Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 17 grun eða lauslegum grun, eins og var í þessum tilfellum. Ólafur sagði, að niðurstaðan í einu þessara mála hefði orðið sú að skip- verjar hefðu gefið þær skýringar að hið tiltekna áfengismagn, sem vitað var um í skipinu, hefði farið á milli hafna erlendis. Framburð þennan hefði þó aldrei verið hægt að sannreyna og hugsanlegt væri að annað skip hefði tekið áfengið i hinni erlendu höfn og smyglað til landsins. Eins hefði i ein- hverju málinu komið fram sú skýring, að skipstjórinn átti að hafa látið kasta öllu áfengi fyrir borð er hann komst að því að smyglvarningur var um borð. Ólafur kvaðst þannig geta staðfest, að á þessum árum hafi það gerzt að tollgæzl- unni var kunnugt um smygl um borð í skipum, sem ekki náði alla leið hingað til lands hvernig sem á því stóð. Vegna þessa vöknuðu spurningar um það hvort hugsanlegt væri að ein- hverju af þessu smygli hefði verið átappað í flöskur innan þessa veitinga- húss eða veitingahúsa, og var þessi grunur raunar upphaf þess að upp komst um áfengisflutningana milli út- sölu ÁTVR við Lindargötu og Klúbbs- ins, eins og getur í upphafi. Það var jafnvel grunur manna að ekki hefði þurft að hella á milli flaskna heldur að VH-miðarnir og einkennismiðar þeir sem settir eru á flöskur þær sem ÁTVR selur til veitingahúsanna, hefðu með einhverjum hætti komist í hendur for- svarsmanna Klúbbsins og þeir því ekki þurft annað en álíma flöskur sem þeir hefðu náð í úr smygli. Eftirlitslaus prentun einkennismiða Hvort þessi kenning á við einhver rök að styðjast verður ekkert fullyrt á þessu stigi, enda liggur ekkert fyrir um það hvort eitthvað hefur verið farið úr í þennan þátt málsins í rannsókn saka- dóms. Hitt er hins vegar ljóst sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblað- ið hefur aflað sér að af hálfu ÁTVR er ekkert eftirlit með prentun þessara álímingamiða fyrir fyrirtækið. Fyrir- tækið Karl M. Karlsson og Co við Dals- hraun í Hafnarfirði annast gerð þess- ara miða fyrir áfengisverzlunina, sam- kvæmt sérstökum prentsamningi við ÁTVR. Að sögn forráðamanns fyrir- tækisins hefur ÁTVR eftirlit með prentuninni — séu fleiri miðar prent- aðir en ÁTVR hefur óskað eftir eru þeir eyðlagðir hjá fyrirtækinu. Miðarn- ir eru ekki númeraðir. Þegar miðar þessir koma siðan til Áfengisverzlunar- inar eiga allar þær flöskur sem fara til veitingahúsanna að vera merktar og fer merkingin fram á lager þeim sem ætlaður er til afgreiðslu fyrir veitinga- húsin. Framangreind tilgáta er hins vegar að því leyti vafasöm, að hafi forráða- menn Klúbbsins komist yfir VH- miðana til að merkja flöskur smyglaðs áfengis, þá hefði þeim jafnframt verið í lófa lagið að merkja einnig þær flösk- ur sem keyptar voru i hinni almennu afgreiðslu ÁTVR eftir að þær voru komnar inn í veitingastaðinn, og það hefði óneitanlega gert húsleitarmönn- um erfiðara um vik. Annað atriði sem gagnrýnt hefur verið er það, að rannsóknin skyldi ekki spanna nema tæplega tvö ár í rekstri veitingahúsanna Glaumbæjar og Klúbbsins en í hinum óstaðfestu upp- lýsingum sem þeir Kristján Pétursson og Ásmundur Guðmundsson lögðu fram á fundinum í Tollstöðinni töldu þeir sig hafa heimildir fyrir því að áfengisflutningarnir milli útsölunnar við Lindargötu og veitingastaðanna Glaumbæjar og Klúbbsins hefðu staðið yfir í a.m.k. þrjú ár. Misferli þetta ætti sér jafnvel raetur lengra aftur í tímann og hefðu þá flutningar á áfengi jafnvel átt sér stað á sunnudögum. Menn velta því fyrir sér hvort starfsfólk Glaum- bæjar hafi verið nægilega yfirheyrt í því sambandi. 1 samtali við Morgunblaðið varðandi þetta atriði sagði Þórir Oddsson aðal- fulltrúi, að af hálfu forráðamanna beggja þessara veitingastaða hefði komið fram, að bókhald Glaumbæjar hefði eyðilagzt þegar Glaumbær brann og skortur á þessum gögnum hafi átt sinn þátt í því að takmarka rannsókn- ina. Fram hefur komið að engir voru látnir sæta gæzluvarðhaldi vegna þessa máls á sinum tíma og einhverjir kunna að velta vöngum yfir þeirri staðreynd. Til skýringar má þá benda á ummæli Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra svarar ásökunum Sig- hvats Björgvinssonar á Alþingi 2. febrúar s.l. fyrrverandi tollgæzlustjóra hér að framan, að á þessum árum hafi verið farið mun varlegar í sakirnar hvað varðar gæzluvarðhaldsúrskurði. Hin umfangsmiklu sakamál síðustu missera virðast hafa valdið stefnubreytingu innan dómskerfisins í þessum efnum. Einnig hefur því verið haldið fram að ekki hafi verið nægjanlega rannsak- að um tengsl starfsmannanna tveggja hjá útsölunni í Lindargötu við fram- reiðslumann þann sem annaðist flutn- inga áfengisins þaðan til veitingahúss- ins. Erfitt er að meta réttmæti þessarar gagnrýni meðan ekki fæst aðgangur að gögnum sakadóms um yfirheyrslur yfir mönnunum. Starfsmönnum Á.T.V.K. var vikið frá starfi um stundarsakir en síðan endurráðnir, og hafa raddir verið uppi um að annarleg sjónarmið hafi þar ráðið. En að þeim þætti verður vikið síðar. Framsóknarflokkurinn dregst inn í málið Allur gangur Klúbbmálsins og ferill þess innan dómskerfisins hefur orðið til þess að spurningar hafa vaknað um það hvort forustumenn Framsóknar- flokksins i ráðherrastóli og ýmsir flokksmenn í lykilaðstöðu innan stjórn- kerfisins hafi beitt áhrifum sínum til að kæfa málið svo sem kostur var og seinka því í meðferð dómstólanna. Miklar umræður hafa orðið um þetta atriði, því að þeirrar tilhneigingar hef- ur gætt að líta á Sigurbjörn Eiríksson sem eins konar skjólstæðing Fram- sóknarflokksins í ljósi þess að um átta ára skeið leigði hann Framsóknarhúsið við Frikirkjuveg og rak i því veitinga- húsið Glaumbæ. Hefur því verið haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi á þennan hátt haft verulegan fjárhags- legan ávinning af viðskiptum sínum við Sigurbjörn. Þegar Klúbbmálið komst á nýjan leik í hámæli fyrir skrif Vilmundar Gylfa- sonar varð mönnum mjög starsýnt á þá staðreynd, að fáeinum dögum eftir að lögreglustjóri hafði tekið vínveitinga- leyfið af Klúbbnum, gerðu stjórn Hús- byggingarsjóðs Frammsóknarfélag- anna í Reykjavík og Sigurbjörn með sér samning og gengu frá skuldabréfi þar sem fram kemur, að sjóðurinn lán- ar Sigurbirni um 2.5 milljónir króna og Sigurbjörn fellur við það frá um 5 milljón króna kröfu á sjóðinn og strax í kjölfarið ákveður dómsmálaráðuneytið samkvæmt áfrýjun Sigurbjörns' að veita Klúbbnum á nýjan leik vín- veitingaleyfið, sem lögreglustjóri hafði tekið af staðnum á þeim forsendum að það væri í þágu rannsóknar málsins sem þá var að hefjast. Fram kom í þeim umræðum sem urðu út af þessu máli í fyrra, að lög- reglustjóri var mótfallinn þessari ákvörðun ráðuneytisins en kvaðst samt myndu tilkynna Sigurbirni ákvörðun- ina og i bréfi til saksóknara, þar sem lögreglustjóri tilkynnir þessar lyktir mála kemur fram að veitingabanninu hafi verið aflétt að fyrirlagi ráðuneytis- ins. Hallvarður Einvarðsson, aðalfull- trúi saksóknaraembættisins um þetta leyti, sem fylgzt hafði með málinu frá upphafi, var algjörlega mótfallinn þvi að vinveitingabanninu væri aflétt og Cj UiÚLARÁÐUNEYTIÐ W: M* W. «72 Luil: Reykjavík, 18. okt. 1972. Ég undirrltaður, Sigurbjörn Eiriksson, veitingamaður, leyfi mer hér með að skjóta til yðar, hæstvirtur dómsmála- ráðherra, þeirri ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík, að banna áfengisveitingar í veitingahusinu nr. 2 við lækjarteig, hér í borg, fyrst um sinn og þar til annað verður ákveðið, sbr., hjálagt bref lögreglustjórans dags., 15. þ.m. Er þess jafnframt farið á leit, að þér haestvirtur dóms- malaráðherra fellið ur gildi nu þegar framangreinda ákvörðun lögreglustjórans. Til stuðnings tilmaelum mínum í málskoti þessu, leyfi ég mér að færa fram eftirtalin rök: 1. Með heimild í 14. gr. 1. nr.82/1969, 2. mgr. 6. gr. rgj. nr. 118/1954 með siðari breytii er lögreglustjórum heimilt að loka áfí rnSegt með málskoti mfnu til rar, hæstvirtur dómsmálaráðherra, og að ákvörðun lögreglustjórans verði nu þegar ur glldi felld. Virðingarfyllst, Si^urbjörn Eirikssön, veitingam. Upphaf og niðurlag bréfs Sigurbjörns Eirfkssonar þar sem hann skýtur máli sfnu til dómsmálaráðherfa. Klúbb- málið hinn 23. október sendi þáverandi sak- sóknari, Valdimar Stefánsson, dóms- málaráðuneytinu skýrslu og umsögn Hallvarðs um þetta atriði. Kemur þar fram, að þegar ráðuneyt- ið aflétti vínveitingabanninu 20. októ- ber 1972 hafi rannsókn málsins verið hvergi nærri lokið og telur hann þess vegna af hálfu saksóknara „hafa verið allsendis ótimabær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarvörzluhagsmunum." Hins vegar lætur hann ósagt um hvort ástæða sé til endurskoðunar á framangreindri af- stöðu ráðuneytisins. Bannið ekki nauðsyn 1 greinargerðum ráðherra og yfir- manna dómsmálaráðuneytisins hefur verið á það bent, að rannsóknardómar- inn Þórir C„dsson hafi ekki talið vín- veitingabannið skipta máli lengur fyrir rannsóknina, enda þótt hann hafi talið rétt að það yrði áfram í gildi. Þórir Oddsson hefur staðfest þetta í samtali við Morgunblaðið. Þórir sagði að við húsleitina hefði auk manna úr saka- dómi tekið þátt í henni Ólafur Nilsson skattrannsóknastjóri, og hann hafi far- ið ofan í allt bókhald þar á staðnum, tekið allt pappirskyns, sem máli skipti, auk þess sem leitað var víðar fanga. Rannsóknin sjálf átti ekki að fara fram innan veggja Klúbbsins og Þórir segir það hafa verið mat sitt að í ljósi réttar- farslaga væri ekki unnt að halda hús- inu lokuðu. Þórir benti að vísu á, að Klúbbnum hefði aldrei verið formlega lokað heldur aðeins tekið af húsinu veitingaleyfið en þá mætti e.t.v. segja að það jafngilti í sjálfu sér lokun veitingastaðar af þessu tagi. Sakadóm- ur hefði ekki haft afskipti af þessu atriði heldur hafi það verið lögreglu- stjóri sem ákvað að taka leyfið af staðn- um er hann heyrði málavexti. Þórir sagði, að það væri skoðun hans enn þann dag í dag að ekki hafi borið nauðsyn til þess að halda húsinu lok- uðu út af bókhaldsrannsókn þeirri sem fyrirhuguð var. Það hafi heldur ekki verið í hans verkahring að stöðva þenn- an atvinnurekstur, enda þótt um brot væri að ræða en þarna hafi það þó fyrst og fremst verið grunur um brot þennan dag sem rannsóknin hófst. Ljóst sé að ákvörðun eins og þá að halda veitinga- stað lokuðum verði að byggja á traust- um grunni, og sagði Þórir, að benda mætti á, að ýmis önnur fyrirtæki hefðu orðið uppvis að söluskattssvikum en honum vitanlega hefði það ekki haft í för með sér að rekstur þeirra hefði verið stöðvaður. Aftur á ^nóti hefði gjaldfallinn söluskattur leitt til þess að fyrirtækjum hefði verið lokað. Þess vegna mætti spyrja hvort Klúbburinn — þótt hann hefði ekki gott orð á sér — ætti ekki að sitja við sama borð og aðrir í þessum efnum. Ráðherra ber að láta til sín taka 1 röksemdum ráðuneytisins hefur og komið fram, að samkvæmt 14. grein áfcngislaganna, sem áður hefur verið rakin, sé dómsldmálaráðherra beinlín- is uppálagt að leggja úrskurð á áfrýjun þess aðila, sem bannið tekur til, hvort heldur það er áfengisverzlun eða veitingamaður. 1 umræðum á Alþingi um þennan þátt málsins lagði dóms- málaráðherra á það áherzlu, að framan- greind heimildarákvæði áfengislag- anna til handa lögreglustjóra væru sett í því skyni að tryggja það að misnotkun áfengisveitinga eigi sér ekki stað, þannig að óreglu valdi, en ekki i sam- bandi við réttarrannsóknir, ákvæðið sé réttaröryggisúrræði en ekki réttar- rannsóknarúrræði, sem sé að finna í öðrum lögum — þeim lögum sem fjalla um meðferð opinberra mála. Ráðherra lagði einnig áherzlu á, að lögreglustjóri mætti ekki beita þessari lagaheimild um bann við vínveitingum Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.