Morgunblaðið - 31.12.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.12.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 51 Fríiö byrjar um leiö og komið er ó Hótel Loftleiðir Tafir í vöru- afgreiðslu á Kastrup VEGNA óvenju mikilla kulda og snjókomu í Danmörku hafa orðið nokkrar tafir á vöruafgreiðslu á Kastrupflugvelli. I frétt frá Flug- leiðum segir, að starfsmenn flug- félagsins SAS hafi boðað til vinnustöðvunar þar til veðrinu slotaði og af þeim sökum hefur SAS tilkynnt, að ekki verði tekið á móti vörum á flugvellinum og að vörur, sem þar eru, verði ekki afgreiddar til flutnings. Vill þvf fraktdeild Flugleiða beina þeim tilmælum til viðskiptamanna að þeir beini vörusendingum um Luxemborg en þaðan eru dag- legar ferðir hingað. Lúkarsstemning í Eyjabáti. . . LUKÁRSSTEMNING. Sigurgeir f Eyjum tók þessa spjallmynd um borð f aflaskipinu Frá f Vest- mannaeyjum, en nú er vetrarvertfð f námunda og sjómenn vinna við að gera klárt. Þegar Sigurgeir bar að garði á Frá var bullandi lúkarsstemning með tilheyrandi bröndurum og mergjuðum sögum, ef til vill úr siglingum, eða landlegum einhvers staðar f góðri höfn. Kempurn- ar á myndinni skemmta sér að minnsta kosti vel, en frá vinstri er liðið skipað: Halldóri Waagfjörð vélstjóra, Ingva Geir Skarphéðinssyni skipstjóra, Willum Andersen skipstjóra, Óskari Þórarinssyni skipst jóra á Frá og Pétri Andersen vélstjóra. Frá Helga ólafssyni , fréttaritara Mbl. á Raufarhöfn:. JÓLIN fóru vel fram á Raufar- höfn. Héldu menn hér gleðileg jól og sóttu messur vel, enda allir við góða heilsu. Hér er búin að vera veðurblfða að segja má undanfarin ár.með smááminning- um þó um það, að við búum á norðurhjara veraldar. Það sem af er vetri hefur tfð verið góð og varla hægt að segja að snjór hafi látið sjá sig, en þó er svell og klaki ájörð. Það ár sem nú er senn á enda hefur verið Raufarhafnarbúum nokkuð hagstætt. Rekstur frysti- hússins og togarans sem gengið hefur erfiðlega virðist vera að færast í betra horf. Hefur stað- setning okkar á kanti landsins og f jarlægð til miða háð okkur, en nú gera menn hér sér vonir um að þetta Iagist, sérstaklega hvað við- kemur dagróðrarbátum, með vel- heppnaðri útfærslu á landhelg- inni. Hér er undirbúningur að loðnu- móttöku f fullum gangi og gerum við okkur vonir um að fá sem mestan skammtinn af loðnuafl- anum á komandi vertfð, en þessi starfsemi verksmiðjunnar er staðnum ákaflega mikilvæg vegna dræmrar atvinnu annarra fyrir- tækja á þessum árstfma. Að undanförnu hafa menn verið að reyna lfnuróðra héðan en sú sókn hefur verið frekar treg og hið sama má segja um netaveiðar sem menn hafa einnig reynt sfðustu vikurnar. Upplagður afli á árinu sem er að lfða nemur um 3200 tonnum hjá frystihúsi, 2453 frá skuttogar- anum Rauðanúp og 747 tonnum frá smábátunum, og aðrir aðilar hafa verkað 112 tonn af saltfiski. Þá fékk verksmiðjan um 16000 tonn af loðnu á árinu, og einnig verkuðu menn grásleppuhrogn að vanda fyrri hluta árs. Brúttóút- flutningsverðmæti sjávarafurða reiknast mér vera um 675 milljón- ir króna fyrir 500 íbúa hreppsins, en þeim fer alltaf fjölgandi. Skiptast þessar 675 milljónir svo: Frystihús 360, síldarverksmiðja 200, grásleppuhrogn 85 og um 30 milljónir frá öðrum aðilum. Hinn 6. desember sfðastliðin var stofnuð hér á staðnum björgunarsveit og hlaut hún nafn- ið Pólstjarnan. Tilgangur þess- arar sveitar sem og annarra, er að veita aðstoð ef einhver er í neyð. Það var gífurlegur áhugi á stofn- un þessarar björgunarsveitar og voru stofnfélagar 70 talsins. Fyrsti formaður var kosinn Gfsli Hafsteinsson og þeir Hilmar Agústsson og Árni Pétursson voru kosnir meðstjórnendur. Helgi HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Notalegur bar. Hárgreiðslu-, snyrti- og rakarastofur. Morgunkaffi í ró og næði. Ekkert basl með töskur og leigubíla snemma morguns - héðan er haldið beint á flugvöllinn. Þeir sem eru að fara utan bæta heilum degi við fríið með því að gista hjá okkur-eina hótelinu með sundlaug og sauna baði. Veitingar í Blómasal alla daga. Hótel Loftleiðir er heill heimur út af fyrir sig. Miðalda- menn sælir í sæluhúsi VEGAGERÐIN mokaði sl. þriðjudag Mánárskriðurnar á Siglufjarðarleiðinni, en um kvöldið lokuðust þær aftur vegna snjóa. Slangur af fólki tepptist þá við Skriðurnar og gisti f sæluhúsinu þar en allir voru sælir innan dyra. I þeim hópi voru hljómsveitin Mið- aldamenn sem voru að koma af dansleik f Hrísey, en til þess að halda á fólki hita f sæluhúsinu munu þeir hafa tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið i Hrísey. Bfll frá bænum var síðan sendur í Skriðurnar í fyrradag til þess að aðstoða fólkið og gekk það vel. Það eru svona 4—5 tonn á lfnuna hérna núna. —m.j. 675 miUj. kr. útflutnings- verðmæti er hlutur 500 íbúa Raufarhafnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.