Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1976 25 Vilhjálmur Amason skipstjóri - Kveðja F. 27. maí 1896 D. 4. júlí 1976 I ys og þys hversdagsins vill stundum fara svo, að maður miss- ir af þvi sem sízt skyldi. Eg hrökk þvi við, er ég sá mins gamla og góða vinar, Vilhjálms Arnasonar, minnzt á prenti. Andlátsfregnin hafði, einhverra hluta vegna, far- ið fram hjá mér. Mér fannst sem strengur hefði brostið eða eitt- hvað dáið innra með mér. En sár- ast þótti mér að geta ekki fylgt honum siðasta spölinn. Eg veit, að hann virðir mér það til betri veg- ar eins og hans var háttur á svo mörgum sviðum. Af minni hálfu vil ég sizt að hann fari með öllu óbættur hjá garði. Ég vil því rifja upp nokkrar minningar frá okkar kynnum frá fyrri árum. Þær minningar eru mér einkar kærar og ljúfar og ylja um hjartarætur meðan lífs- anda ég dreg. Þegar ég kynntist Vilhjálmi fyrst var hann stýrimaður hjá Jóni Högnasyni á togaranum Karlsefni, þar sem ég var þá há- seti. Nokkru eftir að ég hætti þar kom hann að máli við kunningja okkar beggja, Óskar Jónsson frá Vík, og bað hann að hafa upp á mér, þar sem hann hefði mikinn hug á að ráða mig sem pokamann hjá sér. Um þetta leyti var hann orðinn skipstjóri á togaranum Gylli. Svo fór, að ég réðst til hans og var síðan hjá honum samfellt á 14 vertiðum, fyrst á Gylli en síðar á Venusi. Eins og gefur að skilja var ekki alltaf siglt í lygnum sjó og ýmislegt sem á bjátaði. Reyndi þá iðulega á þolrif kempunnar, sem með myndugleik og röggsemi stjórnaði frá brúnni. En þótt stór- sjóir beljuðu og öldurnar risu oft hátt og mótbyr á stundum, féll aldrei styggðaryrði frá Vilhjálmi í tninn garð öll þessi ár. Mér líður seint úr minni atvik, sem skeði nokkrum árum eftir að ég réðist til hans. Hann komst að því, að ég þurfti upp á spitala til að heimsækja dóttur mína unga, ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu línubili. sem þar hafði legið um hríð. Þótti honum leitt að hafa ekki orðið þess áskynja fyrr og lét það í ljós með nokkrum þunga. En eftir það sá hann svo um, að henni voru sendar ýmiss konar gjafir á spital- ann. Auk þess bauð hann að kosta hana til hvaða náms sem hugur hennar girntist. Atvikin urðu hins vegar á þann veg, að þetta höfðinglega boð var ekki þegið. En söm var hans gerðin. Lýsir þetta þelhlýju og hjálpsemi þessa mæta manns, sem náði ekki að- eins til hans eigin varna heldur og annarra. Vilhjálmur var enginn veifi- skati. Skaphöfn hans var traust og örugg og loforðum hans mátti treysta eins og eftirfarandi saga sýnir. Síðast á striðsárunum réð ég mig í skipsrúm til hans gegn þvi að þurfa ekki að sigla vegna veik- inda konu minnar. Féllst hann á það. Eitt sinn lagði stýrimaðurinn fast að mér að fara einn túr, þar sem sérstaklega stæði á, og var að mér komið að láta til leiðast. En þegar Vilhjálmur komst að þessu, þvertók hann fyrir það og sagði að búið væri að ákveða hitt og þvi yrði ekki breytt. Einstök var hann aflakló og stóðu þar fáir honum á sporði. Þvi til marks skal þess getið að á einni saltfiskvertáð á Gylli, frá því í marz og fram á vor, fengust til jafnaðar 11 tunnur af lifur á sól- arhring. Hvilikt mok það hefur verið sjá þeir bezt sem til þekkja. Minnisstæður er mér siðasti túrinn, sem ég fór með honum á Venusi. Byrjaði hann á því að fara undir Jökul, en hafði þar stutta viðdvöl, þar sem honum leizt ekki fiskilegt á þeim slóðum. Þaðan var siglt beint á Eldeyjar- bankann, þar sem verið var ein- skipa í vonzkuveðri og skipið drekkhlaðið á 4 sólarhringum. Þegar inn til Hafnarfjarðar kom spurðu bryggjukarlarnir sín á milli, hvar i skrambanum karlinn hefði nú getað nælt í allan þenn- an afla f snarvitlausu veðri. Þetta var að visu ekkert eins- dæmi. Iðulega kom hann á óvart með því að drekkhlaða skip sitt meðan aðrir báru úr býtum skarð- an hlut. Og nú er hann genginn. hinn einbeitti, þelhlýi, drenglvndi og glaðlyndi vinur, sem seint mun gleymast þeim, sem fengu vináttu hans að njóta og kynntust honum náið. Seint fæ ég fuliþakkað öll okkar góðu kynni. S.l. vor hittumst við í Revkjavik i siðasta sinni. Þá var gíatt á hjalla, margar gamlar minningar rifjaðar upp og um margt var spjallað frá liðnum dögum bæði i gamni og alvöru. Þarna kom okk- ur saman um, að nú l'ærí að stytt- ast gangan, — lítt tneira en bauju- vaktin eftir, — enda æviárin orð- in mörg og í mesta lagi ein 5 ár þar til hinn fölva jó bæri að garði. — Já, maðurinn ályktar en Guð ræður. Minn kæri vinur er nú horíinn bak við marbakkann fyrr en við spáðum. Ef til vill verð ég að bíða einhver ár til viðbótar. Eða kannski kem ég í kvöld. Hver veit? — Allt um það hiakka ég til okkar næstu endurfunda. Konu Vilhjálms, börnum og barnabörnum votta ég innilega samúð mina. Blessuð sé minning góðs vinar. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Hákon Einarsson, Vík f Mýrdal. Frá millisvœða- mótinu íManila SOVÉZKI stórmeistarinn Lev Polugajevsky varð i 2 —3 sæti á nýafstöðnu millisvæðamóti i Manila á Fillipseyjum og komst þar með i áskorendakeppnina öðru sinni Polugajevsky tefldi af mikilli hörku i Manila og tapaði aðeins einni skák, fyrir erfðafjandanum Hort. j skákinni sem hér fer á eftir á Poiugajevsky i höggj við landa sinn Balashov. og leggur hann að velli á skemmtilegan hátt Hvltt: Ju Balashov Svart: L. Polugajevsky Sikileyjarvorn 1. e4 — c5, 2. RI3 — d6, 3 d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6. 5. Rc3 — a6, (Polugajevsky er öllum öðrum fróðari um Najdorfafbrigðið) 6 Bg5 — e6, 7. f4 — Rbd7, 8. Df3 — Dc7, 9 0 0 0 — b5, 10 Bxb5 (Djörf fórn. sem gefur hvitum nokkra sóknarmöguleika) 10. — axb5, 11. Rdxb5 — Db8, 12. e5 (Hótar 1 3 Dxa8) 12. — Ha5! (Snjall leikur sem snýr vörn i sókn. Áður hefur verið leikið hér 1 2 — Bb7 en þá getur hvítur haldið sókninni áfram með 13 De2) 1 3. exf6 — gxf6 (Nú fær hvitur ekki bjargað liði sinu og reynir því að þyrla upp Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR moldviðri umhverfis svarla kóng inn) 14. Bh6 (Eftir 14 Bh4 — Hxb5. 15 Rxb5 — Dxb5 ætti hvítur auðvitað enga von)m 4. — wBbxh,15. Rxd6+ — Ke7. 16. Kb1 — Rb6l, 17. De4 — Hd8. 18 Rdb5 — Hxb5! (Einfaldast og sterkast) 19 Rxb5 — Rd5, 20 c4 (Riddarinn mátti auðvitað ekki hörfa vegna hótunarinnar Rc3+ og hvita drottningin fellur) 20 — Ba6, 21 cxd5 — Dxb5! (Nú yrði 22 dxe6 svarað með Dd3 +) 22. Hhe1 — Bb7, 23 Dxh7 — Bxd5, 24 Dxh6 (En ekki 24 Hxd5 — Dxd5, 25. Dxh6 — Dd3 og mátar) 24 — Hb8, 25 Hd2 — Bxa2 + !, 26 Kc1 — Hc8 +, 27 Hc2 — Hxc2 + , 28 Kxc2 — Dc4+, 29 Kd2 — Db4+, 30 Ke2 — Bc4 + , 31. Kd1 — Dxb2. 32. He5 — fxe5, 33. Dg5+ — Kd7 og hvitur gafst upp UM þessar mundir stendur yfir f Reykjavík ráóstefna, sem vinnur ad undirbúningi á samanburóar- rannsóknum á Islendingum annars vegar og Vestur-Islendingum hins vegar. Káðstefnuna sitja mannfræðingar, félagsfræðingar, læknar o.fl. vfsindamenn, en rannsóknirnar munu verða gerðar frá sjónarhólum hinna ýmsu fræðigreina. Ekki liggur enn Ijóst fyrir, hvenær þessar rannsóknir munu hefjast, en ráðstefnunni lýkur f dag. Myndin er tekin á fundi vísindamannanna í Háskóla tslands. HEIMSÞEKKTIR SOVÉTSKIR FIMLEIKAMENN ÚR OLYMPÍULIÐI SOVÉTRÍKJANNA SÝNA i ÍÞRÓTTAHÖLLINNI 3., 4. OG 6. ÁGÚST. Meðal þeirra er NELLI KIM önnur bezta fimleikakona í heiminum í dag. EINSTAKT TÆKIFÆRI Forsala aðgöngumiða verður í íþróttahöllinni miðvikudag — fimmtudag — föstudag í þessari viku kl. 1 7,oo — 19.oo. FÍMLEIKASAMBAND ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.