Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MI0VIKUDAGUR 28. JULÍ 1976 !i IBM skákmótið: Miles hefur tryggt sér stöðu meðal sterkustu skálunanna SOVÉZKI stórmeistarinn Korchnoi og hinn nýbakaði enski stórmeistari Miles urðu jafnir og efstir á hinu sterka alþjóðlega skákmóti sem tölvu- fyrirtækið IBM gengst fyrir ár hvert í Amsterdam í Hollandi, en því er nú nýlokið fyrir árið 1976. Sigur Korchnois kemur eng- um á óvart, hann hefur um árabil verið meðal sterkustu skákmanna í heimi, en fáum hefur líklega dottið í hug að Miles mundi standa sig eins vel og raun varðá. Skákferill Miles hefur verið með fádæmum glæsilegur Ungur að árum \*ann hann sig upp i röð fremstu skákmanna Englend- inga og árið 1974 varð hann heimsmeistari unglinga. Miles hefur teflt mikið síðan og með góðri frammistöðu sinni á skákmótum i Birming- ham í fyrra og Dubna i vor tryggði hann sér titil alþjóðlegs stórmeistara. Meðsigri sínum á IBM mótinu hefur Miles svo tryggt sér sess meðal sterkustu stórmeistara heims aðeins 21 árs að aldri og yngsti stórmeist- ari í heiminum í dag. Frammistaða þeirra Guð- mundar Sigurjónssonar og Friðriks Ólafssonar í mótinu veldur óneitanlega nokkrum vonbrigðum, en hafa ber það í huga að gæfan var þeim báð- um víðs fjarri en slíkt ræður oft úrslitum í svo jöfnum og erfið- um mótum. Lokastaðan i mótínu varð þessi: 1—2. Korchnoi (Sovétríkj- unum ) og Miles (Englandi) 9'/2 v 3. Sax (Ungverjalandi) 9 v 4—5. Farago (Ungverja- landi og Velimirovic (Júgóslavíu) 8/2 v 6. Szabo (Ungverjalandi) 8 v. 7—10 Guðmundur Sigur- jónsson, Kurajica (Júgóslavíu), Gipslis (Sovétríkjunum) og Böhm (Hollandi) 7'/2 v. 11 —12. Friðrik Ólafsson, og Ivkov (Júgóslavíu) 7 v. 1 3. Ree (Hollandi) 6'/2 v. 14 Langeweg (Hollandi) 6 v. 15. Ligterink (Hollandi) 5'/2 v. 1 6 Donner (Hollandi) 5 v. Hér á eftir fylgja svo skákir íslendinganna úr síðustu um- ferðinni á IBM mótinu: Guðmundur Sigurjónsson beitti hinu hvassa Najdorf- afbrigði í Sikileyjarvörn í skák sinni við Hollendinginn Ligter- ink Hollendingurinn svaraði með nokkuð nýstárlegri leikja- röð og hefur vafalaust ætlað með því að slá Guðmund út af laginu. En það tókst hins vegar ekki, enda hefur Guðmundur teflt afbrigðið oft áður bæði með hvítu og svörtu. Nægír þar að benda á skákir hans við Gligoric í Lone Pine í fyrra og Razuvajev á Kúbu sama ár. Guðmundur tók því frumkvæð- ið snemma I sínar hendur og eftir hinn snjalla leik 18. . . b5! hafði svartur greinilega betri stöðu. Guðmundur jók síðan stöðugt á stöðuyfirburði sína og er Hollendingurinn gafst Náttúrufræðingar mótmæla niðurstöð- um kjaranefndar ALMENNUR félagsfundur í félagi íslenzkra náttúrufræðinga haldinn 26. júlí 1976 mótmælir eindregið nýfelldum úrskurði Kjaradóms í kjaradeilu félagsins við ríkið. E’éiagið telur að Kjaradómur hafi sniðgengið mikílvæg laga- ákvæði og þannig reynzt hlut- drægur og brotið rétt á félags- mönnum. Er ljóst að ekki er lengur hægt að sætta sig við núverandi fyrirkomulag á ákvörð- un launakjara félagsmanna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að frá þvi almennir kjara- samningar gengu í gildi snemma árs 1974 hefur orðið veruleg skerðing á kjörum allra launþega í landinu. Langmest hefur þó þessi kjaraskerðing orðið meðal ríkisstarfsmanna, ekki sízt háskólamenntaðra manna. Til dæmis þyrftu nú laun náttúru- fræðinga að hækka um a.m.k. 15—20% til að jafna það misrétti sem skapaðist á samningstima- bilinu milli náttúrufræðinga og þorra þeirra launþega sem hafa verkfallsrétt. Til að ná jöfnuði við sambærilegar starfsstéttir á Framhald á bls. 35 upp var staða hans gjörsam- lega vonlaus Hvítt: Ligterink (Hollandi) Svart: Guðmundur Sigurjóns- son. 1. e4 — c5 2 Rf3 — d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. Bw3 — e5 7. Rf3 — Dc7 8 Bg5 — Rbd7 9 a4 — h6 10. Bh4 — b6 1 1. Rd2 — Bb7 1 2 Bc4 — Be7 13. De2 — 0-0 14. 0-0 — g5 15. Bg3 — Rc5 16. Hfd 1 — Hfc8 17. Rd5 — Rxd5 18. exd5 — b5 19 axb5 — axb5 20 Hxa8 — Hxa8 21 Bxb5 — Bxd5 22 Rc4 — Db7 23. Re3 — Be6 24 b3 — Re4 25. Df3 — Dxb5 26 Dxe4 — Ha2 27 h4 — De2 28. hxg5 — hxg5 29 Db4 — Bf8 30 He1 — Dh5 31. Db6 — Dg6 32. c4 — f5 33. Rd 1 — f4 34 Bh2 — Ha 1 35. Dd8 — Kf7 36 Dc7+ — Be7 37. c5? — De4! 38. Hf1 — dxc5. Hvítur gafst upp Skák Friðriks Ólafssonar við Sax var nokkuð afdrifarík fyrir Ungverjann að þvi leyti að hann varð að vinna skákina til þess að eiga möguleika á efsta sæti. Friðrik hélt honum þó ætíð i skefjum og stóð sízt lakar í miðtaflinu sem var bæði tví- sýnt og skemmtilega teflt, þó sérstaklega af Friðriks hálfu, en með leikjunum 28. . . f4 og 29 . Kh6 setti hann skemmti- legt líf í skákina. Sax reyndist þó vera vandanum vaxinn að því leyti að honum tókst að halda jafntefli en vafalaust hef- ur honum þótt súrt í broti að missa af efsta sætinu. Hvítt: Sax (Ungverjalandi) Svart: Friðrik Ólafsson. 1 e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — d6 4. 0-0 — Bd7 5. c3 — Rf6 6. He1 — 26 7. Ba4 — b5 8. Bc2 — e5 9. h3 — g6 10. a4 — Bg7 1 1 d4 — csd4 1 2. axb5 — axb5 1 3. Hxa8 — Dxa8 14. csd4 — 0-0 15. Rc3 — b4 16 dxe5 — Rxe5 17. Rxe5 — dxe5 18. Rd5 — Rxd5 19. exd5 — Db8 20. Bb3 — Dd6 21. Bd2 — f5 22 Da 1 — e4 23 Da5 — Hb8 24. Bc4 — Bd4 25. b3 — Kg7 26. Be3 — Bxe3 27. Hxe3 — He8 28. He1 — f4 29. Da7 — Kh6 30. Dd4 — Bf5 31. Ha1 — e3 32. Ha6 — De5 33. Dxe5 — Hxe5 34. Kf1 — Hxd5 35. Hxg6+ — hxg6 36. Bxd5 — Bd3 + 37. Ke 1 — g5 38. fxe3 — fxe3 39 g3 — Kg6 40. Bf3 — Kf6 41 h4 — Jafn- tefli. Margeir Pétursson. JÖRÐ Til sölu jörð í Skóga- strandahreppi. Veiði möguleikar. Hentug eign fyrir félagssamtök. Upp- lýsingar á skrifstofunni, ekki í sima. 28644 Vesturbær Tilboð dagsins 4ra herb. 120 ferm. góð ibúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi við Fram- nesveg. Mjög góðir greiðsluskil- málar. Verð 7,8 — 7,9 millj. útb. 5.0. Mjög skiptanleg. ÁFMbP Valgarður Sigurðsson lögfræðingur Heimasimi 42633. Tókuð þið eftir breyttu heimilisfangi? Við flutt- um skrifstofuna af Laugavegi 33, að Öldu- götu 8. Sama símanúm- er 28644. Höfum kaupanda að 3ja eða 4ra herbergja ibúð í Fossvogi og Stóragerði Hvassa- leiti. Höfum kaupanda að 2ja herb. ibúðum i Hraunbæ og í Breiðholti. Góðar útborganir. Losun samkomulag. Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. kjallara- og risibúðum í Rvk. Útb. 3 til 3.5 millj. og 4.5 millj. Höfum kaupanda að 4 eða 5 herb. hæð í Reykjavik eða Kópavogi, góð útborgun Höfum kaupanda að 3ja, 4ra og 5 herb. ibúðum í Hraunbæ, útb. 5 til 6.5 millj. . Höfum kaupendur að 4ra og 5 herb. ibúð i Breið- holti útb. 5,5 til 6 milljónir. Höfum kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. ibúðum i Hafnarfirði, helst i Norðurbæ, góðar útborganir. Höfum kaupendur að ibúðum af öllum stærðum i Vesturbæ í flestum tilfellum góð- ar útborganir. Höfum kaupanda að einbýlishúsi i Smáibúða- hverfi, Kópavogi, Efstasundi, Skipasundi eða á góðum stað í Rvk Höfum kaupendur að 4ra og 5 herb. ibúðum í Hliðunum og þar i grennd. Höfum kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum í Háaleitishverfi og þar í grennd, góðar útborganir. Svo og i Heimahverfi og Sæviðar- sundi. Athugið: Okkur berst daglega fjöldi fyrirspurna um íbúðir af öflum stærðum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, og Hafnarfirði sem okkur vantar á sölu- skrá. mmm «riSTEIBHIB AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆO Slmi 24850 og 21970. Heimasími 37272. Ágúst Hróbjartsson sölum Sigurður Hjaltason viðskiptafr. AUGLÝSrNGASÍMINN ER: 22480 JWergunblabiþ Álftamýri 4ra—5 herb. íbúð. Útb. 7 — 7,5 millj. Bogahlið 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Herbergi í kjallara fylgir. Útborgun 7 — 7,5 millj. Dúfnahólar Nýleg 2ja herb. tbúð um 80 fm. Útb. 4,5 — 5 millj. Eskihlið 4ra herb. íbúð um 110 fm. Verð 8,5—9 millj. Furugrund 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Ekki að fullu frágengin. Um 85 fm. Her- bergi í kjallara. Útb. 5 millj. Hvassaleiti 4ra herb. íbúð á 1. hæð um 1 00 fm. Bílskúr. Útb. 7,2 millj. Kleppsvegur 3ja—4ra herb. endaíbúð á 3. hæð 80 — 90 fm. Útb. 6 millj. Kríuhólar 5 herb. íbúð um 128 fm. ásamt bílskúr. Útb. rúmlega 7 millj. Ljósheimar 4ra herb. íbúð á 8. hæð. Stofa og 3 svefnherb. Útb. um 6 millj. Safamýri 4ra herb. íbúð á 1. hæð 1 08 fm. Útb. 6,5 millj. Vesturgata Stór íbúð á 2. hæð ásamt risi. Útb. 7 millj. Söluskrá. Húseignin fasteignasala, Laugavegi 24, 4. hæð Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur símar 28370 28040 Klapparttlg 16, slmar 11411 og 12811. Seljahverfi Einbýlishús á tveim hæðum með tvöföldum bílskúr. Á efri hæð er stofa*, borðstofa, skáli, eldhús, þvottaherb. og snyrting. Á neðri hæð eru 4 svefnherb. og bað. Selst fokhelt. Tilbúið til afhend- ingar apríl, maí 1977. Upplýs- ingar aðeins gefnar á skrifstof- unni. Ekki í síma. Hveragerði Einbýlishús (parhús) um 96 fm. við Borgarheiði. Húsið selst til- búið undir tréverk, en fullfrá- gengið að utan. Tilbúið til af- hendingar nú þegar. Fellsmúli Mjög góð 2ja herb. íbúð í fjölbýl- ishúsi. Fullfrágengið með góð- um teppum. Gaukshólar 2ja herb. ibúð á 1 hæð í háhýsi. Þvottaherb á hæðinrti. Hafnarfjörður Álfaskeið Góð 2ja herb. ibúð um 70 fm. á 3. hæð. Bilskúrsréttur. Miðvangur Góð 3ja herb. ibúð á 3. hæð. Fullfrágengin með flisalögðu baði og teppum. Breiðvangur Raðhús um 170 fm. með bil- skúr. Húsið er i smiðum og selst fullfrágengið að utan. Að innan er það langt komið og vel ibúðar- hæft. Seljendur okkar vantar íbúðir af öllum stærðum, sérhæðir, raðhús og ein- býlishús á söluskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.