Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.1977, Blaðsíða 19
19 MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGUST 1977 — Tító Framhald af bls. 1 og Hua Kuo-feng skáluðu fyrir nánari samskiptum Kina og Júgóslaviu, en í ræðum þeirrá beggja kom fram verulegur ágreiningur í mati á ástandinu i heiminum. Titó sagði meðal annars, að þjóðarleiðtogar yrðu að sýna þolinmæði og freista þess að koma á slökun spennu í al- þjóðamálum á vettvangi Öryggis- málaráðstefnu Evrópu, en Kin- verjar hafa hvað eftir annað lýst andúð sinni á störfum ráðstefn- unnar. Hua Kuo-feng lýsti I ræðu sinni stuðningi kínversku þjóðarinnar við hlutleysisstefnu Júgóslava og réttmæta baráttu þeirra gegn erl- endri kúgun og árásarstefnu, eins og hann komst að orði. Það vakti athygli, að í ræðu sinni vék Titó nokkuð frá þeim texta, sem afhentur hafði verið til birtingar að veizlunni lokinni, og ávarpaði hann Hua formann, sem „féiaga Hua“. — Verða Sovétmenn Framhald af bls. 1 stofnuðu fiskistofnunum á þeim slóðum í hættu. Þessi um- mæli benda til þess að innan Sovét-kerfisins riki ágreining- ur um málið, en i fréttinni i Nordlys segir, að með tilliti til þeirrar auknu áherzlu sem Sovétmenn leggi á orkumál um þessar mundir og áhuga þeirra á auknum olíuútflutningi til Vesturlanda, geti vart leikið vafi á að þeir keppi nú að nýt- ingu nýrra olíulinda, einkum þar sem engar nýjar olíulindir hafi fundizt á landi á undan- förnum árum. Ymsar vangaveltur eru uppi um stefnu Sovétmanna i orku- málum, en frá 1975 hafa þeir verið mesti oliuframleiðandi í veröldinni. Olíuútflutningur, Rússa til Vesturlanda hefur aukizt verulega á undanförnum árum um leið og hann hefur minnkað til landanna austan- tjalds. Sumir sérfræðingar telja að í upphafi næsta áratugar standi Sovétmenn andspænis skorti á olíu nema til komi nýj- ar olfulindir. Finn Sollie er þeirrar skoðunar að olíuvinnsla Sovétmanna á Norðurslóðum verði farin að hafa efnahags- lega þýðingu i kringum 1980, og teiur hann að fyrstu tilraunir verði gerðar i námunda við suðurodda Novaja Zemlja, sem skilur að Barentshaf og Karahaf. „Það er ástæða til að velta því fyrir sér hvers vegna Rússar gerðu út leiðangur Arktika á Norðurpólinn," segir Sollie i viðtali við Nordlys. „Það er skoðun min að tilgangur þeirra sé tvíþættur, — annars vegar að sannfæra sina eigin þjóð um ágæti vísindarannsókna á þessu sviði, og hins vegar að sýna umheiminum að norðurslóðir séu i þann veginn að verða greiðfærar mestan hluta ársins. I ár fór fyrsta skipalestin frá Múrmansk til Jamalskaga i febrúarmánuði, sem er tveimur mánuðum fyrr en tiðkazt hefur. Þennan árangur má þakka ís- brjótunum Lenin og Arktika, sem eru af nýrri og fullkominni gerð, en tilkoma þeirra opnar þau hafsvæði, sem liggja að norðlægum héruðum Sovétrikj- anna, og það eru einmitt svæði, sem eru að verða mikilvæg í sambandi við orkuframleiðslu. Norðurpólsleiðangur Arktika er þannig af hálfu Rússa til- raun til að sýna hversu mikla áherzlu þeir leggja á norður- slóðir". Varðandi þá spurningu hvort Rússar hafi nú orðið yfir að ráða nauðsynlegri tækni til að geta nýtt olíulindir á norður- slóðum, segir Sollie, að þeir hafi á undanförnum árum gert marevisleear tilraunir . til að afla sér nauðsynlegrar þekking- ar á þessu sviði, m.a. í Noregi. Þær tilraunir hafi þó ekki borið tilætlaðan árangur, enda sé vafasamt hvort Sovétmenn séu reiðubúnir að hleypa erlendum aðilum inn á svæði, sem séu svo hernaðarlega mikilvæg sem Barentshafið. Sollie telur þó að Sovétmenn séu langt komnir með að þróa sjálfir með sér þessa tækni, og sé stórstígra framfara að vænta á því sviði í náinni framtíð. I Noregi hafa menn ekki ver- ið á eitt sáttir um hvort hafnar skuli oliuboranir á norðurslóð- um, en með tilliti til nýrra við- horfa telur Sollie að Norðmenn hljóti að endurskoða þá stefnu sina að halda að sér höndum í þessu efni. — Iþróttir Framhald af bls. 30 Neeskens og Rensenbririk eru ekki með gegn okkur í kvöld, en vil benda á að hver einasti lands- liðsmaður Hollands gæti gengið inn i landslið annarra þjóða og staðið sig vel, jafnvel varamenn- irnir. Ég sá Hollendingana vinna Belga og Englendinga 2—0 og þar var hreinlega um jarðarför að ræða. Hollendingarnir voru i allt öðrum gæðaflokki en andstæðing- arnir í leikjum þessum og léku þeir þó á útivelli í báðum tilfell- um. Ég vildi, held ég, frekar mæta Vestur-Þjóðverjum en Hol- lendingum, jafnvel þótt þeir fyrr- nefndu séu heimsmeistarar og Hollendingar silfurliðið frá síð- ustu heimsmeistarakeppni. Fari Hollendingar með fullt lið á heimsmeistarakeppnina í Argen- tínu næsta surnar, þá hef ég mikla trú á þvi að þeir verði heims- meistarar, sagði Tony Knapp. Ellert B. Schram bætti því við, að þar sem leikur þessi væri liður í undankeppni heimsmeistara- keppninnar myndu Hollendingar reyna að skora jafnmörg mörk og þeir framast gætu. Yrðu tvö lið jöfn að stigum í undankeppninni skæri markatal- an úr um hvort þeirra færi áfram. Arni Þorgrímsson, landsliðs- nefndarmaður, hafði síðasta orðið á blaðamannafundinum er hann sagði: — Hollenzka liðið er annað af tveimur beztu landsliðum í heimi. í þvi eru ellefu ballerínur. — Þorláks- höfn Framhald af bls. 15 hreppurinn hyggst kaupa þrjár íbúðir í fjölbýlishúsi Hannesar ' Gunnarssonar. A vegum Ölfus- hrepps er einnig unnið að flutn- ingi fjárrétta frá Hveragerði nið- ur á Bæjarþorpsheiði og vatns- veitu við Arbæ i Ölfusi. ' A safnaðarfundi, sem haldinn var hér 9. júlí síðastliðinn var samþykkt teikning að krikju stað- arins. Hún er unnin hjá húsa- meistara ríkisins, arkitekt er Jörundur Pálsson. Það er í mörg • horn að líta hér eins og sjá má af framangreindu. I Þorlákshöfn búa i kringum 950 manns. — Ragnheiður. Ekki bara litsjónvarp, heldur PHILIPS litsjónvarp með eðlilegum litum Myndgæði PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar sérðu alla hiuti eins eðlilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur leyst vandamálið við villandi og óeðlilega liti og það er eins og að vera sjálfur á staðnum þar sem myndin er tekin, þegar þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Oþarft er að koma með upptalningu á tæknilegum atriðum hér en bendum aðeins á að PHILIPS er stærsti framleiðandi litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir það ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja árið 1941 og hefur síðan stefnt markvisst að tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum geröum, með skermum frá 14” - 26”. Viö viljum eindregið hvetja væntanlega kaupendur litsjónvarpstækja til aö kynna sér umsagnir hlutlausra aöila og þá verður valið ekki erfitt. Það er og verður PHILIPS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.