Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULÍ 1977 15 þorskinn — Verndum þorskinn — Verndum þorskinn Magni Kristjánsson skipstjóri ásamt tveimur barna sinna. reynt og á sama hátt á að vera hægt að koma í veg fyrir að netabátar hafi of mörg net I sjó. Ég held að fiskifræðingarnir hafi mesta yfirsýn yfir-hlutina og þeir eiga að ráða ferðinni að mestu. Vissulega má búast við að margur sjómaðurinn verði óánægður, en það verður bara að hafa það. Sjómenn eru lika vanir stjórn, og á þeim skipum þar sem stjórnin er léleg geng- ur yfirleitt illa — Koma einhverjar aðrar aðgerðir til greina? „Já með óbeinum aðgerð- um, er bæði hægt að minnka flotann og beina flotanum í ríkari mæli í aðra fiskistofna, eins og t.d. kolmunna, loðnu, rækju og kola og síðan verður að borga eitthvað fyrir þessar fisktegundir. Það sem var greitt fyrir kolmunnann i vor, voru smámunir. Það þykir sjálfsagð- ur hlutur þegar virkjað er að eyða milljónum króna í rann- sóknir, það sama má gera ( fyrstu á kolmunnaveiðunum, þvi við vitum að sá peningur myndi skila sér eftir 2—3 ár. Það hafa margar þjóðir mögu- leika á kolmunnaveiðum og þeir sem mest fiska næstu árin fá stærsta kvótann, þegar hann kemur á ." 1 Herbart Benjamlnsson. Kemur kvótaskipting til greina? „Það þýðir ekkert að setja kvóta á togarana eina, ef kvótaskipting verður tekin upp verður sú ráðstöfun að koma niður á öllum fiskiskipum og þá megum við ekki gleyma neta- bátunum. Þorskurinn hefur nú mjög litla möguleika til að sleppa undan netunum. Hér i firðinum fá menn ekkert í venjuleg net, en fiska hins veg- ar vel í svokölluð kraftaverka- net. Annars finnst mér alls ekki hafa verið farið rétt í friðunar- málin. Það eiga allir að standa saman í þessum efnum, í stað þess að dæma eina stétt, þ.e. togaramennina, sem glæpa- menn, og eðlilegast væri að rannsóknarskipin væru alltaf nálægt þegar fiskurinn er mældur hjá togurunum " — Hefur ástandið á Aust- fjarðarmiðum batnað eitthvað síðan Bretarfóru þaðan? „Það hefur stórbatnað, hins vegar höfum við einn vágest, en það eru V-Þjóðverjar. Þeir koma alltaf i Berufjarðarálinn i vaxandi straumi og moka þar upp smáufsa sem við myndum aldrei lita við. Þá erum við sannfærðir um að Þjóðverjar brjóti öll lög um möskvastærð- ir. Þeir tilkynna að þeir séu að fiska karfa og með 135 mm riðil, en þegar þeir eru að segja þetta eru þeir oft samsíða okk- ur og veiða þorsk, svona láta þeir líka i Berufjarðarálshorninu þegar þeir drepa ufsann, þá segjast þeir veiða karfa og þverbrjóta öll lög um möskva- stærð. Það er líka furðulegt að litlar sem engar hömlur skulu hafa verið settar á veiðar með þorskanetum, og út frá því segi ég, að það sé ekkert verra að drepa þorskinn þegar hann er 2 — 3 ára heldur en áður en hann fæðist." — Ertu fylgjandi banni við þorskaveiðum með flotvörpu? „Ég þekki lítið til flotvörp- unnar, en eftir því sem ég hef heyrt fæst alls ekki verri fiskur í Framhald á bls. 32 Flotvarpan ekkert betri en þorsknótin: „Það er stutt í kvóta- skiptinguna þótt hún séekkigóð” —segir Gísli Garðarsson „í EINU orði sagt er þessi mikla sókn i þorskstofninn slæm og því miður eigum við íslendingar ekki minnsta sök- ina," sagði Gísli Garðarsson, skipstjóri á Fylki NK 102, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á ástandi þorsk- stofnsins. „Það verður samt alltaf að veiða þorsk, annars drepumst við hér á landi, og því verður að sækja í stofninn af einhverju viti. Hér á ég við að það verður að skipuleggja veiðarnar og ég held, að það sé stutt i kvótaskiptinguna, þótt hún sé slæm að mörgu leyti," sagði hann ennfrem- ur. Gísli sagði, að kvótaskipting væri sennilega nauðsynleg á meðan núverandi ástand ríkti. Þá væri það líka furðulegt að flotvarpan skyldi enn vera leyfð á sama tíma og bannað væri að veiða fisk í þorsknót „Ég get ekki séð neinn mun á þessum veiðarfærum. Þeir sem hafa flotvörpu um borð segja reynd- ar að þeir fái tiltölulega mjög lítinn afla í hana yfir árið í heild. Úr því að svo er, ættu þessir sömu menn ekki að halda svona stift í að fá að nota hana, flotvarpan skiptir þá víst svo litlu máli." skipstjóri á Fylki NK þorskur fæst, en það er þá stórþorskur. Ef kolamiðin verða opnuð mun útgerð báta af þessari stærð gjörbreytast yfir haust- tímann og um leið skapa at- vinnu í landi þegar hvað minnst er að gera." — Hvernig hefur humarver- tíðin gengið hjá ykkur i sumar? „Ég get ekki kvartað yfir henni. Hins vegar er humarinn áberandi smærri en undanfarin ár og á austursvæðinu, þ.e. í Hornafjarðar- og Lónsdýpi, þar sem stór humar hefur haldið sig, fæst nú ekkert. Það þarf þvi að friða humarinn meira og þá sérstaklega smáhumarinn." — Hefur miklu magni af humri verið hent fyrir borð í sumar? Gisli Garftarson. „Það er alltaf þó nokkur úr- gangur og það fer aftur fyrir borð, á því er engin launung Ástandið í þessu efni er verst i Breiðamerkurdýpi (þvi svæði Framhald á hls. 33 „Bönnum flotvörpuna — segir Jóhann K. Sigurðsson framkvæmdastjóri í Neskaupstað — Nú er mikið talað um að netabátar hafi miklu fleiri net i sjó, en þeim er heimilt. Telur þú að svo sé? „Netafjöldi bátanna er ógn- vænlegur og sjálfsagt hafa 80—90% bátanna miklu fleiri net í sjó en þeir hafa leyfi til samkvæmt reglugerð. En það er hart barizt um hvern titt sem eftir er í sjónum og menn verða lika að reyna að bjarga sér." — Hvað vilt þú segja um þá miklu fjölgun á skuttogurum sem orðin er? „Skuttogarafjöldinn er orð- inn rosalegur, þótt þessi skip séu lika nauðsynleg. Annars held ég að bátar í kringum 100 tonn að stærð séu á uppleið aftur, þeir geta nú bæði stund- að humar- og sildveiðar. Gall- inn við að gera út bát af þessari stærð frá Neskaupstað, er, að erfitt er að róa héðan yfir vetr- artímann, þá er sólarhrings sigling á miðin, fyrr er ekki hægt að dýfa trollinu í sjóinn." — Eru þá togbátar lokaðir frá öllum veiðum undan Aust- fjörðum? „Sem stendur er það. Annars hefur bæði alþingi og sjávarút- vegsráðuneytinu verið sent bréf þar sem þess er farið á leit að kolasvæði, t.d. á Héraðs- flóa, verði opnuð fyrir togbáta í sumar og haust. Á kolamiðun- um hér fyrir austan er ekkert að hafa nema kola. það er kannski endrum og eins að einhver „ÞaS er Ijóst. aS þaS þarf aS stöSva sóknina I þorskinn eitthvaS. en áSur en fariS verSur aS láta togar- ana liggja I landi, þarf aS gera hliSar ráSstafanir, t.d. aS banna flotvörp- una um einhvern tlma. Ég hef lengi veriS fylgjandi því aS banna þorsk- veiSar meS flotvörpu og hef beitt mér fyrir þvl aS þingum Landssam- bands Isl. útvegsmanna og mitt viS- horf hefur ekkert breytzt þótt viS séum aS fá nýjan skuttogara, búinn til veiSa meS flotvörpu," sagSi Jóhann K. SigurSsson, fram- kvæmdastjóri Utgerðar Slldarvinnsl- unnar h.f. I NeskaupstaS, þegar MorgunblaSiS ræddi viS hann. Jóhann K. SigurSsson — Ertu fylgjandi þvi að kvótaskipt- ing verði sett á togarana? „Það kemur vel til greina að skipta aflanum niður á milli togaranna. þann- ig að allir fái jafnt Stöðvun togara- flotans kemur hins vegar ákaflega misjafnlega niðurá landshlutana Hvað Austfirði snertir þá sé ég ýmis tormerki á því að stöðva togarana hér yfir sumartimann." — Koma togararnir hér með smá- fisk að landi7 „Alls ekki Ég get nefnt sem dæmi að meðalskiptaverðið hefur verið hjá Bjarti i vetur og vor kr 71 64 á kiló. þannig að fiskurinn sem sá togari kem- ur með að landi telst vart smáfiskur Ég vil koma þvi að hér, að ef sóknin i þorskinn verður stöðvuð á nasstunni, að þá verði togarar nú stöðvaðir i höfn i 2—3 daga eftir hverja veiðiferð Vinna i landi myndi þá ekki stöðvast algjörlega. auk þess sem hægt yrði að dytta að skipunum þann tima sem þau væru i landi — En hvað með skyndilokanir? „Þær eru til bóta og nauðsynlegar " — Kæmi til greina að stöðva fiski- skipaflotann um jól og áramót? — Já, það ætti ekki vera útilokað að stöðva þá i svartasta skammdeginu, t.d. frá 14 des til 10 janúar Á þessum tima gætum við friðað eitthvað af smáfiskinum " — Nú er Sildarvinnslan búin að festa kaup á nýjum skuttogara Hvern- ig stendur á því að þið kaupið nýtt skip, þegar vitað er að fiskistofnarnir eru i mikilli hættu og sá floti sem við eigum er mun afkastameiri en fiski- stofnarnir og þá fyrst og fremst þo'sk stofninn, þolir? „Við horfum blákalt á staðreyn't'- Framhald á bh f.'i Texti og myndir: Þórleifur Olafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.