Morgunblaðið - 28.08.1976, Page 16

Morgunblaðið - 28.08.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 22480 Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50.00 kr. eintakið. Fáheyrð af- skipti sovézka sendiráðsins Fyrir einni viku efndu samtök, sem nefna sig Kommúnistaflokk ís- lands/ML, til útifundar vió sovézka sendiráðið í Reykjavík til þess að mót- mæla innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu, en hún var gerð þann dag fyrir átta árum. Slíkir fundir þykja ekki tiltökumál hér á íslandi eða í öðrum vest- rænum lýðræðisríkjum. Hér ríkir fundafrelsi og skoðanafrelsi og hver þegn okkar þjóðfélags hefur leyfi til að láta skoðanir sínar í ljós með þessum hætti eða öðrum. Þessi fundur við sovézka sendi- ráðið hefði að öðru jöfnu ekki vakið sérstaka athygli. Að vísu þykir mönnum eftirtektarvert, að samtök sem kenna sig við kommúnisma skuli hafa svo raunsætt mat á gerðum Sovétríkjanna í Tékko- slóvakíu og verður ekki hið sama sagt um þá Alþýðu- bandalagsmenn á sínum tíma. í gær upplýsti Morgun- blaðið hins vegar, að áður en þessi fundur var hald- inn, hefðu fulltrúar sovézka sendiráðsins geng- ið á fund utanríkisráðu- neytisins og krafist þess, að fundur þessi yrði bannaður og töldu m.a., að hann bryti í bága vió Helsinki- samþykktina! Þessi för sovézku sendiráðsstarfs- mannanna í íslenzka utan- ríkisráðuneytið er þess eðlis að ástæða er til að staldra við. Menn taki eftir því, að sovézka sendiráðið á íslandi gerir með þessum hætti kröfu til þess, að frjáls og opinn fundur í öðru ríki verði bannaður. Hér er um fáheyrt athæfi að ræða og frekleg afskipti af íslenzkum innanríkis- málum og athöfnum íslenzkra þegna. Það er auðvitað óþolandi með öllu, að sovézka sendiráðið leyfi sér að setja fram kröfu um það, að íslendingum, sem hyggjast koma saman af sérstöku tilefni í landi sínu, verði bannað að gera það. Slik krafa er að sjálfsögðu sett fram í skjóli þess mikla valds, sem Sovétríkin hafa yfir að ráða og þessi athöfn Sovét- manna gefur nokkra hug- mynd um það, hvers konar starfsaðferðum þeir mundu beita, ef þeir teldu, að þeir ættu í fullu tré við okkur íslendinga. Þrýstingur af þessu tagi er ekkert einsdæmi af hálfu Sovétmanna. Alkunna er, að í Finnlandi setur Sovétstjórnin fram kröfur um, að ákveðnar bækur verði bannaðar þar í landi, að tilteknar kvik- myndir verði ekki sýndar í kvikmyndahúsum þar í landi og svo mætti lengi telja. Finnar eru hins vegar í annarri aðstöðu gagnvart Sovétrikjunum heldur en við íslendingar og þess vegna hafa þeir hvað eftir annað orðið að láta undan svo freklegum kröfum. Þetta mætti verða okkur íslendingum nokk- urt umhugsunarefni, vegna þess að þetta sýnir við hverju við mættum bú- ast, ef við værum veikari fyrir og hefðum ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi okkar með aðild að Atlants- hafsbandalaginu og varn- arsamningnum við Banda- ríkin. Sovézka sendiráðið lét ekki hér við sitja. Þegar fundur þessi hafði verið haldinn fyrir utan sendi- ráðsbygginguna, báru Sovétmenn fram formleg mótmæli við utanríkisráðu- neytið og í þeirri mótmæla- orðsendingu er því haldið fram, að fundur þessi hafi verið boðaður og haldinn í samráði við íslenzk stjórnarvöld. Það er auð- vitað fáheyrrð ósvífni af sovézka sendiráðinu að halda slíku fram. En þessi mótmælaorðsending, sýnir af hve mikilli hörku Sovét- menn fylgja eftir þeim afskiptum af fundafrelsi, málfrelsi og skoðanafrelsi hér á íslandi sem þessar atháfnir eru glöggt dæmi um. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þessu máli. Það sýnir hugarfar, sem er okkur íslendingum gersamlega framandi, en er lifandi dæmi um þær starfsaðferðir, sem Sovét- stjórnin mundi beita í miklu ríkari mæli en hún gerir nú, ef hún teldi sér það fært. BLAÐAMENN MORGUNBLAÐSINS Á FERÐ VIÐ KRÖFLU: „Framkvæmdirnar að komast á lokastig" Litast um við Kröfluvirkjun með Þorkeli Erlingssyni eftirlitsverkfræðingi ÞAÐ var óneitanlega annar bragur yfir athafnasvæðinu við Kröflu, er Morgunblaðsmenn komu þangað nú í vikunni, en var I janúar sl., er við vorum þar á ferð í kjölfar gossins I Leirhnjúk og í skugga yfirvofandi goss á þessum slóðum, að þvf er menn óttuðust. 1200—2000 skjálftar á sólarhring, sumir allt að 5 á Richter-kvarða vöktu ugg hjá ýmsum og um nokkurra daga skeið var hreinlega beðið eftir gosi. En skjálftavirknin minnkaði er sól fór að hækka á lofti og áfram var haldið af hörku við framkvæmdir þótt skiptar væru skoðanir manna á meðal, — en það er nú eins og gengur f þessu landi fsa og elda. Nákvæmlega 7 mánuðir eru liðnir frá þvf að við síðast heimsótt- um Kröflu og það er hreint ævintýralegt að sjá það sem afkastað hefur verið á þeim tíma og ánægjulegast er þó vitneskjan um það að hér hafa íslenzkir verktakar og fslenzkir starfsmenn einir verið að verki, og þeir hafa unnið vel. Það er Ifka auðséð, er litið er yfir vinnustaðinn, að hér eru engir aukvisar við störf, þetta eru samanreknir hörkuduglegir karlar, sem vfla sér ekki við að vinna 14—15 klst. á sólarhring 11 —12 daga í striklotu, hvernig sem viðrar, og menn eru ekkert að slæpast, þeir fá smáfrí aðra hverja helgi til að skoða menninguna og svo er það aftur til starfa. ÞAÐ ER GAMAN AÐ KOMA AÐ KRÖFLU, og vonandi að náttúruöflin fari ekki að blanda sér frekar í fyrirætlanir aflsins á Akureyri, sem þessu öllu stjórnar og keyrir áfram af stórhug. 14 mánaða framkvæmdir þ e.a.s að fullgera stöðvarhús arar á Húsavík sjá um innrétt- „Það má segja, að fram- og önnur mannvirki, ásamt nið- ingar, Möl og Sandur á Akur- kvæmdir hér séu að komast á ursetningu véla, virðíst ætla að eyó um steypta há-.pennu- lokastig, þar sem niðursetning ganga jafngreitt og gert var ráð staura í spennuvirki við véla er hafin og verktakar, sem fyrir." stöðvarhúsið, og Málarar sf. sjá annast eiga siðustu hluta um alla málningarvinnu. Með verksins, að koma inn með — Hverjir eru hér stærstir öllum starfsmönnum Orku- sinn mannskap, sagði Þorkell verktakar? stofnunar starfa nú hér um Erlingsson eftirlitsverkfræðing- „Miðfell kom hér inn fyrstur 300 manns og eins og þið sjáið ur við Kröfluvirkjun, er við fór- verktaki og hefur verið sá er ötullega unnið. Að visu er um um vinnusvæðið undir leið- stærsti allan tímann Starfs- það svo að manni finnst aldrei sögn hans." Fyrsta skóflu- menn þess hafa séð um bygg- ganga nógu vel og alltaf er stungan hér var tekin í júni á sl. ingu allra mannvirkja, en þeirra verið að reyna að gera betur." ári þannig að hér hefur verið menn munu fræða ykkur um — Það kemur leikmanni unnið að framkvæmdum i 14 þann þátt. Um niðursetningu svolitið spánskt fyrir sjónir að mánuði og ef næg orka fæst véla sjá HSH, Hamar, Stál- skipasmiðastöð skuli sjá um ætti raforkuframleiðslan að öllu smiðjan og Héðinn, um pipu- pípulagnir? óbreyttu að geta hafizt um ára- lagnir Slippstöðin á Akureyri, mót nk. með túrbínu 1 Allar Rafall Kópavogi sér um allar Sérþjálfaðir menn vélar og öll tæki til lokafram- raflagnir, Blikksmiðjan Vogur f öllum störfum kvæmda eru komnar hingað og um allar loftræstingar og blikk- „Þvert á móti, hér er um að sú vinna, sem að okkur snýr, smíði, Sameinaðir húsameist- ræða sérþjálfaða menn í að Þorkell Erlingsson eftirlitsverkfræSingur Kæliturninn Ibaksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.