Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.1976, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ?flor0nnblaí»ií> LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1976 vestra og nyrðra Vikurálinn en grynnra. Væri það mjög óvenjulegt, að linubátarnir væru að veiðum um þetta leyti, því að venjulega hættu þeir veiðum í vertíðarlok. Svo hefði einnig verið í þetta sinn nema hvað þeir hefðu byrjað veiðar aft- ur þegar fréttist af fiskgengdinni við Vikurálinn. „Það er þess vegna allt á kafi i fiski hér vestra," sagði Jón Páll Halldórs- son. Framhald á bls. 18 Drukknaði Akureyri, 28. mai. JOHANN Hjörieifsson, 22 ára, Rauðamýri 3 Akureyri, drukkn- aði í Fnjóská í fyrrinótt, þegar hann hugðist synda yfir ána. Lfk hans fannst f gærmorgun, um 4 km neðan við slysstaðinn. Tvær stúlkur og tveir piltar fóru í Vaglaskóg i fyrrakvöld og ætluðu að dveljast þar fram á uppstigningardag. Stúlkurnar voru að byrja að tjalda um kl 3 í fyrrinótt, en piltarnir ætluðu að fá sér sundsprett á meðan i Fnjóská, undan Hróastaðanesi. Áin var í miklum vexti og afar köld svo að annar þeirra sneri við og komst til sama lands mjög Illa horfir með uppeldisþorsk sam- kvæmt síðasta leiðangri Hafþórs þorskur, og er nú mikil vinna f fiskvinnslustöðvunum vestra. Einnig hafa norðlenzk togskip verið að fá góðan afla á Skaga- grunni sfðustu daga, og er þar einnig vænn þorskur á ferð. Jón Páll Halldórsson sagði Morgunblaðinu, að Isafjarðartog- ararnir hefðu fengið ágætan afla síðustu dagana. Togarárnir — Dagstjarnan, Bessi, Julíus Geir- mundsson og Guðbjartur — lönd- uðu allir í þessari viku og voru með 120—30 tonn eftir um það bil vikutíma til 10 daga. Tregt var framan af veiðiferðinni en síð- ustu daga fe_ngu þeir góðan afla af stórum og fallegum þorski að þvi er Jón Páll sagði. Togararnir eru allir íarnir út aftur á sömu slóðir og eftir fregnum að dæma af mið- unum fæst þar góður afli ennþá. ★ LÍNUBÁTAR aftur TIL VEIÐA Raunar sagði Jón Páll að eftir fréttum að dæma virtist stór hluti íslenzka fiskveiðiflotans vera kominn á þessar slóðir. Þá kvað Jón vestfirzku línubátana hafa verið að fiska vel undanfarna daga og héldu þeir sig einnig við | 6 ára drengur fyrir bifreið og beið bana BANASLYS varð á Kringlumýr- arbraut, á móts við hús nr. 30 við Álftamýri, laust eftir klukkan 20 s.l. fimmtudagskvöld. 6 ára gamall drengur, Ragnar H. Ragnarsson, Álftamýri 30, varð fyrir bifreið og var látinn þegar komið var með hann á slysadeild Borgarspftalans. Lengstu hemla- för bifreiðarinnar mældust 80 metrar. Viðurkenndi ökumaður- inn, sem er 18 ára gamall, að hafa ekið á 90—95 km hraða þegar slysið varð, en leyfilegur há- markshraði á þessum kafla er 45 km. Pilturinn var samstundis iviptur ökuleyfi. Nánari atvik voru þau, að Ragnar heitinn var að leika sér í boltaleik nálægt götunni ásamt fleiri börnum. Skoppaði boltinn út á götuna og hljóp Ragnar á eftir boltanum til að sækja hann. Var Ragnar heitinn staddur á eystri akrein Kringlumýrarbraut- ar þegar hann varð fyrir bifreið- inni, sem var á norðurleið. Bifreið þessi er stór amerísk fólksbifreið af Dodge-gerð. Ragnar H. Ragnarsson var fæddur 27. ágúst 1969. Ragnar H. Ragnarsson. VESTFIRSKIR togarar og Ifnu- bátar hafa aflað mjög vel við Vfkurálinn sfðustu daga, að þvf er Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri á tsafirði, tjáði Morgunblaðinu f gær. Hefur þarna fengizt stór og fallegur w Isl. fiskifræðingur varar Grænlendinga við rányrkju rússnesks verksmiðjuflota VEIÐAR rússneskra verksmiðju- skipa við austurströnd Grænlands eru farnar að höggva alvarlegt skarð f fiskstofna á þessu svæði að þvf er dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur skýrði frá f viðtali við grænlenzka útvarpið í gær og Reuter-fréttastofan greinir frá. I viðtalinu skýrði dr. Jakob frá því, að,um þessar mundir væru 13 verksmiðjuskip stöðugt að veið- um suður af Daltonhöfða, þar sem einungis v-þýsk og íslenzk fiski- skip hefðu áður stundað veiðar. Athugun íslenzka fiski- rannsóknarskipsins á þessum slóðum leiddi í ljós að Rússarnir fiska þarna jafnvel mjög smáan fisk og kvaðst Jakob telja veiðar rússnesku skipanna mjög alvar- legar um leið og hann hvatti dönsk yfirvöld til þess að auka mjög eftirlit með veiðum á þessu svæði. Fréttaritari Morgunblaðsins í Allt óráð- ið enn KIKISSTJÓRNIN sat i gær morgun á fundi og ræddi hug- myndir þær, sem komu fram á fundum Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra og Einars Ág- ústssonar utanrikisráðherra með Crosland og Frydenlund í Ósló í fyrri víku. I fyrradag var einnig rikisstjórnarfundur þar sem ræddar voru niðurstöður þingflokksfunda á miðvikudag. Ekkert hefur verið látið uppi um niðurstöður fundanna, hvort ríkisstjórnin ætlar til fundar við Breta í Ósló eða ekki. Grænlandi, Henrik Lund, hafði í tilefni af þessum ummælum tal af formanni grænlenzka landsráðs- ins, sr. Jonathan Motzfeldt, og leitaði álits hans á veiðum erlenda fiskiskipa — og þá sér- staklega Rússanna — við austur- ströndina. Lýsti formaðurinn Framhald á bls. 18 82 þúsund kr. kostar iðgjald af húftryggingu amerísks bíls IÐGJALD húftryggingar miðað við einstaka stærðarflokka bifreiða hefur nú verið reiknað út. Samkvæmt upplýsingum Þor- geirs Lúðvfkssonar, deildarstjóra hjá Almennum tryggingum, er nú grundvallarverðið miðað við að tryggingartaki taki á sig 17 þúsund króna sjálfsáb.vrgð en samsvarandi sjálfsábyrgð var I fyrra 12 þús. krónur. Miðað við 17 þúsund króna sjálfsábyrgð verður iðgjaldið af húftryggingu bifreiðar í sama flokki og til dæmis VW 1200 nú 43.700 krónur en var í fyrra 29.100 miðað við 12 þúsund kr. sjálfsábyrgð þá. Iðgjald af bifreið- um í stærðarflokki t.d. Cortinu hækkar miðað við sömu sjálfs- ábyrgð í 51.300 kr. en var í fyrra 34.200 kr. Iðgjald bifreiðar í stærðarflokki Toyota Corolla hækkar í 53.700 en var í fyrra 35.800 kr. og bifreíðar i stærðar- flokki VW Passat í 75.600 en var 50.400 í fyrra. Iðgjald húftrygg- Framhald á bls. 15 SKÓLI tsaks Jónssonar á 50 ára afmæli um þessar mundir, og af þvf titefni var á uppstigningardag efnt til samkomu f skólanum að viðstöddum fjölda gesta, þeirra á meðal voru menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavfk. Var þar afhjúpuð brjóstmynd af stofnanda skólans, Isaki Jónssyni, sem Sigurjón Ólafsson hefur gert. Er myndin tekin við það tækifæri og voru það barnabörn hans tvo, sem það gerðu. Nánar verður greint frá afmælinu í sunnudags- blaði. Góð þorskveiði AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRorÐunblabib Enn bana- slys í um- ferðinni í gærkvöldi BANASLYS varð í umferðinni f Reykjavfk í gærkvöldi. Ungur piltur á vélhjóli hugðist taka fram úr bifreið á mótum Elliða- vogs og Skeiðarvogs en f sömu svifum beygði bifreiðin í veg fyrir piltinn. Lenti vélhjólið á bifreiðinni en pilturinn kastaðist af vélhjólinu og lenti f götunni. Hann hafði ekki hlffðarhjálm á höfði. Var hann látinn þegar f slvsadeild Borgarspftalans kom. Klúbbmenn yfirheyrð- irí gær FYRSTU yfirheyrslurnar i Klúbbmálinu svonefnda, eftir að ríkissaksóknari hafði gefið út ákæru í málinu, voru haldnar hjá sakadómi Reykjavíkur í gær. Komu þá til yfirheyrslu ákærðu í málinu, Sigurbjörn Eirfksson og Magnús Leópoldsson, fram- kvæmdastjórar veitingahússins Klúbburinn. Að sögn Haralds Henrýssonar sakadómara eru á næstu dögum væntanleg gögn frá rikisskattstjóra. Eins og komið hefur fram í fréttum, er hinum ákærðu gefið að sök skatt- og bók- haldssvik að upphæð tæplega 38 milljónir króna. Jóhann Hjörleifsson. í Fnjóská þrekaður en Jóhann heitinn hvarf i strauminn, þegar hann átti skammt ófarið yfir ána. Önnur st&lkan fór að hlynna að piltinum sem af komst, en hin hljóp niður með ánni að leita að Jóhanni. Sú leit bar ekki árangur. Stúlkurnar leituðu svo báðar góða stund en um kl. 5 fóru þær á sfmstöðina í Skógum og hringdu til lögreglunnar á Akureyri með beiðni um hjálp. Einnig var hreppsstjóra Hálsahrepps gert viðvart. Leitarflokkar fóru strax frá Akureyri og fljótlega eftir að þeir hófu leit fannst lík Jóhanifs heit- ins á eyri i ánni, skammt hjá nýju brúnni hjá Nesi. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.