Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 32
JHQgpHttMftfrfö LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 AUGLÝSINGASÍMrNN ER: 22480 Geirf innsmálió: Nýr mað- ur í gæzlu- varðhald HáhyrninRarnir tveir sem tscargó flutti áleiðis til Hollands um miðnætti í fyrrinótt, voru komnir heilu og höldnu á áfangastað um sexleytið f gærmorgun og komnir á sædýrasafn f Harderwijk um nfuleytið. Myndirnar hér voru teknar þegar verið var að koma háhyrningunum fyrir um borð í flugvél iscargó á Reykjavíkur- flugvelli og eins og sjá má voru dýrin sett f sérstök ker og voru þykkar svampdýnur undir. Tollgæzla herðir eftirlit með fatnaðarinnflutningi farþega LIÐLEGA þrítugur maður var f fyrrinótt úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarð- hald vegna rannsóknarinn- ar á hvarfi Geirfinns Ein- arssonar. Maður þessi, sem er Reykvíkingur, mun hafa umgengist ungmenni þau, sem setið hafa í gæzluvarð- haldi vegna Geirfinns- og Guðmundarmála. Er hann talinn búa yfir vitneskju um málið. Hann var tekinn til yfirheyrslu s.l. föstu- dagsmorgun og yfirheyrð- ur langtímum saman á SAMKVÆMT skýrslu Fiskífélags tslands er heildarafli lands- manna fyrstu 10 mánuði ársins 866.812 lestir á móti 912.385 lest- um f fyrra og er aflinn þvf 45.573 lestum minni það sem af er árinu. Stafar þetta fyrst og fremst af þvf, að loðnuaflinn er enn 73 þús- und lestum minni en í fyrra og eins hefur sfldaraflinn minnkað Iftillcga Botnfiskafli báta á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms er 154.494 lestir fyrstu 10 mánuði þess árs á móti 156.236 lestum í fyrra. Á Vestfjörðum er bátaafl- inn nú 28.483 lestir, en var 28.517 í fyrra. Á Norðurlandi er bátafl- inn 18.109 lestir, en var 20.958 lestir, á Austfjörðum er hann 15.376 lestir á mót) 14. 769 lestum og erlendis hafa bátar landað nú 2.445 lestum á móti 1.257 lestum í fyrra. Um togarana er það að segja, að togarar á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms hafa aflað 71.820 lestir það sem af er árinu, en á sama tima í fyrra höfðu þeir aflað 66.542 lestir, á Vestfjörðum hafa togararnir nú aflað 29.506 lestir, í fyrra 25.863 lestir, á Norðurlandi hafa þeir landað 45.763 lestum, en í fyrra 38.397 lestum, og á Aust- fjörðum hafa togarar landað 5.180 lestum á móti 2.236 lestum í fyrra. Það sem af er árinu hefur verið föstudaginn. Að loknum yf- irheyrslum aðfararnótt laugardagsins var hann siðan úrskurðaður í gæzlu- varðhald. Að sögn fulltrúa við sakadóm Reykjavíkur, er ekkert frekar hægt að segja um málið á þessu stigi, en rannsókn verður haldið áfram af fullum krafti og átti m.a. að vinna ötullega nú um helgina. Eftir því sem Mbl. kemst næst, hefur maðurinn ekki áður komið við sögu þessa máls. Lákfundur í Sundahöfn LÍK mióaldra karlmanns fannst í Sundahöfn um hádegisbilið í gær. Vél- stjóri á skipi sem liggur í Sundahöfn, kom auga á lík- ió þar sem það flaut í vesturhorni hafnarinnar og gerði lögreglunni að- vart. Líkið reyndist vera af miðaldra karlmanni. Ekki var í gærdag bú- ið að fá fullnaðarstaðfestingu á því hver maðurinn væri, en þó talið nær öruggt að þarna sé um að ræða vistmann af Kleppi, sem hvarf fyrír nokkru. landað 19.118 lestum af síld, 9.176 lestum innanlands, en 9.942 lest- um erlendis, í fyrra var búið að landa 22.783 lestum af síld, 5.648 lestum innanlands og 17.135 lest- um erlendis. Loðnuaflinn var um s.l mánaða- mót 427.241 lesf! á móti 500.318 lestum í fyrra. Rækjuafli er nú 5.009 lestir, en var 3.597 lestir, af hörpudiski hafa veiðst 2.932 lestir Framhald á bls. 31 RÁÐSTEFNA á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins um brennslu svartolfu f fslenzkum fiskiskip- um, var haldin á Hótel Loftleið- um f gær og sóttu hana um 160 manns úr flestum greinum sjáv- arútvegsins. Að sögn Arnalds Bachmanns, lögfræðings f sjávar- útvegsráðuneytinu, átti að ræða um reynslu af svartolfu, fræðileg vandamál og ástand mála f dag. II fyrirlesarar áttu að fjalla um efn- ið. I erindi sem Gamalíel Sveins- ÁKVEÐIÐ hefur verið að herða eftirlit mcð farangri farþega frá útlöndum og þá einkum nýjum fatnaði, skófatnaði og öðru þess háttar. Er hér einkum um að ræða farangur farþega, sem eru að koma frá Italfu, Spáni og Bret- landseyjum. Kristján Pétursson deildarst jóri í tollgæzlunni á Keflavfkurflugvelli, sagði f við- tali vð Mbl f gær að mikill fata- innflutningur farþega frá þessum löndum hefði verið áberandi og væri nú ástæða til þess að vara fólk við að fara í svokallaðar inn- kaupaferðir til útlanda. Kristján Peturson kvað mjög áberandi hafa verið undanfarið, hve fólk hefði mikið farið í svo- kallaðar innkaupaferðir, enda son viðskiptafræðingur hjá Þjóð- hagsstofnuninni fluttí á ráðstefn- unni í gærmorgun kom m.a. fram að verð á svartolíu er um 70% af verði gasolíu. Nefndi Gamalíel að á árinu 1974—1975 hefði skipa- flotinn notað um 130—140 þús. tonn af gasolíu, en um 7500—8000 tonn af svartolíu. Verðmæti þessa oliumagns var um 3,7—4 milljarð- ar kr., en þar af var svartoliuverð- mætið um 150 millj. kr. Gamaliel gat þess í erindi sínu auglýstu ferðaskrifstofur stuttar ferðir t.d. Bretlands, sem bein- Iínis væru ætlaðar til innkaupa, þótt það væri ekki sagt opinber- lega. Því hefur þetta eftirlit nú verið hert, og kvaðst Kristján vilja vara fólk við að fara í slikar innkaupaferðir. Ekki hefur verið gerð nein út- tekt á þvi eða reynt að áætla, hve miklu tap ríkisjóðs í tolltekjum nemur vegna þessa innflutnings, en Kristján kvað óhætt að full- yrða að þar væri um verulegar upphæðir að ræða. Þá sagði Kristján, að þótt fólk, sem færi í þessar innkaupaferðir væri í raun að brjóta tollalöggjöfina, þá vildi oftast bregða við að um röð ann- arra lágabrota væri að ræða. að ef t.d. helmingur fiskiskipa- flotans notaði svartoliu, væri hægt að spara um 750 millj. kr. á ár* og 1000 millj. kr. ef hlutar flotans gætu notað svartolíu, en hins vegar kvað hann koma þar nokkuð á móti meiri viðhalds- kostnað á vélum sem nota svart- oliu. Ekki eru allir á sama máli um raunverulegt notagildi svart- olíu og um það fjallaði ráðstefnan m.a., en t.d. eru allir 10 japönsku skuttogarnir nú komnir með að- stöðu til þess að brenna svartolíu. Kona fannst látin KONA á fimmtugsaldri fannst í gærmorgun látin á sligapalli 3. hæðar Hótel Sögu. Fyrstu um- merki hentu til þess, að konan hefði fallið f stiga og hlotið bana af, en rannsókn var það nýlega hafin, þegar Mbl. hafði síðast fregnir, að ekki var Ijóst hver dánarorsök var. Konan mun ekki hafa verið gestur á hótelinu. Fjögur slys í umferðinni í Reykjavík FJÖGUR slys höfðu orðið í um- ferðinni frá miðnætti í fyrrinótt og til hádegis í gær. Tvö þrirra áttu rætur að rekja til ölvunar við akstur. Klukkan tæplega tvö í fyrrinótt varð fyrsta slysið, í Bólstaðarhlíð. Bifreið ók á kyrrstæða dráttarvél. Tvennt var flutt á slysadeild, en meiðsli reyndust ekki mikil. Þá urðu árekstrar á gatnamótum Skothúsvegar og Tjarnargötu, Sæbólsvegar og Hafnarfjarðar- vegar, en ekki urðu mikil meiðsli í þeim. Loks var ekið á 11 ára blaðsölustúlku á húsgötunni við Háaleitisbraut skömmu fyrir há- degi í gær. Hún mun hafa ökkla- brotnað. Nefndi hann sem dæmi að þetta fólk hefði yfirleitt miklu meiri gjaldeyri en það hefði heimild gjaldeyrisyfirvalda fyrir. Hann kvað það skoðun sfna að tollgæzl- an ætti i raun að láta fólk gera grein fyrir gjaldeyrismagni því sem það augljóslega hefði haft, þvi að það mætti jafnan sjá á þeim varningi, sem fólkið flytti með sér heim. Törn í síld- arsöltuninni SÍLDVEIÐI var fremur rýr í fyrrinótt, eða um 1000 tunnur í reknetin, en s.l. föstudag veiddust 5000 tunnur. Ástæðan fyrir mun minni veiði var bæði að bátar kom- ust ekki út tímanlega vegna löndunar og einn- ig var bræla á miðunum. Morgunblaðið hafði sam- band við Guðmund Finnboga- son í síldarsöltuninni á Höfn í Hornafirði. Hann sagði að þeir hefðu staðið tveggja sólar- hringa törn vegna söltunarinn- ar, en alls eru þeir búnir að salta 18500 tunnur á Höfn á móti 12400 alls í fyrra. Mest hafa þeir saltað 1070 tunnur á einum degi, en í fyrradag voru saltaðar 900 tunnur á Höfn. Heildaraflinn 45.500 lestum minni en í fýrra Svartolíuráðstefna: Getur svartolían sparað hundruð milljónir króna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.