Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 7 Svo segir eldforn sögn, að þegar blóð hrundi á jörðina af bróðurvigi hafi morðinginn heyrt af himni rödd, sem brenndi sig inn í seka sál ,,Hvað hefur þú gjört? Heyr, blóð bróður þins hrópar til min af jörðunni," en bróður- morðinginn svaraði: „Á ég að gæta bróður míns?" „BLÓÐ BRÓÐUR ÞÍNS" Aldir hafa runnið, árþús- undir, og enginn fær mælt þær hrannir blóðs, sem siðan hafa hrunið á jörðina, jörð þar sem bræður skyldu búa saman Og þegar sök bítur sekan mann, erafsökunin enn hin sama og Kains: ,,Á ég að gæta bróður míns?" Á ég að bera ábyrgð á blóði hans og tárum? Það er ekki aðeins um bróðurmorð i bókstaflegri merkingu að ræða Það er hægt að gera sitt hvað svi- virðilegra og verra við mann- lega sál en að myrða likama hennar. Ber ég að einhverju marki ábyrgð á böli annarra manna, jafnvel þótt i fjar- lægð búi? Ber ég ábyrgð á því, að á auðugri jörð svelta hundruð milljóna en aðrir lifa þar við óhófsmunað? , Á ég að gæta bróður mins?" Mun ekki sú spurn hafa i hugum margra vaknað þegar Carter Bandarikjaforseti rauf þá diplomatísku hefð, að láta afskiptalausa hverja þá svivirði sem i öðru landi var framin, ef um land varað ræða, sem hagkvæmt væri að eiga efnaleg eða stjórnleg samskipti við? Ef réttlætiskennd væri sæmileg í siðuðum vestræn- um heimi væru menn fyrir löngu orðnir ofsaddir á mark- leysishjali mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóð anna. Idi Amin, austantjalds- löndin og Chile sitja við eitt og sama borð og lagsbræður þeirra herra fleiri Þetta er ekki ný saga, en vegna aðild- ar Sovjet-Rússa að Helsinki • sáttmálanum hafa fregniraf taumlausum ofsóknum stjórnarherranna í Kreml gegn mönnum þar eystra, sem hafa þor til að fylgja sannfæringu sinni eftir, vakið undrun og reiði um gervallan heim egar það gerist að B: nda- ríkjaforseti sýnir þann , ódiplomatiska" drengskap, að sýna samúð ofsóttum mönnum þar eystra og for- dæma glæpi gegn þeim-auk kúgunar alþýðu og frelsis- sviptingar i mörgum mynd- um — þá gerist það á fundi sjálfrar mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að rússneski fulltrúinn ris úr sæti til að lýsa yfir þvi, að forseta Bandaríkjanna komi ekkert við það sem innan rússneskra landamæra ger- ist Þó hafði Carter ekki farið lengra en að minna Kreml- mennina á það, sem þeir höfðu lofað að virða þegar þeir undirrituðu Helsinki- sáttmálann ,.Á ég að gæta bróður mins?" Á ég að láta mig það engu skipta, að bróðir i öðru landi er andlega heill lokaður inni i geðveikrahælum árum og árum saman, eða að hann er dæmdur til þrælkunar- vinnu fangabúðanna vegna þess að hann gat ekki lengur neitað sér um hreinna loft en það, sem herrarnir í Kreml skömmtuðu honum, og vildi fá að lifa manneskjulegra lifi en unnt er undir ráðstjórn? Okkur er sagt að verið sé aðskapa nýjan kommún isma, svokallaðan ..evrókommúnisma", sem afneiti að vissu marki mið- stjórnarvaldinu í Kreml Þeg- ar forystumenn stærstu kommúnistaflokka Vestur- landa, ítaliu, Frakklandsog Spánar, komu saman fyrir skömmu, lýstu þeir raunar andúð á ofsóknunum austan tjalds, en til þess að styggja nú engan austur þar forð uðust þeir að nefna menn eða lönd, sem andúðinni væri beint gegn Er þessum mönnum alvara? Eða er hér aðeins um herbragð að ræða og hræðslu við almennings- álitið á Vesturlöndum meðan þeir eru að berjast þar til valda? ,.Á ég að gæta bróður mins?" Hvað segir kristinn dómur um það? Meginkenning meistarans frá Nasaret um manninn er sú, að sérhvert morð sé bróðurmorð, hverglæpur gegn öðrum sé gegn bróður þinum, að bræðralagið bindi alla menn i eina .mannfélags- fjöiskyldu og viðurkenni ekki mörk milli landa og þjóða Þó er því lýst yfir i sjálfri mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, að annað land varði ekkert um það, sem i Kreml eða Prag er aðhafzt en frjálshuga menn i víðri veröld hljóta að fordæma Er þetta kommúnisminn i framkvæmd, óhugsandi að hann geti örðuvisi verið? . Á ég að gæta bróður míns? , Þannig geturenginn sá, sem vill bera kristið nafn spurt til að afsaka sjálfan sig, enginn s.em vill muna Ung- verjaland, Tékko-Slóvakiu, Pólland, Chile, Suður-Afríku og aðfarirnar austan tjalds, sem nú eru á flestra frjálsra manna vörum þessa dagana, — hinir þegja Engan veginn svo, að i einræðisríkjum einum séu allar syndir drýgðar. Fjarri fer þvi Bandarikjamenn og vest- rænar þjóðir ættu að skyggn- ast um í eigin ranni Þar eru syndir nægar En fremur en allt annað blóð, sem til him- ins hrópar um þjóðfélagslegt ranglæti, er nú sú mannfyrir- litning, sem lýsir sér i brjálæðislegum ofsóknum gegn þeim þegnum austan tjalds, sem þora að krefjast þess að fá að hugsa Ágæta grein i viðtalsformi um lifsviðhorf sín og þó eink- um stjórnmálaviðhorf, sem birtist i Eimreiðinni 1 972, nefnir Jónas Haralz banka- stj : Kjölfesta frjálshyggjunn arertrúiná manninn Trúin á manninn, enginn hefur sýnt betur en Albert Schweitzer með heimspeki sinni um , lotninguna fyrir Iíf- inu", hve virðingin fyrir mannhelgi er miðlæg i Krists- kenningunni, trúin á mann- inn, heilagan rétt hans og skyldur við samfélagið Þvi miður eru ekki í ein- ræðisrikjum einum stórar syndir drýgðar gegn kenn- ingu Krists um manninn Af skræmiskenning afturhalds- guðfræðinnar um að mann eðlið sjálft sé gjörspillt, og sjúkleg áherzla á synd hans og botnlausa sekt er ósam- rimanleg þeirri kenningu meistarans mikla, sem kenndi að svo verðmæt væri sjálfum Guði sál eins smæl- ingja á jörðu, að himnarnir bergmáluðu fagnaðarsöngva yfir einni sál, sem sneri á himinleiðir Er þá til nema eitt svar, aðeins eitt við spurninni æva- gömlu , Á ég að gæta bróður míns?" — i austri og vestri, norðri og suðri? 0p\a ttif)/) frá Bing og Gröndal er kominn RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 19 s_______________________) klædaskápar Nú höfum við opnað söluskrifstofu í hjarta borgarinnar í Miðbæjarmarkaðnum, Aðaistræti 9. Ný sending af hinum geysivinsælu Star klæðaskápum var að koma. Star klæðaskápana er hægt að skipuleggja eftir þörfum hvers og eins Sama lága verðið eða um kr. 28.000 - per lengdar- meter. LÆKKAÐ VERÐ: Eigum nú til ýmsa staka skápa úr við og viðarlíki, sem við seljum á lækkuðu verði Einnig franskar rimla skápahurðir. STAR-skápa í allt húsiö BÚSTOFN hf. Söluskrifstofa, MiSbæjarmarkaðnum, sími 81077 simi 81663.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.