Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 Minnisvarði um Inga T. afhjúpaður á Seyðisfirði Seyðisfirði. 26. ágúst — I STEIKJANDI hita og glaða sðl- skini var afhjúpaður minnisvarði um tðnskáldið austfirzka Inga T. Lárusson. Minnisvarðinn stendur í nýjum skrúðgarði, sem verið er að gera hér á Seyðisfirði. Garður- inn er um þrír hektarar að stærð og nær yfir lóðir Seyðisfjarðar- kirkju, Utvegsbankans og land- svæði, sem kaupstaðurinn á. Minnisvarðann gerði Sigurjón Ólafsson myndhöggvari. Minnisvarðinn er gerður úr járni og stendur uppi á stein- steyptum stöpli vestan við kirkj- una. A steinstöplinum er marmaraplata, þar sem greipt er í ljóð Þorsteins Valdimarssonar frá Teigi í Vopnafirði um Inga T. Lár. Athöfninni, sem fór mjög hátíðlega fram, stýrði Pétur Blöndal. Mikill mannfjöldi var viðstaddur, bæjarbúar og fólk lengra að komið, m.a. nánustu ættingjar tónskáldsins, fulltrúar frá átthagafélögum og lista- mennirnir, sem að verkinu stóðu. Athöfnin hófst með því að sam- kórinn Bjarmi söng átthagaljóð Inga T. Þá afhenti Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skóla- stjóri á Eiðum og formaður nefndar þeirrar, sem að gerð verksins stóð, Seyðisfjarðarkaup- stað og Seyðfirðingum minnis- varðann til varðveizlu. Hörður Hjartarson, forseti bæjarstjórnar, þakkaði gjöfina fyrir hönd Seyð- firðinga. Því næst afhjúpaði Inga Lára, dóttir Inga Lár minnisvarð- ann og kirkjukór Egilsstaða- kirkju söng lag Inga við texta Valdimars Briem: Ó Guð, sem stjórnar stjarnaher. Að lokum bauð bæjarstjórn Seyðisfjarðar og kvenfélögin á staðnum til kaffidrykkju í félagsheimilinu Herðubreið. Þar minntist Pétur Blöndal Inga T. Lárussonar, kórarnir sungu og Kristján Kristjánsson söng nokkur af lög- um Inga við undirleik Katrínar Jónsdóttur við sérlega góðar undirtektir viðstaddra. Gefendur minnisvarðans eru austfirzk átthagafélög í Reykja- vík og víðar ásamt fjölda af vin- um og aðdáendum skáldsins. — Sveinn. Frá afhjúpun minnisvarðans um Inga T. I.árusson á Seyðisfirði. (Ljósm. Haraldur Már Sigurðsson). Islenzkur blaðamaður til starfa hjá Lög- bergi — Heimskringlu ISLENZKUR blaðamaður, Fríða Björnsdóttir af Tímanum, mun væntanlega halda til Kanada um miðjan september og taka þar til starfa hjá blaði V-tslendinga I Winnipeg, Lögbergi — Heims- Fríða Björnsdóttir. kringlu. I viðtali við Morgunblað- ið í gær sagði Fríða að hún gæti lítið sagt um þetta mál þar sem ekki væri enn endanlega gengið frá þessu. Hún sagði þó að Heimir Hann- esson, sem hefur mikil samskipti við íslendinga í Vesturheimi, hefði haft samband við sig í sum- ar og spurt sig hvað hún myndi segja ef henni væri boðið að ger- ast ritstjóri hjá Lögbergi — Heimskringlu. — Ég sagði honum að ég væri fús til að reyna það um tíma og vissi síðan ekki fyrr en hann kom aftur að máli við mig og sagðist vera búinn að ganga frá þessu, sagði Fríða. — Það hefur verið rætt um að ég fari utan um miðjan september. En sá tími kann að breytast. Ég hef fengið leyfi hjá Tímanum í þrjá mánuði og fer þegar þau í Winnipeg eru tilbúin að taka á móti mér. Lögberg—Heimskringla er vikublað og er Karólína Gunnars- son ritstjóri blaðsins. — japanskur smábíll með fjórhjóladrifi Fjórhjóladrifsbillmn Subaru 1400. SUBARU1400 Ný gerð af japönskum smábfl er nú um það bil að koma hér á goturnar I fyrsta sinn. Þetta er f senn fólksbfll, „ stationbíll" og jeppi. Farartæki þetta nefnist Subaru og hefur ekki áður verið fluttur hingað til lands. Hann hef- ur vélina að framan og framhjóla drif venjulega, en einnig fjórhjóla drif. Hann er framleiddur hjá Fuji- verksmiðjunum f Tokyo f Japan en þær eru f raun f eigu Datsun/ Niss an-verksmiðjanna. Subaru er ekkert mjög frábrug- inn öðrum japönskum „stationbfl- um" í útliti. Hann er f venjulegum akstri fremur lipur og þægilegur. Hann er ekka þyngri í stýri en framhjóladrifnir bflar yfirleitt, gfr- skiptingar eru auðveldar, kúpl- ingsástig létt og bremsurnar mjög góðar. Diskabremsur eru að fram- an en skálar að aftan og vökvaað- stoð gerir ástig létt. Bremsupedal- inn virðist fjaðra nokkuð, en það verður maður þó alls ekki var við þegar bremsa þarf. Sjálfstæð fjöðrun er á hverju hjóli og er hún stff og bíllinn hastur, sérlega ef hann er Iftt hlaðinn. Vélin er 1361 rúsm, fjögurra strokka og liggur þvert. Um hest- öflin er það að segja að svissneska bílaárbókin Automobil Revue seg- ir þau 72 (SAE) en bandarfsk blöð telja þau um 60 við 5600 snún./ mín. Því verður vart neitað að bfllinn virkar fremur karaftlftill á venju- legum vegum. Hvort það er til trafala f akstri yfirleitt, tel ég þó vafasamt þvf þessi bfll er ekki ætlaður sem eitthvert spyrnutæki. Vinnslan er hins vegar ágæt, sér- staklega f fjórða gfr. Rétt hjá gfrstönginni er önnur stöng, sem er notuð til að skipta yfir f fjórhjóladrif. Það má gerast á ferð (ekki þó f beygju) en ekki er ætlast til að ekið sé á yfir 80 km/klst hraða með fjórhjóladrifið Grænt Ijós neðst á hraðamælis- skffunni gefur til kynna að fjór- hjóladrifið sé f notkun. Bfllinn var nýkominn úr ferð yfir Sprengisand þar sem hann þaut yfir öll vötn og hindranir, að sögn Ingvars Helgasonar. „Þær tiltölu lega litlu torfærur og vötn, sem ég ók yfir, voru bflnum ekki til nokk- Úr Sprengisandsferð Ingvars Helgasonará Subaru urs trafala þó ekki væri það akst- ur, sem ég legði út f á venjulegum fólksbfl," sagði Ingvar. Nokkur hávaði er inni f bflnum og mætti hann vera betur einangr- aður. Þurrka og rúðusprauta eru á afturrúðunni. Þá eru hitastrengir f afturrúðu. Nokkurt sullhljóð heyr- ist frá bensfntanknum þegar tekur að lækka f honum og ekið er á ósléttum vegi. Það hverfur þó væntanlega mikið til þegar ein- hver farangur er kominn f bflinn. Bensfntankurinn tekur 45 Iftra og eyðslan er áætluð 9—12 Iftrar á 100 km. Mælaborðið er skemmtilega hannað eins og í flestum japönsku bflunum og öll stjómtæki vel fyrir komið nema e.t.v. takkinn fyrir afturrúðuþurrkuna, hann er undir stýrishjólinu. Framsætin eru góð, með háum bökum og innbyggðum hnakka- púðum. Aftursætið er einnig gott en nokkuð er lágt til lofts og hart að reka sig uppundir. Loftræstikerfið er mjög gott en miðstöðvarblásarinn, sem er tveggja hraða, má ekki vera kraft- minni. á Bfllinn er hár og enginn einn hlutur skagar langt niður Fremur stffur fjaðrabúnaður, enda hálfgerður fjallabfll. Vélin er vel vatnsvarin og gúmmflok er yfir kveikjunni. Bfll- inn er nokkuð laus á vegi, léttur að aftan, þegar ekið er einungis með framdrifi á malarvegum. Það lagast hins vegar með þvf að vera með meiri þunga f bflnum eða meo þvf að setja f fjórhjóladrifið. Subaru 1400 er með 13 tommu dekk og hæð undir lægsta punkt er 21 sentimetri. Bfllinn vegur 970 kg óhlaðinn. Hér er semsagt á ferðinni mjög athyglisverður bfll fyrir fslenskar aðstæður. Hann kann t.d. að henta vel fólki, sem vill aka venju- legum litlum (þó ekki of litlum) og sparneytnum bíl innan borgarinn ar en vill þó geta komist meir en á venjulegum fólksbfl á vondum vegum og að vetrarlagi. Umboðið fyrir Subaru hefur Ingvar Helgason, Vonarlandi, Sogavegi 6. Verðið á Saburu 1400 er um 1720 —30 þúsund krónur. br h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.