Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1976 Fríða Proppé — Minning Fædd 25. 9. 1906 Dáin 23. 12. 1975 I dag er gerð útför Fríðu Proppé Iyfsala á Akranesi. Hún andaðist á Þorláksmessu eftir erfiðan sjúkdóm. Fríða var borin í þennan heim hinn 25. sptember 1906 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hennar voru Carl Proppé og kona hans Jóhanna Jósafatsdóttir Proppé. Carl og bræður hans voru mjög athafnasamir útgerðarmenn á fyrstu áratugum aldarinnar og athafnasemi þeirra stóð undir blómlegum efnahag á Vestfjörð- um og Snæfellsnesi Árið 1914 fluttust þau hjónin lil Reykjavík ur með börn sín á unga aldri og þar komust þau oii a legg og gengu í skóla. Að loknu stúdentsprófi hóf Fríða nám í lyfjafræði. Tók hún fyrri hluta prófs hér heima en sigldi svo til Kaupmannahafnar, þar sem hún tók próf við lyfja- fræðiháskólann árið 1931. Að því loknu hóf hún störf í Reykjavíkur Apóteki um skeið. Þegar stofnað var til lyfjabúðar á Akranesi árið 1935 bauðst henni lyfsöluleyfi þar. Þá reðst hún í að byggja myndarlega lyfjabúð ásamt lítilli fbúð, og þótti þetta eigi Iítil dirfska á þeim krepputímum, sem þá dundu yfir. Við þetta fyrirtæki naut hún ráða föður síns, sem var bæði hagsýnn og kunni vel til stjórnunar. Fyrir duenað F’ríðu gekk allt betur et ; horfðist og svo vel kunni hún við sig a Akranesi og íbúa þar, að hún kaus að vera þar kyrr þegar hún átti kost á iyfsöluleyfum f Reykjavík eða annars staðar. Fyrir fáum árum fór heilsuleysi að há Fríðu og sjón hennar að daprast, en fyrir réttum tveim árum fór hún að kenna þess meins, sem réð örlögum hennar. Seldi hún lyfjabúðina af höndum sér í fyrra en keypti sér ibúð á Akranesi, þar sem hún ætlaði sér að eyða ævinni. Ibúðin var tilbúin með vetrarkomunni, en henni auðnaðist ekki að flytja þangað. F'ríða bjó ógift alla ævi, en frændum sínum og frænkum var hún mikil stoð og stytta. Við Sía, en svo var hún ávallt nefnd af kunnugum, vorum sambekkingar í barnaskóla, allan Menntaskól- ann og síðan samtíða um þrjú ár f Kaupmannahöfn meðan hún var þar við nám. Hún var í þeim glaða hópi stúdenta, sem útskrifuð- ust 1926, fyrir nærri hálfri öld. Alls voru stúdentarnir 43 að tölu, þar af þrjár stúlkur. Eins og nærri má geta voru svo fáar stúlk- ur í stórum hópi ungra manna bornar á höndum, enda var það að verðleikum. Nú eru tvær af þeim látnar en alls eru 14 fallin frá, þar af tveir af slysförum. Við, sem eftir erum, minnumst Síu fyrir það, hve hún var frjáls- leg og hispurslaus, ávallt glað- sinna, einörð og falslaus. Hún var hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um og tryggur vinur. Hennar er saknað af öllum, sem hún hafði kvnni af, og mest af þeim, sem þekktu hana best. Hákon Bjarnason. I dag kveðja apótekarar mikils metinn og hugljúfan starfsfélaga. Fríða Proppé hafði starfað meir en 40 ár sem apótekari á Akranesi, er hún lézt að kvöldi Þorláksmessu eftir þungbær veik- indi. Allir sem hana þekktu muna glaðlyndi hennar og hispursleysi, en Fríða var félagslynd kona og tók virkan þátt f félagsmálum stéttarsystkina sinna. Frá því er við dreifbýlisapótekarar stofnuð- um félag okkar sumarið 1965 var hún einn virkasti félagsmaður- inn, ævinlega reiðuhúin að vinna að framgangi brýnna málefna. Lyfjafræðingar sjá á bak mikils- virtrar konu sem var að allra dómi virðulegur fulltrúi sinnar stéttar. Ung að árum þremur árum eftir að hún lauk kandidats- prófi í lyfjafræði, settist Fríða að á Akranesi, en þar stofnaði hún Akranessapótek árið 1935, og starfaði þar óslitið síðan sem apótekari. Hún var vel látin og vammlaus embættismaður sem naut óskiptrar virðingar Akurnes- inga og annarra sem til hennar Konan mín, + INGA ÓLÖF ARNGRÍMSDÓTTIR. lézt að morgni 2 janúar Haraldur S. Sigurðsson og synir. + Maðurinn minn, MARTIN TÓMASSON, forstjóri, frá Vestmannaeyjum, lézt aðfaranótt 1 janúar á Borgarspitalanum Jarðarförin auglýst síðar Bertha Gisladóttir. t Eiginmaður minn HALLDÓR BJARNASON, útgerðarmaður, Hólatorgi 6, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju kl 10.30 mánudaginn 5 janúar Fyrir hönd móður, barna og tengdabarna Jóhanna Friðriksdóttir. + Okkar hjartans þakklæti til allra ætttngja og vtna fyrir þá miklu hjálp og hluttekningu er þeír sýndu okkur við andlát og jarðarför KRISTJÁNS ÞÓRÐARSONAR. múrara, Hringbraut 66 Keflavik Guð blessi ykkur öll. Karitas Finnbogadóttir dætur, tengdasynir og dótturbörn. þurftu að leita. Höfðingi heim að sækja, og bjó yfir persónulegum myndugleika sem skipaði henni T flokk heimsborgara. Hún hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðan- ir, jafnt á landsmálum sem öðrum málum og fylgdi þeim fast eftir. Var þó jafnframt hjartahlý og við- mótsþýð og eftirsóttur félagi f hópi vína. Skemmtileg og orð- heppin eins og lengi mun minn- ast. Við sem áttum því láni að fagna að eiga hana að vini og starfa með henni að félagsmálum eigum margar góðar minningar um ánægjulegar samverustundir með Fríðu. Hennar er sárt saknað í þeim hópi og jafnframt þökkuð ómetanleg störf í þágu samtaka okkar. Kjartan Gunnarsson. Þegar jólin nálgast verður mörgum hugsað til bernskujól- anna heima hjá foreldrum og vandamönnum. Sú er þetta ritar er engin undantekning, en á þessari jólahátíð verður mér sér- staklega hugsað til allra jólaboð- anna hjá Síu í apótekinu. Það var alveg sérstakt jóla- andrúmsloft sem ríkti á heimili Sfu. Hún hafði þann sið að bjóða börnum vinafólks til sin til þess að syngja og dansa kringum jóla- tré. En hún var ekki bara húsmóð- ir, hún var sem mamma okkar allra. Það var sú sanna jóla- stemmning er þarna ríkti, allt ljósum prýtt, jólaljós í hverju horni. Þá voru það jóladagarnir. Frá því að Sía kom til Akraness var hún gestur foreldra minna nærri hvern jóladag og eftir að Munda flutti til Sfu kom hún með henni. Arin líða. Margt breytist, jóla- siðir og venjur. Nú er það hraðinn og ýmsar nútíma venjur sem grípa inn í jólahaldið. En sem betur fer held ég að við íslend- ingar séum fastheldnir á þá gömlu jólasiði sem við fluttum frá okkar bernskuheimilum. Þeir sem báru gæfu til að lifa sín bernskujól á heimilum eins og Sía skóp eiga minningar er skfna sem dýrmætustu jólaljós. Að senda og fá jólakort frá Síu og svo Síu og Mundu um hverja jólahátíð var jafn árvisst og sjálf jólin. En í fyrsta skipti í áratugi urðu engar jólakveðjur í ár. Ýms- ir siðir verða manni svo kærir og eðlilegir að maður hugsar ekki um tilveruna án þeirra, en um þessi jól vantaði eitt kortið — til Síu — þegar farið var með jóla- póstinn. Auðvitað hitti ég Síu við ýmis tækifæri þar eð hún var kær vin- ur foreldra minna, en einhvern veginn verður sú Sía, er ég hitti um hver jól meðan ég dvaldi á Akranesi, mér kærust. Með þess- um fáu línum vil ég þakka Síu hjartanlega fyrir alla tryggð hennar við foreldra mína og okkur öll. Mundu og öllum vandamönnum sendum við á heimili mínu inni- legar samúðarkveðjur. Að þekkja Sfu var okkur öllum mikil gæfa. Blessuð sé minning Fríðu Proppé. Sigrfður S. Sigmundsdóttir. Hún Fríða Proppé er látin. Þetta er staðreynd, sem erfitt er að kyngja, — já raunar illmögu- legt að sætta sig við, svo snar þáttur var hún í lifi okkar, sem hjá henni unnum, og reyndar f svipmóti Akraneskaupstaðar. Það var sumarið 1948, að ég steig fyrst fæti minum í Akraness Apótek til þess að vinna þar, en það var ekki fyrr en rúmum mán- uði sfðar, að ég hitti Síu í fyrsta sinn. Þannig var, að kunningi hennar og starfsbróðir hafði fengið okkur tvo aðra í lið með sér til þess að leysa Síu af, svo að hún gæti farið til Danmerkur í sumarferð. Þann munað hafði hún ekki getað leyft sér f þau 13 ár, sem liðin voru frá því hún stofnaði apótekið, því lyfjafræðingur, sem rekur sitt apótek einn, er bundinn í báða skó og getur hvergi farið nema skamma stund í senn. Heimkomin úr þeirri ferð bauð hún okkur, staðgenglum sínum, til veizlu upp á Akranes. Þá hitti ég hana í fyrsta sinn og kynntist um leið þeim eiginleika hennar, sem hún mun hafa verið hvað þekktust fyrir, en það var gest- risni hennar. Engan hefi ég þekkt, sem var það jafn mikið í blóð borið að láta Minning: Elías Kr. Jónsson frá Þingegri Fæddur 01.06 1898 Dáinn 23.12 1975 Með fáeinum orðum langar okkur til að minnast og kveðja okkar kæra og góða vin, sem við bárum gæfu til að vaxa upp með á heimilinu heima á Þingeyri. Hann var 18 ára þegar hann kom tíi starfa hjá okkar kæra föður NatHanael Mósessyni, — og frá því mátti segja að hann væri stóri bróðir okkar, því hann átti heimili þar, þangað til hann stofnaði sitt eigið. Fæddur var Elfas á Tandraseli í Borgarfirði, og voru foreldrar hans Þórdís Þórðardóttir og Jón Elíasson. Þriggja ára að aldri fluttist hann ásamt föður sinum vestur á Isafjörð, en ári síðar, eða 8. des. 1902 drukknaði faðir hans ásamt bróður sinum Kristjáni og mági Halldóri Halidórssyni, og ólst Elías eftir það upp hjá föður- systrum sinum Kristjönu og Sess- elju Elíasdætrum, sem hann ávallt minntist með miklu þakk- læti. Ásamt þeim systrum og þeirra fjölskyldum fluttist hann til Reykjavíkur, þá u.þ.b. 7 ára, og dvaldist hann hjá þeim þar til hann að þeirra tfma sið, sem ungur maður fer að vinna fyrir sér þá sextán ára. Fer hann þá til ýmissa starfa, til Seyðisfjarðar og er þar í tvö ár, en þá lá leiðin til Þingeyrar í Dýrafirði sem fyrr segir og var hann þar við versl- unarstörf — fyrst í versluninni Öldu f 22 ár, en þá eftir að erfið- leikar stöfuðu að þeirri verslun flutti hann yfir til Kaupfélags Dýrfirðinga í nokkur ár en fór þaðan í vegagerð og vann þar ýmis störf til ársins 1955 að hann flutti alfarinn til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1927 giftist Elías eftirlif- andi konu sinni Jóhönnu Þor- bergsdóttur frá Þingeyri. Bjó hún honum hið besta heimili og var honum kær lífsförunautur. Þau hjónin nutu þess láns að eignast tvær góðar dætur, Auði og Ernu, sem eru nú giftar, Auður Kjartani Guðmundssyni og Erna Þorsteini Ragnarssyni, búsett á Akranesi. Eftir að þau Elfas og Jóhanna komu til Reykjavíkur, réðst Elías fljótlega í störf hjá Aðalverk- tökum, fyrst á Keflavíkurflug- velli og nú síðast í Hvalfirði þar sem hann mætti örlögúm sfnum tryggur og dyggur vinum sínum og vinnuveitendum eins og ávallt áður. Þau hjónin bjuggu í Reykjavík f nokkur ár eftir að þau fluttu suður, en keyptu síðan íbúð á Akranesi og bjuggu þar hin sfðari gestum sinum líða vel, og gilti þá einu hvort gesturinn var einn eða þeir skiptu tugum. Þessi fyrstu kynni okkar Síu urðu líka til þess, að ég réð mig í apótekið til hennar um haustið og varð það upphafið að 27 ára sam- starfi okkar. Lýsir það betur en nokkuð annað hvernig vinnuveitandi Sía var. Hún var i rauninni aldrei yfirboðari, heldur ein úr starfs- hópnum, félagi og jafningi, sem lét sér annt um sitt fólk, jafnt í vinnu sem í einkalífi, fylgdist með framgangi þess og var því stoð og stytta þegar á reyndi. Staðreyndin varð líka sú, að fæstar af starfsstúlkum hennar hættu störfum fyrir aðrar sakir en þær, að þær giftust og stofnuðu heimili, og jafnvel þá voru þær fúsar að koma aftur þegar ástæður þeirra leyfðu þeim að stunda vinnu utan heimilis á ný. Enda þótt ég þekkti ekki allar þær stúlkur, sem störfuðu hjá Síu á fyrstu 13 árum apóteksins, þá veit ég, að ég mæli fyrir munn allra þeirra, sem á liðnum 40 árum hafa starfað hér, þegar ég flyt henni hjartans þakkir okkar allra fyrir allt, sem hún var okkur og fjölskyldum okkar, í starfi og f einkalífi. Blessuð sé minning hennar. Sverre Valtýsson. Hinn 17. júní árið 1947 ákváðu þeir fáu stúdentar, sem þá voru búsettir á Akranesi, að stofna stúdentafélag. Um haustið voru félaginu sett lög og starfsreglur, en þar er merkasta greinin, — að halda skal einn fund í mánuði hverjum „frá veturnóttum til sumarmála á heimilum félags- manna til skiptis". Fyrsti ritari Stúdentafélags Akraness var Frfða Proppé. Af stofnendum þessa félags eru nú fáir eftir á lífi, og nú er Fríða Proppé einnig horfin yfir móðuna miklu. Á engan er hallað þó full- yrt sé, að enginn hefur af slíkum eldmóði starfað í félagi þessu öll þau 28 ár sem liðin eru, — ekkert heimili hefur eins oft verið fundarstaður eins og heimili hennar. Þar var oft glatt á hjalla og risna í hverju skoti. Stundum hefur verið erfitt að fá félaga til að taka að sér for- mennsku i félaginu, en einnig þar brást Sía ekki, og var hún for- maður félagsins með mikilli sæmd á árunum 1966 — 1969. Það gefur auga leið að f Stúdenta- félagi Akraness er höggvið stórt og vandfyllt skarð. Það þykir kannski ekki mikill ár í nálægð barnanna sinna og þeirra afkomenda. Manni leið alltaf vel í návist hans Ella, — hann átti svo hlýtt hjarta, — hann var svo trúr og traustur, — hann var svo orðvar, — eins og spegill sem aldrei féll móða á. Þess vegna þökkum við þér Elli fyrir allt sem þú varst okkur. Við biðjum góðan Guð að veita þér góða heimkomu og konunni þinni styrk í sínum veikindum og raunum. Dætrum þínum og öllum ástvinum vottum við innilega samúð okkar. Edda, Gústi, Viggó og Guðráður. Otfaraskreytlngar Gróðurhúsið v/Sigtún sirpi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.