Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNl 1976 Husqvarna sumavélin ydar HLJÓÐLÁT OG TRAUST / . , ryj, ■ , , / /' Akureyri }/IIHII(h ■fror/ióóO/t /t.f. Reykjavik r# Dimplex til rafhitunar húsa oonononn oonnonoo m rjoofjouool --tu A.38 (JkW) - OLIUFYLLTIR RAFMAGNSOFNAR Við höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu olíufylltu rafmagnsofna frá Dimplex Einnig gegnumstreymisoína með tveimur element- um og þrískiftum rofa. Hitavatnskúta í stærðum 1 5—300 litra. VANGURHE Vesturgötu 10, Rvík. símar 21490—19440. ísafjörður Kynning á sólarlandaferðum Mallorca Vegna fyrirspurna um hinar vinsælu Úrvalsferöir til sólarlanda í sumar veröur Jónas Guövaröarson, aöalfararstjóri til aöstoöar um val á Úrvalsferöum og leiöbeiningar hjá umboöi okkar Miövikudag 2. júní kl. 14—17 Fimmtudag 3. júní kl. 09—12 Jónas FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900 Umboð Gunnar Jónsson Aðalstræti 22, ísafirði Sími 3164 Þingflokkur Alþýðuflokks: Hafnar samningum við Breta á grundvelli hug- myndanna frá Osló MORGUNBLAÐINU barst fyrir helgi eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá Alþýðuflokknum: Reykjavík, 27. maí 1976 Eftirfarandi ályktun var sam- hljóða samþykkt á sameiginleg- um fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins nú f morgun. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur að samningsdrög þau sem kynnt hafa verið séu óhagstæð íslendingum og ekki komi til mála að viðurkenna þau sem grundvöll samningaviðræðna við Breta. í þeim felst undansláttur af hálfu islendinga sem síst kem- ur til greina í ljósi framferðis Breta á miðunum undanfarið. Samkvæmt drögum þessum er Bretum gefinn kostur á að halda nær óbreyttu aflamagni og sækja það að mestu eða öllu leyti innan 50 milna. Af þessu leiðir að slíkir samningar myndu hafa í för með sér niðurskurð á veiðum isiendinga sjálfra eða stórkost- lega hættu á hruni þorskstofnsins samkvæmt áliti fiskifræðinga. í umræddum samningshug- myndum felst heldur engin viður- kenning á 200 mílunum né endan- leg lausn landhelgisdeilunnar við Breta. Þvert á móti gera drögin ráð fyrir því að íslendingar taki að samningstímabilinu loknu upp viðræður um landhelgismálið við Efnahagsbandalag Evrópu, sem hefði þá sterk tök á að beita ísiendinga efnahagslegu harðræði til að tryggja Vestur- þjóðverjum, Bretum og e.t.v. fleirum kvótaréttindi á íslands- miðum um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Þannig er beinlínis komið I veg fyrir að Islendingar öðlist full yfirráð yfir 200 milunum. Þingflokkurinn hafnar því algerlega þeim samningsdrögum sem fyrir liggja og líkjast úrslita- kostum af hálfu Breta og lýsir þingflokkur Alþýðuflokksins sig andvígan því að þau verði viður- kennd sem grundvöllur frekari samningaviðræðna. Samstarfsnefnd um vernd landhelginnar: „Obætanleg blóð- taka fyrir ís- lenzkt atvinnulíf” Morgunblaóinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Samstarfsnefndinni um vernd landhelginnar. Samstarfsnefndin um vernd landhelginnar mótmælir harðlega því framferði utanríkisráðherra og forsætisráðherra að hefja samningaviðræður við fulltrúa breta í algeru umboðsleysi og að auki meðan morðárásir breskra herskipa á íslensk varðskip að skyldustörfum standa sem hæst. Enn frekar mótmælir nefndin þó efnisatriðum þeirra draga að samningi um landhelgismálið sem þessir ráðherrar hafa nú fært með sér til landsins og sem bera allan svip úrslitakosta af hálfu breta. Samkvæmt samningsdrög- um þessum yrði 70—80 skipa tog- araflota att á íslandsmið allt uppað 20 mílum, þótt reynt sé að fela þá staðreynd bak við tölu 25—30 togara með veiðarfæri í sjó „að meðaltali". Þetta svarar til a.m.k. 70 þús. lesta ársafla bret- um til handa að verðmæti 6—7 milljarða fsl. króna á ársgrund- velli og sennilega yfir 30 mill- jarða rýrnun þjóðartekna íslend- inga. Slíkt yrði óbætanleg blóð- taka fyrir Islenzkt efnahagslíf og mundi leiða til stórfellds atvinnu- leysis og hruns þorskstofnsins. Enn alvarlegra er þó, að fram- kvæmd þessara samningsdraga ís- lenska og breska utanríkisráð- herranna mundu siður en svo ráða landhelgisdeiluna til lykta á fyrirhuguðum samningstíma, heldur aðeins færa beina aðild breta að deilunni í hendur stjórn- ar Efnahagsbandalags Evrópu, sem þá hefði öll tök á og vafalaus- an vilja til að beita íslendinga efnahagslegum þvingunum, sem væru þjóðinni stórum háskalegri en ránsskapur breta, sem nú þeg- ar er fordæmdur af öllum al- menningi og flestum fjölmiðlum þar í landi og getur því ekki strax af þeim ástæðum staðið nema skamma hríð, en úrsiita hafréttar- ráðstefnunnar er hins vegar að vænta eftir 2—3 mánuði og þar með lokasigurs tslendinga ef hon- um er ekki fyrirfram gloprað úr höndum af skammsýni eða annar- legum ásetningi. Samstarfsnefndin, sem skipuð er fulltrúum Alþýðusambands ís- lands, Verkamannasambands Is- lands, Sjómannasambands ts- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, Félags áhuga- manna um sjávarútvegsmál og allra þingflokka stjórnarandstöð- unnar mótmælir þeim fyrirætlun- um um uppgjöf í landhelgismál- inu sem hér er reynt að knýja fram og varar við þeim háskalegu afleiðingum fyrir framtíð þjóðar- innar, sem af slíkri uppgjöf mundi leiða. Samstarfsnefndin skorar því á öll verkalýðsfélög, stjórnmála- samtök og alla þjóðholla íslend- inga að rísa upp, stöóva undan- haldið og tryggja sigur hins fs- lenska málstaðar sem nú er innan seilingar. Samstarfsnefndin bendir á, að auk almennra mót- mæla gæti reynst nauðsynlegt næstu daga að loka herstöðinni á Miðnesheiði og setja algert að- flutningsbann á breskar vörur. Slíkar aðgerðir mundu tala máli sem bresk stjórnvöld og herstjórn NATÓ skildu mæta vel og tækju tillit til. Samstarfsnefndin um vernd landhelginnar. Stjórn Heimdallar: Breyting á lögum Framkvæmda- stofnunar kák MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Heimdallar: Stjórn Heimdallar S.U.S. telur nýgerða breytingu á lögum um Framkvæmdastofnun ríkisins einungis kák, sem breyti ekki í neinum grundvallaratriðum þeirri stofnun. Stjórn Heimdallar átelur þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem stóðu að þessum breytingum fyrir að bregðast margyfirlýstri stefnu Flokksráðs og Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.