Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGÚST 1977 5 HEIMILIÐ 77 „Orgel með inn- byggðri hljómsveit” Rœtt við brezkt hljóðfœrafólk frá Bakhrin fyrirtcdánu I TILEFNI Heimilissýningarinn- ar ’77 hefur Hljóðfæraverzlun Pálmars Árna fengið erlenda hljóðfæraleikara frá Baldwin pfanó- og orgelfyrirtækinu til að kynna nýjungar, en Hljóðfæra- verzlun Pálmars Arna h.f. hefur umboð fyrir það merki. Hljóðfæraleikararnir eru á sýn- ingunni á daginn og spila fyrir gesti sýningarinnar á hljóðfærin. Ljósm. Friðþjófur. Howard Beaumont er brezkur hljóðfæraleikari og var að sögn Pálmars Arna valinn af 200 um- sækjendum til að kynna nýja teg- und orgels, Baldwin 132. — Ég ferðast um alla Evrópu og spila á þetta orgel. Þetta er nýtt tæki sem auk þess að vera orgel er einnig hljómsveit. Það hefur sjálfvirka undirleikara t.d. píanó, gitar, banjó og hörpu, svo og hefur það trommuheila með gitar og popgitar sem undirleik- ara. — Þetta er mjög sérstök sýning að mínum dómi, ég hef haldið tvenna tónleika hér í Laugardals- höll, og auk þess spila ég af og til hér á daginn fyrir sýningargesti. Pálmar Arni tjáði okkur að þessi tegund orgels kostaði kr. 1160 þúsund og væru tvær pantanir komnar. Clare Fanning er einnig brezk, og er hún hér til að kynna hljóð- færið „Skemmtarann” sem er þýðing á orðinu „Funmachine”. Það tæki er tiltölulega nýtt hér á landi. — „Skemmtarinn” er búinn að vera um 3—4 ár á markaðnum i Englandi og er nú að breiðast til Evrópu. Það sem er óvenjulegt við þetta tæki er það að allir geta spilað á það hvort sem þeir hafa lært á hljóðfæri eða ekki. Fyrir tveimur mánuðum kunni ég ekki á neitt hljóðfæri, en ég get spilað á Skemmtarann þó að ég geti alls Pálmar Arni Sigurbergsson (t.v.) með Clare Fanning og Howard Beaumont í sýningarbásnum í Laugardalshöll. „Gömlu hurðirnar komnar aftur í tízku” Rœtt við Rolf Geidenmark hjá Scadania og Jón E. Jakobsson hjá Bústofni — ÞETTA er sænskt fyrirtæki, en við höfum útibú víða um heim og einnig verksmiðjur, t.d. f Þýzkalandi, Spáni, Bandaríkjun- um og Kuwait, sagði sænski for- stjóri hurðafyrirtækisins Sca- dania, ROLF GEIDENM ARK, en hann er staddur hér á landi í tilefni Heimilissýningarinnar f boði umboðs- og heildverzlunar- innar Bústofns. Bústofn hefur umboð fyrir Sca- dania-hurðir hér á landi og einnig Star-innréttingar, sem er systur- fyrirtæki. — I hurðum er gamla tízkan að koma aftur eins og í fleiru, og nú á miklum vinsældum að fagna það sem á sænsku kallast „almugedörren”. Þetta er tiltölu- lega nýtt á Islandi, en við höfum verið að framleiða þær i Sviþjóð i u.þ.b. 20 ár. — Svo er hér önnur ný tegund útidyra, sem er sérstök að þvi leyti að þær verpast ekki, og koma þannig betur i veg fyrir raka og súg. Þessar dyr eiga að hafa sama K-gildi og venjulegur útiveggur. Jón Einar Jakobsson, fram- kvæmdastjóri Bústofns, tjáði okk- ur að á boðstólum hefðu þeir um 100 mismunandi tegundir af hurðum. — Við byrjuðum innflutning 1973 og siðan hefur samkeppni aukizt mikið að mínum dómi. Verð á útidyrum er mismunandi, sú dýrasta kostar 234 þúsund kr., en algengustu hurðirnar kosta um 130—150 þúsund krónur. — Venjuleg innihurð kostar svona um 27 þúsund i karmi og járnuð. — Þaó, sem mér finnst ekki nógu gott, er, að í framleiðslu á hurðum á íslandi er ekki farið eftir IS, þ.e. íslenzkum staðli, sem samþykktur hefur verið, heldur er farið eftir staðli sem búinn var til í Þýzkalandi árið 1920. Hann er öðruvísi en Norðurlandastaðall- inn og væri hægt að lækka kostn- aðinn á okkar hurðum meira ef þessu væri brevtt. Ljósm. Friðþjófur. Rolf Geidenmark (t.v.), Jón Einar Jakobsson og starfsfólk sýningar- báss Bústofns á Heimilissýningunní '77. ekki spilað á annað hljóðfæri. Þetta stafar af því að nóturnar eru merktar með bókstöfum á nótnaborðið og í sérstakar nótna- bækur sem fylgja hljóðfærinu. — „Skemmtarinn” hefur einn- ig n.k. innbyggða hljómsveit, svo sem bassa, píanó og gítar og sér- stakur sjálfvirkur búnaður velur rétta einleikshljóðfærið með hverju takttilbrigði. Þetta er gert fyrir fólk sem langar til að spila á hljóðfæri en getur það ekki. „Skemmtarinn” kostar um 372 þúsund kr. að sögn Pálmars Árna. — Það er gaman að kynna Is- lendingum þetta hljóðfæri þeir eru mjög áhugasamir, sagði Clare Fanning að lokum. Grund vill ELLIHEIMILIÐ Grund hefur sótt um til borgáryfirvalda að fá að reisa 320 fermetra hús, kjallara og 3 hæðir á lóð, sem heimilið á við Brávailagötu, norðan núver- indi húsakynna elliheimilisins. Forsenda fyrir þvl, að Grund reisti umrætt hús er þó sú, að farið er fram á að Brávallagöt- unni verði lokað milli elliheim- ilisins og nýja hússins og þar gerð eins konar göngugata. Gfsli Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi forsenda fyrir byggingunni væri byggja hús algjör, talið væri óforsvaranlegt að hafa umferðargötu i milli bygginganna, þar sem hið aldraða fólk þyrfti að fara um. Húsið, sem Grund hyggst reisa, ef borgarráð samþykkir forsenduna fyrir hús- inu, verður 3 hæðir og kjallari, eða einni hæð lægra en það hús, sem fyrir stendur við Blómvaila- götu. i kjallara er ráðgert að verði vinnustofur og ýmislegt fyrir vist- fólk Grundar og aldraó fólk i vest- urbænum. 1 nýja húsið myndu og flytja rakarastofa og hárgreiðslu- stofa Grundar, svo og fótsnyrting- arstofan. Torgid efst a blaði þegar farið er í bæinn til fatakaupa! AUGLVSINGADEILDIN t LJÚSM, STUDK3 28 Hentugur skólafatnaður Munið okkar ódýru gallabuxur og peysur Austurstræti 10 sími: 27211 UNITEX MITTIS MARGAR STÆRÐIR KR 9.220." EITTVERÐ UNITEX SÍÐAR MARGAR STÆRÐIR KR 7.500.“ EITTVERÐ HEKLU ULPUR SÍÐAR STÆRÐIR 2-20 KR 3.690."TIL 8.165,- HEKLU ÚLPUR MITTIS STÆRÐIR 2-20 kr 4.990,-til10.280,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.