Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JlJNl 1976 17 Heimsmetaregn ÞAÐ er ekki minnsti vafi á því að Ólympíuleikarnir eru á næsta leiti. Almanakið segir að nú sé rúmlega einn og hálfur mánuður þar til Ólympíuleikarnir í Montreal verða settir. Hefðum við ekki almanakið til að styðjast við myndi flestum líklega fljótlega bjóða í grun að eitthvað mikið væri framundan hjá íþróttafólkinu því hvert heimsmetið öðru glæsilegra lítur dagsins Ijós þessa dagana. Búlgarir lyftu áttametum... BtJLGARSKIR lyftingamenn settu hvorki meira né minna en átta heimsmet á úrtökumóti fvrir Ólympíuleikana i Sofiu um slóustu helgi. 1 60 kg flokki snaraði George Todorov 130 kg og bætti eldra metið, sem hann átti sjálfur um 2 kg. 1 saman- lögðu lyfti hann 287.5 kg og bætti þannig heimsmetið um 2.5 kfló. 1 75 kg flokknum bætti Yordan Mitkov met Lisenkos frá Sovétríkjunum um eitt kg, lyfti 155 kg i snöruninni. 1 samanlögðu bætti hann heims- metið um 3.5 kg og tók metið frá Smirnov, Rússlandi. Blagoi Blagoev bætti heims- metið í 82.5 kg flokknum úr 170 kg í 172.5 kg. Landi hans Stoichev átti eldra metið og hann setti nýtt heimsmet i samanlögðu en hann lyfti samtals 372.5 kg. í yfirþungavigtinni tók Kristo Plakov metið frá Sovét- manninum Alexiev í saman- lögðu, en þessir tveir skiptast orðið á um að bæta met hvor annars. 1 samanlögðu náði Plakov 442.5 kg, en í snörun- inni lyfti hann 200 kg og bætti sitt eigið eldra met um 2 kg. ... a-þýzk setti kúluvarpsmet MARIANNE Adam bætti sitt eigið heimsmct í kúluvarpi er hún kastaði kúlunni 21.67 metra og bætti gamla metið um 7 cm. Þetta var ekki eini árang- urinn á heimsmælikvarða á þessu móti þvf stalla Mariönnu kastaði kúlunni 21.30 á þessu sama móti sem haldið var f Karl-Marx Stadt og var úrtöku- mót fyrir Ólympfuleikana. Á laugardaginn setti boð- hlaupssveit a-þýzku stúlkn- anna nýtt heimsmet f 4 x 100 metra hlaupi og það er varla nokkur grein í frjálsum fþróttum kvenna sem þær a- þýzku koma ekki til með að blanda sér f toppbaráttuna í. Cristiane Stoll náði til að mynda bezta tfma ársins f 1500 metra hlaupi er hún hljóp á 4:5.9 sekúndum. ... og Bandaríkjamað- ur í stangarstökkinu í BANDARlKJUNUM falla heimsmetin einnig, ekki sfður en í A-Evrópu. Earl Bell, tvítugur háskðlanemi frá Arkansas, setti hcimsmet f stangarstökki á meistaramóti f Kansas um helgina. Stökk hann 5.67 metra og bætti metið um 2 cm, en það átti Dave Roberts og setti hann það fyrir rúmu ári sfðan. 1 Póllandi var einnig stokkið stangarstökk um helgina. Wladyslaw Kozakiewicz og Tadeuz Slusarski settu nýtt Evrópumet f stangarstökki á laugardaginn er þeir stukku báðir 5.62 metra. Sá fyrrnefndi átti eldra Evrópumetið og hann setti heimsmet innanhúss í vet- ur er hann stökk 5.57 m. Það tjáir ekki að deila við dómarann og Birgir Einarsson verður að taka því með þegjandi þögninni þegar Kjartan Ólafsson sýnir honum gula spjaldið. Jón Hermannsson f.vlgist með framvindu mála, en þeir Birgir og Jón skoruðu mörk Ármanns er liðið vann Hauka á föstudag Gísli og Viðar til Montreal ISLENZKA Ólympíunefndin mun hafa ákveðið að senda tvo fslenzka júdómenn á Ólympfuleikana í Montreal f sumar. Þeir Gfsli Þorsteins- son, sem í vetur varð norðurlandameistari, og Viðar Guðjohnsen, hinn bráðefnilegi júdómaður, munu verða fulltrúar fslenzks júdófólks í Montreal. Báðir tóku þeir Gfsli og Viðar þátt í hinu sögulega Evrópu meistaramóti f Kiev á dögunum. Þeir sterku óvenju linir ÞAÐ voru ekki eins miklar tögg- ur f kraftlyftingamönnunum og venjulega er þeir héldu meistara- mót sitt f Laugardalshöllinni á laugardaginn. Ný nöfn skutu upp kollinum á mótinu en meistarar urðu eftir- taldir: Fluguvigt: Árni Pétursson Sel- fossi 230 kg. Léttvigt: Grétar Franklínsson Ármanni 440 kg. Millivigt: Þorvaldur Stefánsson Umf. V-Skaftafellssýslu 460 kg. Léttþungavigt: Ómar Franklins- son Ármanni 535 kg. Milliþungavigt: Helgi Jónasson 555 kg. Þungavigt: Gústaf Agnarsson KR 660 kg. Aftur mark- leysa hjá strák- unum ÍSLENZKA unglinga- landsliðinu tókst ekki að skora í leik sínum gegn Tyrkjum á sunnudaginn frekar en í fýrsta leik unglingalandsliðsins í 16 liða úrslitum Evrópu- keppninnar í Ungverja- landi. 0:0 urðu úrslitin í leik íslendinga og Sviss á föstudaginn, aftur 0:0 gegn Tyrkjum á sunnu- daginn og þá léku reynd- ar líka saman Spánn og Sviss og hvorugu lið- anna tókst að skora. Mörk hafa því aðeins verið skoruð í einum leikjanna í riðli þeim sem ísland leikur í, það var í viðureign Spán- verja og Tyrkja, en Spánn vann þann leik 2:0. I dag leika íslendingar gegn Spánverjum og verða íslendingar að sigra í leiknum til að eiga möguleika á að komast áfram í úrslitin, en að- eins sigurvegararnir i hverjum riðli komast áfram i úrslitin að þvi að nýjustu upplýsingar herma, en upplýsingar um þetta atriði hafa verið talsvert á reiki. Keppnin í riðlunum fjórum er yfirleitt mjög spennandi og óljóst hvaða lið komast áfram. Frakkar standa þó mjög vel að vigi, en þeir unnu V-Þjóðverja 3:0 í fyrsta leik mótsins og þóttu sýna sannfærandi leik. Ungverjar eru einnig iiklegir í úrslitin, en Finnar sem öllum a óvart komust i úrslit unglinga- keppinnar i fyrra eiga litla möguleika á að komast þangað að þessu sinni. 1 fyrra mættu Finnar Englendingum í úrslit- um, en Englendingar eru ekki meðal liðanna í 16-liða úrslitunum að þessu sinni — voru slegnir út í forkeppninni. Islenzkur sigur gegn Fœregjumíbadminton ÍSLENDINGAR unnu Færeyinga 4:1 f landsleik f hadminton á föstudaginn. I.eikurinn sem tapaðist var tvfliðaleikur þeirra Haralds Kornelfussonar og Steinars Petersen gegn þeim Poul Michelsen og Petri Hansen. Aðrir leikir unnust nokkuð örugg- lega og fslenzku landsliðsmennirnir höfðu svo nokkra vfirhurði á badmintonmóti, sem fram fór f Þórshöfn á laugardaginn. Urslitin í landsleiknum urðu sem hér segir: Hans Jacob Stenberg — Sigurður Haraldsson 10:15,7:15, Poul Michelsen — Friðleifur Stefánsson 6:15,10:15, Join Peter Midjord —• Sigfús Ægir Arnason 12:15,4:15, Johann Petur Midjord og Kari Nilsen — Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson 7:15,9:15, Poul Michelsen og Petur Hansen — Steinar Petersen og Haraldur Korneliusson 3:15. 15:9, 15:11. Landsleikur þessi var annar landsleikur þjóðanna i keppni um bikar sem Færeyingar gáfu fyrir tveimur árum. Verður næst keppt um hann hér á landi næsta vor. A opna mótinu í Færeyjum á laugardaginn kepptu islenzku landsliðsmennirnir og auk þeirra Rafn Viggósson fararstjóri hóps- ins og 5 badmintonmenn sem fóru þessa ferð sér til skemmtunar. I einliðaleiknum sigraði Sigurður Haraldsson eftir úrslitaleik við Friðleif Stefánsson, úrslitin urðu 17:14, 10:15 og 15:9. í tvíliðaleikn- um unnu þeir Steinar Petersen og Haraldur Korneliusson þá Sigfús Ægi Arnason og Jóhann Möller 15:8 og 15:4 f úrslitum. Móttökur allar i Færeyjum voru í einu orði sagt frábærar og hafa myndast sterk vináttubönd á milli islenzkra og færeyskra badmintonmanna. Skipst var á gjöfum og auk þess færðu nokkrir fslenzku badmintonmannanna Liggjasi Joansen fyrrrverandi formanni Iþróttasambands Fær- eyja fallegan grip útskorinn af gullsmiðnum Haraldi Kornelius- syni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.