Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 15 Þessi skrftni skapnaður er gerður úr mörgum dýrum. Rann- sakaðu hann nákvæmlega og athugaðu, hvort þú getir séð HVAÐ DVRIN ERU MÖRG og HVAÐA DÝR það eru. Lausn- in er á öðrum stað á sfðunni. '-'AÍ'ír,. Hannes með hamarinn 5. Hannes gekk hugsandi út á götuna. Hann gleymdi alveg að lfta til hægri og vinstri. Uff! Nú var nærri farið illa. Hannes hrökk f kút, þegar hann heyrði bifreið hemla rétt hjá sér. Bflstjórinn kallaði til hans út um gluggann: „Já, drengur minn. Mundu það næst, að göturnar eru hættulegur leikvöllur fyrir börn.“ Og Hannesi fannst bflstjórinn keyra af stað miklu hraðar en fyrr. *-/ o /o°SS 6. Hannes hélt nú áfram ferð sinni. En hann vissi ekki, hvert hann átti að fara. Honum fannst hann alls staðar vera fyrir. Honum fannst húsin vera að hrynja ofan á sig eða ætla að gleypa sig — garðarnir voru alltof ffnir til þess að leika sér f þeim, og fólk þoldi ekki lengur börn með hamarshögg og hávaða. Hann ákvað því að fara heim aftur og ræða um þetta við foreldra sfna. 7. Hann settist nú hjá þeim inni f stofu og sagði: „Eg má ekki vera inni að leika mér og ég má ekki vera við garðinn hjá Pétri og ekki á gangstéttinni. Og svo ætla bflarnir alveg að keyra yfir mann. Ég hlýt bráðum að deyja, ef ég fæ ekki að smíða!“ Svo ræddu þau málið fram og aftur, þangað til pabbi hans kom með góða tillögu. „Við tökum vandlega til f geymslunni í kjallaranum. Og þar geturðu fengið að smfða.“ Hannes litli ljómaði af gleði og vildi strax fara niður f geymslu til þess að taka til. Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins Umsjón: Rúna Gfsladóttir og Þórir S. Guðbergsson. Fjölskyldufundur Við mynntum á það sfðastliðinn sunnudag, hvað við teljum nauðsynlegt, að ÖLL fjölskyldan geti verið saman öðru hverju. Nú leggjum við til, að fjölskylda þfn reyni að halda fund. Mörgum finnst það ef til vill hálfskrýtið, og sumir segjast eflaust ekki þekkja neitt til fundasköpunar o.s. frv. En mörgum lákar fundaform, bæði börnum og fullorðnum. Og allir hafa þörf fyrir félagsskap þar sem vinátta og gagnkvæmt traust getur aukist. Reynið þetta. Ræðið ákveðin mál og skiptist öll á skoðun- um. Það tekur tfma að þjálfast og æfast f þvf eins og öðru. En HAFIÐ FUNDINA SAMT EKKI OF OFT! UM HVAÐ GETUM VIÐ RÆTT? 1. Allir hafa þörf fyrir að vera með öðrum, en bæði ungir og gamlir þurfa lfka stundum að vera einir (læra, lesa, hvfla sig, t.d. í veikindum). Ræðið um tillitssemi við aðra, hvert við annað. Hvað getum við gert til þess að hjálpa hvert öðru? 2. Fjarmál fjölskyldunnar; um innkaup, vasapeninga, hvern- ig vasapeningum skuli varið o.s.frv. 3. Skipulagning ferða, leyfa, hátfðisdaga o.s.frv. 4. Vmis vandamál. Hljóðvarp — Sjónvarp Efni fyrir börn og unglinga í hljóðvarpi: Sunnudagar kl. 17.30: útvarpssaga barnanna (Óli frá Skuld). Mánudagar kl. 8.00: morgunstund barnanna, alla morgna nema sunnudaga Kl. 17.30: tónlistartími barnanna og „ungir pennar“ til skiptis Þriðjudagar kl. 17.30: litli barnatíminn Kl. 20.40: frá ýmsum hliðum og ,,að skoða og skilgreana“ Miðvikudagar kl. 17.30: útvarpssaga barnanna Fimmtudagar kl. 17.30: lagið mitt Föstudagar kl. 17.30: útvarpssaga barnanna Laugardagar kl. 10.25: barnatími með efni sem skiptist þannig: 1) þetta erum við að gera, 2) svipast um, 3) bókahornið og 4) kaupstaðir á Islandi. Kl. 17.30: lestur úr nýjum barnabókum fram til jóla. Barna- og unglingaþættir í sjónvarpi: Sunnudagur kl. 18.00: Stundin okkar Miðvikudagur kl. 18.00: Þúsund dyra húsið kl. 18.20: Skipbrotsmennirnir kl. 18.45: Fræðsluþáttur um lungun Laugardagur kl. 18.35: Haukur í horni. Lausn: Hani, krabbi, skjaldbaka, api, hestur, tlgrisdýr. Strúturinn SAGT er, að strúturinn stingi höfðinu inn f runna eða feli það á annan hátt, þegar hann verður hræddur, en það er alls ekki rétt. Hann leggst flatur á jörðin, eins og mörg önnur dýr, ef hann verður var við að hætta er á ferðum. Annars getur strúturinn hlaupið með 65 km hraða á klukkustund. Verði hann fyrir árás, verst hann með sterkbyggðum fót- unum, sem hann sparkar þá með f sffellu. Litla sagan: Hetjudáð ARIÐ 1943 varð liðsflutn- ingaskip fyrir sprengjuárás f Norður-Atlantshafi. Skipið tók þegar.að sökkva, og her- mennirnir leituðu til björg- unarbátanna. En þá kom f ljós, að ekki voru til björg- unarbelti handa öllum. Með skipinu voru fjórir herprestar. Þeir höfðu allir fengið björgunarbelti og voru komnir f þau. En þegar þeir sáu að nokkrir her- mannanna höfðu engin björgunarbelti, fóru þeir úr sfnum og létu hermennina fá þau. Sfðan tókust þeir f hendur og báðu Guð saman innilega um að taka að sér þessa ungu menn. Skipið hélt áfram að sökkva. En prestarnir héld- ust stöðugt f hendur. Að sfð- ustu hurfu þeir niður f djúp- ið. Hermennirnir björguðust, en þeir gátu ekki gleymt myndinni af prestunum fjórum, sem héldust í hend- ur á hinu sökkvandi skipi. Sú sjón hafði haft mikil áhrif á þá. Arið 1948 gáfu Banda- rfkjamenn út frfmerki með mynd af prestunum fjórum og hinu sökkvandi skipi. — Þessir menn minna okkur á hann, sem gaf lff sitt fyrir okkur mennina, Jesúm Krist. v_ "V „Litli prinsinn” í Þjóðleikhúsinn ÞJÓÐLEIKHUSIÐ sýnir nú á Stóra sviðlnu á sunnudög- um klukkan 15 leikritiö Litla prinsinn eftir hinni þekktu sögu Exupérys, en sýning þessi er flutt af leik- brúðum, sem stúlkur úr Leikbrúðulandi stjórna og leakurum Þjóðleikhússins, sem tala fyrir brúðurnar. Leikritið var frumsýnt á Listahátíð í vor og vakti mikla hrifningu og hlaut ágætar undirtektir. Segja má, að sýningin sé bæði fyrir börn og fullorðna enda hafa foreldrar sótt mjög sýn- ingarnar ásamt börnum sín- um. J,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.