Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977 3 Þyrlan hafði fengið heim- ild til að loka flugáætlun og þess vegna fylgdist flugumferð- arstjórn ekki með ferðum hennar EÐLILEGA vaknar sú spurning við hvarf þyrlunnar TF—AGN, hvernig standa megi á því að þrfr dagar ifði frá hvarfi véiarinnar þar til hennar er saknað. Morgun- blaðið hafði samband við Leif Magnússon, varaflugmáfastjóra, og spurði hann þessarar spurn- ingar. Leifur sagði að almennt væru flugáætlanir gerðar fyrir hvert flug. Skylt væri að Iáta flugum- ferðarstjórn i té flugáætlun fyrir allt blindflug, fyrir allt milli- lardaflug, fyrir flug i og úr flug- stjórnarsviði (Keflavík, Reykja- vík, Akureyri, Vestmannaeyjar og Egilsstaðir), fyrir flug inn i Öræfi (hér skilgreind sem svæði sem eru 25 km eða meira frá byggðu bóli), farþegaflug i at- vinnuskyni, svo og allt flug sem flugmaðurinn óskar að verði fylgst með til að auðvelda leitar- og björgunarþjónustu. Væri þannig fylgzt með um 99% af allri flugumferð. Hins vegar kvað Leifur vera heimild fyrir flugmenn til að loka flugáætlun eins og kallað er, þ.e. láta flugumferðarstjórn ekki lengur fylgjast með vélinni, ef þeir ætluðu í sjónflug í byggð eða lengst 25 km frá byggð. Rofnar þá samband flugvélar og flugturns þegar vélin er komin 10 mílur frá flugturninum. Sagði Leifur að eftir það væru flugmennirnir á eigin ábyrgð og þeir ættu sjálfir að gera ráðstafanir til þess að um bá yrði grennslazt ef vélin komi ekki á ákvörðunarstað á réttum tíma. í þessu síðasta tilfelli óskaði flugmaður þyrlunnar að loka flugáætlun, vélin hóf sig á loft i Reykjavík klukkan 10,22 á mánu- dagsmorgun og klukkan 10,29 var hún komin 10 milur frá turninum og þar með var áætlun lokað. Sagði Leifur að á þessu stigi máls- ins virtist, sem flugmaður þyrl- unnar hefði ekki gert ráðstafanir til þess að hennar yrði leitað ef hún kæmi ekki fram á réttum tíma og framburður vitna benti til þess að þyrlan hefði ætlað að Landsf undi S jálf- stæðisflokksins flýtt um einn dag MIÐSTJÖRN Sjálfstæðisflokks- ins hefur ákveðið að landsfundi flokksins verði flýtt um einn dag. Fundurinn mun hefjast í Iláskólabíói föstudaginn 6. maí n.k. klukkan 17.30 með setningar- ræðu formanns flokksins, Geirs Ilallgrímssonar, forsætisráð- herra. Fundinum verður sfðan framhaldið laugardag, sunnudag og mánudag og lýkur að kvöldi þess dags. fljúga leið, sem væri meira en 25 km frá byggð og þannig farið út fyrir veitta heimild um iokun flugáætlunar. Þegar Leifur var að því spurð- ur, hvers vegna þyrlan hefði ekki verið útbúin neyðarsendi, sem færi í gang ef eitthvað brygði útaf, svaraði hann þvi til að fram til þessa hefðu aðeins venjulegar flugvélar þurft að hafa slika neyðarsenda. Hins vegar tækju nýjar reglur gildi 1. maí, þ.e. á sunnudaginn, og samkvæmt þeim væri skylda að setja slíka senda i öll vélknúin loftför. Hefði einmitt verið búið að panta neyðarsendi í þyrluna TF-AGN. Að lokum spurði Morgunblaðið Leif að því, hvort ekki væri nauð- synlegt að setja upp tilkynninga- skyldu fyrir íslenzkar flugvélar til að fyrirbyggja að slíkt henti aftur. Svaraði Leifur þvi til, að 99% flugumferðar á tslandi væri Framhald á bfs. 20t Leitin skipulögó f flugturninum f gær. Talið frá vinstri: Einar Gunn- arsson, Guðmundur Matthfasson, en hann stjórnaði leitinni, Vilhjálm- ur Vilhjálmsson, Ernst Gfslason og Benedikt Gröndal. LjAsm. rax. Akureyri: Karlakórinn Geysir heldur 4samsöngva Akureyri, 28. aprfl. KARLAKÖRINN Geysir heldur fjóra samsöngva um þessar mundir í Borgarbíói á Akureyri. Ilinn fyrsti verður í kvöld en þar næst syngur kórinn föstudags- kvöld klukkan 19, laugardag klukkan 17 og sunnudag klukkan 15. í kórnum eru um 40 söngmenn en þeím til aðstoðar syngur kór 20 kvenna í þremur lögum. Söng- stjóri er Sigurður Demetz Franz- son en undirleikari Thomas Jackmann. Einsöngvarar eru Guðrún Kristjánsdóttir, Gunn- fríður Hreiðarsdóttir, Helga Al- freðsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Freyr Ófeigsson og Óli Ólafsson. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, þar á meðal eru nokkur kórlög úr óperum. Sv.P. litsjónvarp með eðlilegum litum Myndgæði PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar sérðu alla hluti eins eðlilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur Ieyst vandamálið við villandi og óeðlilega liti og það er eins og að vera sjálfur á staðnum þar sem myndin er tekin, þegar þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Oþarft er að koma með upptalningu á tæknilegum atriðum hér en bendum aðeins á að PHILIPS er stærsti framleiðandi litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir það ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja árið 1941 og hefur síðan stefnt markvisst að tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum geröum, meö skermum frá 14” - 26”. Við viljum eindregió hvetja væntanlega kaupendur litsjónvarpstækja til aö kynna sér umsagnir hlutlausra aðila og þá verður valið ekki erfitt. Þaö er og veröur PHILIPS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.