Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, slmi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Stórframkvæmdum yerður að fresta Iræðu þeirri er Hall- dór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, flutti við vigslu nýrra hafnarmannvirkja i Þor- lákshöfn fyrir skömmu sagði hann m.a : „Mér er það Ijóst, að sá áfangi, sem náðst hefur i dag i hafnarmálum suður- strandarinnar, kallar á greiðari tengingu við svæðið austan Ölfusár og á ég þar við brú á ána hjá Óseyrarnesi Eru allar líkur á, að það verði næsta stórverkefni okkar í brúargerð, sem hafizt getur, þegar rann- sóknum er lokið og það annað tiltækt, sem til framkvæmda þessa verks þarf." Morgunblað- ið tekur undir þá skoðun sam- gönguráðherra, að bætt hafn- araðstaða i Þorlákshöfn ýtir undir brúargerð við Ölfusárósa. Til þess liggja augljós rök og ástæðulaust að fjölyrða um þau Hins vegar er ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni um að af þessum brúarfram- kvæmdum geti orðið á næst- unni. Eins og málum er nú háttað í efnahags- og fjármál- um okkar íslendinga er augljóst að draga verður úr opinberum framkvæmdum og opinberri þjónustu. Það er og viðurkennt i fjárlagafrumvarpi því, sem rik- isstjórnin hefur lagt fyrir Al- þingi en með því er í raun stefnt að samdrætti í fram- kvæmdum hins opinbera á næsta ári. Nú kann einhver að spyrja: hvers vegna þarf að draga úr opinberum framkvæmdum. Svarið er einfalt. Á siðustu ár- um hefur rikisvaldið dregið til sín meira og meíra af aflafé borgaranna. Skattbyrðin hefur þyngzt með hverju árinu, sem liður. Hlutdeild ríkisins og ann- arra opinberra aðila í aflatekj- um þjóðarinnar hefur farið sí- vaxandi og er nú komin á það stig, að við verðum að snúa við blaðinu og draga úr þessari hlutdeild. Vaxandi dýrtíð hefur komið illa við launþega og ein leiðin til þess að bæta lífskjörin án þess að laun hækki stórlega er að lækka skatta en þá þarf á móti að draga úr framkvæmd- um og þjónustu hins opinbera. Við höfum einfaldlega spennt bogann of hátt og nú er orðið timabært að slaka á. Af þessum sökum er fyrirsjá- anlegt að fresta verður mörg- um þörfum framkvæmdum þ. á m nýrri brú yfir Ölfusá. Framkvæmdir við Borgarfjarð- arbrú hafa sætt harðri gagn- rýni, ekki vegna þess, að sú framkvæmd sé ekki i sjálfu sér nauðsynleg, heldur á þeirri for- sendu, að hún standi yfir á röngum tíma. Við íslendingar stöndum frammi fyrir svo alvar- legum horfum í efnahags- og fjármálum okkar, að við verð- um að sýna ábyrgðartilfinningu og við hljótum að gera þá kröfu til ríkisstjórnar og Alþingis, að þessir aðilar gangi á undan með góðu fordæmi og dragí fremur úr framkvæmdum og þjónustu hins opinbera en að hefja endalausa kjördæmasam- keppni um slíkt og leggja svo á nýja skatta og láta almenning borga brúsann. Þetta verður ekki þolað lengur og þess vegna verður m.a. að fresta mörgum þörfum framkvæmd- um, brúargerð o.fl. Á hinn bóg- inn verðum við að gæta þess að ganga ekki svo langt i þess- um efnum, að samdráttur opin- berra framkvæmda stuðli að atvinnuleysi. En Sunnlending- ar mega sæmilega við una í bili, þvi að lagning hraðbrautar austur fyrír Fjall var mikið og heillarikt framfaraspor — og að margra dómi úti á lands- byggðinni gifurleg forréttindi. Það er staðreynd sem ekki verðurá móti mælt. Höfum við efni á útflutningsuppbótum? fjárlagafrumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, er frá þvi skýrt, að í raun þurfi 2200 milljónir króna til þess að standa undir útflutn- ingsuppbótum á landbúnaðar- afurðir á árinu 1 977 en í frum- varpinu er gert ráð fyrir að verja 1800 milljónum króna í þessu skyni. Á yfirstandandi ári er ráðgert að verja rétt innan við 1000 milljónum króna til þessara þarfa en fyrirsjáanlegt er að útgjöld af þessum sökum verða um 1 500 milljónir króna a.m.k. í nýrri skýrslu Rann- sóknaráðs ríkisins um landbún- aðinn er því spáð, að til þess geti komið að óbreyttri stefnu í landbúnaðarmálum, að á árinu 1985 þurfi að flytja úr nær helming dilkakjötsframleiðsl- unnar og þá þarf að sjálfsögðu að greiða svimandi upphæðir með þeim útflutningi. Þjóðin hefur ekki efni á því að greiða níður matvöru til ann- arra þjóða með þessum hætti. Útflutningsuppbætur á land- búnaðarvörur soga einfaldlega til sín alltof mikið fjármagn. Þess vegna er tímabært orðið að staldra hér við og leita nýrra leíða. Það skal hins vegar fús- lega viðurkennt, að hér er eng- in einföld leið fær. Ullariðnaður hefur vaxandi þýðingu i iðnaði okkar, ekki sízt útflutningsiðn- aði. Ef dregið er úr sauðfjár- rækt dregur um leið úr því hráefni, sem ullariðnaðurinn hefur til úrvinnslu. Og við meg- um ekki gleyma því að fjöldi fólks hefur nú atvinnu af iðn- aði, sem er í tengslum við landbúnað En það breytir ekki þeírri staðreynd að niður- greiðslur á útfluttu kjöti eru að ganga út í öfgar Nú verður að taka til hendi og finna viðun- andi millileið Þorvaldur Skúla- son sýnir NOKKUR ár eru síðan Þorvaldur Skúlason hefur efnt til einka- sýningar á verkum sínum, en hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga á þeim tfma, sem liðinn er, frá því hann sýndi sfðast. Það er alltaf nokkur eftirvænting að sjá sýningar frá hendi eins þroskaðs og þekkts málara og Þor- valdur Skúlason er. Hann er nú f fremsta flokka þeirra mann, er fást við að gera listaverk á léreft og pappfr hérlendis, og hann er enn svo hamingjusamur, að vera nokkuð umdeildur, þrátt fyrir þá sögulegu staðreynd, að hann hef- ur stundað myndlist meir en hálfa öld f samfélagi okkar. Þorvaldur Skúlason er einn af þessum eljumönnum, sem alla tíð hafa verið máttarstólpar þess, er við köllum fslenska menningu. Hann hefur langan vinnudag að baki og glæsilegan, og er það alger óþarfi að rekja feril hans sem myndlistarmanns hér, enda eru þessar línur ætlaðar til að vekja áhuga fólks á þeirri sýningu, er nú stendur yfir á Loft- inu hjá Helga Einarssyni við Skólavörðustíg. Mjög hefur verið vandað til þessarar sýningar, og það fer ekki milli mála, að vel hefur tekist. Það eru eingöngu myndir undir gleri, sem hér eru sýndar, gerðar í Gouach, túss og krít. Sum þessara verka eru án efa að nokkru leyti frumdrög eða hugmyndir að stærri og veiga- meiri verkum Þorvalds. En það, sem mér finnst vera sérdeilis skemmtilegt við þessi verk, er, að hér fáum við að sjá hugdettur óbeislaðar og stundum miklu meira lifandi en hin fullunnu verk. Það má bókstaflega segja, að hér dansi form og litur í með- ferð listamannsins, og ef hægt er að kalla einhverja sýningu hressi- lega og fjörmikla, þá á það við að sinni. Þorvaldur afmarkar sér Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON visst formspil og samræmir það litatónum, sem oft eru mjög mis- munandi. Þannig spilar hann á myndræna möguleika í myndflet- inum og nær ýmsum áhrifum, sem eru mjög fjölbreytt í þeim verkum, er hann hefur valið á þessa sýningu. Það er spenna og þróttur i formi og lit hjá Ðorvaldi, sem enginn nær nema einstaka valinn listamaður. Hann gerir mörgum yngri spekingum grikk með þessari sýningu, það er að segja, þeim sem haidið hafa því fram að undanförnu, að Þorvald- ur væri staðnaður og orðinn drag- Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Valdís Óskarsdóttir: Fýlupokarnir Höfundur myndskreytti og gaf út Reykjavik 1976 Valdís Óskarsdóttir sendir frá sér bók sem ber nafnið Fýlu- bítur á íslenskri myndlist. Má ég gauka því að hinum sömu að líta inn á Loftið og sjá þessa verk Þorvalds Skúlasonar. Ég held, að ekki sé farið með rangt mál, þegar ég leyfi mér að fullyrða, að þessi litla sýning Þor- valds á Loftinu sé með bestu sýningum, er ég hef séð frá hans hendi. Það er sannarlega ánægju- legt að sjá, hvernig Þorvaldur hefur áttunda áratuginn með svo fjörmiklum verkum sem raun ber vitni. Þetta er ein skemmtilegasta sýning, sem verið hefur þetta árið hér í Reykjavík, og ég er viss um, að þær 38 myndir, sem til sýnis eru nú á Loftinu, eiga eftir að verða mörgum minnisstæðar og hafa sln áhrif. Ég öfunda Þorvald Skúlason af þessum verkum og einnig Helga Einarsson fyrir að hafa á boðstólum verk af því tagi, sem hér eru á ferð. pokarnir Þetta er fyrsta bók hennar. Fýlupokarnir eiga heima við Séstvallagötu og allir íbúar við þá götu eru fýlupokar. Við nr. 23 býr fýlupokamamma ein- stæð móðir með 9 krili sín. Þau hafa allt á hornum sér og vilja gjarnan koma mannfólki í önugt skap líka Fýlupokamamma setur þau öll i pokann sinn og hjólar með þau að blokk nokkurri Þar skal keppt um hver getur komið sem flestum ibúum hennar í vont skap. Fýlupokakrílin setjast að i munnvikum mannfólksins, toga þau niður á við og þá er viðkomandi örugg- lega kominn í illt skap. Litið fer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.