Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1977 Uverpool bætir enn í sarpinn - sigraði Sunderlnd 2-0 og hefur 4 stiga forystu ÓHAGSTÆTT verður setti strik f reikning ensku knattspyrnunnar um áramótin þar sem fresta varð fjöl- mörgum leikjum I öllum deildum. Hefur viðrað mjög illa til knatt- spyrnuiðkunar I Englandi að undan- förnu, en þó hafa skilyrði verið nokkuð mismunandi. einstök félög hafa sloppið bærilega við frestanir, og eru meistarar Liverpool þar fremstir í flokki, en þeir hafa nú leikið allt að fimm leikjum meira en sum önnur lið í 1. deildinni. Vegna hins mikla mismunar á leikjafjölda liða, er staðan I deildinni ákaflega óljós. Liverpool hefur nú forystu með 32 stig, en hefur leikið fjórum leikj- um meira en liðið sem er I öðru sæti, Ipswich Town, en það lið er með 28 stig. í þriðja sæti er svo Manchester City með 28 stig eftir 21 leik, og á þvi möguleika á að ná Liverpool að stigum, vinnist leikirnir sem liðið á inni. Hið sama er að segja með baráttuna á botninum Tottenham sem vann leik sinn um áramótin við West Ham, hefur leikið tveimur leikjum meira en Queens Park Rangers og Bristol City, en lið þessi berjast á botninum ásamt West Ham og Sunderland, sem raunar eru langneðst Á nýjársdag lék Liverpool á heima- velli gegn Sunderlnad og sigraði 2—0 i leik þar sem nánast var um einstefnu að ræða Virðist Sunderlandliðið algjörlega heillum horfið, og hefur að- eins unnið 2 leiki í fyrstu deildar keppninni til þessa Ray Kennedy skor- aði fyrra mark Liverpool með skalla snemma í leiknum, en Phil Thompson bætti svo um betur þegar 20 mínútur voru til loka leiksins Aðalstjarna Liver- pool-liðsins, Kevin Keegan, gat ekki leikið með vegna meiðsla Stórleikurinn á nýjársdag var tví- mælalaust viðureign Manchester United og Aston Villa á Old Trafford í Manchester, og létu áhangendur Manchester United það ekki á sig fá þótt kalt væri í veðri, þar sem 56 þúsund manns fylgdust með leiknum Fengu þeir líka nokkuð fyrir aurana sína, þar sem heimaliðið, Manchester United, sýndi ágætan leik og vann sigur Virðist United nú heldur betur vera að ná sér á strik, eftir mjög slakan kafla að undanförnu Stuart Pearson skoraði bæði mörk M: nchester United í leik þessum, fyrst á 16. mínútu og síðan á 22 mínútu í seinni hálfleik tókst leikmönnum Villa hins vegar að snúa leiknum sér í vil og áttu þeir mörg góð marktækifæri, sérstaklega í upp- hafi hálfleiksins. En „gamli maðurinn" Alex Stepney var ekkert á því að byrja nýja árið með því að hirða knöttinn úr markinu hjá sér. Hann sýndi stórkost- leg tilþrif og var sá þröskuldur sem sóknarmönnum Villa tókst aldrei að yfirstíga. Undir lok leiksins fékk Þrátt fyrir góða tilburði Kevins Charltons, markvarðar Hereford hafnar skot Ray VVilkins f markinu og staðan er 3—0 fyrir Chelsea. Lundúnaliðið vann þennan leik 5—1 og er nú f forystu í 2. deildar keppninni. Þykir líklegt að þetta gamalkunna lið takist að vinna sér sæti í 1. deild að nýju. ENGLAND l.DEILD: Liverpool—Sunderland Manchester Utd.—Aston Villa M iddlesbrough—Stoke Norwich—Leicester Tottenham—West Ham öórum leikjum f 1. deild varð að fresta ENGLAND 2. DEILD: Blackburn—Notthingham Blackpool—Hull Bristol Rovers—Luton Cardiff—Fulham Chelsea—Hereford Mallwall—Wolves Plymouth—Charlton 1—0 ENGLAND 3. DEILD: Northampton—Preston Portsmouth—Oxford Reading—Crystal Palace Swindon—Brighton ENGLAND 4. DEILD: Bou memouth—Brentford Cambridge—Bradford Colchester—Newport Exeter—Swansea Hartlepool—Doncaster Southend—Aldershot Watford—Torquay Workington—Huddersfield SKOTLAND — ÍJRVALSDEILD: Ayr—Kilmarnock Rangers—Partick öðrum leikjum varð að fresta SKOTLAND 1. DEILD: Arbroath—Montrose 2—0 2—0 0—0 3—2 2—1 1—3 0—0 1—0 3—0 5—1 1—1 0—1 1—1 3— 1 2—1 5—0 2—0 0—0 5—0 4— 0 3—2 3—1 2—1 J Dumbarton—Clydebank 1—1 East Fife—Raith Rovers 2—1 Morton—St. Mirren 3—6 SKOTLAND 2. DEILD: öyde—Queens Park 3—3 Stranraer—Albion Rovers 0—1 SPANN 1. DEILD: Atletico Madrid—Real Madrid 4—0 Malaga—Racing 1—2 Salamanca—Las Paimas 0—0 Athletic Bilbao—Real Betis 1—0 Barcelona—Elche 4—1 Hercules—Espanol 2—0 Sevilla—Real Sociedad 0—3 Burgos—Celta 1—0 Real Zaragoza—Valencia 2—2 BELGlA 1. DEILD: FC Antwerpen—FC Liegeois 5—0 FC Malinois—Molenbeek 0—1 Cou rtrai—Ostend 4—2 Charleroi—Waregem 0—1 Standard Liege—Beerschot 1—1 Lokeren—FC Brtigge 2—2 CS Briigge—Beringen 4—0 Winterslag—Beveren 0—0 ITALIA 1. DEILD: Cesena—Catanzaro 1—0 Fiorentina—Bologna 3—0 Foggia—Genoa 2—3 Inter-Milan—Roma 3—0 Juventus—Perugia 1—0 Lazio—AC Milan 1—2 Sampdoria—Napoli 2—2 Verona—Torina 0—0 Manchester United dæmda vitaspyrnu á Aston Villa, en spyrna Sammy Mcllroy misheppnaðist og Burridge markvörður Villa varði örugglega Tottenham hefði verðskuldað stærri sigur en 2—1 í leik sínum við West Ham, þar sem liðið réð lengst af lögum og lofum á vellinum West Ham skoraði á 2. minútu eftir skyndisókn og var þar Trevor Brooking að verki En eftir mark þetta tók Tottenham leikinn í sínar hendur Hvorki gekk né rak að skora fyrr en í seinni hálfleik að Keith Osgood skoraði úr vítaspyrnu og skömmu siðar skoraði svo John Duncan sigurmark Tottenham Voru stigin tvö sem Tottenham fékk út úr þessum leik mjög mikilvæg fyrir liðið í fallbaráttu þess Norwich sigraði svo Leicester 3—2 og var það sami leikmaðurinn, Viv Busby, sem skoraði öll mörk Norwich, en John Sammels og Steve Earle skoruðu mörk Leicester í 2 deild vann toppliðið Chelsea auðveldan stórsigur yfir botnliðinu Hereford, 5—1. Hefur Chelsea nú 4 stiga forystu í deildinni, en auðséð er að baráttan um sætin í 1 deild verður mjög hörð f ár. Eru þar margir kallaðir, en Ifklegustu liðin til að fylgja Chelsea upp eru talin vera Bolton Wanderes og Wolves Einar Magnússon — greinilega f góðu formi um þessar mundir. Reykjavíkurliðið vann Berlínarúrvalið 12—10 - en tapaði fyrír MAI og Steauea — MIÐAÐ við aðstæður tel ég árangur Islenzka liðsins hafa ver- ið með ágætum, sagði Ólafur Steingrfmsson, formaður Hand- knattleiksráðs Reykjavfkur, í við- tali við Morgunblaðið I gær, en Islenzka liðið sem tók þátt I hrað- keppni I handknattleik I Berlfn á nýársdag lenti þar f þriðja sæti — vann einn leik og tapaði tveimur. — Það var tæpast við miklu að búast af liðinu, vegna þess hve það var ákveðið með skömmum fyrirvara að senda það utan, sagði Ólafur, — en ungu mennirnir sem fóru stóðu vel fyrir sfnu og gáfu andstæðingunum lítið eftir, þótt frægir væru. Fjögur lið tóku þátt i keppninni í Berlín: Berlínarúrval, liðið frá Reykjavlk, MAI frá Moskvu og Steauea frá Búkarest. Var fyrsti leikur mótsins milli Steauea og Berlínarúrvalsins og lauk þeim leik með sigri Steauea 12—6. Þessu næst kepptu MAI og Reykjavfkurliðið og lauk þeim leik með sigri MAI, 11—10. Var mikil og skemmtileg barátta I þessum leik, og jafnt á öllum töl- um upp í 9—9. Þá náðu Sovét- mennirnir forystu, og þegar leik- tíminn rann út var staðan 11—10 þeim f vil, en búið að dæma vfta- kast á þá. Einar Magnússon tók vftakastið, og skaut í gólfið. Það- an hrökk knötturinn upp f þver- slána og sfðan f bakið á markverð- inum. Hann var hins vegar fljótur að átta sig og gat bjargað. Næsti leikur var milli Reykja- vfkurliðsins og Berlínarúrvalsins. Hafði Reykjavfkurliðið jafnan forystu f þeim leik og sigraði 12—10. Var sá sigur minni en efni stóðu til, þar sem Reykjavfkurlið- ið sýndi til muna betri leik og hefði verðskuldað stærri sigur. 1 næsta leik keppninnar mætt- ust svo M AI og Steauea og var þar um að ræða mikinn hörkuleik með áflogum og útafrekstri. Lauk vaðureigninni svo að MAI sigraði 11—6. Strax að þeim leik loknum mætti Steauea liði Reykjavíkur og var þá baráttumóðurinn ekki funninn af Steaueamönnum. Leikurinn var mjög harður og lauk með sigri Steauea 14—9. Sfðasti leikur mótsins var svo milli MAI og Berlínarúrvalsins og lauk þeim leik með sigri MAI 10—6. Urðu Sovétmenn þar með sigurvegarar í mótinu, Steauea varð í öðru sæti, Reykjavíkurliðið í þriðja sæti og Berlínarúrvalið í fjórða sæti. Beztu menn Reykjavíkurúrvals- ins f leikjum þessum voru þeir Einar Magnússon, sem átti ágæt- an leik bæði f sókn og vörn, og er greinilega f hörkugóðu formi um þessar mundir og Bjarni Jónsson, sem dreif aðra leikmenn liðsins áfram með baráttu sinni og áhuga. Mörkin sem Reykjavíkurliðið skoraði f mótinu skiptust þannig milli leikmanna: Einar Magnús- son 9, Bjarni Jónsson 5, Ólafur Jónsson 4, Þorbergur Aðalsteins- son 3, Jón Sigurðsson 2, Magnús Guðmundsson 2, Konráð Jónsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Símon Unndórsson 2 og Sigurður Gisla- son 1. Gamlárshlaup IR: ÁGÚST ALLS lögðu 10 hlauparar upp f Gamlárshlaup tR sem fram fór f fyrsta skipti á gamlársdag. Var þar um að ræða 8 karlmenn og tvær konur, en alls luku 9 kepp- endur hlaupinu, þar sem einn þeirra villtist af leið. Telja verð- ur mætinguna góða, miðað við önnur hlaup vetrarins sem verið hafa fámennari, en hlaupið fór fram f um 12 stiga gaddi, en að- stæður voru annars ágætar. Sigurvegari í þessu 10 kfló- metra götuhlaupi sem fram fór um vesturbæinn og Seltjarnarnes varð Ágúst Ásgeirsson ÍR. Eftir mjög rólega byrjun, vegna hins mikla kulda, þar sem allir kepp- endur hlupu í hóp, tók Ágúst for- ystuna og jók hraðann jafnt og þétt. Aðeins Gunnar Páll Jóa- kimsson, IR, fylgdi honum eftir, en þeir félagar hafa háð harða og skemmtilega keppni í hlaupum vetrarins. Þegar út á nesið kom tók Gunnar forystuna, en upp úr miðju hlaupinu tók Agúst aftur forystu og jók forskot sitt jafnt og þétt upp frá því. Vegna kuldans hlupu flestir keppendur mikið dúðaðir, en samt sem áður verður að telja tfma hlauparanna með ágætum, FYRSTUR en vegalengdin var um 10 kflómetrar. Sérstaklega athyglis- verður er árangur Lilju Guð- mundsdóttur en hún var skammt á eftir fremstu hlaupurunum. Sig- fús Jónsson IR sem sérstaklega hafði beðið um hlaup til að geta keppt við þá hlaupara sem hér heima eru, treysti sér ekki til að keppa vegna kuldans, en aðspurð- ir sögðu hlaupararnir að hann hefði ekki átt möguleika gegn þeim, en Sigfús hafði verið siakur á æfingum f jólafrfi sfnu hér heima, að þeirra sögn. Ekki verður annað sagt n að þetta nýjabrum iR-inga hafi tek- ist með ágætum, og vonandi er að hlaup þetta verði árlegur viðburð- ur, en að sögn hlauparanna fá þeir alltof fá tækifæri til að minna sig á harða keppni og reyna sig að vetrinum. Urslit hlaupsins urðu annars þessi: Mln. 1. Ágúst Ásgeirsson, !R 32:41.0 2. Gunnar P. Jóakimsson, |R 33:16.0 3. Hafsteinn Óskarsson, iR 34:51.0 4. Árni Kristjánsson, Á 37:21.0 5. Lilja Guðmundsdóttir, tR 38:52.0 6. Magnús Haraldsson, FH 44:13.0 7. Sigurður Haraidsson, FH 44:20.0 8. Guðmundur Valdemarsson, IR 46:08.0 9. Guðmundur Marfasson, KR 52:03.0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.