Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Er betra að Bretar veiði 40 þús. tonnum meira án samninga? Morgunblaðið skýrði i fyrra dag frá þeim hugmyndum um lausn landhelgisdeilunnar, sem til umræðu hafa verið i þingflokkum stjórnarflokkanna og hjá ríkisstjórn inni síðustu daga, en í stórum drátt um er um að ræða að Bretar fái veiðiheimildir fyrir 24 togara innan 200 míína markanna og mundu veiðiheimildir þessar gilda til 1. desember næstkomandi. Þá er gert ráð fyrir, að Bretar veiði upp að 20 og 30 mílum við landið, virði frið unarsvæði og friðunaraðgerðir Í s lendinga og bókun sex muni taka gildi. Gert er ráð fyrir því, að þessir 24 togarar mundu veiða um 30 þúsund tonn af fiski frá júníbyrjun til nóvem- berloka, en til samanburðar má geta þess, að á þessu sex mánaða tímabili í fyrra, þ.e á árinu 1975, veiddu Bretar um 70 þúsund tonn. Þá voru þeir með að veiðum hér við land 45—50 togara, en það er einmitt mjög nálægt þeirri tölu, ^em þeir hafa verið með á miðunum hér að undanförnu Þar sem sumarmánuðir fara í hönd má ætla, að þeir mundu verða með svipaða tölu togara að veiðum hér í sumar, ef engir samr<- ingar yrðu gerðir, þannig að rlest bendir til, að án samninga mundu þeir veiða um 40 þúsund tonnum meira en með samningum. Þessar staðreyndir eru vafalaust Ijósar togaramönnum í Hull og Grimsby, sem hafa brugðizt mjög harkalega við þessum hugmyndum um lausn landhelgisdeilunnar. Þannig herma síðustu fregnir frá Bretlandi, að brezki fiskiðnaðurinn telji, að samningar á þessum grund- velli muni leiða til þess að um 9 þúsund sjómenn og starfsmenn i fiskiðnaði verði atvinnulausir og James Johnson, þingmaður fyrir Hull sagði i neðri málstofu brezka þingsins, að þessir skilmálar þýddu i raun uppgjöf af Breta hálfu. Þessi sami þingmaður sagði fyrir tveimur dögum, að hver sá samningur, sem byggðist á þvi að takmarka fjölda brezkra togara á íslandsmiðum væri rothögg fyrir fiskiðnaðinn í Hull, sem byggði alla afkomu sína á úthafsfisk- veiðum og formaður samtaka yfir- manna á togurum i Grimsby hefur sagt, að slik ráðstöfun mundi hafa í för með sér hrikalegt ástand i öllum helztu útgerðabæjum i Bretlandi. Framkvæmdastjóri félags yfirmanna á Hulltogurum, Tom Neilson, sagði i viðtali við Morgunblaðið á fimmtu- dag, að það væri ,,viðbjóðslegt, að ekki skuli hafa verið unnt að ná betri samningum við islenzku rikisstjórn- ina." Þegar meta skal, hvort ganga eigi tii samninga við Breta á þeim grund- velli, sem hér er til umræðu, verðum við að sjálfsögðu að leggja til grund vallar, á hvern hátt við verndum bezt fiskstofnana við landið. Gerum við það bezt, með óbreyttu ástandi, en í því felst, að 40—50 brezkir togarar veiða hér að staðaldri á næstu mán- uðum undir herskipavernd. Þeir hafa ekki virt neinar friðunaraðgerðir ís- lendinga og rótazt um i ungfiski. Ef samið væri á þeim grundvelli sem nú er talað um, má ætla, að Bretar veiði um 40 þúsund tonnum minna en þeir ella mundu gera. Þessi röksemó hlýtur að vega mjög þungt, þegar menn taka afstöðu til þess, hvort semja eigi. Það þurfa að koma býsna sterk rök á móti, ef ekki á að vera hagstæðara að semja á þessum grundvelli, en þessu til viðbótar er ástæða til að benda á, að þau svæði innan okkar fiskveiðilögsögu, sem lokast alveg fyrir brezkum togurum yrðu margfalt stærri, ef samið yrði á þeim grundvelli sem til umræðu er. Samkvæmt samningnum frá 1973 voru um 9 þúsund ferkilómetrar alveg lokaðir fyrir Bretum en ef samið yrði nú mundu um 52 þúsund ferkílómetrar verða algerlega lokaðir fyrir Bretum. Þeir mundu virða friðunarsvæði íslendinga og sá þáttur einn út af fyrir sig verður vart of metinn. Áhrif þessarar auknu frið- unar mundu koma til frádráttar frá þeim 30 þús. tonnum, sem áður var nefnt að Bretar gætu veitt með 24 skipum, þannig að afli þeirra yrði jafnvel enn minni. Sumir hafa áhyggjur af þvi, að Bretar muni hafa látið í það skina i viðræðunum i Ósló, að þeir muni óska eftir þvi að Efnahagsbandalag Evrópu taki við öllum samningum af þeirra hálfu um fiskveiðar i framtið inni. Hér er um að ræða atriði, sem er okkur íslendingum í raun og veru algerlega óviðkomandi. Með samn- ingi sinum við Efnahagsbandalagið afsala Bretar sér forræði í vissum málum. Nú hefur verið Ijóst um nokkurt skeið, að hugsanlegir samn- ingar Breta við íslendinga yrðu sið- ustu samningar, sem þeir, sem slíkir, gera við annað riki. Efnahagsbanda- lagið hefur þegar tekið við samn- ingaviðræðum við Norðmenn um væntanlegar eða hugsanlegar fisk- veiðiheimildir fiskiskipa frá Efna- hagsbandalaginu við Noregsstrendur og við getum engin áhrif haft á það, að Efnahagsbandalagið taki við fisk veiðimálum Breta Það leiðir af inn- göngu Breta i Efnahagsbandalagið. Hitt er svo annað mál, sem tími er til kominn, að þjóðin geri sér grein fyrir, að timamót eru framundan í baráttu okkar fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðum okkar að þessu leyti. Efnahagsbandalagið mun vafalaust beita öðrum aðferðum en Bretar Bretar hafa tvisvar sinnum veitt hér í skjóli herskipaverndar, en Efnahags bandalagið mun beita öðrum aðferð- um og þá fyrst og fremst setja fram kröfur um gagnkvæm fiskveiðirétt- indi. Ef íslendingar óski eftir fisk- veiðiréttindum í Norðursjónum eða við Grænland krefst það réttinda á móti á íslenzkum fiskimiðum. Þetta eru alveg ný viðhorf sem blasa við í landhelgismálum okkar á næstu misserum og reynslan á eftir að leiða i Ijós til hvers þau nýju viðhorf leiða. Ástæðulaust er að blanda þeim inn í hugsanlega samningagerð við Breta nú einfaldlega vegna þess, að við getum engin áhrif haft á þessa þróun mála innan Efnahagsbandalagsins. Þegar rökin fyrir samningum eru skoðuð og fyrrgreindar staðreyndir hafðar i huga, getur tæpast nokkur maður verið i vafa um, að okkur ber að ganga nú frá samningum við Breta á þeim grundvelli, sem til um- ræðu er. Allt annað væri stórkost- lega vítavert, því að þá mundum við ekki gera þær beztu ráðstafanir sem völ er á, eins og nú er ástatt, til þess að vernda fiskstofnana. Matthías Johannessen: Kæri Gíls. Þú afsakar að ég skuli ekki hafa svarað þér fyrr, en ég hef haft í ýmsu að snúast. Það er enginn smá- skammtur, sem ég hef fengið frá þér af lesefni í öðru og þriðja bréfi þinu, sem þeir Þjóðviljamenn mundu hafa mælt i metrum, ef ég hefði átt i hlut. En þó að fátt sé athugavert við bréfin þín, get ég ekki verið þekktur fyrir annað en senda þér dálitið tilskrif, því að enn heldurðu þig á þeirri einu línu sem ég kann að meta, þ.e. þú ert málefnalegur og skítkast er ekki að finna í skrifum þínum. Þú hefur sem sagt staðizt margar freistingar. Af þeim sökum hlýt ég að svara þér. Eitthvert skftkast hef ég samt fengið úr öðrum áttum eftir að ég svaraði fyrsta bréfinu þinu, en ég hef ekki nennt að elta ólar við slíkt og held mig við það, sem ég sagði í fyrsta svarbréfi mínu, að ég nenni ekki að eltast við pólitiskar æfingar né rótarleg og mannskemmandi skrif þeirra, sem sækjast eftir því að verða merkilegir af ómerkilegum hlutum. Allt slíkt læt ég lönd og leið. Eg hef ekki áhuga á því, sem er ekki með einhverjum hætti fróðlegt eða skemmti- legt. Þú segir, að ég hafi kallað þig komm- únista. Mér þykir leiðinlegt, ef mér hafa orðið á þau mistök, en minnist þess þó ekki. Hitt þykir mér aftur á móti vænt um, að þér skuli falla illa að vera kallaður kommúnisti. Það kann ég svo sannarlega að meta. En í sömu setningunni og þú segir, að ég hafi kallað þig kommúnista, kallar þú mig kapitalista. I guðanna bænum blandaðu mér ekki saman við þá. Auk þess efast ég um, að til sé kapitalisti á öllu tslandi, jafnvel þótt miðað sé við ,,fátæk“ lönd eins og Danmörk. Ég hef áður sagt þér að fjallræðufólkið íslenzka — það er mitt fólk. Og engin tilviljun hvað ég hef átt mörg samtöl við slíkt fólk i gegnum tíðina. Mér þótti vænt um sumt af því, sem þú sagðir um Morgunblaðið og „siðbótarhreyfinguna í íslenzkri blaðamennsku", sem þú talar um í sömu andrá. Þú segir (i þriðja bréfinu): „Morgunblaðið hefur með töluverðum rétti getað státað af því um allmargra ára skeið, að flytja þingfréttir með þeim hætti, að leitast er við að gera grein fyrir kjarna málflutnings og röksemda allra stjórnmálaflokka og ræðumanna, sé á annað borð til þeirra vitnað. Þingfréttaritarar blaðsins hafa leyst þetta verkefni misvel af hendi, sumir ágætlega, aðrir nokkru miður. Sá sem nú ritar þingfréttir gerir sér að mínu viti far um að vanda verk sitt og skýra rétt frá og nú spyr ég þig, Matthías: Er þetta vottur um „frjálsa" eða ,,göða“ blaðamennsku að fyrirskipa þessum sómamanni að skrökva í hvert einasta skipti sem hann vitnar til ræðu eftir Alþýðubandalagsmann, jafnvel þótt auð- sætt sé að hann dauðlangar til að segja satt. Ég á hér við það hátterni ykkar Morgunblaðsrit- stjóranna, að harðneita að kalla okkur Alþýðu- bandalagsmenn réttu nafni, því nafni sem við berum og viljum bera. Þess í stað er, samkvæmt fyrirmæl- um ritstjórnar, skylt að láta í þingfréttum stafinn k fylgja nafni okkar en það útleggst = kommúnisti". Nokkru síðar segirðu ennfremur: „Ég er kominn af vestfirskum galdramönnum eins og þér mun ekki grunlaust um. Og nú mæli ég svo um og legg svo á, að í hvert sinn sem þið Styrmir látið hér eftir skrökva til um heiti þingflokks Alþýðubandalagsins, lesi allir víðsýnir menn á þessa leið úr bókstafnum k í blaðinu ykkar: hann skal standa þar sem háðsmerki um „frjálslyndi" Morgunblaðsritstjóranna, — skammar- tákn um lélega blaðamennsku á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar.“ Kæri Gils. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir, hvílíku sálarstríði þessi ómerkilegi stafur (k) hefur valdið f þingflokki ykkar Alþýðubandalagsmanna, né á Þjóðviljanum. En þú hefur á kurteisan hátt kallað mig til ábyrgðar og krefst þess að rétt og góð vinnubrögð séu viðhöfð á Morgunblaðinu vegna þeirrar siðbótarhreyfingar, sem þar hefur ráðið ríkj- um og blaðið hefur staðið fyrir, eins og þú sjálfur vottar. Og að sjálfsögðu get ég ekki, af augljósum ástæðum.vikizt undan áskorun þinni. Galdraþula þín hin vestfirzka var mögnuð og þar sem svo margir kommúnistaflokkar eru nú til vinstri við Alþýðu- bandalagið ákváðun>við Styrmir að biðja okkar góða þingfréttaritara, Stefán Friðbjarnarson, að hætta að merkja þingmenn Alþýðubandalagsins með k-i, þeg- ar skýrt er frá ræðum þeirra á þingsíðu Morgun- blaðsins. Og hefur þú væntanlega tekið eftir „siðbót- inni“. Þannig hefur þú haft erindi sem erfiði, því að við hlustum á rök, jafnvel þótt vafasöm séu. En ég vona, að þessi ákvörðun okkar dragi engan dilk á eftir sér; að tfminn muni sýna okkur og sanna að k-ið átti ekki við ykkur alla þingmenn Alþýðubandalags- ins, því okkur „dauðlangar til að segja satt“, eins og þú veizt manna bezt. Ég vona svo að þessi ákvörðun okkar verði ekki til þess að galdramennirnir í kring um þig upphefji nú enn eitt svartagallsrausið, en að sjálfsögðu eru þeir vísir til þess. Annað þótti mér nokkuð magnað í þriðja bréfi þínu, það var pólitísk trúarjátning þín. Þú segir: „Hún hljóðar ekki upp á annað tveggja sósíalisma eða lýðræði, heldur sósfalisma ásamt meira frelsi og virkara lýðræði en nú er í boði nokkurs staðar á jarðkringlunni. Mig dreymir um slfkt ríki sósfalisma á tslandi þar sem varðveittir eru og efldir allir þeir þættir einstaklingsfrelsis og borgaralegs (leturbr. mín M.J.) lýðræðis sem komist hafa á í þessu þjóðfé- lagi ...“ Ég verð að viðurkenna, að þarna varð ég undrandi. Þetta rfki, sem þú boðar, er hið nærtæk- söslai ðraum ðrar Svar við örélkornum Gils asta, sem völ er á; það er einfaldlega ein tegund velferðarríkis. Nú máttu fara aó vara þig, Gils. Eða hvað heldurðu að þeir segi, marxistarnir, ég tala nú ekki um marx-leninistarnir, f kringum þig við þeirri yfirlýsingu þinni, að þú viljir vernda borg- aralegt lýðræði á Islandi og varðveita það og þú kemur jafnvel að þessu aftur siðar f greininni. Þar talarðu a.m.k. tvisvar sinnum um borgaralegt lýð- ræði og segir m.a., að Rússar hafi aldrei kynnzt slíku lýðræði og er það áreiðanlega rétt hjá þér. En í grein, sem af einhverjum ástæðum er sett við hliðina á þessu bréfi þinu i Þjóðviljanum (þér til áminning- ar?), er sagt frá stofnun nýs kommúnistaflokks á tslandi og þar segir m.a.: „Stjórnarmenn sögðu það álit flokksins að sósialisk bylting gæti ekki tekizt á íslandi nema með því móti að verkalýðsstéttin væri vopnuð (leturbr. mín M.J.).“ Og í Stéttabaráttunni, aðalmálgagni marx-leninisma á Islandi, segir, að í stefnuskrá hins nýja flokks sé sett fram „almenn afstaða til allra helztu vandamála fslenzku byltingar- innar og þar er kveðið skýrt á um að leið íslands til sósialisma er leið vopnaðrar byltingar“ (leturbr. mín M.J.), eins og þessi blessaða þjóð hafi ekki upplifað nógar hörmungar. Þetta kalla þeir marxisma eða sósíalisma og saitikvæmt þessu ert þú ekki einu sinni sósíalisti. Nú vandast málið. Övopnaður sósíalisti, hann er ekki f tízku lengur; hann er eins og nauðrak- að ungmenni á blómaskeiði bítlanna. Þú ert sem sagt ekki í tízku, Gils. Hvað segirðu eiginlega um þessi ósköp eða myndirðu ekki halda að þessir menn hafi ýmislegt að athuga við boðskap þinn um sósíal- isma og borgaralegt lýðræði. Þeir kalla ykkur Al- þýðubandalagsmenn endurskoðunarsinna og telja ykkur margfalt hættulegri en t.a.m. einn auman Morgunblaðsritstjóra; þeir segja í raun og veru, að þú og þitt kompani séuð ekki í sambandi við allífið, heldur séuð þið í bland við tröllin, þ.e. sósíalimper- íalistana í Sovétríkjunum. Endurskoðunarsinni af vörum marx-leninista og maóista merkir í raun og veru ekkert annað en Rússadindill eins og þú veizt. Og nú skaltu fara að vara þig. ekki á okkur, heldur þeim. Vel máttu einnig muna það í öllum þessum andlegu þrengingum okkar og darraðardansi, að þýzku nasistarnir kenndu sig einnig við sósíalisma- eða heyrðirðu ekki þann kafla framhaldsmyndar sjónvarpsins um heimsstyrjöldina síðari, sem fjallaði um tilræðið við Hitler 1944, en þar segir hinn opinberi saksóknari við einn sakborninga, að hann sé augsýnilega hættur að skilja„sósíalisma okkar“, þ.e. nasisma. Ég hef stundum, eins og þú kannski veizt, hallazt að þeirri skoðun, að þú sért á rangri hillu í lífinu. Ég er alveg sannfærður um, að ýmsir Alþýðubandalags- menn, hvað þá félagarnir í kommúnistasamtökun- um, eru þess fullvissir, að þú átt ekki heima, þar sem þú ert. Og þú ert ekki, þvf miður, einn um það. Þú talar jafnvel um einstaklingsfrelsi af mikilli virð- ingu, að því er mér skiIst.Nei, Gils, ég yrði ekki hissa, þó að þú værir orðinn krati, áður en kjörtímabilinu MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. MAl 1976 17 er lokið. Nema þá að Alþýðubandalagið sé alfarið að breytast i sósial-demókratískan flokk. Það væri þá eina byltingin, sem ég hef horft upp á hér á landi. Þú minnist í fyrsta bréfinu þínu á, að ég lesi og vitni til marx-leninistanna vinstra megin við þig og engu Ifkara en þér misliki það. En mér þykir nauð- synlegt að kynnast skoðunum og ofstæki þessa fólks, m.a. til að vita, að ég er sjálfur á réttri hillu. Ég á eins og þú rætur í borgaralegu þjóðfélagi, trúi á lýðræði þess; trúi á frelsi þess og þingræði; pólitfsk sannfæring mín er öll bundin við þetta borgaralega lýðræði. Ég sé ekki betur en við séum í sama báti, ég á minnsta kosti ekki samleið með mörgum þeirra, sem standa þér og Alþýðubandalaginu nærri — gleymdu því ekki — þeir boða byltingu, blóð. Það er andstætt allri hugsun minni, öllum hugmyndum mfnum um siðgæði. Sartre skrifaði leikrit um flekk- aðar hendur. Þegar borgararnir hrifsuðu völdin úr höndum aðalsins í Evrópu upp úr stjórnarbylting- unni miklu, var það á margan hátt réttlætanlegt, en fórnirnar voru ægilegar, blóðið Gils ... flekkuðu hendurnar ... Ég er þess fullviss að þessir upphafs- menn borgaralegrar stéttarvitundar, sem kröfðust réttár sfns undir vfgorði, sem oft heyrist á okkar dögum: frelsi, jafnrétti bræðralag, þurftu ekki að úthella öllu þessu blóði vegna málstaðar síns. Þeir voru því miður ofstækismenn, ribbaldar, jafnvel morðingjar. Drápu sína eigin eins og marxistar. Og þeir lögðu kommúnistum vopn í hendur, þetta hræði- lega fordæmi æðis og útrýmingar. Með þessum vopn- um telja kommúnistar nú réttlætanlegt að útrýma borgarastéttinni, enda hóf hún leikinn. Ég veit það var mfn stétt, borgarastéttin, sem fyrst úthellti blóð- inu, en þurfum við að endurtaka þá sögu. Mundi ekki alþýða islands hafa þau mannréttindi, að við þurfum þess ekki, mér er nær að halda að svo sé. Þú lýsir yfir í pistlum þinum, að þú sért sömu skoðunar, það kann ég vel að meta. En ætli sé ekki ástæða fyrir okkur til að vera vel á verði, Gils. Finnst þér út í bláinn að hafa áhyggjur af marxistum á tslandi, ef höfð er hliðsjón af þvf, sem að framan er tilvitnað. Skoðaðu vel hug þinn. Ég er nefnilega ekki viss nema þessi öfl hafi meiri áhuga á að losna við menn eins og þig en mig. Ekki hef ég skartað með þeim fjöðrum, sem þeir sækjast eftir. En Alþýðubandalag- ið þitt er eins og gamall indíánahöfðingi að því leyti, enda sprottið úr Kommúnistaflokki íslands og Sam- einingarflokki alþýðu sósíalistaflokknum, og er engu líkara en ég þurfi að minna þig á það. Eða hvað segiróu, Gils, um þaó, að hvatt var til „alþýðuvalda" í ávarpi 1. maí nefndarinnar. Þegar spurt var, hvað þetta vfgorð merkti, svaraði einn af þínum samflokksmönnum, ef mér skjátlast ekki, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, að hér væri átt við „al- ræðisvald að kommúnískri fyrírmynd“, þ.e. svoköll- uð alþýðulýðveldi, þar sem ríkir hvorki lýðræði né mannréttindi, eins og þú veist, og frelsi mannsins er fótum troðið (skoðanafrelsi, trúfrelsi, prentfrelsi o.s.frv.) Eða hvað segir þú um það, þegar menn, sem sagðir eru með fullu viti, krefjast þess, að island verði alþýðulýðveldi? Ég kom til Austur-Berlínar í uppreisninni fyrir nær aldarfjórðungi og birti m.a. myndir í greinum mínum af flóttafólki með bundið fyrir augu (svo að austur-þýzkir kommúnistar þekktu það ekki og gætu ekki refsað aðstandendum, sem eftir voru) þá sagði Kristinn Andrésson, að ég hefði farið til Berlfnar með bundið fyrir augun. Eða Ungverjaland og Tékkóslóvakia. 0, Prag ... Og nú Kambódfa... Ég bíð þess með eftirvæntingu, að heyra svar þitt. Það var svo sem ekkert einkennilegt, að þú skyldir minnast á draum, þegar þú fórst með pólitíska trúarjátningu þína. Þú sagðir eins og ég vitnaði f hér að framan: „Mig dreymir um slíkt ríki sósialisma á íslandi . . .“ Það er engin tilviljun, að þú notar orðið „dreymir" í þessu tilfelli. Að sjálfsögðu er gott að eiga fagra drauma. En þú veizt betur, og þér lætur ekki vel að látast. Ekkert sósíalístískt eða kommún- istískt ríki sem við þekkjum hefur að leiðarljósi það frelsi, sem þú boðar í bréfum þínum og krefst okkur öllum til handa. Dularsálfræðin mundi því segja, að orðalagið „mig dreymir“ segi mikla sögu um þann andlega sálarháska, sem þú ert i: pólitísk skoðun þin, svo falleg og göfug sem hún er, á rætur í draumi en ekki veruleika, þvf miður. Þetta veiztu raunar sjálfur i aðra röndina, þvf að þú bætir sfðar við: „Þetta eru draumórar, segir þú trúlega. En ég svara á móti: Sá maður er illa kominn, hvort heldur hann er skáld eða stjórnmálamaður eða eitthvað annað, sem ekki á sinn draum, sína viðmiðun, sitt markmið til að keppa að.“ Það er að sjálfsögðu rétt; sá maður er illa kominn, sem á ekki sinn draum, en sá maður getur verið enn verr staddur, sem ruglar saman draumi og veruleika. Ég tala nú ekki um, ef hann ætlar að fara að stjórna ríki með sama hætti og hann upplifir draumóra sína. Argentínska skáldið Borges segir á einum stað, að samkvæmt indverskri heimspeki sé egóið aðeins áhorfandi, sem sér sjálft sig í þeim, sem það horfir stöðugt á. Ég held þessi athugasemd eigi heima hér. Alþýðubandalagið er orðið þitt annað sjálf, en rugl- aðu ekki þessu tvennu saman — í guðanna bænum. Þú þykist vera nokkuð viss um, að Alþýðubanda- lagið þitt hafi frelsi einstaklingsins og borgaralegt lýðræði að leiðarljósi. Ég bið þig fyrirgefa, að ég skuli vitna f Alþýðublaðið þvi að ég hef reynt það að því að birta nýlega fjögurra dálka stórfrétt f ramma um fund í Sjálfstæðisflokknum, sem aldrei var hald- inn. En ég hef orð þess um þingumræður fyrir satt, þar til annað kemur i ljós. Og nýlega sagði það frá því, að í umræðum um utanríkismál nýlega, hafi Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins svarað „glósum“ þínum um kratana þann veg, að „mikil- vægt væri fyrir stjórnmálamenn og flokksleiðtoga að kunna fótum sínum forráð, þegar þeir hæfu samstarf við kommúnista. Gils talaði nú um „flokk sinn“ Alþýðubandalagið, en einu sinni hefði flokkur hans verið Þjóðvarnarflokkur islands. „Hvað er orð- ið af Þjóðvarnarflokki íslands?" spurði Benedikt, en bætti síðan við: „Ég get fullvissað háttvirtan þing- mann, Gils Guðmundsson, um að við Alþýðuflokks- menn ætlum okkur ekki með flokk okkar f spor M fl lr y > 4 & ís m i Sósíalismi Þjóðvarnarflokksins. Og það get ég líka sagt honum að haldi hann vöku sinni í hinu þægilega þingsæti sínu, er honum ljóst, að Alþýðubandalagið hefur alls ekki hreinsað sig af kláða kommúnismans, og þarf að tvíbaða það, áður en það getur orðið heill þátttak- andi í að sameina vinstri öfl á íslandi, eða hefja þróttmikla baráttu fyrir sósialisma á grundvelli lýð- ræðis." Þetta voru ekki mín orð, heldur formanns Alþýðu- flokksins. Heldurðu nú að þessi böðun sé fullnægj- andi? Annars verð ég að viðurkenna, að ég er farinn að ruglast í riminu og að því kemur að sjálfsögðu, að bæði ég og aðrir botna hvorki upp né niður í þeim pólitísku kennileitum, sem orð eru. Við þurfum að leggja rétta merkingu í orð. Það er höfuðatriði og gæti ráðið úrslitum. Þess vegna m.a. hvflir mikil ábyrgð á blaðamönnum, sem þeir því miður oft ’ bregðast. Við eigum að koma f veg fyrir, að þið, stjórnmálamennirnir, ruglið dómgreind fólks með orðabrengli og útúrsnúningum. Einræðismenn veiða okkur fyrst í orð, þau eru netið. En ég held fleiri séu farnir að ruglast. Þannig munaði minnstu um daginn að sovézkum landamæravörðum tækist að berja marxismann úr fyrrverandi fréttastjóra Þjóðviljans, þegar hann fór ásamt júdóféiögum sfnum til Rússia. Aðrir hafa látið berja í sig þessa trú — án þess að verða biskupar. 1 fyrrnefndri grein um stofnun kommúnistaflokks á Islandi segir ennfremur í Þjóðviljanum, haft eftir foringjum flokksins, að hann telji „að meiri stríðs- hætta stafi frá Sovétríkjunum en Bandarfkjunum, þar eð Sovétríkin séu ungt heimsveldi ...“ Hvað merkir þetta eiginlega? Eru Bandaríkin gamalt heimsveldi? í fréttinni segir ennfremur, að kommúnista- flokkurinn nýi muni berjast af alefli „gegn nú- tíma endurskoðunarstefnu, sem sovézka sósialheims- valdastefnan hefur forystu um og er hættulegasti óvinur alþýðu heimsins". Á dauða mínum átti ég von, en ekki því, að islenzkur kommúnistaflokkur ætti eftir að telja Sovétríkin höfuðandstæðing alþýðu heimsins. Ef maður lifði í tuttugu, þrjátfu ár f viðbót, ætti maður eftir þessu ekki að verða hissa á því, þó að sú frétt bærist einn góðan veðurdag að Maó Tse-Tung væri orðinn frambjóðandi republikana i forsetakosning- um í Bandarfkjunum. Eða hver getur skilið alla þessa endemis vitleysu, alla þessa afstæðu blekk- ingu? Getur þú það, Gils? Viltu þá vera svo vænn að skýra þetta fyrir mér í einstökum atriðum, eins og ég á orðið um sárt að binda í þessum efnum. í Þjóðviljanum sunnudaginn 25. apríl segir Árni Bergmann m.a., að höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins „á pálmasunnudag gafst alveg upp á því að vita hvað sósíalismi þýðir eða þá kapftalismi". Þetta er hverju orði sannara. Og finnst þér það nokkur furða. Það kemur líka á daginn, að Árni óotnar sjálfur hvorki upp né niður í þessu og þótti engum mikið. Hann bendir á „firnalega eftirspurn" eftir orðinu lýðræði, það er rétt. 1 sumum löndum merkir það jafnvel einræði. Ég get fallizt á þær upplýsingar hans „að lýðræði sem rís fyllilega undir nafni, sé ekki til“. Þannig verður einnig um þinn sósíalfska óskadraum: hann verður aldrei að veru- leika. En mest þykir mér um vert þá yfirlýsingu Árna í fyrrnefndri grein, „að þau sósíalistísk ríki, sem til eru, eigi ekki rétt á að kallast lýðræðisleg (þau gera tilkall til þess í nafni ýmissa lífskjara- bóta), vegna þeirrar skerðingar á tjáningu og gagn- rýni sem þau hafa iðkað“. Þetta eru svo sannarlega orð í tíma töluð. Ég fagna þeim, en á ekki von á, að þau verði um aldur og ævi talin stórisannleikur í blaðinu ykkar. Ég ruglaðist ekki sízt, þegar ég las síðasta Neista, sem mér hefur borizt í hendur, en þar segir m.a. blákalt: „Berlinguer, formaður italska flokksins (þ.e. kommúnistaflokksins), lýsti því yfir á þinginu, að ftalskir styddu aðild italfu að NATO. Þetta er i sjálfu sér ekkert nýtt. Portugalski kommúnistaflokk- urinn, sem er einn þeirra fáu flokka í Vestur- Evrópu, sem enn heldur algerri tryggð við Moskvu, hefur jú lýst sig fylgjandi aðild Portúgals. Þetta er jú það skilyrði sem auðvaldið setur þessum flokkum fyrir þátttöku þeirra í ríkisstjórnum. Berlinguer ræddi um „opin hreinskilin átök milli mismunandi afstöðu og reynslu hinna ýmsu flokka". Sfðan settist hann niður á lokuðum fundi með sovézku forystunni, sem endaði með innihaldslausri yfirlýsingu ...“ Þarna heyrist enn ein röddin af vinstri kantinum. Ekkert botna ég i henni. Mér skilst, að kommúnist- arnir, sem standa að Neista, hafi ýmislegt að athuga við ykkur Þjóðviljamenn og Sovétríkin. En þeir vilja víst ólmir kalla yfir okkur alþýðulýðveldi, ef ég skil þá rétt. Annars held ég að hvorki við né þið skiljum upp né niður í þessu pólitiska moldviðri þarna á vinstri kantinum. Þetta er eins og sandbylur á Kalda- dal. Annars held ég fyrirsögnin á fyrrnefndri grein Árna Bergmanns sé sótt í dulvitundina: Orð, orð, orð ... Þetta er ekki meðvituð skírskotun i Hamlet, heldur sprottið úr undirvitundinni. Hamlet er að tala um róg og þá sem „hafa yfirgnæfandi skort á skynsemi“ og ganga „aftur á bak eins og krabbi". Einkennileg tilviljun, að tilfæra óvart þennan kafla í Shakespeare, þegar fjallað er um sósíalisma, en annar kafli kemur einnig i hugann, þú manst vænt- anlega eftir honum úr Makbeð: Þegar hann talar um „sound and fury, signifying nothing". En þið her- stöðvaandstæðingar hafið kannski ekki kynnt ykkur þessa ensku frasa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.