Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 Umsjón: Rúna Gfsladóttir og Þórir S. Guðbergsson. Barna- og fjöiskyldusíða Morgunblaðsins f Gaml- árs- kvöld SEM vonlegt er hlökkum við flest mikið til gaml- árskvölds. Þá gerist svo margt spennandi, sem aldrei gerist annars. Mörg börn hafa lagt drjúgan skerf af mörkum til þess að gera stóra og myndarlega brennu, og nú ætlum við að kveðja áriö, sem liðið er og kem- ur aldrei aftur. Við gleðj- umst saman — öll fjöl- skyldan — og við megum til með að láta gleðina endast út gamla árið og helst vel fram það nýja. Og hvernig skyldi það helzt gert? Við látum okkur líða vel saman innanhúss og boróum góðan mat, en síðan förum við út og kveikjum á brennu og skjótum upp flugeldum. Ef okkur er ljóst, hve mikil alvara verður að fylgja því, þegar farið er með eld — og högum okk- ur eftir því, þá höfum við góða von um að geta haldið gleðinni fram á nýja árið. Þeir eru því miður nokkuð margir, J sem hafa skaðazt alvar- lega á gamlárskvöld, sér í lagi vegna þess, að flug- eldar eða anna púðurefni hefur sprungið í höndum þeirra eða rétt hjá þeim, jafnvel við andlit. Verum því varkár — leggjum ekki í neina tví- sýnu með sprengiefnin. Og við foreldrar — fylgj- umst vel með þvf, hvað börn okkar aðhafast og hvað þau hafa undir höndum. Ábyrgðin er okkar. Helgisaga eftir sr. Friðrik Friðriksson Einu sinni fyrir mörgum öldum lá á stóru, sléttu túni við Eyjafjörð mikill staður og margar stórar byggingar. Það var klaustur. Stór maður og mikill vexti sat þar inni í einum klefa sínum og var með stórt pergamentsblað fyrir framan sig. Hann var ákaflega þungt hugsandi og stóð stundum upp og gekk um gólf. Svo hrökk hann allt í einu við, því að klukkna- hringing náði eyrum hans. Hann lokaði skjalið inni í skáp og gekk út til kirkju. Allir bræðurnir voru þar sam- an komnir til aftansöngs. Hann settist í sérstakt sæti, því að þetta var príorinn. Svo hlýddi hann á tíðasöng, og að honum loknum fóru bræð- urnir að ganga út, en prior- inn varð eftir. Hann sat graf- kyrr, þangað til sá seinasti var út genginn; þá gekk hann fram og lokaði kirkjunni og gekk síðan inn að altarinu og kraup niður við gráturnar. Hann var lengi, lengi á bæn, og kvöldið leið og nótt- in kom, og enn lá hann á knjám sínum og sökkti sér niður i djúpa íhugun. Þá heyrði hann eitthvert þrusk, og síðan heyrði hann ekka, eins og í einhverju barni, sem búið er að gráta lengi og orðið þreytt, svo að aðeins er eftir snökkt og niðurbældur ekki. Svo heyrðist honum, að það væri verið að þruska við krikjuhurðina. Hann gekk fram og lauk upp hurðinni. Þá sá hann lítinn dreng sitja eins og yfirkominn af harmi og úrvinda á dyrahellunni og halda höndunum fyrir augu sér. Príorinn kom við öxlina á honum og sagði: „Hví grætur þú, barn, og hvaðan ertu?" Drengurinn leit upp, og hin társtokknu augu mændu stór og björt upp á príorinn. „Ég á engan að," sagði drengurinn. „Ég kom frá Hólastað og fæ ekki að vera þar lengur." „Hefur þú átt heima á Hól- um?" spurði príorinn forviða, „og hvernig ertu hingað kominn?" „Ég hraktist yfir fjöll og firnindi hingað." „Ertu frá þér?" sagði príor- inn, „þú, svona lítill!" „Já, en má ég dvelja hér á staðnum dálitinn tíma?" „Ég veit ekki; þú ert svo ungur, og viðtökum ekki svo unga drengi. En komdu inn í kirkjuna með mér, og svo skulum viðtala saman." Drengurinn stóð upp, og sýndist príornum hann vera stærri en hann hafði haldið áður. Hann var á að gizka tólf ára. Þeir gengu inn og sett- ust rétt hjá altarinu, og príor- inn spurði að nafni hans. „Ég heiti Órýmir." „Það var undarlegt nafn." „Já, það er ekki rúm fyrir mig á Hólum nú. Er rúm fyrir mig hér?" „Já, i nótt, það skal ég sjá um.” „Hvað varstu að gera hér inni?" spurði drengurinn. „Ég var að biðjast fyir „Er þér þungt um hjartað?" Priorinn leit á hann hvöss- um augum. Drengurinn horfði framan í hann og aug- un voru enn tárfyllt, en það var Ijómi ( þeim, og príorinn leit niður. Það fór hrollur um hann. „Getur þú ekki beðið, þótt ég sé hjá þér?" sagði dreng- urinn. Þeir krupu niður saman. Priorinn tók að biðja í hugan- um, en hann vissi ekki, hvernig það var; það komu upp i huga hans alls konar myndir frá fyrri dögum, myndir, sem særðu, myndir af ýmsu, sem var gleymt, myndir af æskusyndum, sem enginn vissi af; svo kom myndin af pergamentsblað- inu, sem lá inni í skápnum hans. Honum fannst hann hafa blaðið í hendinni, og það sveið undan þvi. Hann fann, að hann var að drýgja synd með þeim samn- ingi, sem næsta dag átti að undirritast á það. Hann sá, að það var ásælni klaustrinu til handa, ef hann þvingaði ekkjuna, sem átti að undir- skrifa þetta gjafabréf. En það var mjög dýrmætt fyrir klaustrið að fá það. Allt í einu hrökk hann við, því hann heyrði drenginn segja: „Mér er kalt, er rúm fyrir mig hér?" Príorinn hafði gleymt drengnum. Hann hrökk upp úr hugsunum sínum. Drengurinn horfði fast á hann: „Þarf ég að fara héðan líka; þrjátíu silfurpeningar. Það var blóð á þeim?" Hann sagði þetta eins og við sjálf- an sig. Priorinn bliknaði: „Hvað áttu við? Bað ég upphátt?" „Nei", sagði drengurinn mjög hægt. „Þess þurfti ekki! Það var einn af postulunum." Priorinn varð mjög óróleg- ur. „Komdu með mér inn," sagði hann. Svo gengu þeir inn. Príorinn tók drenginn með sér inn í einkaherbergi sitt og sagði: „Hér er stór dúkur, sem þú getur vafið um þig og lagzt þarna I hvilbeðinn. Drengur- inn gjörði svo. Brátt var hann sofnaður. Príorinn lauk upp skápnum og tók pergaments- blaðið út. Hann horfði lengi eins og hugsi. „Þrjátíu silfur- peningar. Blóðpeningar," Leikföngin hennar Nínu Nína litla lagðist á kodd- ann sinn, hreinan og mjúk- an. Hún var þreytt, en sæl og ánægð. Þessi dagur hafði verið skemmtilegur, og hún mundi seint gleyma honum. Síðasti dagur gamla ársins, hafði mamma sagt. Nína skildi, að það þýddi, tíminn, sem væri lið- inn, mundi aldrei koma aft- ur. Mamma sagði þetta með angurværð í röddinni, nærri klökk. En Nínu fannst það ekki svona al- varlegt. Hana langaði ekk- ert sérstaklega til að liðni tíminn kæmi aftur. Dagur- inn, sem nú var liðinn mátti vel koma aftur, en allir hinir dagarnir? Nei, hreint ekki. Hún, sem var alltaf að keppast við að stækka og hlakka til að verða stór eins og Sigga og Maja á efri hæðinni. Það var bara gott, að liðnu dag- arnir kæmu aldrei aftur. Nína brosti með sjálfri sér, þar sem hún lá í hlýja rúminu sínu. Allt í kring- um hana, á koddanum, undir sænginni, til fóta og við höfðagaflinn voru bangsar og brúður, og þarna undir rúmi lá gamli tuskuapinn. Hann var orð- inn slitinn og snjáður, og annar handleggurinn dott- inn af. Einu sinni hafði hann verið bezti vinur Ninu, en nú átti hún marg- ar nýrri brúður og bangsa, svo að slitinn api var einsk- is virði lengur í hennar augum. Allt í einu var eins og væri að færast líf í hann. Hann deplaði augunum og sneri til höfðinu. Síðan reis hann upp á olnbogann á handleggnum, sem eftir var. Hann leit í kring um sig, en brölti síðan á fætur. Hann burstaði af sér rykið, svo í ljós kom að röndóttu gallabuxurnar hans voru alls ekki sem vérstar. Nlna starði á apann sinn, þar sem hann stóð við rúmið hennar. Hún settist upp og neri augun, og horfði síðan aftur á apann. Jú, það var ekki um að villast. Hann stóð þarna ljóslifandi. „Hæ,“ sagði hann var- lega. „Hæ,“ svaraði Nina undrandi. „Kanntu ð tala?“ Apinn svaraði henni ekki, heldui leit hann á Lísu, stóru, fallegu nýju brúðuna. „Viltu koma í leik?“ spurði hann, „og þið öll líka?“ Hann beindi augun- um til Bangsa og hinna brúðanna I rúminu hjá Ninu. Nína starði á það eins og í leiðslu, hvernig brúðurn- ar og dýrin hennar tíndust upp ur rúminu hennar og stukku niður á gólf til ap- ans. Eftir örstutta stund var líf og f jör í herberginu, apinn var stjórnandinn og hann fór fremstur í þrauta- kóng, en allar brúðurnar og dýrin komu í halarófu á eftir honum og gerðu sér far um að leika allar listir apans. Nina sat í fyrstu kyrr og var alveg undr- andi, en brátt hreyfst hún með, og hvatti leikföngin sín til þess að halda áfram. Aldrei hafði henni dottið i hug, að leikföngin hennar væru svona skemmtileg, og sizt af öllu gamli, slitni ap- inn. Nú virti hún hann fyr- ir sér með aðdáun. Apinn virtist hafa óþrjót- andi hugmyndaflug. Hann | fór í hvern leikinn á fætur öðrum, og hafði allan leik- fangahópinn með sér. Meira að segja kubbarnir hennar Nínu voru farnir að velta sér á eftir öllum brúðunum og dýrunum. Og gluggatjöldin feyktust til og frá. Og Nína var komin ? út á gólfið og tók þátt í < leiknum. „Gleðilegt nýár,“ sagði mamma í dyragættinni. „Nú er mál að vakna.“ „Ha? Hvað?“ Nína sett- ist snöggt upp í rúminu sínu og neri augun. Hún V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.