En það kaupir engan undan þeim þegnskap að hafa um leið gát á sjálfum sér. Hér þarf enga mittisól að spenna, hér er nóg handa öllum að bita og brenna. Um hitt er að ræða að skipta svo sameiginlegum aflahlut þjóðarinnar að til jafnaðar horfi og svo þá góðu gömlu dyggð að fara vel með það sem hver og einn ber frá borði. Árið 1868 punktaði Bólu-Hjálmar þessi orð á blað: ,,Vér lifum hér undir ofríki náttúrunnar, um- flotnir af veraldarhöfum, og eigum undir höggi Ávarp dr. Kristjáns Eldjárns forseta íslands á nýársdag að frarnandi þjóðir færi oss árlega okkar lífs- nauðsynjar, hverjar því heldur ættu að brúkast með sparsemi og forsjá, og forðast að selja frelsi vort fyrir neitt það sem vér getum vel án verið“. Prédikun gerir víst litla stoð. En altént er það fróðlegt að leiða sér í huga Hjálmar skáld, snauðastan meðal snauðra í baðstofukytru sinni norður á Minniökrum, þar sem hann situr og krotar á blað þann texta, sem hittir samtíð vora svo markvíst, að margur landinn, sem nú liti í eigin barm í Ijósi hans, mundi ekki komast undan að finna, að þar er til hans talað. Ofríki náttúrunnar, það þekkjum vér vel og kunnum að taka því. Nú hefur enn einu sinni jörð brunnið og hótað að bregða fæti fyrir bjargráð, sem eru lífsnauðsyn og kostað hafa of fjár. Um slíkt er ekki að sakast heldur sá einn fyrir hendi að snúast til varnar með þeim ráðum sem tiltæk eru. Glfma við eld og ís eru aðeins ein hlið þeSs að vera íslendingur. Ofríki manna, það þekkjum vér einnig, nú upp á síðkastið i mynd svonefndra þorskastríða. Þetta eru örlagatímar fyrir þjóð vora, og ef til vill á það eftir að sjást enn betur síðar, i ljósi Sigurbjöm Einarsson: Að morgni árs Með hikandi skímu skammdegismorguns heilsar árið 1976, mjög með sama svip og önnur ár, sem heilsuðu ný og kvöddu gömul. Dagarnir, sem síðan koma, verða sumir þessum líkir, aðrir ólíkir. Það vitum vér fyrirfram. Og lögmáls- bundirv háttbrigði árstíða sjáum vér einnig fyrir. Sólin þokast hærra á loft, gefur nóttlaus vor- dægur um sinn,-lækkar svo aftur og enn verður haust og vetur, sem grefur það ártal, sem nú er nýtt, í þá fönn, sem enginn hreyfir framar. Það sem vita má fyrir, sætir minnstu, þó að óbrigðul árstfðaskipti geti rúmað marga ófyrirsjáanlega möguleika, sem varða miklu um afkomu. Önnur tilbrigði lífsins rista dýpra og eru jafnframt fjær öllum spám. Það getur hugsast, að hinn bjartasti hásumardagur sendi hrollsvalan gust inn á mig eða þig, og eins er það hugsanlegt, að grár og þungbúinn vetrardagur strái leiftrandi hamingjugeislum á veginn. Líf og tími er sam- fléttað en sitt hvort. Vér erum bundin tíma og rúmi, það er áþreifanlegt, en hitt blasír líka við hverri vakandi hugsun, að jafnframt erum vér í snertingu við annað víðerni, þar sem stakkur rúms og tíma gildir ekki. Löngu liðið andartak getur verið auðlegð þín mest á líðandi stund, en dægrin sem nú lfða hjá geta verið tóm, allslaus. Tímans barn er umlukt eilífð, í eilífum Guði lifum, hrærumst og erum'vér, það er satt, hvort sem vér viljum vita eða ekki. Fyrir honum ertu ábyrgur, hann hefur skapað þig til Iífs, sem er ekki af þessum heimi. Sú morgunskíma, sem boðar nýtt ár, geymir f sínu daufa auga marga dulda rún. Hvernig þetta fyrsta tillit ársins endurspeglast í augum þínum veit ég ekki, né hvað það mun birta á komandi dögum. En nú höfum vér beðið í fögrum sálmi: Vor sól og dagur, Herra hár, sé heilög ásján þín í ár. Þetta er bæn um birtu, sem breytist ekki með umskiptum árstíða og ekki heldur með auðnubrigðum. Sú nýárssól, sem kristin kirkja heilsar og blessar, er sú sem vér fögnum á helgum jólum, lífsins sól, sem ljómar f myrkrum og það er ekkert skáldlegt tákn, sem þarna er verið að draga upp, heldur sá maður, það blessaða barn, sem birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð. Vér höfum haldið jól, höfum fagnað komu frelsarans, komu hins eilífa Guðs inn í tímans heim. Kristnir menn lifa ekki í minningu um þessa komu. Jólin eru ekki roði af sól, sem einu sinni lýsti gegnum ský og hvarf sfðan aftur. Þau eru árgeisli nýs dags. Því hefur það djúpa merkingu að vér heilsum nýju ári nálega um leið og vér höldum jól. Vér horfum fram í birtunni frá Betlehems- völlum, í Ijóma þeirrar aftureldingar, sem þar leiftraði fram. Hver morgunskíma og allt nætur- húm er gegnlýst af ljósi þess auglits, sem birtir Guð á jörð. Guð sem sagði: Ljós skal skína fram /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.