Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 + Móðir okkar, EVLALÍ A JÓNSDÓTTIR, Hofsvallagötu 1 7 andaðist að heímili sínu, þriðjudaginn 9 marz Elfar Sigurðsson, Einar Sigurðsson. t BOGI BOGASON, læknir Stationsvej 1, Rungsted, Danmorku, andaðist mánudaginn 8 marz. Guðrún Bogason og börn, Lára Bogason Maðurinn minn + JÓNAS GUÐMUNDSSÖN, verzlunarstjóri, Háaleitisbraut 51, andaðist 10 marz. Maria Friðleifsdóttir. + JÓNÍNA JÓNASDÓTTIR, frá Kistu á Vatnsnesi lézt 8 þessa mánaðar að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Jarðsett verður frá Fossvogskirkju, mánudaginn 15 marz kl 10 30 Hólmfríður Jónasdóttir. + Maðurinn minn, ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON. bakarameistari, Drápuhlíð 20, lézt í Landspítalanum aðfaranótt 1 1 marz Gróa Jafetsdóttir. + Móðir okkar GUÐLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR, sem lést 7 marz verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 1 3 marz kl 2 e.h Sigurður Guðmundsson. Baldur Guðmundsson. + FREYR Þ. GÍSLASON bróðir okkar, andaðist 25. febrúar. Útförin hefur farið fram Baldur Þ. Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason, Vilhjálmur Þ. Gíslason. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og þlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa GUÐMUNDAR MARINO JÓNSSONAR, rafmagnseftirlitsmanns, Vatnsnesvegi 26, Keflavlk. Sérstakar þakkir færum við laeknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans Malena Jónsson, börn, tengdabörn og barnaböm. + Alúðar þakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdafoður og afa ÁRNA GUÐLAUGSSONAR prentara Hagamel 16. Reykjavlk Kristín Sigurðardóttir Guðrún Árnadóttir Hannes Aðalbjörnsson Bragi Árnason Rósa Jónsdóttir og barnabörn Guðbjörg S. Júlíus- dóttir - Minningarorð Fædd 11/5 1925. Dáin 19/2 1976. Kveðja frá börnum og barna- börnum. Móðir okkar Guöbjörg S. Júlíus- dóttir Arnahrauni 21 Hafnarfirói er látin, hún fæddist á Seyðisfirði 11. maí 1925. Foreldrar hennar voru Júlíus Einarsson og Olöf A. G. Sigurjóns- dóttir. Hún ólst upp í góðum for- eldrahúsum, uns hún var það uppkomin að hún fór suður til að leita sér atvinnu. Þar kynntist hún föður okkar Einari Péturs- syni og gengu þau i hjónaband 17. júni 1948. Fyrst byrjuðu þau búskap á Akranesi en fluttust svo hingað til Hafnarfjarðar, því faðir okkar var hér fæddur og uppal- inn. Við urðum fimm systkinin, fjór- ar systur og einn bróðir. f’oreldr- ar okkar létu einskis ófreistað, sem gat orðið heimili þeirra og börnum til blessunar. Þau byggðu sér hús á Þórólfsgötu 1 hér í bæ, að því vann mamma líka alveg eins og karlmaður. Hún var með afbrigðum dugleg og ósérhlífin að hverju sem hún gekk. En svo bar skugga fyrir hamingjusólina okkar, pabbi missti heilsuna, hann dó 2. nóvember 1967. Á meðan hann var veikur, stundaði mamma hann og vann fyrir heimilinu. Allri hennar fórnfýsi og kærleik verður best lýst með orðum Einars Benediktssonar í ljóði því, er hann yrkir til móður sirinar. Þar segir m.a.: En bæri ég heim mln brol og minn harm, þú hrostir af djúpum sefa Ini vósl upp björg á þinn veika arm: þú vissir ei hík eóa efa. I alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að f>rirgefa Svona finnst okkur henni best lýst öllum kærleika hennar og umhyggju, baráttunni allri okkur til bjargar, skilningi og umburða- lyndi þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur. Hún vakti hjá rúmunum okkar á næturnar, þegar við vor- um lítil og veik og vann fyrir okkur á daginn. Þau börn, sem hafa átt jafn góða og sanna móður og hana Sigríður G. Friðriks- dóttir — Minningarorð Fædd 10. október 1879. Dáin 24. febrúar 1976. Blessuð gamla tengdamamma er nú farin yfir landamærin. Þetta var orðinn langur lífsferill: 96 ár og nokkrum mánuðum betur. Þrátt fyrir erfið kjör var heilsan lengstaf góð þar til allra síðustu árin. Hún var óvenju hæg- lát og hlédræg, þessi elskulega kona, og vildi ekki vera fyrir neinum. Lítillætið var svo tak- markalaust, að hún krafðist einskis fyrir sig en gaf allt, sem hún gat. Stundum kom þó í ljós, að hún átti vilja og metnað. Ævisaga Sigríðar Guðrúnar Friðriksdóttur er á margan hátt merkileg og vel þess verð, að hér sé drepið á helztu atriðin. Hún fæddist í Drangavik á Ströndum. Sá bær er nú löngu kominn í eyði. Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhannesson og Guð- björg Björnsdóttir. Þau eignuðust 11 börn. Fimm ára gömul var Sig- ríður látin i fóstur til Hallvarðs Jóhannessonar, föðurbróður síns í Skjaldbjarnarvík, og konu hans. Þarna á nyrzta bæ á Ströndum inn við Geirólfsgnúp, ólst Sigrið- ur upp og dvaldi þar til hún var 22 ára. Mikil vinnuharka var þarna, eins og víðast í þá daga. Hún smalaði og sat hjá, bar vatn langar leiðir í tréfötum í hvaða veðri sem var að vetrinum, var lánuð í fiskiróðra eða á selveiðar. Ef tveir kópar veiddust, bar hún annan heim. Þegar hart var I búi á vorin, borðaði fólkið stundum eingöngu rúgkökur, sem það dýfði ofan í hákarlslýsi. í þessu fæði mun að vísu hafa verið nokkur hollusta, en slíkt mundi ekki talið mönnum bjóðandi nú. Þegar Sigríður var tuttugu og tveggja ára, fór hún sem vinnu- kona að Berjadalsá á Snæfjalla- strönd. Árskaupið var 60 kr. og varð hún að fata sig af því, nema hvað hún fékk sokka og skó. A þessum árum kynntist Sigríður Bergsveini Sveinssyni frá Sunndal, og giftust þau skömmu síðar. Fyrstu hjúskaparárin voru þau 1 húsmennsku á Kirkjubóli 1 Staðardal, en fluttust svo að Ara- tungu þar í sveit. Á þessari kosta- rýru jörð bjuggu þau í 22 ár og eignuðust 15 börn. Af þeim dóu 3 ung en 12 komust til fullorðinsára og lifa enn. Guðbjörg er elzt, gift Marinó L. Stefánssyni kennara í Reykjavík, Bergsveinn vélstjóri I Reykjavík, giftur Valgerði Jóns- dóttur, dr. Sveinn prófessor í Berlín, var tvígiftur, Jóhannes verkstjóri 1 Reykjavík, giftur Kristinu Jónsdóttur, Hjálmfríður + Hjartkærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall SÉRA ÓSKARS H. FINNBOGASONAR fyrrverandi sóknarprests. Sérstaklega þökkum við Bilddælingum og prestafélagi íslands fyrir vináttu og hlýhug i okkar garð Vandamenn. + Þökkum innilega kveðjur og auðsýnda samúð við andlát oq útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður. ömmu og langömmu x INGIBJARGAR GEIRMUNDSDÓTTUR Sandbrekku Þorsteinn Sigfússon Guðný Þorsteinsdóttir jakob Þórhallsson Sigfús Þorsteinsson Auðbjörg Ámundadóttir Jóhanna Þorsteinsdóttir Ásgeir Guðmundsson Ragnheiður Þorsteinsdóttir Steinþór Erlendsson Þorst. Þráinn Þorsteinsson Ólafia Jónsdóttir Geirmundur Þorsteinsson Hjördls Þorsteinsdóttir barnabórn og barnabarnabörn hafa eignast ódapðlegan sjóð minninga, sem verður dýrmætari en allur veraldarinnar auður. Slík móðir gengur á Guðs vegum, því ást hennar til pabba og okkar er ein af stærstu kærleiks gjöfum hans til mannanna barna. Við vitum að pabbi hefur beðið hennar á strönd eilífðarinnar og þau tekist hönd í hönd og leiðst með vordrauminn í augunum eins og forðum, en við börnin þeirra og barnabörnin kveðjum og bless- um minningu þeirra og þökkum Guði fyrir þau. Börn og barnabörn. ljósmóðir, gift Lárusi Guðmunds- syni 1 Reykjavík, Pétur iðnverka- maður í Reykjavík, giftur Björgu Aradóttur, Kristján símstjóri a Hólmavlk, giftur Önnu Jóns- dóttur, Ölafur framkvæmdastjóri í Reykjavík, ókvæntur, Anna hús- freyja á Blesastöðum, gift Magnúsi Guðmundssyni bónda, Ananías vélamaður á Akureyri, giftur Brynhildi Þorleifsdóttur, Ragnar lögregluvarðstjóri í Reykjavík giftur Gyðu Jóns- dóttur. Og yngst er Guðný hús- freyja í Ólafsfirði, gift Arngrími Guðbjörnssyni verzlunarmanni. Þetta er allt vel gefið fólk og hefur skilað miklum störfum í þágu samfélagsins. Niðjar Sig- ríðar G. Friðriksdóttur eru nú samtals um 114— börn, barna- börn og barnabarnabörn —. Það er raunar kraftaverk, að þessi mikla ættmóðir, eða þau hjón, skyldu geta komið upp barnahópnum slnum í Aratungu, og lítt skiljanlegt nútfmafólki. Fátækt, erfiðleikar, mikil vinna og þrengsli, þegar fólkinu fjölg- aði. Allt lagðist þetta á eitt. En 2 börnin, Sveinn og Anna, voru tekin 1 fóstur af frændfólki Berg- sveins á Kirkjubóli. Jón Finnsson á Hólmavík tók Kristján. Eftir voru þá 9 börn heima. Og ekki voru fjölskyldubætur eða barna- styrkir frá því opinbera eins og nú. Hvernig ætli nútimabændum gengi að framfleyta 11 manns á Framhald fi bls. 5. + SOFFfA FREYGERÐUR ÞORVALDSDÓTTIR fv. IjósmóSir. Hrafnistu, er andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 6 marz, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. marz kl 3. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.