Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1977 7 Samgöngumál efst á blaði Snæfell, málgagn sjálf- stæðismanna á Vestur- landi, fjallar í leiðara um samgöngumál, m.a. nauð- syn uppbyggingar þjóð- vegakerfis á nútímavísu. Leiðarinn endar á þessum orðum: „í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið segir m.a.: „Nú er svo komið, að lokið er stórum áföng- um i orkumálum og því gefst færi á þvi að auka framkvæmdir, en þó þvi aðeins, að fjárhagur vega- gerðarinnar sé efldur." — Alkunna er, að sam- göngukerfi landsmanna er mjög ófullkomið og viða frumstætt. Viðurkennt er jafnframt, að uppbygging þess á nútímavisu er eitt brýnasta hagsmunamál allra landsmanna. Á liðn- um árum hafa verið unnin mörg stórvirki i vegagerð. Má þar til nefna samteng- ingu hringvegarins, jarð- göng á fjallvegum og stór- brúasmiði. Ennfremur hið mikla átak, sem gert hefur verið i vega- og gatnagerð með varanlegu slitlagi i borgum og bæj- um. Slikar samgönguæð- ar eru nú byrjaðar að teygja sig út frá aðalþétt- býli landsins til nágranna- byggða. Aðkallandi verkefni eru þó svo mörg i samgöngu- málum, að um röðun þeirra hljóta að vera skipt- ar skoðanir. Aðalatriðið er það, að okkur vantar betra og öruggara sam- göngukerfi um öll héruð landsins, bæði innan hér- aðs og tengivegi milli byggða. í Vesturlandskjördæmi eru viðfangsefni á sviði samgöngumála mörg og brýn. Upptalning þeirra hér yrði of löng. — En fullyrða má, að góðar samgöngur á landi, sjó og i lofti eru frumskilyrði þess, að unnt sé að byggja landið allt og nýta gæði þess til hagsældar fyrir þjóðina Samgöngu- málin eru þvi órjúfanlega tengd vexti og viðgangi byggða landsins i bráð og lengd." Landsfundur Alþýðu- bandalags Landsfundi Alþýðu- bandalagsins, sem átti að vera opinn fréttamönnum, var þrivegis lokað, þann veg að fréttamenn urðu frá að hverfa. Skoðana- legt misgengi var áber- andi á fundinum, jarð- hræringar tíðar, kviku- hreyfing veruleg og leir- gos i umræðum, sem fremur báru vott bræðra- viga en samfylkingar út á við. Þetta allt olli lokun fundar og frávisun frétta- manna — þegar upp úr sauð. Það þrennt, sem mest- um deilum olli, virðist hafa verið: 1) Ágreiningur um vinnubrögð varðandi val nýrrar flokksforystu, 2) Frávik Þjóðviljans frá boðorðum um stuðning við Sovétskipulagið og veikburða hliðhylli undir endurskoðunarstefnu og Evrópukommúnisma og 3) Skilyrði um hugsanlega stjórnaraðild flokksins, einkum varðandi aðild að Nato og varnarsamning við Bandarikin. Af þessu þrennu kemur þó mest á óvart sú stað- reynd, hve talsmenn rúss- nesks stjórnskipulags, So- vét þjóðskipulags, virtust rótfastir i flokkum og ráð- andi i gagnrýni á Þjóðvilj- ann, sem þó hefur verið mjög hvikandi i fráhvarfi frá Moskvulinunni, miðað við aðra kommúnista- flokka i V-Evrópu. Harð- linumenn og „hreintrú- ar' -sinnar vóru ófeimnir I við að flagga sjónar- miðum annó 1930, þegar I Kommúnistaflokkur ís- I lands klauf sig út úr Al- þýðuflokknum. | Ásmundur Ásmundsson ^ og Þorgrímur Starri Björg- | vinsson báru fram tillögu | þess efnis, að Alþýðu- * bandalagið lýsti þvi yfir | að það væri skilyrði af i þess hálfu fyrir þátttöku i . rikisstjórn, að varnar- I samningnum yrði sagt | upp og Natósamstarfi hætt. Gegn þessari tillögu | snerist flokksforystan af I hörku mikilli. Fréttamönn- um var visað á dyr rétt | einn ganginn. er þessi til- I laga var rædd. Þó mun 1 það hafa frétzt að Hjörleif- | ur Guttormsson og Stefán . Jónsson, alþingismaður, I hafi flutt frávisunartil- | lögu, þ.e. að visa tillög- . unni til miðstjórnar I flokksins, þeirrar sömu | flokksforystu. sem svo harkalega snerist gegn | henni á fundinum. Þannig I lauk þessum landsfundi á ákvörðun um, að flokkur- | inn skyldi hafa tvö andlit i I þessu máli sem öllum öðrum, er máli skipta. | Enga steina má leggja i I götu hugsanlegs stjórnar- 1 samstarfs, hvorki til | hægri né vinstri. i Stofnfundur Þroskahjálp- ar á Vestur- landi Gestur og Rúna vid hluta af sýningarmununum I vinnustofu sinni ad Laugarásvegi 7. „Opið hús” hjá Gesti og Rúnu STOFNFUNDUR Samtak- anna Þroskahjálp á Vestur- landi verður haldinn í Borgarnesi n.k. laugardag 26. nóvember kl. 14.00. Á fundinn koma fulltrúar frá Landssamtökunum Þroskahjálp og munu þeir kynna samtökin og starf þeirra. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá undirbúningsnefnd stofnfundar segir, að tildrög þessa fundar megi rekja til ráðstefnu um heilsugæzlu í skólum og málefni fólks með sérþarfir, sem haldinn var fyrir nokkru í Vesturlands- kjördæmi, en á ráðstefnunni var kosin nefnd, sem hefur undirbúið stofnun félagsins i undirbúningsnefndinni eiga sæti: Snorri Þorsteinsson fræðslustjóri, Hans Agnarsson kennari, Jón Einarsson prófastur, Svandís Pétursdótti sérkennari og Svanhvít Pálsdóttir húsfreyja, Stykkishólmi. Þá segir í fréttatilkynningunni að íbúar Vesturlands sem eigi þess kosts séu hvattir til að sækja stofnfundinn og gerast virkir þátttakendur í starfi félagsins. Á laugardag klukkan 16 opnuðu hjónin Gestur Þor- grímsson og Sigrún Guðjóns- dóttir (Gestur og Rúna) sýn- ingu á verkum úr steinleir og postulínsmyndum, í vinnu- stofu sinni að Laugarásvegi 7. Á sýningunni, sem þau hafa kosið að nefna „opið hús", eru aðeins verk sem þau hafa gert, siðan þau komu heim eftir eins árs dvöl í Danmörku. Þar hafði þeim verið boðið að skreyta barna- skóla í Rodovre, sem mun vera stærsti barnaskóli Dan- merkur. Skreytingin var fólg in i tveimur postulinsmynd- um, sem Sigrún hafði gert og tveimur steinleirsverkum eft- ir Gest. Auk þess héldu þau sýningu i bókasafni skólans. og aðra i Þrándheimi i Nor- egi. Fengu þau góða dóma á báðum stöðunum. Á sýningu þeirra að Laugar- ásvegi 7 eru um 22 postulins- myndir, sem Sigrún hefur gert, og fjöldi steinleirsmuna, sem þau hafa ýmist unnið í samein- ingu eða Gestur hefur gert Verð listmunanna er á bilinu frá nokkur þúsund krónum upp i um 120 þúsund Sýningm verður opin fram yfir næstu helgi alla daga frá klukkan 16 til 22. Hjartans þakklæti til allra ættmgja og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, og skeytum á áttræðisafmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guðrún Valdemarsdóttir. Dömur — dömur Fjölbreytt úrval af kuldahúfum, tilheyr- andi treflum og krög- um, ásamt annarri tízkugrávöru. Feldskerinn, Skólavörðustig 18, simi 10840. Bilsby Skurvogrie A-S Industribakken I. SenKelost*. 2630 Taaslrup. Danmark. Talsimi 09-02-99 47 08 Slarfsfólksvagnar. skrifstofuvagnar. ibúöarvagnar. goymsluvagnar. hrt‘inla*!isvagnai. (ióðfúsU'ga hiðjið um upplýsingapósa. Verðtryggð spariskírteini Kauptilboð óskast í eftirfarandi flokka: Samtals nafnverð Kr. 1 968 — 1. flokkur 100 000. - 1969— 1. flokkur ....... .-150.000 - 1972 — 1. flokkur 1 000.000 - 1974 — 1. flokkur ......... 900.000. - Tilboð berist fyrir 30. nóvember n.k. PiÁRPEninGARMtM iunnoi hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu) Simi 20580. Opið frá kl. 1 3.00 til 1 6 00 alla virka daga. VEST AN GULPUR GARRÓ Arni Bergmann segir í ritdómi í Þjóðviljan- um 20/11/77. „Á kápusíöu er því lofað að þetta sé „skemmti- lega skrifuð sakamálasaga“ og nú bregður svo við að oft hefur meiru verið logið í auglýs- ingu“. Almenna bókaféiagið Austurstræti 18. Bolholti 6. sími 19707 sími 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.