Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JÚLÍ 1977 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Askriftargjald 1300.00 kr á mánuði innanlands. í lausasolu 70.00 kr. eintakið. Gamli miðbærinn og eldri borgarhverfi Aeinum og hálfum áratug hefur Reykjavíkur- borg vaxið ört, enda þótt ibúafjölgun hafi ekki verið svo ykja mikil. Ný athafnahverfi hafa rísið upp, nýjar miðstöðvar verzl- unar, víðskipta og þjónustu og ný iðnaðarhverfi og ný íbúðar- hverfi Áhrif þessarar útþenslu Reykjavíkur hafa m.a. orðið þau, að þungamiðja borgarlífsins hefur smátt og smátt færzt frá gamla míðbænum, án þess að nokkur ný miðstöð hafi í raunínni orðið til. Að degi til á virkum dögum er miðbærinn þó enn miðpunktur þess margbreytilega mannlífs, sem er að finna í Reykjavík Sömuleiðis eru helztu viðskiptastofnanir og stjórnsýslustöðvar enn með aðsetur sitt í gamla miðbænum. Þegar kvölda tekur og um helgar hverfur fólkíð úr miðbænum og hann verður nánast tómur Það er ótrúlegt en satt, að í míðborg Reykjavíkur er erfitt að finna meira en e.t.v. einn eða tvo staði þar sem hægt er að fá keypti kaffi að kvöldlagi og þeim kvöldsölustöðum fer fækkandi, sem hafa opið eftir kl 9 á kvöldin, og blaðsölustaðir, sem opnir eru fram undir miðnætti eru ekki lengur til í miðborginni. Reykvíkingum hefur smátt og smátt orðið Ijóst, að útþensla höfuðborgarinnar hefur haft þau áhrif eða þær afleiðingar, að gamli miðbærinn þjónar ekki lengur sama hlutverki og áður, og að ekkert hefur komið i hans stað og ekki líkur á að svo verði Tæpast getur nokkur vafi leikið á þvi, að þessi þróun er til skaða fyrir borgarlífið og að Reykjavík missir á þennan hátt vissan „sjarma" sem yfir henni hefur hvílt. Þess vegna er bæði eðlilegt og nauðsynlegt, að borgaryfirvöld beini athygli sinni að því, hvernig unnt er að lifga gamla miðbæinn við á ný, þannig að hann endurheimti sinn fyrri sess í borgarlífinu. Fyrsta skrefið sem stigið var í þessum efnum var án efa þegar hluti Austurstrætis og Lækjartorg voru gerð að göngugötu Sú breyting var til mikilla bóta og hefur á margan hátt sett skemmtilegan svip á miðborgar- lifið og vissulega umhugsunarefni, hvort taka eigi stærri svæði i miðbænum undir göngugötu Það mætti mótspyrnu á sínum tíma, en nú þegar reynsla hefur fengizt af göngugötunni væri kannski tilefni til þess að taka það mál upp á ný, enda er reynslan sú erlendis, að göngugötur eru ekki síður fjölfarnar en þær götur, sem bilaumferð gengur um I sambandi við miðbæinn hafa þrjú mál verið á döfinni, sem engin úrslit hafa fengizt í og skiptar skoðanir verið um. En það er spurningin um Bernhöftstorfuna, Grjótaþorpið og fyrirhugaða Seðlabankabyggingu við Arnarhól. Það er orðið tímabært að ákvarðanir verði teknar um þessi mál. Það leysir engan vanda að láta þau veltast fram og aftur í stjórnkerfínu. Það er orðið timabært að kveða upp úr um það, hvort Bernhöftstorfan verður endurnýjuð og endurbyggð eða hvort hana ber að rífa og stjórnarráðshús verði byggt á þessum stað Á hvorn veg sem ákvörðun fellur má búast við hörðum deilum, þannig að þess vegna er ekki ástæða til að bíða öllu lengur. Þá hefur staðið yfir allvíðtæk athugun á húsum í Grjótaþorpinu og er þess að vænta, að fljótlega eftir að niðurstöður þeirrar athugunar liggja fyrir verði ákvörðun tekin, hvort og þá með hvaða hætti, Grjótaþorpið eða hlutar þess eigi að varðveitast. Loks er ekki heldur hyggilegt að láta fyrirhugaða Seðlabankabyggingu við Arnarhól svífa í lausu lofti án þess að kveðið verði upp úr um það, hvort hún skuli risa eða ekki á þessum stað. Hik í þessum efnum er ekki leiðin til þess að hleypa nýju lífi í gamla miðbæinn. En jafnframt er augljóst, að það sem miðbæinn vantar öðru fremur er fólk, fólk, sem ekki aðeins sækir vinnu sína í miðbæinn heldur býr þar í þeim umræðum og ráðagerðum, sem uppi eru um uppbyggingu gamla miðbæjarins hlýtur það að vega þungt, hvort unnt er að byggja hann upp með þeím hætti, að fólk búi á þeim slóðum. Raunar er þar á ferðinni vandamál, sem er ekki einskorðað við gamla miðbæinn heldur hin eldri borgarhverfi yfirleitt, því að fólki fer fækkandi í þeim meðan því fjölgar í hinum nýju hverfum og dýrar þjónustumiðstöðvar á borð við skóla standa hálftómar og hálfnotaðar Meginástæðan fyrir þessari þróun er ekki sú, að fólk vilji ekki búa i hinum eldri hverfum og eldri húsum heldur sú ranga lánastefna, sem rekin hefur verið í fjöldamörg ár, að lán Húsnæðismálastjórnar eru fyrst og fremst lánuð út á nýjar íbúðir en sáralítið út á eldra húsnæði. Það er nú orðið höfuðnauðsyn fyrir þróun Reykjavíkurborgar, að þessari lánastefnu verði breytt og að Húsnæðismálastjórn láni ekki síður hagstæð lán út á kaup á eldra húsnæði Það mundi verða til þess, að eldri hverfin fyllast af fólki á ný og hálfnotaðar þjónustumiðstöðvar verða nýttar til fulls. Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, hefur opinberlega lýst áhuga slnum á þessari breytingu og er það áreiðanlega rétt mat, að hún sé ein af meginforsendunum fyrir því, að aukið jafnvægi komist á að nýju I uppbyggingu Reykjavíkurborgar. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JÚLÍ 1977 „Við óttumst ekki þjáningar," . sögðu vinir mínir þegar ég fór frá Víetnam, „en við höfum eina bón: þegar þú ert farinn úr landi, segðu heiminum frá því sem þú hefur séð: segðu sannleikann." Þá 15 mánuði, sem ég bjó I Víetnam undir nýrri stjórn, varð ég var við síharðnandi afstöðu. Fyrstu viðbrögð sunnanmanna þegar norður-víetnamski herinn sótti inn í Saigon 30. apríl 1975 var ótti. En smátt og smátt sýndi fólkið sig aftur á götunum. Lítið var um ofbeldi og fáar aftökur virtust eiga sér stað. Síðan hóf herinn mikla herferð „til að hreinsa siðgæði og menningu" og þá var hvers konar táknum borg- aralegrar menningar brennt opin- berlega. 1 menntastofnun okkar vorum við neyddir til að brenna meginþorra 80.000 binda I bóka- safninu. Samdir voru langir listar með nöfnum manna, sem hefðu „átt samstarf" með fyrrverandi stjórn, og nöfnum allra mennta- manna og svokallaðra mennta- manna — það er allra sem höfðu fengið fyrstu einkunn. Aðalþolraunin hófst þegar stjórnin greip til gjaldeyristak- markana. Tiunda júnl tilkynnti rlkisstjórnin að bankainnstæður yrðu frystar. í september fékk fólk síðan aðeins 12 klukkutima frest til að taka innstæður sinar úr bönkum. Hverri fjölskyldu var i mesta lagi leyft að taka um 365 þúsund islenzkar krónur. Um þessar mundir hófst ægilegur sjálfsmorðsfaraldur. Tugir þús- unda gjaldþrota og örvæntingar- fullra Vietnama svíptu sig lífi, þar sem þeir héldu að þeir gætu ekki lifað lengur í Saigon. Þeir voru dauðhræddir um að þeir yrðu sendir til svokailaðra „Nýrra efnahagssvæða“, hrjóstrugra sveitahéraða, þar sem borgarfólk er neytt til að vinna landbúnaðar- störf. Fólk grunaði, að nýja stjórnin mundi splundra fjölskyldum með þvi að etja ungu fólki gegn gömlu. Heilu fjölskyldurnar fyrirfóru sér. Fyrrverandi lögregluforingi notaði skambyssu sina til að myrða 10 börn sín, konu sína og tengdamóður og svipta sig lífi á eftir. Aðrir völdu eitur og ég veit um föður nokkurn, sem bar eitr- aða súpu á borð fyrir fjölskyldu sína. Vmsir Víetnamar spurðu mig hvort sjálfsmorð væri synd- samlegt. Nokkrum var bjargað á siðustu stundu. Kona nokkur sagði mér, að hún hefði vaknað til meðvitundar á sjúkrahúsgangi, þar sem hundruð lika hafði verið stafiað upp. Sár skortur Aðaðvandi annarra landsmanna var að finna mat til að draga fram lifið. Þegar ég fór frá Víetnam var ég bara skinnin og beinin og siðan ég var rekinn hef ég þyngzt um 33 pund. Fiskur varð munað- arvara. Þar sem fóik notaði báta til að flýja úr landi var ferðafrelsi fiskimanna takmarkað. Vélar voru fjarlægðar úr mörgum bát- um til að koma í veg fyrir flótta. » Rangt væri að tala um hungurs- neyð en margir liðu sáran skort. Kínverskum kartöflum, sem venjulega eru notaðar í skepnu- fóður, var blandað saman við að- alundirstöðuréttinn, hrísgrjón. Menn gátu talizt heppnir ef þeir náðu í rækjur. Kjöt var af skorn- um skammti og óheyrilega dýrt: pundið var jafnvirði vikulauna. Þess vegna sáust ekki lengur hundar og kettir. Þeir sem gátu ekki fengið sig til að borða hunda sína og ketti létu óátalið ef þeim var stolið. Hver reyndi að bjarga eigin skinni sem bezt hann gat. Ríkt fólk seldi verðmæta muni og síð- an húsgögn. Ibúðir þeirra tæmd- ust. Þeir sem áttu enn peninga Síðan kommúnistar náðu Saigon á sitt vald í apríl 1975 hafa fáar fréttir borizt frá landinu og fréttirnar hafa verið ósam- hljóða. En nýlega hefur birzt fyrsta ná- kvæma frásögnin af lífi og dauða fólksins undir hinni nýju stjórn og útdráttur úr henni fer hér á eftir. Hún er eftir André Gelinas, kanadískan jesúítaprest, sem bjó í landinu, í nítján ár, unz honum var vísað úr landi fyrir um það bil tíu mánuðum. Séra Gelinas sagði nýlega: „Þeir ráku mig af því þeir vildu ekki óþægilegt vitni. Ég sætti ekki slæmri meðferð, því yfirvöldin hafa ströng fyrirmæli frá Moskvu um að gera engan að píslarvotti." Hermenn á verði I Saigon Líf og í Víetnam lyfjaskortur gerði vart við sig. Nú er orðið erfitt að fá læknishjálp, annaðhvort vegna þess að lækn- arnir eru flúnir eða vegna þess að þeir hafa verið sendir burtu í „umskólun". Á fyrstu dögunum seldu allir benzín á götunum, því benzín- stöðvum hafði verið lokað. Norð- ur-vietnamskir hermenn tæmdu tanka flutningabifreiða og seldu benzínið á götunum. Þeir buðu benzínið til sölu i Coca- Cola-flöskum. Seinna var það selt i tunnum, þvi nokkrir háttsettari yfirmenn tóku við viðskiptunum. Síðan barst dálitið af rússnesku benzini, benzinstöðvarnar voru opnaðar aftur og biðraðir mynd- uðust við þær. Loks var innleidd skömmtun á benzini. Við núverandi kerfi er enginn vandi að finna menn seka um eitthvað. Til þess að eiga reiðhjól verða menn að eiga kvittun frá seljanda. Margar slikar kvittanir eru falsaðar. Jafnvel þótt kvittun- in sé ósvikin verður eigandinn sjálfur að sanna að hún sé ekki fölsuð. Þeir sem eiga ritvélar eru í erfiðleikum, því færa verður all- ar ritvélar til lögreglunnar, sem kannar hvort þær hafa verið not- aðar tii að vélrita ritgerðir fjand- samlegar stjórninni. En þeir sem fara með ritvélar til lögreglunnar sjá þær aldrei aftur. Stór börn að „móðga alþýðuna" og „sýna rikidæmi sitt“. Svissneskur vinur minn, sem starfaði hjá Rauða krossinum, var handtekinn af þvi hermaður vildi klippa sitt hár hans. Vitað er, að hermenn hafa tekið upp naglaskæri og klippt langar neglur af stúlkum. Hins vegar loka þeir augunum fyrir öðru eins og vændi. Þótt næturklúbbum og börum hafi verið lokað halda vændiskonur áfram störfum. Viðskiptavinir þeirra eru yfirmenn í hernum og embættismenn flokksins. Eitur- lyfjasala mætir einnig umburðar- lyndi. Einn vinur minn séra Thu, sá þjappara gefa sprautur á göt1 unum. Frönsk kunningjakona mín af víetnömskum ættum stóð í sambandi við konu, sem fór oft til norðurhlutans og kom aftur án þess að leitað væri á henni. Franska konan seldi henni úr og ferðaútvarpstæki, sem mikið er spurt eftir í norðurhlutanum. I staðinn stóð frönsku konunni eit- urlyfjasending til boða og þegar hún hafnaði boðinu vakti það undrun. Venjulega borgara er hægt að handtaka fyrir hvað sem er. Allir eru eitthvað sekir samkvæmt nýja kerfinu. Til sveita heyrist sagt að trúað fólk sé handtekið fyrir föðurlandssvik eða nauðgun. Fólk er hvatt til að afhjúpa ná- ungann samkvæmt nýja kerfinu og það er talin þjóðleg skylda. í hefðbundnum Verzlað á götum Saigon. maður handtekinn og skotinn. Hlutskipti fátækra voru verri, því þeir áttu ekkert undir sér. Þeir áttu fullt í fangi með að draga fram lifið. Sumra biðu jafnvel verri örlög: þeir voru sendir i útlegð til Nýju efnahagssvæð- anna. Að öðrum kosti urðu þeir að betla á götunum og það var líka bannað. Nú er bannað að hjálpa betlurum, eða „afætum" eins og þeir eru kallaðir. Norður- vietnamskur hermaður neyddi franska konu, sem hjálpaði betl- ara, að láta hann búa hjá sér. Saigon-stúlka búningi. verzluðu við Norður-Víetnama á svörtum markaði. Liðsforingjar og embættismenn flokksins gátu keypt i Rikisverzlunum, sem tóku við birgðum bandaríska hersins. Vörur í þessum verzlunum voru seldar á tíföldu verði. Þeir sem enn gátu keypt vörur eða skipt á vörum voru aðallega kaupmenn. En þegar vörubirgðir þrutu gátu þeir ekki endurnýjað birgðirnar eða fjárfest í öðru. Fræðilega séð voru slík við- skipti „óþjóðleg“ og þar með bönnuð. Stundum var kaupsýslu- Götusalar Á fyrstu dögum hernámsins vöndust menn því að sjá vaxandi fjölda söluturna. Fólk kom þeim upp til að lifa á þvi að selja te, súpur og sígarettur. En í júní 1975 hreinsuðu yfirvöldin til á götunum. Aður en það gerðist seldu sumir götusalar jafnvel lyf. Þegar apótekarar yfirgáfu lyfjaverzlanir sinar brauzt fólk inn í þær af ótta við að gifurlegur Hermenn gengu um göturnar eins og stór börn. Vopnin veittu þeim sjálfstraust þannig að þeir þóttust vera menn með mönnum. Norður-vietnamskur hermaður stóð þjóf að því að stela armbandi af stúlku og spurði vegfarendur hvað hann ætti að gera við þjóf- inn. Það varð fátt um svör, svo að hermaðurinn tók upp byssu, tók í aðra höndina á þjófnum og skaut í gegnum hana. Hermennirnir voru líka „verðir góðs siðgæðis" og snyrtilegs út- lits. Fólki í vestrænum fötum var oft skipað að nema staðar. Það var yfirheyrt og fékk áminningu fyrir Innræting Innræting er árangursrik. Þar sem eldmóðurinn er mestur eru fundir haldnir á hverju kvöldi og þar semur fólk skýrslur um það sem gerist í húsum nágrannanna. Ætlazt er til þess að fólk njósni um gesti og segi frá hvers konar atferli, sem er talið fjandsamlegt byltingunni. Leiðtogar umræðuhópa ákveða umræðuefni, sem raunar hefur þegar verið ákveðið samkvæmt opinberum tilskipunum. Eitt sinn var eftirlætisumræðuefnið „bandarisk hryðjuverk". Einn ræðumaður, sem ég heyrði i, hélt þvi fram að bandarískir hermenn ætu mannakjöt og ungabörn. Þetta er jafnvel tekið fram í skólabókum. Hins vegar þykjast Vietnamar sjálfir vita að Banda- ríkjamenn borða mat úr niður- suðujdósum þvi þeir hafa séð það. Ræðumaðurinn, sem ég minnt- ist á, spurði áhorfendur af hverju þeir hötuðu Bandarikjamenn. Gömul kona stóð upp og lét móð- an mása: „Ég hata þá. Þeir eru viðbjóðsleg og ógeðsleg þjóð og sönnunin fyrir þvi er sú, að þeir yfirgáfu okkur og ofurseldu okk- ur kommúnistum." Þetta vakti mikinn hlátur og allir klöppuðu. Þegar áróður verður of augljós gripa menn hvað eftir annað fram í fyrir ræðumanni með gífurlegu lófataki, eins og þegar ræðumað- ur tilkynnti að verksmiðja i Norð- ur-Víetnam framleiddi einn flutn- ingabil á minútu. Þegar ræðumað- ur segir eitthvað, sem má brosa að, hlæja allir eins og vitlausir. Yfirvöld geta lítið gert við svona sálfræðilegum skæruhernaði ann- að en að dreifa umræðuhópunum og vinza úr forsprakkana. Umskólun heita þau örlög, sem eru búin „vondum borgurum“ og „villuráfandi menntamönnum". sem vanrækja pólitískar skyldur. Þeir eru annaðhvort sendir i um- skólunarbúðir eða til Nýju efna- hagssvæðanna. Handtökur eru aldrei tilkynntar opinberlega. Fólk fréttir um þær af tilviljun. Handtökur eru ekki alvarlegar, þvi venjulega er fólki sleppt eftir yfirheyrslur. En þeir sem eru sendir í umskólun sjást ekki aftur fyrr en lörigu seinna. Fyrirgreiðsla Það er aldrei talin refsing eða lögregluaðgerð að senda menn i búðir. Þvert á móti er fólk hvatt til að líta á það sem greiða, að stjórnin bjóði brotlegu fólki upp á tækifæri til að hreinsa sig og byrja nýtt lif með hreina sam- vizku. Samkvæ'mt opinberum töl- um hafa um 300.000 fengið um- skólun. En samkva'mt minum upplýsingum, sem ég hef gert margar tilraunir til að sannprófa. eru 500.000 nærri lagi. Allar búðirnar eru á leynileg- um stöðum. Yfirleitt komast fyrir 5.000 i hverjum búðum fyrir sig. Dvalartiminn er mismunandi, en þriggja ára dómur virðist algeng- astur. Ef hinir dæmdu taka skjót- um framförum og fjölskyldur þeirra eru taldar nógu góðar til þess að taka við þeim aftur, eru þeir látnir lausir. Öðru hverju sýnir stjórnin umskólaðan mann I sjónvarpi, þar sem hann talar um fyrri yfirsjónir, og þetta er talið fræðandi. Fjölskyldur, sem eru taldar góð- ar, fá að skrifa föngum, svo fram- arlega sem þeir hegða sér vel. Blöðin birta fyrirmynd að slíkum bréfum: „Við fögnum þvi, að stjórnin hefur getað gefið þér tækifæri til að skilja fyrri yfir- sjónir þínar.“ Fanginn má svara i svipuðum dúr, og árangurinn er sá að á átta vikna fresti fá þús- jtndir fanga og fjölskyldur þeirra svo til samhljóða bréf. Eini til- gangurinn með þessum bréfa- skiptum er að komast að þvi hvort ættingjar séu enn á lífi. I sumum búðum i dreifbýlinu fá fjölskyld- ur að koma í 15 mínútna heim- sókn einu sinni i mánuði. Allir skotnir Aðbúnaður er misjafn i búðun- um og fer eftir þvi hverjir stjórna þeim og eftir afbrotum þeirra sem í þeim eru. Fyrrverandi yfir- menn í hernum og fyrrverandi embættismenn gömlu stjórnar- innar eru i sérstökum búðum, þar sem meðferðin er slæm. 1 búðum fyrrverandi fallhlifahermanna eru fjórir eða fimm skotnir dag- lega öðrum til viðvörunar. Fyrr- verandi lögreglumenn eru í verstu búðunum og þar virðast allir fangarnir hafa verið skotnir. Ég þekki þrjár af ekkjunum, þvi þær unnu hjá okkur. Þessar búðir voru i Long-Giao, skammt frá höf- uðborginni. Samkvæmt opinber- um frásögnum réðust skæruliðar á búðirnar og sprengdu upp skot- færageymsluna og fangarnir reyndu að flýja. Ekkjurnar fengu opinbera orð- sendingu þar sem sagði: „Okkur veitist sú ánægja að tilkynna yður að eiginmaður yðar hefur fengið uppreisn æru og eindurheimt borgaraleg rétt<ndi sín eftir að Framhald á bls. 33 Áróðursstrfð: Fyrrverandi Saigon-hermaður vitnar á umskólunarnámskeiði. Séra André Ge/inas lýsir kynnum sínum af ógnarstjórn kommúnista í Víetnam. Hann segír hvers vegna fore/drar myrða börn sín og hvers vegna tugir þúsunda svipta sig lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.