Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 3
Mokafli á Halanum og í Þverál MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 3 Sumir togaranna fengu allt að 200 tonn á fjórum dögum FRA ÞVl á jólum og þar til á nýársdag var mokafli hjá tslenzku togurunum á Halanum og I Þverál. Mun vera langt sfðan að afli togaranna hefur verið svona mikill og algengt var að skipin fengu 20—30 tonn I hali og sumir togaranna náðu jafnvel allt að 50 tonnum ( hali, auk þess sem oft kom fyrir að pokinn rifnaði er verið var að hffa inn. Togararnir, sem voru á þessum slóðum fylltu sig allir, og sumir jafnvel tvisvar. Tveir Reykjavfkurtogarar, Ingólf- ur Arnarson og Hrönn komu til Reykjavfkur f gær, og voru báðir með yfir 300 tonn. Þá komu Harð- bakur og Kaldbakur með yfir 300 tonn hvor til Akureyrar, en sök- um þessa mikla afla varð að senda þriðja Akureyrartogarann Svalbak, sem einnig var með yfir 300 tonn til Húsavfkur og sá fjórði, Sólbakur, var sendur til Þingeyrar með 160 tonn. Þá komu tsafjarðartogararnir allir inn með fullfermi f vikunni. Sigfús Schopka fiskifræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að þau sýni, sem hann hefði fengið sýndu að hér væri um fslenzkan þorsk að ræða af árgöngunum 1972 og 1973. Þorsk- árgangurinn frá 1972 er talinn vera f meðallagi, en árgangurinn frá 1973 er yfir meðallagi og hafa fiskifræðingar vonað að hægt yrði að nota hann til að byggja upp þorskstofninn. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins Norðurtanga á ísafirði, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að það færi ekki milli mála að sérstaklega góð veiði hefði verið hjá togurunum að undanförnu og tvfmælalaust hefði síðasta vika ársins verið bezta aflavikan á árinu. „Sjómönnum ber saman um að mjög mikið fiskmagn hafi verið á Halanum og í Þverál, en fiskur- inn virðist hafa horfið á þessum slóðum um leið og SV-áttin kom,“ sagði Jón Páll. Hann kvaðst vita um þó nokkra togara, sem hefðu fengið allt að 200 tonn á 3—4 dögum. „Sumir sjómenn hafa sagt að fara verði allt aftur til ársins 1952 til að finna sambærilega aflahrotu," sagði hann. Togararnir voru yfirleitt að veiðum 10—20 sjómflur inni f ísn- um, og áttu margir hverjir fullt f fangi með að komast út úr honum aftur. Að sögn Jóns Páls komu allir Isafjarðartogararnir inn á gaml- árskvöld með mjög góðan afla, nema Guðbjörg, sem kom með fullfermi á nýársdag. Garðabær: 14 ára piltur varð úti á nýársnótt UNGUR piltur, Guðjón Sigurður Hermannsson, varð úti á nýárs- nótt f Garðabæ. Fannst Ifk hans um hádegisbil á nýársdag. Guð- jón heitinn var 14 ára gamall, fæddur 7. desember 1962. Hann átti heima að Goðatúni 5, Garða- bæ. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar í Hafnarfirði, kom Guðjón heit- inn heim til sfn á nýársnótt, lík- lega um tvöleytið og skipti þá um föt. Fór hann út aftur og var sfðast vitað um hann f hópi ung- linga við nýja gagnfræðaskóla- byggingu í Garðabæ. Var það um klukkan hálfþrjú um nóttina. Það var svo skömmu fyrir klukkan eitt á nýársdag að lfk Guðjóns fannt í skafli skammt frá Vífilsstaðavegi, á móts við húsið Sveinatungu. Er þetta um 200 metra frá heimili Guðjóns í beina stefnu á skólann. Þykir einsýnt að Guðjón hafi verið á leið heim til sín. Veður var slæmt þessa nótt, snjókoma og skafrenningur. Jón Árnason, fyrrum bankastjóri, látinn JÓN Arnason, fyrrverandi banka- stjóri, andaðist f Reykjavlk fyrir áramótin. Hann var 91 árs að aldri. Jón fæddist að Syðra-Vallholti f Seyluhreppi í Skagafirði og voru foreldrar hans Árni Jónsson, smiður og bóndi f Borgarey, og Guðrún Þorvaldsdóttir. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri 1905 en vann næstu 10 ár við sveitastörf og sjóróðra, auk þess sem hann fékkst við farkennslu á vetrum. Arin 1916—17 dvaldist Jón i Kaupmannahöfn og kynnti sér starfsemi kaupfélaga en þegar heim kom réðst hann til starfa hjá Sambandinu. Hann varð sfðar framkvæmdastjóri útflutnings- deildar, og gegndi því starfi allt til ársloka 1945, er hann varð bankastjóri Landsbanka íslands. Þvf starfi gegndi hann til 1954 en réðst þá um 2ja ára skeið sem bankastjóri hjá Alþjóðabankan- um í Washington í umboði Norð- urlandanna, eða þar til hann komst á eftirlaun. Jón átti á sfnum tfma sæti í ýmsum samninganefndum ls- lands um viðskiptamál við önnur rfki, átti sæti f bankaráði Lands- bankans og formaður þess um árabil eða þar til hann varð bankastjóri, og átti einnig sæti f bankarði Alþjóðabankans. Á ár- unum 1923 til 1945 var hann einn- ig skipaður af stjórnvöldum f stjórn Eimskipafélagsins og átti einnig sæti I stjórn Sölusambands fsl. fiskframleiðenda um árabil. Jón var heiðursféllagi Sambands ísl. samvinnufélaga og sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu með stjörnu 1952. Sigurjón Stefánsson ÞAÐ ER orðið nokkuð langt slðan maður hefur komist I viðlíka aflahrotu og þá, sem verið hefur á Halanum og I Þverálnum nú að undanförnu og það eru orðin allmörg ár sið- an ég hef þurft að hætta að toga og leggjast í að- gerð,“ sagði hinn reyndi togaraskipstjóri Sigurjón Stefánsson í samtali við Morgunblaðið í gær en í gærmorgun kom Sigur- jón til hafnar á skipi sínu, Ingólfi Arnarsyni, með yfir 300 tonn af þorski eða fullfermi. í samtalinu við Morg- unblaðið sagði Sigurjón, að í þetta sinn hefðu tog- araskipstjórarnir mátt passa sig á því að toga ekki of lengi, sem væri sjaldgæft á síðari árum, þó svo að menn hefðu reynt að gæta sín, hefði stundum komið fyrir að pokinn hefði rifnað i híf- ingu og fiskurinn farið í sjóinn á ný. „Sum hölin sem við fengum voru það stór, að allt ætlaði að slitna niður, en f stærsta hal- inu, sem við náðum voru ein 35 tonn. Auk þess, sem hölin voru mjög stór og erfitt við þau að eiga, var ekki sfður erfitt að vera á veiðum þarna langt inni í isnum og sumir togaranna munu vera eitthvað dældaðir eftir að hafa rekist utan f fs- jaka. Þá var einnig oft erfitt að koma trollinu f sjóinn, þegar ísinn var sem þéttastur," sagði Sigurjón. Sigurjón kvað fiskinn vera mjög blandaðan, mikið væri af millifiski og smáum millifiski i aflanum. „A þessum slóðum voru allir fslenzku togararnir nema þeir austfirzku. Það er engan veginn gott að allir skuli sífellt ráðast i þorskinn, en verðið á þorskinum er það hátt, að allir sækjast í hann,“ sagði Sigurjón að lokum. Gögn send saksóknara STEINGRIMUR Gautur Kristjánsson setudómari í hand- tökumálinu sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði nú sent þau gögn málsins sem fyrir lægju til saksóknara- embættisins. Hefðu gögnin verið send með þeirri ósk, að rfkissak- sóknari tæki stefnumarkandi ákvörðun um áframhald málsins. Væri þetta m.a. gert til þess að ekki þyrfti að koma til framhalds- rannsóknar þegar rannsókn væri lokið og öll gögn málsins hefðu verið send til saksóknarans. Hitaveitu- gjöld hækka RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum fyrir áramótin að heimila Hitaveitu Reykjavikur hækkun á hitaveitugjöldum um 10% frá 1. janúar að telja. Hita- veita Reykjavikur hafði farið fram á 15% hækkun gjalda. Jafn- framt var hitaveitum á Selfossi, Ólafsfirði, Hvammstanga og Sauð- árkróki heimiluð hækkun á gjöld- um sfnum en hækkunin er nokk- uð mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Formenn bankaráða skipaðir FORMENN bankaráða rfkisbank- anna voru skipaðir skömmu fyrir áramðt. Jón Skaftason, alþingis- maður, var skipaður formaður bankaráðs Seðlabanka Islands og Sverrir Júlfusson varaformaður. Arni Vilhjálmsson, prófessor, var skipaður formaður bankaráðs Landsbanka tslands og Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri, varaformaður. Ólafur Björnsson, prófessor, var skipaður formaður bankaráðs Útvegsbanka Islands og Alexander Stefánsson, sveitar- stjóri, varaformaður. Stefán Valgeirsson er formaður bankaráðs Búnaðarbanka tslands. „Það er orðið langt síðan ég hef þurft að leggj- ast í aðgerð,, segir Sigurjón Stefánsson skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni FERÐAMIÐSTOÐINNI Aðalstræti 9, sími 1 2940 og 1 1 255 H0PFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR 19. feb. — 25. feb. í tilefni byggingavörusýningarinnar "Byggeri for milliarder". Sýning, sem á erindi til allra I byggingaiðnaðinum. Notfærið ykkur þá hagkvæmni, sem hópferð býður upp á Innifalið í verði er flugfar, gisting, morgunverður, ferðir milli flugvallar og hótels og aðgöngumiði að sýningunni. Verð aSeins kr. 44.600.- buikli COPENHAGEN 19/2-27/2 DttttflttÉBft&ftfc áðiMiiai'iaiasg THE SCANDINAVIAN BUILDING EXHIBITION Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum og ávallt á hagstæðustu fargjöldum sem völ er á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.