Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 29
29 Jóhann Helgason ad störfum í nýrri rakarastotu sinni, Komeo, í Glæsibæ. Ný rakarastof a í Glæsibæ JÓHANN Helgason hár- greiðslumeistari opnaði nýja rakarastofu, Romeo, í Glæsibæ hinn 28. nóv. sl. Jóhann starfaði sem rakari í Reykjavík um tíma áður en hann hélt til Svíþjóðar, þar sem hann stundaði nám í grein sinni i hálft annað ár. Að sögn Jóhanns eru þeir tveir á stofunni og er veitt öll almenn hárgreiðslu- og hárskurðar- þjónusta fyrir karla, konur og börn. Rakarastofan er opin á venjulegum tíma, en er auk þess opin til kl. 22 á föstudags- kvöldum. Eyfirzkar sagnir Bók eftir Jónas Rafnar yfirlækni ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Eyfirzkar sagnir eftir Jónas Kafnar yfirlækni í Kristnesi. Höfundurinn safnaði efninu í nánasta umhverfi sfnu, Eyjafirði, og gerast allar sögurn- ar á þeim slóðum Bókin er í tveimur hlutum og nefnist sá fyrri Draugasögur og sá síðari þættir. Á kápu bókarinnar stendur: „Eyfirzkar sagnir skrásettar af Jónasi Rafnar yfirlækni fjalla um drauga og mennska menn í átt- högum höfundar á nítjándu og í upphafi tuttugustu aldar. Um draugana þarf ekki að fjölyrða, en allir hinir, sem sagt er frá í bókinni, eiga það sameiginlegt að vera öðruvísi en fjöldinn. Margir þeirra skera sig úr fyrir kátlegar tiltektir og tilsvör, enda var allt slíkt yndi Jónasar sem sjálfur var gæddur meira skopskyni en alg- engt getur talizt. Sögurnar glitra því af kímni og fyndni auk þess sem þær varðveita merkilegar þjóðháttalýsingar og annan þjóð- legan fróðleik." Draugasögurnar eru alls sjö og þáettirnir níu. Bókin er 240 blað- síður að stærð, þar af 12 bls. nafnaskrá. Hún er unnin í Prent- verki Akraness og káputeikningu gerði Lárus Blöndal. Þegar taugamar bresta ,,'ÞEGAR taugarnar bresta" heitir nýútkomin bók hjá Bókaútgáfu Þórhalls Bjarna- sonar, en bókin er í Dalby- bókaflokki Stephen Harper. Á bókarkápu segir m.a.: „Þegar taugarnar bresta er djörf og áhrifamikil lýsing á lífi hjúkr- unarkonunnar Millie og hinum sérstæða heimi popparanna ásamt viðskiptum læknisins Tim Dalby og lögreglu við eiturlyfjaneytendur." „Hanna Dóra” Stefáns Jónsson- ar endurútgefin ÚT. ER komin bókin Hanna Dóra, sam er tíunda bindi heildarútgáfu ísafoldar á barna- og unglingabókum Stefáns Jónssonar. Hanna Dóra kom fyrst út árið 1956 og hefur lengi verið uppseld eins og aSrar frumút- gáfur höfundar. Þetta er önnur út- gáfan. Sagan segir frá Reykjavikur- stelpunni Hönnu Dóru. Hún er 12—13 ára, lausaleiksbarn. hefur alist upp hjá móður sinni. en þekkir ekki föður sinn nema i sjón Ellefta bindi ritsafnsins verður skáldsaqan Óli frá Skuld. Háteigskirkju berst stórgjöf VIÐ messu 1. sd. í aðventu afhenti kona (Ó.J.), sem er mikill vinur Háteigskirkju sr. Arngrími Jónssyni, sóknarpresti stórgjöf — kr. 100.000.— eitt hundrað þúsund krónur — í klukknasjóð kirkjunnnar. Sama dag afhenti önnur kona úr sókninni áheit að upphæð kr. 6000,- Aðrar gjafir og áheit, er kirkjunni hafa borizt nýlega eru þessar: N.N. áheit kr. 1000.- Ásgeir Guðjónsson, gjöf, kr. 2000.-, N.N. gjöf kr. 1500.-. Sóknarnefnd Háteigskirkju færir gefendum alúðarþakkir. Sóknarnefnd Háteigskirkju Ný reiki- stjarna HINN 18. október sl. fann Charles Kowal við stjörnustöðina á Palomarfjalli daufa stjörnu sem reyndist vera á hægri hreyfingu til vesturs i stjörnumerkinu Hrútnum Samkvæmt tilkynningu frá skeyta- miðstöð stjörnufræðinga í Banda- rikjunum hefur enn ekki tekist að ákvarða braut stjörnunnar nákvæm- lega, en allt bendir til þess að þarna sé á ferðinni lítil reikistjarna sem fylgi hringlaga braut um sólu milli brauta Satúrnusar og Úranusar. Fyrstu útreikningar gefa til kynna að fjarlægðin fró sól sé á að giska 16 stjarnfræðieiningar og um- ferðartiminn 66 ár Stjarnan sést aðeins i stórum stjörnusjónaukum, og eftir birtustiginu að dæma (18—19) er hún varla meira en 500 km i þvermál Er það skýringin á því að hún skuli ekki hafa fundist fyrr. Að stærðinni til svipar hinni nýju reikistjörnu til sumra smástirn- anna, sem sveima milli brauta Mars og Júpíters, en hún getur þó ekki talist i þeirra hópi, þar sem hún er margfalt lengra frá sól Frá Stjörnuskoðunar- félagi Seltjarnarness Höfum opnað nýja raftækjaverzlun í AUSTU RVERI Háaleitisbraut 68 40 ÁRA REYNZLA Heimilis-eldavélin frá Rafha er landsþekkt islensk framleiðsla. Frá stofnun fyrirtækisins 1936 hafa verið f ram- leiddar yfir 60.000 elda- vélar. Um tvær gerðir af sambyggðri vél er að ræða. Gerð HE fyrir sökkul, og gerð E fristandandi i 90 cm borðhæð * Hægt erað fá vélina með klukkubaki og i 6 litum. * Ennfremur eldavélasett. Ennfremur seljum vi5: RAFMAGNSHEIMILISTÆKI frá heimsþekktum fyrirtækjum, svo sem frá Zanussi, kæli og frystiskápa, frystikistur, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, gufugleypa. ennfremur ryksugur, rakatæki, brauðristar, straujárn, hraðsuðukatla, háfjallasólir og m.m.fl. LEGGJUM SÉRSTAKA ÁHERSLU Á GÓOA VIÐGERÐA OG VARAHLUTAÞJÓNUSTU. í AUSTURVERI Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Þér veljið gjafirnar. Rammagerðin pakkar og sendir. Allar sendingar eru fulltryggðar. RAMMAGERÐ1N Hafnarstræti 19 SENDUM UM AIIAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.