Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1976 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Manndráp við hæfi barna? Ólöf Einarsdóttir skrifar: „Á sumrin er aðeins ein klukkustund í dagskrá sjónvarps- ins ætluð börnum sérstaklega. Það er því oft beðið í ofvæni fyrir framan sjónvarpsta'kin kl. 18 á sunnudögum, því oft er þetta eini dagskrárliðurinn, sem börnin fá að horfa á a.m.k. þau, sem eru komin i rúmið kl. 8. á kvöldin. Mér brá því í brún s.l. sunnu- dag, þegar 4 ára dóttir mín kom þjótandi fram til min skelfingu lostin. Við athugun kom i ljós, að það sem skelfingunni olli var barnatíminn svokalláði. Það er erfitt að ímynda sér hvaða smekk- ur réð, þegar myndin, sem þarna var sýnd, var valin fyrir börn. Við hin fullorðnu vitum að vísu að Hrói Höttur er fræg saga, en lítil börn láta það ekki ráða sínum smekk. Eftir að hafa horft á stutt- an kafla myndarinnar, þar sem sýnt var hvernig menn voru stungnir í gegn með sverði, skotn- ir með örvum og barðir til óbóta, fylltist ég vandlætingu. Hvernig dirfast menn sem hafa þann starfa að velja efni fyrir börn i opinberum fjölmiðli að ryðjast inn á heimili og troða inn á börn okkar öðrum eins óþverra- og það á þeim tíma þegar þeim er leyft að horfa á sjónvarp í þeirri trú að þau megi hafa af því einhverja skemmtun? Eiga foreldrar líka að þurfa að „ritskoða" efni í dagskrá sérstak- lega a'tlaðri börnum og ungling- um? Að endingu: Skyldi dag- skrárstjóri sjónvarps eða einhver samábyrgðarmanna hans hafa set- ið ráðstefnu um börn og fjöl- miðla, sem haldin var í Norræna húsinu fyrir skömmu. Ef svo, til hvers? Olöf Kinarsdóttir." Að undanförnu hefur verið ra'tt allmikið um sjónvarpsefni hér i dálkunum, bæði barnaefni, auglýsingar og annað, sem fólk hefur eitthvað við að athuga eða vill fá nánari skýringar á. Það hefur svo oft verið tekið fram hér að það þarf naumast nú, að for- ráðamönnum sjónvarps er að sjálfsögðu velkomið að koma á framfa'ri sínum sjónarmiðum og skýringum ef þeir óska þess. Það koma alltaf upp öðru hverju spurningar um hitt eða þetta varðandi sjónvarpsefni sem fróð- legt er að fá svar við. Var þetta orðaleikur sem hann var f við mig og ætlaði hann að verðiauna mig ef ég dytti ofan á réttu lausnina? Eða voru þetta blekkingar og svik? Þegar hliðinu var lokað á eftir okkur sagði Vern: — Mér þætti fróðlegt að vita, hverjir eru haukarnir og hverjir eru dúfurnar. — Þetta eru eintómir haukar, sagði ég með sannfæringarkrafti. 2. KAFLI Þegar hann var á ferðalögum bar það stundum við þegar hann vaknaði að honum fannst hann enn vera giftur. Aldrei gerði þessi tilfinning þó vart við sig f piparsveinafbúðinni hans f 56. götu. I dag varð hann að byrja á þvf að losa sig við Eloise úr Ifk- ama sfnum. Hann sté fram úr rúminu og gekk út að glugganum. Blár Texashiminninn var nákvæmlega eins heiður og i gær. Oendanlegur og hlýr. Áður en hann gekk niður í mat- sal hótelsins að snæða morgun- verð tók hann umslag upp úr tösk- unni og skrifaði utan á það til sjálfs sfns á ritstjórnarskrifstof- % Hvar á að selja mjólkina? Eins og flestum er kunnugt á að gera breytingar á dreifingar- kerfi mjólkur í höfuðborginni. eða öllu heldur sölu hennar. Menn hafa séð fyrir þá þróun að mjólkurbúðir sem hafa verið í eldri borgarhverfunum verða lagðar niður og þá verður mun erfiðara að ná i mjólk, ekki sízt fyrir þá sem eru komnir af létt- asta skeiði og hafa ef til vill ekki bifreið til umráða. Ekki hefur verið mikið um þessa mjólkurum- ræðu hjá Velvakanda, en nýlega barst honum bréf um þetta mál, sem er reyndar það alstytzta sem hann hefur séð: „Til Velvakanda. Ég skil ekki ailt þetta fjaðrafok út af mjólkurmálinu. Því ekki að leyfa sjoppunum að selja mjólk? Amigo" % Snorrabraut — Laugavegur Ökumaður nokkur vildi vekja athygli á merkingu gatna, sérstaklega á Snorrabraut við Laugaveg: „Þegar maður ekur suður Snorrabraut, milli Hverfis- götu og Laugavegar eru þrjár ak- reinar að velja um. Eina skal velja ef maður hyggst aka niður Laugaveg, en hinar tvær munu vera ætlaðar til að komast áfram suður Snorrabraut. Þegar ekið er yfir gatnamótin við Laugaveg eru þessar tva'r akreinar merktar þannig að þær taka á sig sveig til hægri, þannig að bíll sem er í miðju-akreininni norðan við Laugaveginn verður á þeirri ak- rein sem er lengst til hægri sunn- an við Laugaveginn. Með öðrum orðum, menn þurfa að beygja ör- lítið til ha'gri þegar þeir aka yfir gatnamót Laugavegar og Snorra- brautar til suðurs. Þetta kannast sérhver ökumaður í Reykjavík við. Hins vegar hefur það oft kom- ið fyrir að menn átta sig ekki á þessu, svo að bill sem er á áður- nefndri miðju-akrein, fer yfir á vinstri akrein sunnan við Lauga- veginn og neyðir bíl sem kann að vera þar fyrir að víkja til hliðar og kannski beygja inn á Grettis- götu til austurs. Þetta er mjög bagalegt og mér finnst að þarna þyrfti að merkja betur á einhvern hátt, þvi að þetta er eitt dæmið um algeran sofandahátt sumra ökumanna og er mjög óþa'gilegt fyrir ókunnuga. Einnig mætti vekja á þessu at- hýgli í fjölmiðlum með auglýsing- um og myndum en ég vona að menn hafi áttað sig á þessari lýs- ingu." Þetta voru orð ökumanns í Reykjavík og vonandi átta menn sig á þvi hvaða kafla hann er að tala hér um. Það er sennilega rétt, að það er full ásta'ða til að merkja þetta betur á einhvern hátt. HOGNI HREKKVÍSI „... Hann hefur syndgaó!“. Félagsheimili HREYFILS í kvöld kl. 9—2. (gertgið inn frá Grensásvegi.) Fjórir félagar leika Aðgöngumiðar í sima 85520 eftir kl. 8. E]E]E]E]E]E]G]G]E]G]E]E]B]E]E]E]G]G]B]E]Q1 EÖl 01 B1 B1 EÍ E1 01 01 Pónik og Einar Opið í kvöld frá kl. 9—2. B. G. og Ingibjörg skemmta annað kvöld 01 01 01 01 0Í 01 01 Aldurstakmark 20 ára. 01 l3|ia|ElElElElG|E|ElE|E|bilbi1E]ElElEli3Íi3|ElEl OPIÐ I KVOLD Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar Matur framreiddur frá kl. 7. Dansað til kl. 2. Spariklæðnaður. Strandgötu 1 Hafnarfirði. Sími 52502. Listasafn íslands auglýsir: FRÆÐSLUHÓPAR í LISTASÖGU 1. Myndlist á 20. öld. 2 hópar, 15. sept. — 1 5. okt. Umsjónarmaður Ólafur Kvaran listfræðingur. 2. íslensk myndlist á 20. öld. 15. okt. — 1 5. nóv. Umsjónarmaður Ólafur Kvaran. 3. Húsagerðarlist á 20. öld. 15. okt. —15. nóv. Umsjónarmaður Hrafn Hallgrímsson arkitekt. 4. Höggmyndalist á 20. öld. 1 5. nóv. — 1 5. des. Umsjónarmaður Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur 5. Ný viðhorf í myndlist frá ca. 1960. 15. nóv. —15. des. Umsjónarmaður Ólafur Kvaran Hver hópur mun hittast fjórum sinnum, tvo tima í hvert sinn. Fjöldi þátttakenda í hverjum hópi verður 1 5—20 og þátttökugjald kr. 800. Þátttaka I fræðsluhópana tilkynnist fyrir 1. september, s. 10665, 10695. Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: VESTURBÆR Kaplaskjólsvegur, Nesvegur frá 40 — 82, Víðimelur. AUSTURBÆR Freyjugata 28—49, Sjafnargata, Háahlíð, Sóleyjargata, Laufásveg 58 — 79. Skipholt 1—50, Ingólfsstræti, Úthlíð, Lindargata. ÚTHVERFI Akrasel, Álfheimar 43 — Langholtsvegur KÓPAVOGUR Hlíðarvegur 1 Uppl. í síma 35408 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.