Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977 Alþjóðlegt samsæri — segir Ali Bhutto Frá Reuter f Islamabad ZULFIKAR Ali Bhutto sakaði í gærkvöldi Banda- ríkjamenn um að standa á bak við alþjóðlegt samsæri um að fella ríkisstjórn sína. Sagði hann í tilfinn- ingaþrunginni ræðu, að „víðtækt, gífurlegt, geysi- Hætta við lækkun her- útgjalda Frá Reuter f Washington Fulltrúadeild Bandarfkjaþings hefur hætt við að skera niður útgjöld til varnarmála, til þess að styrkja samningastöðu Carters, forseta, gagnvart Sovétríkjunum. Deildin samþykkti með 225 atkvæðum gegn 184 tillögu um að fella úr gildi samþykkt um að lækka útgjaldaáætlun til varnar- mála upp á 120.9 milljarða dollara um 4.1 milljarð, til að sýna Moskvu að Bandaríkin drægju ekki úr herstyrk sínum á meðan ekkert samkomulag væri um að draga úr kjarnorkuvopnabúnaði. Sovétmenn höfnuðu i síðasta mánuði tillögum Bandaríkjanna um takmörkun á kjarnorkuvopna- eign, sem Cyrus Vance, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna lagði fram við heimsókn sína til Moskvu. legt alþjóðlegt samsæri hefði verið gert gegn mú- hameðsríkinu Pakistan". Hann hélt því fram, að erlend öfl stæðu á bak við baráttu stjórn- arandstöðunnar i landinu fyrir því að hann segði af sér, En hann lagði áherzlu á það, að hann hefði allt annað í huga en að segja af sér, því hann hefði ekki lokið ætlunarverki sínu. Bhutto nefndi ekki Bandaríkin fyrr en undir lok ræðu sinnar, sem tók 100 mínútur í flutningi. Hann sagði að pólitískir blóð- hundar væru á höttum eftir hon- um vegna andstöðu hans við stefnu Bandaríkjanna i mörgum alþjóðamálum, sérstaklega hvað snerti ákvörðun hans um að setja á laggirnar kjarnorkuver með að- stoð Frakka. Bhutto sagðist hafa þagað um samsærið í tvo mánuði vegna þess að hann vildi ekki eyðileggja sam- bandið við Bandaríkin. Jafnvel nú væri hann ekki reiður Banda- ríkjamönnum og kvaðst hann reiðubúinn til að halda góðu sam- bandi við þá. Mobutu forseti sýnir stríðsfanga, skjöl og hergögn á blaðamannafundi Zaireher beitir nú fallhlífarhermönnum ERLENT Frá Reuter f Kinshasa. FALLHLÍFARHERMENN Zairehers komust í gær aftur fyr- ir vlglfnu andstæðinga sinna f til- raun til að flýta fyrir ósigri upp- reinarmannanna, sem gerðu inn- rás í Shabahéraðið f suðurhluta landsins fyrir átta vikum síðan, samkvæmt opinberu frétta- stofunni Azap f Zaire. Níu fangar voru teknir og að- gerðirnar en þetta er í fyrsta sinn í stríðinu, sem fallhlífarhermenn eru notaðir, tókust vel samkvæmt Azap. Sagði fréttastofan að 100 hermönnum hefði verið varpað úr C-130 flutningaflugvélum, eftir næturlanga áætlanagerð Mobutu forseta og Nsinfa Boyeme, æðsta manns hersins. Azap sagði, að Mobutu hefði í gær flogið ásamt Idi Amin, for- seta Uganda, til fremstu viglín- unnar á milli stjórnarhersins, sem nýtur stuðnings herja frá Marokkó, og andstæðinganna. Opnum í dag nýja glæsilega verslun í Austurveri, Háaleitisbraut 68 Veriö velkomin í stærstu og glæsilegustu Ijósmyndavöruverslun landsins — HANS PETERSEN H/F / 3 C0 n AUSTURVER / / Hvassaleiti CO 'CO X Miklabraut HANS PETERSEN HF Austurveri sími 36161 Ferð Amins til víglínunnar kemur i kjölfar frétta Ugandaút- varpsins um að hann hafi sent „sjáifsmorðssveitir" til aðstoðar Zaireher í Shaba. Azap sagði hins vegar, að Mobutu hefði þegið hernaðar- aðstoð frá Uganda, Súdan og Mið- Afríku keisaradæminu, en að her- sveitir þessara ríkja kæmu ekki til Zaire fyrr en þörf væri á þeim þar. Þá sagði fréttastofan, að aðrar hernaðaraðgerðir væru i fullum gangi en aðgerðirnar voru ekki skýrðar nánar. Opinberar tilkynn- ingar gefa þó vísbendingu um að bardagar hafi færzt í aukana, en hingað til hafa stjórnarhermenn sótt fram án mannfalls. Idi Amin vill efla siðgæði London 27. apr. Reuter Idi Amin forseti hef- ur álasað ýmsa herfor- ingja og öryggisverði fyrir það að halda úti tveimur eða þremur íbúðum og húsum á kostnað ríkisins fyrir hjákonur sínar. Ugandaútvarpið skýrði frá þessu í dag og sagði að Amin væri þungt i skapi vegna þessarar iðju sinna manna. Amin kvartaði einnig yfir því, að öryggisverðir hans ýmsir væru ekki nógu hrein- látir og skorti verulega á að hýbýli ýmissa þeirra væru mannsæmandi. Loks varaði forsetinn menn sina við að reyna að smygla kaffi úr landi. Hann sagði að öryggisverðir yrðu ekki látnir hafa bækistöðvar við landamærin í bili — svo að þeir féllu siður fyrir smyglfreistingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.