Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19, JANUAR 1977 Setja veðurguðirnir strik í reikninginn? Nokkrir þeirra kappa sem verða væntanlega I sviðsljósinu næsta sumar. Pétur Pétursson trá Akranesi í baráttu við Magnús Bergs og Hermann Gunnarsson, Valsmenn, í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ s.l. sumar. íslandsmótið hefst 5. maí Víkingur og KR verða fyrst í sviðsljósinu GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAÐSINS ÞEIR gerast nú æði leiðigjarnir veðurguðirnir á Bretlandseyjum þar sem þeir spilla leikjapró- gramminu viku eftir viku og klekkja auðvitað um leið á get- spekingum Morgunblaðsins. Nú er bara að vona, að þeir sjái að sér og láti okkur í friði héðan i frá. Birmingham—Manchester Utd. Tvöfaldur 1 eða 2. Þessi lið eru meðal þeirra fáu í deildinni, sem leika með tveim kantmönnum og með það í huga, gæti hér orðið um skemmtilega viðureign að ræða. Spáin er tvö- föld, ekki jafntefli, heldur annað hvort heimasigur eða útisigur (2—1) eða (1—2). Bristol C—Arsenal. x Hér teljum við okkur finna ramman jafnteflisfnyk og treyst- um við fullkomlega á þefskyn okkar. Jafntefli (1 — 1). Coventry—Middlesbrough. x. Middlesbrough er ekki eins pottþétt lið að spá um síðan þeir fóru að skora mörk síðustu vik- urnar, í haust var nóg að spá dauðu jafntefli og þar með var einn leikur öruggur. Nú er það ekki svo einfalt. Coventry er sterkt heimalið, en við spáum því, að þeir nái ekki að knýja fram sigur og ekki M.borom heldur. Jafntefli, já 0—0. Derby—Newcastle. x. Derby-liðið er marga kílómetra frá styrkleika sínum undanfarin ár og er það skoðun okkar að þeir nái heppnisjafntefli gegn góðu liði Neweastle. Jafntefli (1—1) Everton—QPR. Tvöfaldur x eða 1. Þessi lið eru furðu neðarlega í stiganum miðað við allar stjörn- urnar innanborðs. QPR er enn án sigurs á utivelli og er því önnur spáin heimasigur (3—2), en á hinn bóginn hefur Everton geng- TVlTUG stúlka frá Sviss, Berna- detta Ziirbriggen, batt enda á óslitna sigurgöngu austurrlskra stúlkna f brunkeppni heimsbikar- keppni kvenna I vetur, er hún sigraði I keppni sem fram fór I Schruns 1 gær. Og það sem meira ~var: Austurrískar stúlkur náðu ekki heldur öðru eða þriðja sæti. Brautin í Schruns, sem er 2.215 metra löng með 536 metra fall- hæð, þykir mjög erfið og var hin fræga Anne Marie Pröll Moser ein þeirra stúlkna, sem fóru flatt i heinni. Pröll hlekktist á ofarlega í Bernadette Ztirbriggen ið illa I deildakeppninni til þessa eins og fyrr segir og er þvi vara- spáin jafntefli (2—2). Manchester C—Leicester C. 1. Hér teljum við líkurnar á heimasigri vera yfirgnæfandi miklar, a.m.k. meiri heldur en lík- urnar á jafntefli eða útisigri. Heimasigur (2—0). Norwich—Liverpool Tvöfaldur, x eða 2. Aðalspáin er sú, að Liverpool steli báðum stigunum með einu marki, útisigur (0—1). Til vara tippum við á jafntefli án marka og litla skemmtun fyrir áhorfend- ur. Sunderland—Stoke. x. Hér eigast Við tvö lið, sem hafa gleymt þvi, hvað mark er og væru hátt skrifuð ef skora ætti sem minnst. Við teljum, að hér verði lítil breyting á og hvorugt liðið skori. Jafntefli (0—0). Tottenham—Ipswich. Tvöfaldur x eða 2. Hér spáum við að verði fjörugt marka-jafntefli en hugsanlega naumur útisigur (2—2) eða (2—3). Ipswich hefur nú leikið 16 leiki i röð án taps og sá sautjándi bætist væntanlega við á laugardag ef ekki snjóar allt í kaf. WBA—Leeds. x. Hér er sama fýlan á sveimi og yfir leik Bristol og Arsenal og mun þefskynið ekki bregðast hér fremur en þar. Jafntefli (1—1). West Ham—Aston Villa. 2. Aston Villa er mörgum gæða- flokkum betra sóknarlið en West Ham og mun það að okkar mati gera útslagið, útisigur (1—3), og enn einn naglinn í likkistu West Ham rekinn inn. Burnley—Wolves. 2. Ulfarnir eru með albestu útilið- um sem finnst um þessar mundir en Burnley á hinn bóginn er með allélegustu liðum annarrar deild- ar og ættu Ulfarnir að vinna þennan leik nokkuð örugglega. Utisigur (2—4). brautinni og fékk slæma byltu. Öttuðust flestir er sáu byltu henn- ar að hún hefði hlotið slæm meiðsli, en svo reyndist þó ekki vera. Pröll slapp lítið meidd, og verður sennilega fljótt tilbúin í slaginn að nýju. Zúrbriggen fékk timann 1:23,49 mín., en önnur varð Evi Mitter- maier frá Vestur-Þýzkalandi á 1:23,85 mín. og í þriðja sæti varð Marie-Therese Nadig, gullverð- launahafinn í bruni frá Ölympíu- leikunum í Sapporo á 1:23,95 min. í fjórða sæti varð svo Brigitte Habersatter frá Austurríki á 1:24,24, fimmta varð Nieola Spiess, Austurríki, á 1:24,43 mín. og sjötta varð Irene Epple, V- Þýzkalandi, á 1:24,45 mín. Þrátt fyrir óhappið í gær er Anne M:rie Pröll Moser enn með góða forystu í stigakeppni heims- bikarkeppninnar. Hefur hún sam- tals 142 stig. í öðru sæti er Brigitte Habersatter með 121 stig, þriðja er Lise Marie Morerod frá Sviss með 95 stig, fjórða er Hanny Wenzel frá Lichtenstein með 83 stig, fimmta Marie Therese Nadig með 74 stig, Zúrbriggen er sjötta með 71 stig, og í sjöunda sæti er Nicola Spiess með 61 stig. — Þetta reynist ekki eins erfitt viðureignar og ætlað var fyrir- fram, sagði Gylfa Þórðarson, for- maður mótanefndar KSl, í viðtali við Morgunblaðið í gær, en Gylfi og félagar hans i nefndinni eru nú vel á veg komnir með að raða niður leikjum i lslandsmótinu. Mun keppni I 1. deild hefjast um viku fyrr en f fyrra og verður fyrsti leikur deildarinnar 5. maf. Verða Vfkingur og KR sem þá leiða saman hesta sfna. Víkingar eiga einnig sfðasta leik mótsins og verða mótherjar þá núverandi Islandsmeistarar Vals. Sá leikur á að fara fram 25. ágúst. — Það er stefnt að því að jafn- an fari fram heil umferð í einu, oftast á tveimur dögum, sagði Gylfi Þórðarson í viðtalinu við Morgunblaðið. —Það hjálpaði okkur einnig mikið við niður- röðunina, að búið var að ákveða alla landsleiki sumarsins s.I. haust og því var hægt að skipu- leggja íslandsmótið út frá þeim. Þannig mun verða gert í það AFTURELDING AÐALFUNDUR Ungmennafé- lagsins Aftureldingar í Mosfells- sveit verður haldinn fimmtudag- inn 20. janúar n.k. og hefst kl. 20.00 i Brúarlandi. Jafnframt verða haldnir aðalfundir hand- knattleiks- og knattspyrnudeildar fél'igsins. BADMINTONMOT KR-INGAR gangast fyrir opnu badmintonmóti í tvílaðaleik karla og kvenna i KR-húsinu 29. janúar n.k. og á mót þetta að hefjast kl. 13.00. Þátttaka tilkynnist til Frið- leifs Stefánssonar fyrir 26. janúar n.k. ÁRNI Þór Helgason, lyftingamað- ur úr KR, varð þriðji í sinum þyngdarflokki á miklu lyftinga- móti sem fram fór í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. Þátttak- endur I móti þessu voru frá 9 löndum og meðal þeirra margir af beztu lyftingamönnum heims. Á minnsta vakuhlé á leikjum 1. deildarinnar fyrir landsleikina til þess að landsliðið geti fengið tima til samæfinga. Landsleikir i knattspyrnu verða sjö næsta sumar — fjórir hérlend- is og þrír erlendis. Fyrsti lands- leikurinn verður við Færeyinga 21. maí, 11. júní verður leikið við Norður-Ira i heimsmeistara- keppninni, 30. júni verður leikið við Norðmenn og 20. júlí við Svia. Allir þessir leikir verða hérlend- is. Fljótlega að loknu íslands- mótinu mun landsliðið halda utan og 31. ágúst á það að leika við Hollendinga í Hollandi í heims- meistarakeppninni og siðan 4. september við Belgiumenn. Síð- asti landsleikur keppnistimabils- ins verður svo við Norður-íra í írlandi og mun hann fara fram 21. september. Samhliða íslandsmótinu á svo bikarkeppni KSl að fara fram, og verða t.d. 16-Iiða úrslitin, er 1. mótinu voru sett þrju landsmet — i eitt danskt og tvö sænsk. Metin settu Preben Krebs frá Dan- mörku, sem lyfti 180 kg i jafnhött- un i 100 kg flokknum, og Svíinn Leif Nilsson, sem lyfti 215 kg í jafnhöttun í yfirþungaflokknum og 375 kg alls. Arni Þór Helgason keppti í 90 deildar liðin koma inn i keppnina dagana 12. og 13. júli. — Fyrir- komulag bikarkeppninnar verður þannig að þegar komið er í 16. liða úrslitin verða jafnan hafðir lausir dagar í vikunni eftir þá leiki svo unnt sé að koma fyrir aukaleikjum ef um jafntefli verð- ur að ræða, sagði Gylfi. Keppnin í 2. deild mun svo hefj- ast 14. maí og verður þar leikin ein umferð í viku hverri fram í miðjan septmeber, að fyrstu vik- unni í ágúst undanskilinni. Keppnin í þriðju deild verður svo með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Liklegt er þó að keppt verði i átta riðlum, og er það gert til þess að minnka ferða- kostnað liðanna í deildinni. Sagði Gylfi að það færi nokkuð eftir því hvort tvö ný félög f Reykjavfk, sem boðað hafa þátttöku sina I 3. deildar keppninni, Óðinn og Létt- ir, yrðu samþykkt. Fengju þau ekki að vera með gæti svo farið að riðlarnir yrðu ekki nema sex. árangri kg flokknum. Hann lyfti 295 kg alls, en ekki er vitað hvernig gekk í hvorri keppnisgrein fyrir sig. Sigurvegari I þessum þyngdar- flokki varð Broillejl frá Sviss sem lyfti samtals 355 kg og í öðru sæti varð Stefan Jakobsson frá Svi- þjóð sem lyfti 352 kg. Einokun austurrísku stúlknanna var hnekkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.