Morgunblaðið - 08.03.1977, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977
skák I SPASSKY — HORT — SPASSKY — HORT — SPASSKY — HQRT — SPASSKY — HORT — SPASSk|
Fánar tslands, Tékkóslóvaktu og Sovétrfkjanna blakta við hún
við Loftleiðahótelið þessa dagana.
ÞAÐ KOM áhorfendum á Loft-
leiðahótelinu talsvert á óvart
þegar stórmeistararnir Hort og
Spassky sömdu jafntefli eftir
26 leiki I skák þeirra á sunnu-
daginn. Fannst áhorfendum og
skáksérfræðingum sem mikið
væri eftir af skákinni og ýmsir
möguleikar ókannaðir. Eftir
þetta jafntefli er staðan nú sú
að Spassky hefur 2‘A vinning,
Hort l'/i og f dag klukkan 17
setjast þeir að fimmtu einvfgis-
skákinni. Stýrir Spassky hvftu
mönnunum.
Þótti Spassky tefla skákina á
sunnudaginn allglæfralega og
gerði hann skákina mjög spenn-
andi. Er samið var um jafntefli
eftir að meistararnir höfðu end-
urtekið leiki sína voru skoðanir
mjög skiptar um það hvorum
megin möguleikarnir lægju í
skákinni. Sennilega hafa þeir
verið fleiri, sem sögðu að
Spassky væri kominn með betri
stöðu og ógnaði hann hvítu
mönnunum á ýmsa vegu. Eina
sem allir gátu verið sammála
um í skákinni á sunnudagin var
að staðan hefði verið ákaflega
flókin.
Guðmundur Sigurjónsson
stórmeistari var greinilega
undrandi þegar jafnteflið varð
staðreynd. — Hvað eru menn-
irnir að semja á þetta, sagði
Guðmundur. í herbergi blaða-
manna höfðu flestir eitthvað til
málanna að leggja og einhver
sagði að Fischer hefði aldrei
samið í þessari stöðu, en hann
hefði Iíka örugglega verið með
betri tíma, bætti sá hinn sami
við. Átti Hort eftir rúmlega 20
mínútur þegar skákinni lauk,
en Spassky góðan hálftíma.
Hafði Hort notað mjög mikinn
tíma á leiki sfna áður en kapp-
arnir byrjuðu að þráleika.
Jafnvel fslenzkar konur
vita hver Karpov er
Hingað til lands kom á föstu-
daginn Bandarfkjamaðurinn
Vince Klemm, sem er sjálfur
góður skákmaður og frétta-
maður virts skáktfmarits í
Bandarfkjunum. Mun hann
dvelja hér þangað til á morgun,
en halda þá til Italíu, Sviss og
sennilega Hollands til að fylgj-
ast með hinum áskorendamót-
unum einnig. Mun hann sfðan
skrifa um þessa hringferð sfna f
tfmarit sitt.
Spjallaði blaðamaur Mbl. við
Klemm á sunnudaginn og var
Bandaríkjamaðurinn greini-
lega í sjöunda himni með að
vera kominn til íslands. Til
landsins þar sem Spassky og
Fischer háðu sitt einvígi aldar-
innar. — Hér vita allir allt um
skák, það er alveg stórkostlegt.
Meira að segja fslenzkar konur
vita hver Karpov heimsmeistari
er, sagði Klemm.
— Ég fylgdist með einvígi
aldarinnar eins náið og ég
mögulega gat. Fischer var stór-
kostlegur þá, en núna er hann
alveg búinn, kolruglaður. Mér
finnst það ótrúlegt hve Spassky
er ennþá sterkur og ég held að
hann sigri í einvfginu hér. Því
átti ég alls ekki von á, hélt hann
hefði sungið sitt sfðasta sem
skákmaður þegar hann missti
heimmeistaratitilinn, sagði
Klemm.
Fjórir góóir fylgjast með
Aldrei fleiri
áhorfendur
Það var gott hljóðið í Skák-
sambandsmönnum á sunnu-
daginn og þá fyrst og fremst
með hina miklu aðsókn, sem
var að skákinni. Sennilega hafa
vel á sjötta hundrað áhorfenda
fylgzt með, en að vísu keyptu
þeir sig ekki allir inn, því
nokkrir veifa aðeins boðsmið-
um sínum. Varð að hætta að
selja inn um tíma þar sem öll
eftir
Ágúst I.
Jónsson
salarkynni voru yfirfull. Hafði
verið bætt við stólum á gangin-
um fyrir framan Krystalsalinn
þar sem teflt er, en það dugði
engan veginn til. Stóðu menn í
öllum hornum, báru saman
bækur sínar og spáðu píreygðir
i stöðuna.
Þykir mönnum sem bæði
Spassky og Hort hafi teflt mjög
vel það sem af er þessu einvígi.
Báðir tekið áhættu og barizt
vel, en ekki samið stórmeistara-
jafntefli, eins og gjarnan gerist
þegar slíkir eigast við. Voru
áhorfendur á einu máli um það
að einvígi þeirra Spasskys og
Horts væri hið bezta af áskor-
endaeinvígjunum fjórum.
Beztu skákirnar væru tefldar
hér og ekki minnstu leiðindi í
kringum keppendur — þvert á
móti, enda eru bæði Hort og
Spassky ekkert nema ljúf-
mennskan.
Þakka menn sínum sæla fyrir
að við skyldum ekki hafa fengið
einvígi þeirra Sovétmannanna
Kortsnojs og Petrosjans, sem
einkennist af illvígu taugastríði
og andúð keppenda hvors á öðr-
um. Eða einvigi Meckings og
Polugajevskys, þar sem
Mecking hefur annað hvort ver-
ið frá vegna magakrankleika
eða taugaslappleika. Það er
helzt að fólk hefði viljað fá
hingað hinn baráttuglaða Dana,
Bent Larsen, og andstæðing
hans, Ungverjann Lajos
Portisch.
Fleiri áhorfendur en áður
og spennan í algleymingi
er samið var um jafnteflið
Þung undiralda
Hvítt: Vlastimil Ilort
Svart: Boris Spassky
Enski leikurinn
1. c4 — e5, 2. Rc3 — Rc6, 3. g3
— g6, 4. Bg2 — Bg7, 5. e4
(Þessi þunglamalegi leikur er
runninn undan rifjum Mikhails
Botvinniks fyrrverandi heims-
meistara)
— d6, 6. Rge2 — Rge7, 7. d3 —
0-0, 8. 0-0 — Be6,
(Nú er komin upp með skiptum
litum mjög aigeng staða f lok-
aða afbrigðinu í Sikileyjarvörn.
Þessi byrjun er það róleg að
einn leikur til eða frá gerir
ekki gæfumuninn)
9. h3 — Dd7, 10. Kh2 — f5, 11.
Rd5 — Hf7!
(Eins og í hlið-
stæðum stöðum
itteð skiptum
litum liggja
möguleikar
svarts í að tvö-
falda hrókana á
f-línunni. I skák Horts við
bandarfkjamanninn Browne á
millisvæðamótinu f Manila f
fyrra valdi Browne aðra og Iak-
ari áætlun: 11. .. Hae8, 12. Be3
— Rd4, 13. Bxd4! — exd4, 14.
Ref4 — Rxd5, 15. exd5 — Bf7,
16. Db3 og hvítur stendur bet-
ur. Þessi skák er ástæðan fyrir
þvf að Spassky þvingaði fram f2
— f4 áður en hann lék Rc6 —
d4)
12. Be3 — Haf8, 13. f4 (Þessi
leikur er bráðnauðsynlegur lið-
ur f liðsskipun hvfts, því að
svartur hótaði 13. .. f4. Ef t.d.
14. gxf4 — exf4, 15. Bxf4 þá
Hxf4!, 16. Rexf4 — Be5, 17. Dd2
— g5 og vinnur)
Rd4, 14. Rxd4 (Annars leikur
svartur einfaldlega 14... Rc8
og 15... c6)
exd4, 15. Bd2 — Rc8, (Undir-
býr 16. . . c6. Ff strax 15... c6
þá 16. Rxe7 — Hxe7, 17. De2 og
hvftur hefur greinilega þægi-
legra tafl.)
16. Df3 — (Eftir 16. exf5 —
Bxf5, 17. Df3 — c6, 18. Rb4 —
h5, er staðan í jafnvægi)
c6, 17. b3 — (Leikið til þess að
geta svarað 18. .. Dd8, 19. Rb4
— fxe4 með 20. dxe4 )
b e d • f 9 h
g5!? (Djarfur leikur, sem miðar
að því að koma hrókunum á
f-Ifnunni í gagnið. Spassky var
greinilega ekki að skapi að biða
rólegur með 17.. . Dd8, 18. Rb4
enda hefur hvítur þá óum-
deilanlega frjálsari stöðu) 18.
Dh5 ( Ekki gekk 18. fxg5 vegna
18... fxe4 19. Dxe4 — cxd5.
Hins vegar kom sterklega til
greina að leika 18. Rb4, sem
svartur yrði væntanlega að
svara með 18... fxe4, 19. dxe4
— g4, 20. hxg4 — Bxg4 og stað-
an er vandtefld á báða bóga.
Eftir 18. Rb4 — fxe4, 19. dxe4
— a5, 20. Rc2 — d3, 21. Dxd3 —
Bxal, 22. Hxal hefði hvítur allt
of góð færi fyrir skiptamun-
inn. )fxe4, 19. dxe4
gxf4 (19... g4 er vafasamt
vegna 20. f5! og svartur á i vök
að verjast. T.d. 20... cxd5, 21.
dxe6 — Dxeð, 22. cxd5! og hvft-
ur vinnur peð. Slæm mistök
væru hins vegar 22. exd5 —
De2, 23. Bf4 — Hxf4! 24. Hxf4
— Hxf4, 25. gxf4 — g3+ og
svartur vinnur)
20. gxf4 — cxd5, 21. cxd5
Stöðumynd II
Db5! (Snjall leikur sem Hort
hefur Ifklega yfirsést þegar
hann lék 18. Dh5) 22. a4 —
(eini leikurinn, þvf að 22.
dxe6? yrði auðvitað svarað með
Dxh5) Dxb3, 23. Hfbl —
(Þvingað. Eftir 23. dxe6 —-
Dxe6 hefur svartur peði meira)
Dc4 (23. .. Dd3, 24. dxe6 —
Hc7, er full áhættusamt vegna
25. Hb2 — Hc2, 26. Hxc2 —
Dxc2, 27. Ddl og hvítur hefur
biskupaparið og frjálsara tafl.
Ef Spassky hefði þurft að tefla
til vinnings í stöðunni hefði
hann lfklega reynt drottningar-
fórnina 23. .. Bxd5!?) 24. Hcl
(Hvítur hefði gatað haldið
áfram með 24. Hb4 en eftir hið
slysalega tap sitt á fimmtudag-
inn vill Hort enga áhættu taka)
Db3 25. Hcbl — Dc4, 26. Hcl —
Db3, og hér varð skákin sjálf-
krafa jafntefli.
eftir
Margeir
Pétursson