Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 11 Nokkrir úr hópi unglinganna I Eyjum, sem vilja vera með f æskulýðs- félagi kirkjunnar. Þá höfum við einnig farið út á land t.d. með skólaprestinum i fyrravetur tii Isafjarðar og Bolungarvikur og lika austur til Egilsstaða, en þar tók á móti okk- ur sr. Þorvaldur Karl, sem þá var prestur á Egilsstöðum. A þessum ferðum höfum við sagt frá kristi- legu æskulýðsstarfi, m.a. starfi K.S.S., kynnt það í máli og mynd- um. Við höfum yfirleitt farið í heimsókn í skólana og sagt þar frá starfinu og rabbað við nemendur um kristindóminn. Þeir Oddur og Ingi sögðu frá því að þeir hefðu einnig farið austur á land nú i vetur og þá með skólaprestinum og aðstoðaræsku- lýðsfulltrúa kirkjunnar, en milli þessara aðila hefur verið um nokkurt samstarf að ræða undan- farin misseri. Einnig hafa þeir tekið þátt í fundum og samkom- um hjá æskulýðsféiögum I nágrenni Reykjavíkur og mikið i starfi K.S.S. eins og getið er að framan. Ráðgert er að þeir fari til Akureyrar i febrúar og taki þátt I útbreiðsluviku K.S.S. á Akureyri. Eftir þessar ferðir hefur verið reynt að halda sambandi við þá unglinga sem þess hafa óskað, t.d. með bréfaskiptum og sendar hafa verið kasettur með léttum söngv- um, til að þeir gætu lært fleiri söngva og líka hefur verið útveg- að biblíulesefni. Að lokum eru þeir félagar spurðir svolítið um tónlistina sjálfa: — Þetta er eins konar þjóðlaga- tónlist eða „country" og höfum við notað ýmis erlend lög eftir lagasmiði sem sumir eru vinsælir hér á landi. Textana höfum við ýmist gert sjálfir eða fengið frá öðrum. Við reynum að ná til fólks með skýrum einföldum orðum þar sem fjallað er um líf Jesú og hvers virði kristindómurinn er okkur. Okkur, eins og öðru ungu fólki, þykir gaman að syngja, sérstak- lega þar sem söngvarnir fjalla um þetta málefni, sögðu þeir Oddur og Ingi að lokum. Guðfinna Stef áns- dóttir jarðsett frá Reykjahlíðarkirkju Björk, Mývatnssveit, 17. janúar. ÚTFÖR Guðfinnu Stefánsdóttur Vogum var gerð frá Reykjahlíðar- kirkju s.l. laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Guðfinna and- aðist á sjúkrahúsinu á Ilúsavlk 8. þ.m. Hún var búin að eiga við all mikla vanheilsu að strfða hin síð- ari ár. Guðfinna fæddist í Múla í Aðal- dal 5. nóvember 1896. F’oreldrar hennar voru Stefán Jónsson og Guðfinna Sigurðardóttir. Þau fluttust siðan að Öndólfsstöðum í Reykjadal, þar sem hún ólst upp, þar til að hún fluttist að Vogum í Mývatnssveit og giftist Jónasi bónda Ilallgrímssyni. Þau eignuð- ust 9 börn, sem öll eru á lífi. Jónas andaðist i desember 1945, síðan hefur Guðfinna búið með börnum sinum í Vogum. Eins og líkum lætur reyndi mjög á þol Guðfinnu við að koma upp svo stórum barnahópi. Á þeim árum var vinnudagurinn oft langur, enda viðast kröpp kjör fólks á þeim tima, en Guðfinna reyndist vel vandanum vaxjn og skilaði sínu hlutverki með sóma. Til þess er tekið hvaó Guðfinna hafði góða Framhald á bls. 21 Rek gúmmíbáta kannað: Gerðar verða 6-7 tilraunir Sjóslysanefnd hefur nú hafið könnun á reki gúmmíbáta, og var rekið athugað i fyrsta sinn um borð 1 varðskipinu Ægi fyrir nokkrum dögum. Þessi könnun hefur verið lengi 1 bígerð, en hún er gerð samkvæmt þings- ályktunartillögu Péturs Sigurðs- sonar alþingismanns og var samþykkt á alþingi fyrir tveimur árum. Þórhallur Hálfdánarson, starfs- maður nefndarinnar, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að hugmyndin væri að gera 6—7 tilraunir með rek og þol bátanna í röð og könnunin um borð i Ægi hefði verið sú fyrsta. Þar hefðu þeir notað gúmmíbáta frá árinu 1958, eða elztu báta sem til væru nú hérlendis. Til að reyna hafa raunhæfan saman- burð hefðu þeir sett sandpoka í bátana, og þeir hafðir álíka þungir og nokkrir menn. Veður hefði verið mjög slæmt er þeir gerðu þessa fyrstu könnun og bátana rekið hratt undan. Þá hefði þak þeirra rifnað er brot- sjóir skullu á þeim. Kvaðst Þór- hallur vilja taka fram, að ekkért væri hægt að segja um hæfni gúmmíbjörgunarbáta eftir þessa fyrstu tilraun, þar sem nýrri bátar hefðu verið endurbættir mjög mikið, frá því sem var á þeim tíma, er þessir bátar voru framleiddir. Stærstu verðlaun fyrir húsgagn í hlut íslendings STÆRSTU verólaun 1 Danmörku fyrir hönnun húsgagna, voru I nóvember s.l. veitt íslendingnum Hafsteini Óskarssyni húsgagna- arkitekt, en hann býr og starfar í Kaupmannahöfn. Verðlaun þessi nefnast Cado- verðlaunin og er það eftir hús- gagnaframleiðandanum Poul Cadovius, sem stofnaði til þeirra árið 1974. Cado-verðlaunin voru veitt I þriðja sinnið árið 1976. Hafsteinn Öskarsson hlaut þau fyrir stól, sem hann hannaði. Stóllinn er gerður úr spónlögðum plötum sem hafa sama lagið og þótti einkar hentugur og hag- kvæmur við framleiðslu auk þess að vera þægilegur ásetu. Dönsku blöðin skýrðu frá úthlutun verð- launanna og þá um leið frá því, að Hafsteinn varð að hringja á vinnustað sinn til að fá leyfi til framlengingar á matartímanum svo hann gæti haldið upp á veit- inguna sér til handa, þar eð hann hafði alls ekki gert ráð fyrir að verða einn verðlaunahafanna. Dómnefnd bárust í allt um 130 tillögur en verðlaunin voru veitt fyrir hægindastóla úr tré, sem raða mætti saman. Fyrstu verð- Tæknideild Flugleiða flytur í nýtt húsnæði TÆKNIDEILD Flugleiða flytur 1 nýtt húsnæði á Reykjavlkurflug- velli á morgun miðvikudag. Er hér um að ræða 1000 fermetra verkstæði, lager og skrifstofur fyrir tæknideildina. IIús þetta er á einni hæð og stendur við skýli nr. 4 á Reykjavfkurflugvelli, en byrjað var á húsinu síðla sumars á sfðasta ári. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi F.I., sagði í samtaii við Morg- unblaðið i gær, að aðstaða tækni- deildarinnar batnaði nú gifurlega mikið, auk þess sem búið væri að betrumbæta flugskýli nr. 4. Héldi það nú bæði vatni og vindum og hefði Flugmálastjórn séð um að gera við skýlið. Þá hefðu Flugleið- ir sett skilvegg i það, auk þess sem félagið hefði gengið frá hita- veitu i þvi. Nokkurn tíma hefur tekið að gera við flugskýlið, en viðgerðarþjónusta Flugfélags ís- lands fluttist i það, er aðalskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli brann fyrir röskum tveimur árum eða þann 13. janúar 1975. Símar: 1 67 67 Til Sölu: 1 67 68 Einbýlishús i Kópavogi 2 saml. stofur 4. svefnh. o.fl. Laust strax. Parhús við Karlagötu 2 saml. stofur, 5 svefnh. o.fl. Fellsmúli 4—5 herb. endaíbúð vönduð i ágætu ástandi. Laus 1. marz. Hraunbær 4—herb. íbúð á 3. hæð. Laus fljótlega. Blikahólar 3—herb. íbúð á 1. hæð. Hrinbraut 3—herb. ibúð á 1. hæð nýstandsett. Bil- skúr. Elnar Sigurðsson. hri. Ingólfsstræti4. laun eru 20.000 danskar krónur. Önnur verðlaun, sem einnig eru 20.000 d.kr. féllu í hlut Flemming Agger. Hafsteinn Óskarsson er Hafn- firðingur, fæddur árið 1944. Hann lærði húsgagnasmíði hjá Form i Hafnarfirði en fór síðan til Dan- merkur árið 1964 í húsgagna- arkitektanám og stundaði fram- haldsnám í þeirri grein við Det Danske Kunstakademi. Frá árinu 1972 hefur Hafsteinn unnið á teiknistofum í Danmörku sam- tímis þvi að hafa eigin teiknistofu I frá árinu 1972. Hafsteinn Öskarsson ásamt konu sinni, Ásu, en hún situr einmitt á verðlaunastólnum. AKUREYRI Til sölu 4ra herb., endaíbúð a 1. hæð í fjölbý1ishúsi við Skarðshlíð. fbúð- in verður laus í maí n.k. Skifti a góðri eign a Reykjavíkursvæðinu kem- ur ti1 greina. Tilboð, er greini verðhugmynd og út- borgun leggist inn til blaðsins fyrir 1. febrúar n.k. merkt: "SKARÐSHLÍÐ- ENDAÍBÚÐ". 28644 EW.IIMH 28645 Við höfum kaupanda að 3ja herb. ibúð í Neðra-Breiðholti. Kaupanda að ca. 100 fm skrif- stofu og lagerhúsnæði á jarð- hæð. Má vera ibúð. Þarf að vera góð aðkeyrsla. fm eða Kaupanda að 50—60 húsnæði í Háaleiti Múlahverfi. Kaupanda að 3ja herb. ibúð á Akureyri. Kaupanda að einbýlishúsi í Smá- ibúðarhverfi. Við bjóðum Lyngbrekka Kóp. 4ra herb. 115 fm sérhæð. Neðsta hæð i þríbýli. Allt sér. Verð 8,5 — 9 millj. Útb. 5,5 millj. Framnesvegur 2ja herb. ibúð á jarðhæð með þvottahúsi og geymslum i kjallara. Verð ca. 5.0 millf Útb. samkomulag. Bragagata 3ja herb. ibúð á 2. hæð. Skipti á stærri eign. æskileg. Verð 7,3 millj. Útb. samkomulag. Bræðraborgarstig 3ja herb. kjallaraibúð 90 fm. Ný teppi. Mjög þokkaleg íbúð. Verð 6,5 — 7 millj. Útb. 4.0—4.5 millj. Okkur vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á skrá. Athugið að margir leita Afdreps að Öldugötu 8. SlSdfCP f asteignasala Sölumenn: Heimasimar: Öldugötu 8 Finnur Karlsson, 25838 ^ símar: 28644 : 28645 Valgarður Slgurðsson, lögfr 42633 1 Gullfallegt einbýlishús frá 1901 í gamla Vesturbænum er til sölu til brottflutnings fyrir fardaga 1978. Húsið er járnvarið timburhús 555 teningsmetrar og í sæmilegu standi. Byggt 1 901 með sál og sjarma aldamótahúsanna. Nægur tími til að finna því stað við hæfi og byggja undir það nýjan grunn. Tilboð sendist í pósthólf 605 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.