Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977 5 DÝRASÝNING í Laugardalshöll FJARÖFLUNARNEFND Dýra- spttalans efnir til dýrasýningar f Laugardalsholl næstkomandi sunnudag, 14. ágúst, frá klukk- an 2—6 eftir hádegi. Laufey Jakobsdóttir, formaður fjáröfl- unarnefndar Dýraspftalans, sagði að tilgangur sýningar þessarar væri fyrst og fremst sá að afla f jár fyrir Dýraspftalann og verður nefndin með veiting- ar á boðstólum fyrir sýningar- gesti. Á dýrasýningunni verða 20 kettir, 40 hundar, páfagaukar, skjaldbökur, naggrisir, hamstr- ar, dúfur af gerðinni „hojar“ og hláturdúfur svokallaðar, sem eru smærri en venjulegar dúf- ur, gullfiskar og dverghænur. Menn frá Gullfiskabúðinni munu veita upplýsingar um þau dýr s^m þeir selja og þess utan verða veittar almennar upplýsingar um meðferð dýra. Gunnar Eyjólfsson leikari er kynnir sýningarinnar og Bald- ur Brjánsson töframaður mun skemmta sýningargestum. Einhleypingar fá heimilisuppbót Eins og Morgunblaðið skýrði frá á sfnum tfma, var það hluti af heildarlausn kjarasamninganna f júnf s.l. að rfkisstjórnin beitti sér fyrir aö tekin yrði upp sérstök heimilisuppbót á Iffeyri allra ein- hleypra einstaklinga, sem búa á eigin vegum. Ilinn 24. júnf s.l. fól heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið tryggingarráði að gera tillögur um úthlutun slfkra bóta og að fengnum tillögum þess hefur for- seti tslands, samkvæmt tillögu heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, hinn 9. ágúst 1977 gefið út svohljóðandi bráðabirgðalög: 1. gr. Á eftir 1. málsgr. 19. gr. laga nr. 67/1971, sbr. lög nr. 96/1971, nr. 62/1974, nr. 13/1975, nr. 36/1976 og bráðabirgðalög nr. 53/1977, komi ný 2. málsgr. er orðist svo: Einhleypingi, sem nýtur óskert- ar uppbótar (tekjutryggingar) samkv. 1. málsgr. og er einn um heimilisrekstur, án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um hús- næðisaðstöðu eða fæðiskostnað, skal að auki greiða heimilisupp- bót kr. 10.000- á mánuði. Eigi hann rétt á skertri tekjutrygg- ingu lækkar heimilisuppbótin í sama hlutfalli. 2. gr. 1. málsliður 2. málsgr. 19. gr. laga nr. 67/1971 sbr. lög nr. 96/1971 verði 3. málsgr. 19. gr. 3. gr. 2. og 3. málsliður 2. málsgr. 19. gr. laga nr. 67/1971 sbr. lög nr. 96/1971 verði 4. málsgr. 19. gr. er orðist svo: Við ákvörðun við hækkun líf- eyris samkv. 1.—3. málsgr. hér að framan skulu umsóknir rökstudd- ar t.d. með skattaframtölum og skýrum upplýsingum um hagi bótaþega, eftir því scm spurning- ar á eyðublöðum fyrir umsóknir um uppbætur, veita tilefni til. Hliðsjón skal höfð af því, hvort eignum bótaþega hefur verið ráð- stafað með þeim hætti, að það valdi synjun hækkunar. 4. gr. I stað síðustu málsgreinar 19. gr. laga nr. 67/1971 sbr. lög nr. 96/1971 komi ný málsgr. er verði 5. málsgr. 19. gr. og orðist svo: Að fengnum tillögum trygg- ingaráðs setur ráðherra reglugerð um framkvæmd lifeyrishækkun- ar samkv. þessari grein, þar á meðal um nánari skilyrði fyrir rétti til heimilisuppbótar. 5. gr. Lög þessi gilda frá 1. júli 1977. Vinnustöðvunardagar í vor urðu 51.639 25.000 gestir í sund- laugina á Bolungavik Bolungav fk 5. ágúst. FRA ÞVl að sundlaugin var form- lega tekin f notkun hér f Bolunga- vfk 30. janúar s.l. hafa 25000 manns sótt sund f almenningstfm- um laugarinnar. Það var ungur Bolvikingur, Jónas Aðalsteinsson að nafni, sem var laugargestur nr. 25.000 og af þvi tilefni var honum afhent við- urkenningarskjal, auk þess fær hann ókeypis aðgang að almenn- ingstímum sundlaugarinnar það sem eftir er af árinu. Þessi mikla aðsókn að sund- lauginni, sýnir vel hversu kær- komin sundaðstaðan hefur verið Bolvíkingum. Miðað við að laugin hafi verið opin 7 daga vikunnar, hafa að meðaltali sótt hana 140 manns á dag. r.„nn.r FÁLKIN N i SUOURIANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ^ A ...................'■................ — „DERBY“ frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk“ frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Petta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkerinda „Pelyuretan" frauðplast. * í „DERBY“ frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. Áður en samningar náðust 22. júní sl. hafði komið til viðtækra vinnustöðvana. I fréttabréfinu er þeirra getið: Yfirvinnubann var sett á frá og með 2. maí og náði til landsins alls að kalla. Upp úr miðjum maí var vinna lögð niður hluta úr degi á nokkrum vinnustöðum. Þannig lögðu verkamenn við Reykjavik- urhöfn niður vinnu eftir hádegi 16. maí, hafnarverkamenn í Hafn- arfirði síðdegis 17. mai og þann átjánda hafnarverkamenn i Keflavik. Hlaðmenn á Reykjavik- urflugvelli lögðu niður vinnu 19. mai og bílstjórar hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavik þann 20. maí. Þann 3. júni skall á fyrsta landshlutaverkfallið og náði það til Reykjavíkur og nágrennis. 6. júní stóðu verkföll á suðurnesjum og suðurlandi, þann sjöunda á norðurlandi, áttunda á vestur- landi og loks níunda á vestfjörð- um og austurlandi. Þátttaka ASÍ félaga í þessum verkfallsaðgerð- um var þvi sem næst alger. Þann 13. júní hófst önnur lota eins dags verkfalla sem byggðist á starfsgreinaverkföllum. Fyrst var verkfall i málmiðnaði, en 14. var verkfall byggingamanna og iðn- verkafólks, þann 15. rafiðnaður, kjötiðnaður, bókagerðarmenn, matreiðslumenn og félög starfs- fólks i veitingahúsum. Verkföll sem boðuð voru þann 20. og 21. júni var flestum frestað, þó skall á verkfall í Eyjum þann 20. og sama dag hjá verkamannafélög- unum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði svo og verslunar og skrifstofu- fólki á tsafirði. Ennfremur kom til framkvæmda verkfall hjá ál- verinu í Straumsvík. Auk þeirra verkfalla sem hér hafa verið talin má nefna verkfall við Sigöldu sem stóð frá 16. maí til 4. júlí, og að rafvirkjar hjá Reykjavíkurborg voru í verkfalli frá 6. júni til 22. júni. Jónas tekur vió viðurkenningarskjalinu úr hendi afgreiðslustúlku sundlaugarinnar og til hægri er Ilörður Snorrason sundlaugarvtírður. FJÖLDI vinnustöðvana fyrr á ár- inu var meiri en jafnan hefur verið í vinnudeilum, en hins veg- ar varð fjöldi vinnustöðvunar- daga mun minni, að því er kemur fram í nýjasta fréttabréfi kjara- rannsóknanefndar. Vinnustöðv- anir urðu 259, en voru flestar áður 123 I fyrra, en vinnustöðvun- ardagar f ár urðu 51.639 á móti 309.950 í fyrra. Ahrifa yfirvinnu- bannsins gætir ekki 1 þessum töl- um. 1 þessum 259 vinnustöðvun- um tóku þátt 38.812 manns, sem er mesti fjöldi, sem tekið hefur þátt I verkfallsaðgerðum, en f fyrra tóku 35.219 manns þátt f vinnustöðvunum. Ljósm. Gunnar llallsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.