Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 M0RödN-íp| raff/no \ S Óli var eitt sinn boðinn til erfidrykkju I næstu sveit. Þegar hann kom heim aftur, spurði Pétur hann frétta úr veizlunni. „Fyrst var veitt kaffi og konf- ak,“ sagði Óli, „en þá var ég ekki kominn. Svo var veitt vfn og kökur, en það var nú aðeins fyrir kvenfólkið. Og svo var borið fram öl og brennivfn, en þá var ég úti við.“ —„Þú hefur þá ekki fengið neitt," sagði Pétur. „O-sussu jú. Á eftir voru bar- smfðar og áflog, og þá fékk ég bróðurpartinn." Þyki þér ég vera drengjaleg með hárið svona? BRIDGE / UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR Spil dagsins er óvenjulegt. Það kom fyrir í sveitakeppni milli sterkra sveita. Gjafari Suður, Austur-vestur á hættu. Norður s. D5 h. ÁK4 t. D8642 1. A75 Vestur Austur s. G10872 s. ÁK h. G2 h. D10987653 t. G1093 t.ÁK 1. 43 I. K Suður s. 9643 h. — t. 75 I. DG109862 Spilið var spilað nákvæmlega eins á báðum borðum. Vestur spilaði út hjartagosa og báðir sagnhafar tóku á ás og kóng og létu í tíglana sfna. Síðan var spilað spaða frá blindum. Báðir varnarspilararnir I austur tóku á spaðaás og kóng, en hvað átti nú að gera. Sé spilað hjarta trompar sagnhafi vestur getur ekki yir- trompað en það þýðir auðvitað að austur á trompkóng og sagnhafi mun alls ekki svína trompi, heldur taka á trompás og ná kóngnum blönkum. Báðir spilararnir á austur spiluðu þvf tígulkóng en það var alveg sama. Spilararnir f suður hugsuðu báðir á sama veg; Fyrst austur spilar ekki hjarta, til að vestur yfirtrompi, þá á hann lauf- kóng. Á báðum borðum trompaði sagnhafi því tígulinn frá austri, tók síðan á trompás blinds og átti alla slagina, sem eftir voru, þegar kóngurinn kom í. 5 lauf dobluð og unnin á báðum borðum. ///* 1 sjálfsafgreiðsluverzluninni! Húsmóðirin: Nú hefur vinnu- konan sagt upp vistinni. Hún sagði að þú hefðir verið svo ósvffinn við sig f sfmanum f morgun. Húsbóndinn: Æ, hvað er þetta? Ég hélt að ég væri að tala við þig. Frúin: Á morgun verða hér tveir gestir og borða hjá okk- ur. Þerna: Nú, hvernig á ég að hafa matinn? Svo góðan að þeir komi aftur, eða svo vond- an, að þeir komi aldrei aftur? Allsstaðar hendir fólk tyggjó- inu sfnu! Spákonan: Ég sé það glöggt, að þér verðið fyrir einhverju tjóni, missið eitthvað — en ég get ekki séð, hvað það er — ef til vill regnhlífin yðar, ef til vill maðurinn yðar. Þú hefðir aldrei átt að spyrja hana um spftalavistina! (VELVAKANDI Verda ad skilja í vissum tilfellum „Kæri Velvakandi. Ég hef ætlað mér að skrifa um þetta mál í um það bil eitt ár. Ég er 19 ára gömul stúlka sem er búinn að vera gift í tæpt ár og á tæplega eins árs son. Og eins og algengt er um ung hjón með smá- barn komumst við örsjaldan út að skemmta okkur. Er alloft skemmt fyrir okkur á þann hátt að ég kemst ekki inn á skemmtistaðina, sem eru með vínveitingar. Nú er maðurinn minn 21 árs svo það er ekki neitt vandamál með hann og nú um daginn fannst mér mælir- inn fullur. Maðurinn minn og nokkrir kunningjar hans héldu smá-veizlu og ætluðu á einn skemmtistað hér í bæ á eftir. Var ætlunin að hittast inni á þessum umrædda skemmtistað, ég og strákarnir. Ég beið í bióröð upp undir hálftfma áður en ég kom að dyrunum. Þar var ég stöðvuð og spurt um nafnskírteini. Ég dró upp giftingarvottorð ásamt nafn- skírteini og lét dyravörðurinn lauslega á þessi skilriki og sagði: Þú ert ekki nógu gömul og vísaði mér frá. Eg er ekki ein af þessum persónum, sem getur hugsað sér að standa fyrir utan svona stað langt fram á nótt í kuldanum, svo ég tók strætó heim, borgaði barnapíunni það sem henni bar og sendi hana heim til sfn. Sem sagt kvöldið var eyðilagt fyrir mér og líka manninum mfnum, þvi hann kom heim kl. 12 á mið- nætti því að ég mætti ekki á þeim stað eða tíma, sem ákveðinn hafði verið. Maðurinn minn beið i klukkutíma á þessum stað innan- húss, sem ákveðinn hafði verið til að hittast á. Nú vil ég vita hver réttur minn er í sambandi við þessa staði ef hann er nokkur eða hvort forráðamenn þessara staða hafa nokkra ákveðna stefnu i þessum málum. Nú ætla ég að koma fram mínu áliti á þessu. 1 sambandi við lögin, um það að karl og kona megi gifta sig 18 ára gömul. Fyrst 18 ára persóna er nógu þroskuð til að fara að stofna heimili og eignast börn hlýtur hún að vera nógu Það kemur stúlka frá skrifstofunni hingað með bréf eftir fáeinar mfnútur, sem þú þarft að undirrita! Sagnir gengur eins á báðum borðum Suður Vestur Norður Austur 3 lauf pass 3 grönd 4 hjörtu pass pass Dobl pass 5 lauf pass pass Dobl Aliir pass Framhaldssagð eftif Georges Símerton Jóhanna Kristfónsdótttr þýddt 10 Énginn hefur heyrt nokkurn skapaðan hlut og þó hafði verið hleypt af skoti, sennilega aðeins tvo metra frá honúm, að því er sérfræðingarnir telja ... Bara ef byssan hefði fundizt. Þá hefði verið hægt að fmynda sér að Staurfótur hefði verið orðinn leiður á þessu öllu og ... Varaborgarstjórinn er að telja punktana sfna og tautar eins og það sé svar við öllum spurning- um: — Hver fjárinn! Hann var bara skrftinn ... Það var hann! En hann er dá- inn! Og það sem meira var: ein- hver tók sig til og myrti hann. Og Felicie hefði laumazt á brott frá jarðarförinni og farið til Parfsar til að horfa f búðarglugga og borða rjómakökur, drekka púrt- vfn og aka um f járnbrautarlest eins og ekkert hefði gerzt. Mér þætti gaman aö vita hver mun búa f húsinu. Samtal spilamannanna er slit- rótt og Maigret hlustar ekki, hann heyrir bara tautið f þeim. Hann svarar þeim ekki og segir að það muni Felicie gera. Hann dreymir. Myndir birtast fyrir sjónum hans og hverfa á ný. Hann hefur enga skýra tilfinningu fyrir stund og stað ... Nú liggur Felice sjálfsagt f rúminu sfnu og les ... Hún er ekki hrædd enda þótt hún sé alein f húsinu, þar sem húsbóndi hennar var myrtur ... Bróðirinn Ernest Lapie, sem er sárreiður vegna erfðaskrárinnar ... Ekki vegna þess hann þurfti á pening- unum að halda ... heldur fær hann ekki skilið að bróðir hans ... bezt byggða hús f öllum bænum ... Hver er það sem segir það? Sennilega Forrentin. — Alveg ágætis hús ... hæfi- lega stórt og þó viðráðanlegt... Maigret sér fyrir sér bónaðan stigann. Það er hægt að segja ýmíslegt Felicie tíl hnjóðs en hún heldur húsinu f frábæru standi. Eins og móðir hans var vön að segja: Það væri hægt að sleikja gólfið án þess að óhreinka sig ... Dyr til hægri ... herbergi gamla mannsins ... dyr til vinstri ... herbergi Felicie ... úr hennar herbergi eru dyr inn f annað her- bergi, nokkuð stórt þar sem alls kyns húsgögnum ægir saman. Maigrct hrukkar ennið. Það er ekki hægt að kalla það hugboð og enn sfður mótaða hugmynd. Hann hefur bara einhverja óljósa og óskilgreinanlega hugmynd um að kannski sé eitthvað bogið við það. — Þegar ungi maðurinn bjó þar, segir Lepape. Maigret hrekkur við. — Eigið þér við frændann? — Já ... Hann bjó hjá kallinum f hálft ár fyrir svona ári ... Ilann var eitthvað heilsutæpur. Honum hafði verið sagt hann myndi hafa gott af þvf að fara upp fsveit, en hann var öilum stundum f Parfs. — t hvaða herbergi svaf hann? — Ja, það var nú það skrftna. Lepape deplar augunum. Forrentin er ekki dús við það. Hann vill ekki neitt neikvætt tal um þorpið sitt þar sem honum finnst hann einráður. — Það skiptir engu máli, mót- mælír hann. — Ja, hvernig sem þvf var nú háttað með þann gamla og Feticie ... Nú skal ég segja yður dálftið, lögregluforingi ... Þér vitið- hvernig hagar til í húsinu ... hægra megin við stigann er að- eins eitt herbergi sem Staurfótur hafði. ... Hinum megin eru tvö en það verður að ganga í gegnum annað tii að komast inn f hið seinna ... Þegar ungi maðurinn kom lét Staurfótur hann fá sitt eigið herbergi og tók sjálfur her- bergið hinum megin — það er innaf herbergi Felicie. — Var kannski betra að láta ungan mann, átján ára gamlan, og unglingsstúlku vera saman? — Ég sagði það ekki... ég sagði það ekki, segir Lepape og er drýgindalegur á svip. Ég er ekki að gefa neitt f skyn. Ég er bara að segja að sá gamli bjó þarna nán- ast inni á gafli með Felicie en frændinn var látinn f hitt her- bergið ... Einhverjir sögðu að þar hefði eitthvað gerzt.... Maigret er ekki að hugsa um það. Ekki vegna þess hann frfi miðaldra og gamla menn við allrí náttúru. Og auk þess ber að lfta á að Staurfótur var ekki nema sex- tugur að aldri og að mörgu leyti hress maður og sprækur. Það kemur bara ekki hcim við þær hugmyndir, sem hann gerir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.