Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULl 1977 BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Kin algengasta staðan, sem upp kemur við spilaborðið er, að ann- ar andstæðinganna má ekki kom- ast að f grandsamningi. Þá þarf að haga úrspilinu í samræmi við það, sem getur verið misjafnlega erfitt. Spilið hér að neðan kom fyrir í tvfmenningskeppni og gekk þátttakendum illa að vinna þrjú grönd á hendi suðurs. Les- endum þessa þáttar gengur ef til viII hetur. Suður gefur, allir utan. Norður Suður S. AK94 S. 532 H.98 H. KD6 T. 875 T. AG3 L. G1032 L. AKD4 Vestur spilar út hjartaþristi, austur lætur tíuna og suður drottningu. Átta slagir sjást beint og sá niundi verður greinilega að fást á spaða. En hvernig? Uppgræddar vegar- brúnir valda slysum „Þegar ekið er eftir þjóðvegum landsins, má viða sjá, að búið er að græða upp vegarbrúnir. Áburði hefur verið dreift þar og grasfræi sáð. Gróður i þessum vegarbrúnum er miklu þroska- meiri og grænni en á óræktuðu umhverfinu. Þessir grænu teigar gleðja augað, og gefa veginum mildari svip, en þar sem vegar- brúnir eru ógróinn ruðningur. En galli er við þessa gjöf Njarð- ar og ekki litill. Þessar grósku- miklu gróðurreinar draga að sér mikinn fjölda fjár. Kindur safn- ast saman með lömbum sínum til að ná sér í betri tuggu en annars- staðar er að fá í úthaganum. Og þar sem þær eru ekki vel að ser í umferðarreglum, ganga þær iðu- lega yfir vegina, með lömbum sín- um, á n þess að líta eftir umferð ökutækja. Það er því algjörlega á valdi og ábyrgð ökumanna, hvort kindur verða fyrir slysum á veg- um. Og því miður er reynslan sú, að hundruð stórslysa verða á hverju árí af þessum sökum. Kindur hlaupa óvænt yfir vegina í veg fyrir bifreiðar, og ökumenn sýna oft ekki næga tillitssemi í aksturs- háttum sfnum, er þeir aka fram hjá kindum við vegarbrún. Ævinlega skyldu ökumenn draga úr hraða bifreiða sinna, er þeir sjá kindur framundan á veg- inum og aka hægt fram hjá þeim, því aldrei er að vita hverju þær kunna að taka upp á. Fátt er ömurlegra á skemmti- ferð um land sitt en að verða valdur að dauða eða limlestingum lamba og fullorðinna kinda, og horfa upp á þær ógnar þjaningar, sem þessir vinir okkar verða að líða, uns hjálp hefur borist til að binda enda á kvaiir þeirra, með byssuskoti eða á annan hreinleg- an hátt. Þetta skyldu allir ökumenn hafa í huga og haga akstri sfnum í samræmi við það. Þvi ákaflega er það ömurlegt, að valda slysum og þjáningum, og á það ekkert siður við, þótt i hlut eigi dýr, heldur en menn, því tilfínningar dýra eru jafnsárar og manna. Þá vil ég minnast fáum orðum á þá hlið mála, er að framkvæmd vegagerðar lýtur og fegrun vega. Það hefur sýnt sig, að uppgræðsla vegarbrúna hefur á mörgum undanförnum árum haft í för með sér dauða og limlestingar á mikl- um fjölda kinda, sem ekið hefur verið á. Þetta er ekki eingöngu skaði fyrir bændur, þótt mikill sé, heldur er þetta miklu fremur mannúðarmál, sem gefa verður gaum, og reyna að koma í veg fyrir þessi slys eftir föngum. Og ekki ættu opinberir aðilar að auka þessa slysahættu með hugs- unarlausum fegrunaraðgerðum meðfram vegum. Þótt skemmtilegt sé að aka eftir vegum með grænum brúnum, verður þó öryggi allra húsdýra okkar, ekki siður en manna, að vera hér efst á blaðí. Hættið að græða upp vegar- brúnir. Látið hér staðar numið. Ginnið ekki kindur að vegunum, þar sem slík ógnarhætta bíður þeirra. r lestir þatttakenda toku strax a spaðaás og kóng en vestur lét drottninguna í seinni spaðann og þar með var spilið tapað því allt var það þannig: ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vettre Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi._________________________A Norður S. ÁK94 H. 98 T. 875 L. G1032 Vestur Austur S. D87 S. G106 H. ÁG432 H. 1075 T 961 T. KD104 L. 87 L. 965 Suður S. 532 H. KD6 T. ÁG3 L. ÁKD4 Það var gott hjá spilurunum 1 vestur að láta drottninguna, en þeir sáu, að hún var bara fyrir. Austur varð að komast inn til að spila hjartanu. En þetta var auð- velt að ráða við. Bara að spila spaðanum tvisvar frá hendinni. Ef vestur lætur drottninguna fær hann að eiga slaginn en annars fær hann á hana þegar spaðanum er spilað I þriðja sinn. Og fjórði spaðinn er frír f blindum með innkomu á lauf. 59 — Hvað er að Peter? — Ég veit það ekki. — Bezt hún verði hér eftir, sagði Hemmer — auðvitað hefðum við ekki átt að taka hana með. Svo horfði hann fast á Peter og hrukkaði ennið. — Væntanlega ert það ekki þú sem hefur kallað á lögregl- una hingað? spurði hann. — Nei, sagði Peter. — Ég bjóst ekki við þvl. Heldurðu að faðir þinn geti hafa látið þá vita. — Ég veit það ekki. — Mér sýnist það vera eina skýringin. Ef þeir hafa þá ekki bara elt bflinn upp á von og óvon. En hvernig gátu þeir vit- að að hann væri vopnaður? Það var ekkert minnzt á það þegar þeij komu að tala við mig. Og hvernig gátu þeir vitað að þú hafðir hitt hann f gær. Ég er hræddur um að það sé faðir þinn, sem hefur svikið okkur, Peter. Hemmer gekk aftur til lög- reglufulltrúans, benti á bflnum þar sem Lena sat i hnipri. Lög- reglufulltrúinn kinkaði kolli. — Lena, hringdir þú til lög- reglunnar, þegar við Hemmer vorum farnir af stað f morgun? spurði Petpr. Hún svaraði ekki. — Það hvarflaði að mér að gera það Ifka, sagði hann. — Hvers vegna? spurði hún þverlega. — Ég var hræddur um að eitthvað kæmi fyrir Hemmer ef hann færi einn. — En þú hringdir ekki. — Ég fékk ekkert tækifæri til þess. — Hefðurðu hringt er þér hefði gerfizt tóm til þess? — Ég veit bara að ég hugsaði um það. — Ilvers vegna? — Fyrir þvf eru margar ástæður. Ein þeirra er svo and- styggileg að ég vil ekki viður- kenna hana íyrir neinum. — Ertu ekki að koma Peter? hrópaði Hemmer til hans. Hann stóð á miðium stígnun. Hundarnir voru komnir aðeins léngra. — Jú, sagði Peter og lagði af stað I áttina til hans. í skógarjaðrinum sneri Peter sér við og horfði niður á við í áttina að bflnum. Hann hrökk við þegar hann sá að Lena var á leiðinni til hans. Ilún hljóp við fót, hrasaði öðru hverju og stefndí f áttina til hans. — Svo að þú ætlar þá að koma með? spurði hann þegar hún kom til hans. Hún gekk upp og niður að mæði. — Já, sagði hún og greip um hönd hans. XIII Klukkutfma sfðar gerðist dá- Iftið. Peter og Lena sáu að lög- reglumennirnirnir höfðu num- ið staðar og beygðu sig niður. Ósjálfrátt gerðu þau slfkt hið samh. Lögreglufulltrúinn hvfslaði: — Leitið skjóls. Þau heyrðu að hann gaf fyrir- skipanir tii manna sinna og þeir dreifðu sér f ýmsar áttir og hurfu sjónum. — Þeir umkringja kofann, sagði Peter lágt. Hann læddist nær og Lena kom á hæla honum. Þau komu til Hemmers og sáu nú kofann f rjóðrinu. — Er hann þarna? spurði Peter. — Við vitum það ekki enn. En svo gæti verið, sagði lög- reglufulltrúinn. Allt I einu var dyrunum á kofanum hrundið upp og Frede kom út. Hann skimaði augun- um f átt að skógarjaðrinum, fullur tortryggni, en virtist síð- an slaka á. Þá gall við rödd: — Standið kyrrir, Frede Hemmer, hreyfið yður ekki. Ella skjótum við. Frede stóð grafkyrr. En bara augnablik. Svo snerist hann snarlega á hæli og hvarf inn f kofann. Hemmer hljóp til lögreglu- fulltrúans og taiaði við hann f miklum æsíngi. Lögreglan hafði gert Frede hræddan, brotið hafði verið loforðið sem hann hafði fengið um að reyna að ná samhandi við hann fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.