Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.1976, Blaðsíða 27
1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1976 27 Tongsun Park með fulltrúadeild- armanninum Hanna. sem hann á að hafa haft á snærum sfnum ásamt með fleiri bandarískum þingmönnum. Louisiana er búinn að játa, að kona sín hafi þegið stórgjafir af Tongsun í ríkisstjórakosningun- um 1971 og sjálfur hafi hann þeg- ið ýmsar „smágjafir". Tongsun lét þess náttúrulega getið, að gjafirn- ar væru „bara handa fjölskyld- unni“ og kæmu kosningunum ekkert við. En ríkisstjórinn lýsti fyrir sitt leyti yfir þvf, að ekkert þætti sér eðlilegra en vinir gæfu hverjir öðrum gjafir. Hann er enn þeirrar skoðunar. Tongsun mun nú búinn að játa það á sig, að hann hafi gefið þó nokkrum þingmönnum svona vin- argjafir. Hann var einu sinni hætt kominn vegna þessarar gjafmildi sinnar. Árið 1973 var leitað á hon- um i tolli; hann var að koma til Bandaríkjanna frá Suðurkóreu. Hann reyndi þá að eyðileggja lista með nöfnum bandarfskra stjórn- málamanna, en tókst ekki. En 90 nöfn voru á listanum — og mishá- ar fjárupphæðir fyrir aftan þau. Park bar það fyrir sig, að þessir menn hefðu beðið sig að leggja fé í kosningasjóði sína. Sjálfur hafi hann ekki einu sinni haft grun um neitt misjafnt. En heldur þyk- ir ósennilegt, að hæstaréttardóm- ararnir taki hann trúanlegum, og kann svo að fara, að brátt ljúki góðgerðastarfsemi hans. Meðan harin gerði vinum sínum í Washington veizlur af örlæti hjartans komst hann eitt sinn svo langt að snæða kvöldverð með Gerald Ford. Það verða viðbrigði, þegar hann fer að rífa í sig trosið f tugthúsinu. — HELLA PICK. Israelsmennirnir reynt að taka sig til fanga. En þeir hefðu gripið f tómt. Annars sagðist hann halda, að þeir hefðu getað gert meiri usla en varð, ef þeir hefðu kært sig um það. Mér lék hugur á að vita, hvort Amin hefði verið alvara, er hann sagði Breta velkomna aftur til (Jganda. Eg fór því á stúfana og ræddi við hvfta menn, sem enn starfa f (Jganda. Enn eru þar ein- ir 100 kaupsýslumenn, trúboðar. Flestir þeirra sögðust ekki vera f neinni hættu. Þeir gætu sinnt störfum sfnum áhyggjulausir. Þóttust þeir vita, að brezkir kaup- sýslumenn mundu brátt flykkjast aftur til (Jganda. Þegar ég heim- sótti Amin sfðast sat hann á af- rfskum trétróni; vildi hann sýna mér vopnin sln, tók upp sovézka skriðdrekavarnarbyssu og leizt mér ekki á blikuna um tfma, hélt hahn skyti gat á húsvegginn. Við tæptum svo á ýmsum heimsmál- um, en að lokum hallaði hann sér að mér og sagðist skyldi trúa mér fyrir þvf, að hann ætlaði að segja af sér embætti, þegar hann væri búinn að koma fram efnahagsum- bótum sánum og orðinn svo slit- inn, að hann gæti ekki stjórnað lengur. Það er nú það. Mér fannst Amin hreint ekkert lotlegur. Og efnahagsumbæturnar ná senni- lega ekki fram að ganga á næstu dögum. Ætli (Jgandabúar fái ekki að hafa Amin áfram um sinn... — NORMAN KIRKHAM GEIMFERÐIR^HHHHl Hernadur- inn í himin- geimnum NÝLEGA tókst Bandaríkjamönnum að smtða fyrsta geimfarið, sem nota má oftar en einu sinni. OV 101 heitir skeyti þetta. Á að skjóta því upp á hringbraut i 1000 km hæð. Hringsólar það svo um jörðu I 30 daga, en snýr þá aftur til jarðar og lendir á flugvelli, rétt eins og algengar flugvélar. Skeytið er heldur klunnalegt á að Ifta, enda er það nokkurs konar flutningaskip. Forstöðumenn geimferðaáætlunar Bandarfkjastjórnar segja, að með þvf sé runnin upp ,,ný öld f flutningum" og má kannski færa það til sanns vegar. Þvf miður grunar ýmsa, að skeytið verði ekki svo mjög notað til þeirra flutninga, sem algengastir eru hér nær jörðu, heldur verði vopn flutt f þvf um himingeiminn. Skeytið verður á hringferð um jörðu f 30 daga samfleytt, eins og fyrr segir. Og áreiðanlega verður ekki látið ónotað tækifærið til að gefa gætur að umstangi Sovétmanna á jörðu niðri. Skeytinu er einnig ætlað að bera marga gervihnetti og láta þá út hér og þar um geiminn; nokkrir þessara hnatta verða njósnahnettir. Myndavélar um borð munu nema liðsflutn- inga, skotstöðvar eldflauga og margvfsleg hernaðarmannvirki. Lfka verða í skeytinu „þefarar", sem taka eftir þvf, er eldflaugum verður skotið upp af landi eða úr kafi. Komi til ófriðar getur skeytið haft upp á gervihnöttum óvina og eyðilagt þá eða tekið. Ef stórhætta steðjar að fara sérlegar innbyggðar vftisvélar f gang og sprengja skeytið. Það er fyrirsjáanlegt, að með þessu skeyti má flytja „geimhermenn", þegar þar að kemur. Einnig má skjóta úr því eldflaugum að skotmörkum á jörðu. Svo átti að heita, að skeytið væri á vegum bandarfsku geimferðaáætl- unarinnar. En flugherinn hefur verið mjög með í ráðum, enda vandséð, að skeytið komi öðrum að miklu gagni fyrst um sinn. Málsvari flughersins neitaði því að vfsu fyrir skömmu, að skeytið yrði notað eins og „orrustu- flugvél" f geimnum. Hann gekkst hins vegar við þvf, að bandaríska landvarnaráðuneytið hefði lengi „haft f huga" notagildi þess f hernaði. En þess má Ifka geta, að landvarnaráðuneytið er að láta smfða, fyrir sig annan merkilegan grip. Það er nokkurs konar „dráttarbátur" til geim- ferða. Hann er f eldflaugalfki og verður hafður til þess að færa gervihnetti til og frá f geimnum og jafnvel 350 þúsund kflómetra burt frá jörðu . . . — CHARLES FOLEY ÖRBIRGÐ & ALSNÆGTIR Að svelta fyrir sæl- kerana Nýlega kom út í Bretlandi bók með nýstárlegri kenningu um það, hvers vegna mikill hluti jarðarbúa sylti hálfu hungri og dæi jafnvel úr sulti. Höfundurinn heitir Susan George. Hún heldur þvf fram, að hungur í heiminum stafi ekki fyrst og fremst af óhóf- legri fólksfjölgun svo, sem margir telja, en miklu heldur af ómann- úðlegri búnaðarstefnu, sem vel- megandi ríki og f jölþjóðlegir mat- vælahringir ástundi f þriðja heiminum. Þessir aðiljar þröngvi sínum siðum, jafnvel mataræði, upp á fólk f þriðja heiminum undir ýmsu góðu yfirskini og muni illa enda, ef svo heldur áfram. í nafni „þróunar" eru fátækar þjóðir hvattar til að rækta æ meira og auka matvæla- framleiðslu — til þess að þær verði æ háðari innflutningi land- búnaðarvéla, áburðar, skepnu- fóðurs og fleira, og einnig til þess, að neytendur í vel stæðum rfkjum fái ódýran mat. Fjölþjóðlegir auðhringir eru mörgum fátækum þjóðum þungir i skauti. Þarf tæpast að telja dæmi þess. Þó má nefna hér fáein. Stjórnin i Sri Lanka, sem áður hét Ceylon, hefur uppi miklar fyrirætlanir um það að þjóðnýta atvinnuvégina. Samt sem áður ræður Brooke-Bond Liebighringurinn.enn allritexækt þar á eyjunni — og þriðjungnum af teútflutningnum. Nú er te helzta útflutningsvara Sri Lanka. Hlutur hringsins er sem sé ósmár — og gott dæmi um það, hve stjórnvöld f þriðja heiminum mega sín lítils gegn auðhringum, þótt þau hafi fullan vilja. Filippseyingar fá að jafnaði einungis 100 hitaeiningum meira 'a dag í mat en Bangladeshbúar, sem eiga alræmd kjör. Nú rekur Del Monte ávaxtahringurinn stór- kostlegan landbúnað á Filipps- eyjum. En þar selur fyrirtækið aðeins 10% uppskerunnar. Hinn fer annað. Þá má minna á það, að Afríkumenn sjá Evrópumönnum fyrir alls kyns jurtaolíu, ávöxtum, grænmeti og nú orðið jafnvel kjöti. Mexíkanar og Suður- ameríkumenn leggja aftur á móti jarðarber og aspargus á borð hinna velmegandi meðbræðra sinna fyrir norðan. Ýmis Suður- asíuríki hjálpa Japönum um það, sem þá „vantar“ f matinn. Sömu sögu er að segja vfðar: landbúnaðurinn í þessum ríkjum er rekinn aðallega handa þeim, sem hafa kappnóg að éta fyrir. Það er einhvern veginn öfug- snúið, að æ meira af korn- uppskerunni i þriðja heiminum er fínmalað til að fita skepnur, sem verða þá svo dýrar, að inn- fæddir hafa alls ekki efni á þeim — og „verður“ því að flytja þær út til þeirra, sem geta borgað. Susan George fullyrðir, að þessi búnaðarstefna fjölþjóðlegra auð- hringa — og ýmissa vestrænna rfkisstjórna geti riðið fátækum þjóðum að fullu, ef ekkert verði að gert. En málið er erfitt viður- eignar. Það eru ekki bara út- lendingar og innfæddir, sem eiga þarna hagsmuni; valdaklfkur í mörgum ríkjum þriðja heimsins sjá sér hag f því að fylgja auðhringunum að málum. Hringarnir eru svo sem nógu öfl- ugir, en þeir standa sannarlega ekki einir uppi: um það leyti sem hungursneyðin geisaði f Eþíópfu og 100 þúsund manns sultu til bana var fulltrúi Spillers- hringsins á ferð um landið með flokki frá Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO. Þeir voru að „athuga grundvöll fyrir þróun kjötút- flutnings", eins og það heitir á kansellímáli. Kjötið átti sem sé ekki að fara oní hinn sveltandi lýð í landinu. Það átti að fóðra með því gæludýr á vesturlöndum ... , — JUCHARD NORTON-TAYLOR Glæsilegt einbýlishús í Garðabæ til sölu í húsinu eru 3 íbúðir en hægt er að breyta því í eina íbúð. Húsið er tæpir 400 fm á tveimur hæðum. Hitaveita og sérrafmagn. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Garðabær — 2581 ". Sjávarlóð í Skerjafirði Til sölu sjávarlóð í Skerjafirði á bezta stað. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu minni, að Skóla- vörðustíg 1 2. Þorsteinn Júlíusson hrl., sími 14045. BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO KOPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI;41000 vlLr IMOXIIK veggstrigi í náttúrulegum litum 90 sm breidd korkveggklceðning i veggfódursformi 90 sm breidd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.