Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 Hvað boðar nýárs blessuð sól? (Lúk. 2, 21) Já, hvað? Ekki veiztu það. Það er þrátt fyrir allt ýmislegt, sem maður raunsæis- og vísindaaldar veit ekki og getur ekki vitað. Hann veit, hvernig á að komast til tungls- ins. En varla hvar hann stígur niður fæti í næsta spori. En nú var verið að syngja hér sálm. Og þar er mikið sagt, margt og mikið fullyrt. Og allt ósannanlegt. Jafn órökstutt fyrir sem eftir daga Darwins og Marx og Einsteins: ,,í hendi Guðs er jörð og sól.“ „í hendi Guðs er hver ein tíð, f hendi Guðs er allt vort strfð" Hvernig leyfist að fullyrða slíkt? Og hvaða barna- skapur, að Guð hafi hönd! Svo frumstætt tal gæti verið auðvelt skotmark fyrir háþróaða hugsun. Samt er nú viðurkennt, að þetta sé fallega mælt. En hvernig er hægt að taka undir svona kenningu, svona afdráttarlausa, svona að þvf er virðist átakalausar staðhæfingar? Hvar eru rökin, hver er heimildin, hvert er umboðið? Leyndardómur þessa sálms er sá, að hann boðar trú, kristna trú, hann er bergmál af þvf, sem Biblfan segir, hún er heimildin, umboðið er frá Jesú Kristi. Prestur- inn Matthías játar í þessum sálmi og boðar, eins og kirkjan gerir, hefur gert og gera mun. Það er mikið sagt í þessum sálmi, eins og f mörgum öðrum, eins og í kristnum játningum og trúarvitnis- burði yfirleitt, mikið um Guð og heim og ár og daga og líf. Og allt ósannanlegt, gersamlega. Það væri illa verjanlegt, ef hér væri verið að lýsa niðurstöðu af rannsókn, í nafni vísinda. Hér er verið að játa trú, trú á Guð, traust á Guði. Kristindómur er í einu orði sagt að treysta Guði, eins og hann hefur borið sjálfum sér vitni, og forsenda traustsins, lífskveikjan, er að hann hafi borið sér vitni á þann veg, að ég treysti honum, trúi. Þetta er f sjálfu sér einfalt mál. En furðulega misskilið samt og á marga vegu mistúlkað. Kirkja Jesú Krists er rödd, sem segir: Ég veit á hvern ég trúi, veit á hverjum ég hef fest traust mitt. Þetta er ekki neins konar drembileg yfirlýsing, eins og verið væri að miklast af þrekvirki. Það er auðmjúk þakkartjáning, eins og þegar verið er að viðurkenna ómetanlega velgjörð. Ef ég votta öðrum traust þá er slíkt aldrei neitt, sem ég sé að miklast af, ég hef ekki gert uppgötvun til að færa á afrekaskrá, ég hef þegið, ég hef tekið við því, sem annar gaf, sá, sem vakti mér traustið á sér. Traustið á góðum Guði, trúna, eignast og á enginn eins og sjálfsagðan hlut. Sú trú er ekki til, sem sé friðuð fyrir áraun, baráttu, efa. Trúarhetjurnar s.n., innan og utan Biblíunnar, kannast vel við það. Þú lest ekki lengi f Biblíunni án þess að mæta strfðandi trú. Hallgrfmur sagði: Víst er ég veikur að trúa. Og hann bað: Þá trú og þol vill þrotna, reis þú við reyrinn brotna og rétt mér þína hönd. Og Matthías: Ég trúi á Guð þótt titri hjartað veika og tárin blindi augna minna ljós, ég trúi þótt mér trúin finnist reika og titra líkt og stormi slegin rós, ég trúi, þvf að allt er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til... Þeir eiga það sameiginlegt allir, að f efanum, barátt- unni, var eitt sem haldið var f og hélt: Guð bregst ekki mér. Þótt ég bresti og bili. „þótt böl og stríð mig beygi, hann brugðist getur eigi,“ því hann afneitar ekki sjálfum sér, hann gengur ekki á bak orða sinna, ég verð ekki viðskila við kærleika hans, sem birtist f Kristi Jesú, Drottni minum. Kirkjan er rödd, sagði ég áðan. Reyndar ekki ein. Hún er kór margra radda, saman kvaddur og saman stilltur til þess að einn styrki annan. Takið að yður hina trúarveiku, sagði Páll, en ekki til þess að leggja dóm á skoðanir þeirra. Og sfðan bendir hann á skoðan- ir sem að hans áliti eiga að liggja milli hluta. Þar má hver og einn fara sfna leið. Hann gerir greinarmun á hörundi og hjartslætti, kviku og klæðum. En hann veit um hluti, sem verka eins og blóðtappi f æðum kirkj- unnar, hann veit, að allt líf getur sýkst, líka það líf, sem Kristur hefur vakið, það getur orðið fyrir smitun f rót. Og Páll er ákveðinn og ómyrkur í máli, þegar hann víkur að slíku. Eins og Jesús sjálfur. Samfélag kirkjunnar spennir yfir aldir. Á það minn- ir hver einasta guðsþjónusta. Vér komum saman til guðsþjónustu til þess að hlusta eftir sterkum röddum bræðra og systra og samstillast þeim. Ég á ekki einkum við þann prest, sem í stólinn stígur þá og þar, þó að honum sé vissulega ætlað að styrkja með orðum sínum. Það er kirkja aldanna, sem talar f hverri guðsþjónustu, í textum, f sálmum. Og nú hef ég staldrað við þann nýárssálm, sem kærastur er Islendingum. Trúarjátning, sterk og efa- laus. Höf. fann sig ekki alltaf sterkan f trúnni. En í sálmunum sínum, þessum og öðrum, gefur hann sig á vald þvi hlutverki þeirri köllun, þeirri þörf hjarta síns, að taka undir.með kirkjunni sinni, Biblfunni sinni. Og er sæll f því hlutverki. Það eru ekki til þau eftirmæli frá hans hendi eða huggunarljóð f sorg, að þetta komi ekki fram þar, og voru þó mörg slík ljóð hans flýtisverk. Ég veit ekki hvernig háttar um trúarskoðanir þfnar. Kirkjan þfn grefst ekki svo mjög fyrir um það. En hún leggur þér orð á varir, játningu á hjarta, svar, sem hún hefur þegið. Hún gerii- það hverju sinni, sem hún kemst i f æri við þig. Hún gerir það f dag. Hvað boðar sól nýs dags, nýs árs? Því svarar enginn maður. Ég geng út i óvissu hvern dag. Ég fæddist inn f heiminn óvitandi um allt. Og enn eru stærstu rúnir hans álfka torræðar mér og þegar ég var óviti. Og bráðum er förin á enda. Það er staðreynd, hvort sem menn gera mikið úr henni eða lftið. Förin hér endar með dauða og enginn veit með hvaða atvikum hann ber að, en það eru forn ummæli, að þá eigi maður það eftir, sem erfiðast er, þegar að því kemur að deyja. Ég hef verið f Iffsháska, þannig að ekki var annað sýnt en að síðasta stundin væri komin. Og mér var rótt. Sjálfs mfn vegna. Svo furðulega rótt að ég undraðist þá og alltaf sfðan. Sjálfs mín vegna. 'En ég gat ekki annað en hugsað um aðra, mér nákomna, sem vissu ekki annað en að ég væri að koma heim á hverri stundu. Mér fannst börnin mín, þá ung, ekki mega missa mig, mér fannst sú tilhugsun hörð og grimm og ég spurði Guð minn: Er það meiningin, að þau eigi að missa mig núna, og hver er þá tilgangurinn með þvf? Það var á nýársdag fyrir 64 árum að móðir dó frá ungum börnum með hörmulegum atvikum. Ekki óal- gengt. En þetta var móðir mín. Eins og mér sé ekki ljóst, að það var Ifkn fyrir hana að fá að leysast frá óbærilegum þrautum, eins og komið var? En það augnablik átti sinn aðdraganda og skildi sitt eftir hjá þeim, sem áttu hana og misstu. Og enga hef ég vitað vissari í trú sinni á það, að líf væri eftir þetta, en þá, sem þarna stóðu næstir. Ég sæil er í trúnni og síðar mun fá að sjá þig I dýrðinni og vera þér hjá við Guðs sonar eilífu elskunnar lind. Svo mælti faðir minn til hennar látinnar. Það þýðir engum að segja mér eða hugsandi mönn- um yfirleitt, að það hafi hvílt myrkur yfir hörmum og gröfum á Islandi áður en furðuljósin fóru að flökta um landamærin. En allt um það get ég ekki afgreitt staðreynd dauðans með léttu hjali. Hann hefur ekki aðeins eina hlið, eitt andlit. Hann gengur um í mörgu gervi og sárin, sem hann veldur, verða ekki talin né vegin. Hvað boðar Hvað boðar nýárs sól? Hvað lestu úr geislum hennar? Og hvað úr skugg- um þeirra daga og nátta, þegar ekki er sól að sjá? Hvað boða rökkur og myrkvar mannlffsins, aðsteðj- andi, eða runnir af rótum mannlegra hvata og atferl- is? Hvað segja vísindin, þekkingin, sannleiksleitin um það? Hefur tilveran tilgang? Er einhver merking á bak við það, að ég er til, að ég fæðist, að ég dey? Það er ekkert á hinu áþreifanlega reynslusviði, sem svarar þessu ótvírætt. Víst má benda á líkur. En jafnauðvelt að benda á gagnlfkur. Og að svörin eru mörg svo jákvæð stafar fyrst og fremst af því, að hjartað krefst, þetta innsta og dýpsta í manneskjunni, sem er táknað með orðinu hjarta. Það kefst, þegar þungi örlaga, eigin eða annarra, leggst á hugann. Það krefst, þegar lffsins sár og mein og tár blasa við eða kvöl nístir eigin barm. Það krefst, þegar háð er tvísýn eða að því er virðist vonlaus barátta fyrir réttlæti og sannleika. Stunur hlekkjaðra fanga, andvörp kúgaðra stétta og þjóða, hungurkvalir öreigabarna, örkuml ungra manna, líkamleg vegna slysa eða veikinda, andleg af öðrum sökum illkynjaðri, dauðinn m.ö.o., dauðans greip og vald f öllum hans margbreyttu myndum, allt þetta hrópar: Er ekki einhvers staðar lausn á myrkum gátum, einhvers staðar svar við óviðráðanlegum spurningum, einhvers staðar sá hinzti dómstóll, sem metur mannlegt stríð og heilgar allar þessar ægilegu undir? Sólin segir mér ekkert um þetta, hvorki á nýársdag né endranær. Ég geng í sorgarhús á yndislegu vetrar- kvöldi. Ég horfi til stjarnanna hljóðu á himni, hvelin i svimandi fjarska og svimandi stór. Og tárið, sem tindrar í þvf auga, sem ég mæti, það hrærir ekki stjörnurnar, það sortnar engin þeirra og sólin skfn að morgni eins og ekkert hafi gerzt. Það kunna að lifa verur þar úti i firnindum geimsins, mjög svo líklegt, að svo sé, en hverjar eru þær og hvernig? Og eitt sinn skal hver deyja. Heldur lífið áfram þá, f efnisheim- inum, þ.e. á öðrum hnöttum, eða á öðrum sviðum, sem menn kalla andleg? Ef áþreifanleg sönnun fengist fyrir því, visindaleg sönnun, þá væri það gífurlega merkilegt. En þvf aðeins óskorað gleðiefni, að ég eignist það traust, þá trú, sem aldrei verður sönnuð með neinum raunrökum. Framhald lffs f heimi, sem væri í eðli sínu meiningarlaus, það er hugsanlegur möguleiki. Og óhugnanlegur möguleiki. Og hvort tilveran hefur merkingu, meiningu, tilgang, hvort það er einhvers virði að vera til Iengur eða skemur, það fer alveg eftir þvf, hvað er hinst að baki, innst í grunni, Og hvernig get ég vitað eitthvað Um Það af eða á'? Aðeins með einu móti: Að þar sé hugur, sem lætur mig skynja sig, hugur, sem talar til mín þannig, að ég geti treyst honum og þar með tilverunni, veröld hans. Þó að ég ætti framundan lff endalaust og gæti stigið af einni skör á aðra áfram og upp, ef það sem er handan alls, upptök alls, er hljótt gagnvart mér, hlutlaust gagnvart mér. eða ef þar ér ekkert, þá er ég engu bættur, nema sfður sé. I hendi Guðs er allt, segir Matthfas. Af hverju er gleðilegt að taka undir það? Máttug greip þarf ekki að vera góð. Það er mörg hönd, sem ég kysi ekki að lenda í og eiga allt mitt undir, Hvar hef ég sönnun fyrir þvf, að sú almáttuga hönd sem Matthfas syngur um, sé góð? Og þó að það hljómi fallega og skáldlega, að einhver heyri stormsins hörpuslátt og barnsins andardrátt, heyri sínum himni frá hvert hjartaslag 'þitt jörðu á, þá er það ekki nóg. Tölvan rúmar lfka mikið og -er hjartalaus. Einvaldinn, harðstjórinn, hefur þúsund sinnum þúsund aðferðir og fullkomin tækniráð til þess að hlusta og njósna. Og hefur kalið hjarta og kalt kringum hann. Og þó að ég fengi þúsund aldir til að kanna leyndarmál tölvunnar og fullkomna hana, þá breytir það engu um eðli hennar. En því er sálmurinn til sem vér syngjum í dag og öll önnur heil og sterk kristin játning, að hugurinn innst og efst og dýpst, hugurinn, sem er og verður handan færis við alla raunrannsókn, hefur lokið sér upp, og gert það þannig, að vér, þetta örsvif í útsævi alheims, megum skynja á þann veg sem hjarta mætir hjarta. Matthfas segir í þýddum sálmi: Mfn skammsýn ekki skilur önd hvað skipa Drottins ráðin vönd. En mér er nóg Hans hægri hönd er Herrann Jesús góði Ég skil hann eftir orði hans. Hér er kjarni máls. Þetta er það, sem kristnir menn kalla opinberun. Jesús Kristur birtir mér, hvernig höndin er, sem umlykur allt; hvernig eyrað eilífa hlustar og augað alskyggna horfir, af því að hjá honum skynja ég hjartsláttinn f þeim barmi, sem er hulinn handan allsogíöllu. Ég skil hann éftir orði hans af því hann vlll við mig , tala þannig, að ég geti treyst honum, trúað. Og hversu langt sem ég kémst, hversu hátt sem maðurinn nær f þékkingu, hér’ a^íörð eða j eilífðarheithum, þá er og verður þetta sama leyndarmálið. ja'fnfjarlægt þvf ; sviði, sém vér köllum þekkingu, því tölva ér eltt, . móðurhjarta annað, þekking er eitX;fsú snerting, sem vekur tijtrú, traust, elsku, innra öryggi, innri fullnægju, er annað og verður annað alla tíð, að eilífu. Hvað boðar nýárssó|? AUar só|jr geimsins eru þöglar, eða ég skil ekki þeirra mál. Og þó. Hún fær Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.