Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 32
Demantur m æðstur eðalsteina <§ull & é>ilfttr Laugavegi 35 i i KRUPS Rafmagns heimilistæki fást um allt land Jón Jóhannesson & Co. s. f. Símar 26988 og 15821 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 Hægt ad leysa út sparnaðarskír- teinin í febrúar — Sparnadarskírteini fvrir þetta ár eru nú tilbúin, nema hvaú enn á eftir að árita skírteini f.vrir :i innheimtuhérud úti á landi, en þegar því verður lokið verða skír- teinin fyrir þetta ár liigð fram, þannig að fólk geti sótt þau, sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjöri þegar Morgunhlaðið spurði hann hvenær sparnaðarskírteini fyrir s.l. ár yrðu lögð fram. Það var á s.l. ári, að þeir sem höfðu ákveðnar viðmiðunartekjur eða ha^rri voru sk.vldaðir til viss sparnaðar og var þá miðað við tekjur ársins 1975. Þessi sparnað- ur var einnig í gildi á þessu ári, miðað við tekjur síðasta árs. Skyldusparnaðarskirteinin, sem gefin voru út á s.l. ári, koma til innlausnar í febrúar n.k., og eru vextir af þeim 4%, auk þess sem þau fylgja framfærsluvisi- tölu. Skirteinin, sem verða gefin út á þessu ári koma hins vegar ekki til innlausnar fyrr en í febrúar 1979. Mikið hefur verið um það, að fólk hafi ekki sótt skírteinin til ríkisféhirðis og mun það m.a. stafa af því, að skírteinin eru hvorki innlausnar- né veðhæf þann tíma, sem þau gilda. Utgáfustarfsemi dróst saman á árinu 1976 Háskólinn útklíndur FRAIMHLIÐ aðalbyggingar Háskóla Islands var í fyrrinött klínd út með málningu. „Við erum komnir að þeirri niður- stöðu að þetta sé lakk úr spray- brúsum og munum nú hefjast handa við að hreinsa bygging- una, sem okkur tekst væntan- lega í dag,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor, í samtali við Mbl. í gær. Húsvörður háskólans varð einskis var í fyrrinótt og sagði háskólarektor í samtalinu við Mbl. að ekki væri vitað hverjir hefðu unnið þessa óhæfu. „Þetta er mjög sundurlaust rugl.“ sagði rektor „Þetta eru nöfn eins og Baader og Jan Carl Raspe, upphrópanir um blóð og dráp og klám.“ Meðfylgjandi myndir tók Rax f gær og er háskólarektor á einni ásamt mönnum sem kallaðir voru til að undirhúa hreinsun b.vggingarinnar. Frummynd Einars að Útlögunum frá 1899 A LISTMUNAUPPBOÐI Guð- mundar Axelssonar í Klaustur- hólum n.k. þriðjudag verður frummynd Einars Jónssonar myndhöggvara af Útlögunum, en styttan, sem er um 16 sm að stærð, er frá 1899 og er taljn 'vera frummynd þessarar kunnu höggmyndar Einars, en endanleg útgáfa sem Einar stækkaði er nokkuð frábrugð- in þessari styttu frá síðustu öld. Á þessu listmunauppboði verða einnig 102 málverk eftir flesta kunnustu málara lands- ins, m.a. Kjarval, Sverrí Har- aldsson og Mugg. Stærsta Kjar- valsmyndin er af afmælisblóm- um meistarans á 65 ára afmæl- inu. GEFIN voru út 730 bækur og bæklingar á árinu 1976, sem var minni útgáfa en árið á undan, en þá voru titlarnir 975 talsins. Frumútgáfur á árinu 1976 voru 594, en voru 671 árið á undan. Útgáfa tímarita dróst einnig sam- an, en í fyrra komu út 257 tímarit, en 302 komu út 1975 og 308 árið þar á undan. 125 nýjar skáldsögur komu út í fyrra og 56 ljóðabækur og bækl- ingar, en með endurútgáfum voru skáldsögurnar 173 og ljóðabæk- urnar 68. Eitt leikrit kom út á árinu og sjö ritgerðasöfn, en þar af voru tvö í endurútgáfu. Bækur í flokknum æfisögur, endurminn- ingar og ættfræði voru 31 talsins og út voru gefnar 20 bækur með sögulegum fróðleik. Af ritum um ýmis efni voru flest gefin út um verkfræði, tækni, iðnað og handiðnir, 52 rit, 46 rit um stjórnvísindi, stjórnmál og þjóðhagfræði, 45 rit um upp- eldismál, fræðslumál, barnaskóla- bækur og barnabækur, 37 rit um náttúrufræði, 28 um trúarbrögð og guðfræði og 26 um landbúnað og sjávarútveg. Þotan, sem Cargolux á nú í pöntun, verður knúin fjórum Pratt & Whitney JT9D-70A hreyflum, sem hver um sig gefa 53.000 punda þrýsting. I fréttatilkynningunni frá Cargolux segir, að Boeing-þotan verði notuð að mestu milli Evrópu og Asíu, til landanna við Persa- flóa og ennfremur eitthvað á flug- leiðinni til V-Afríku. Þegar Cargolux hefur tekið nýju þotuna í notkun, verða sjö flugvélar í ferðum fyrir Cargolux þ.e. ein Boeing 747, fjórar þotur af gerðinni DC-8-63 og tvær skrúfuþotur af gerðinni Canadair CL-44J. 7 vélar í ferðum fyrir Cargo- lux þegar nýja þotan kemur Stærsti hópur tímaritanna kem- ur óreglulega út, 101 tímarit, 83 koma árlega, 28 ársfjórðungslega, 25 mánaðarlega og 16 á tveggja mánaða fresti. Blöð almenns eðlis urðu í fyrra 53, en árið 1974 komu 109 slík út. Dagblöðin eru sex, eitt blað var gefið út nokkrum sinn- um í viku, 5 einu sinni í viku og 41 blað kom út sjaldnar, en slík blöð voru 91 árið 1974. Flest tímaritin voru gefin út um stjórnvísindi, stjörnmál og þjóð- hagfræði, 29 tímarit, 22 tímarit voru gefin út um landbúnað og sjávarútveg,, 19 um læknisfræði og heilbrigðismál, 18 um lög og lögfræði, stjórnsýslu, málefni fé- laga, almannatryggingar og vá- tryggingar, og 18 um trúarbrögð og guðfræði, 13 tímarit fjölluðu um dægradvöl, leiki, íþróttir og skemmtanir, 12 um verzlun, sam- göngur og flutninga og 11 um verkfræði, tækni. iðnað og hand- iðnað. EINS og Morgunblaðið skýrði frá í gær, þá hefur vöruflutninga- flugfélagið Cargolux undirritað samning við Boeing- verksmiðjurnar um kaup á Boeing 747-200 F hreiðþotu, og á þotan að afhendast í febrúar 1979. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í- gær frá Hggip Cargolux, segir, að ákvörðun um kaup á þessari þotu hafi verið tekin eftir markaðskönnun félagsins sem náði til næstu 10—15 ára. Þotan, sem Cargolux á nú í pöntun hjá Boeing, er sér- smíðuð flutningaþota, og verða t.d. engir gluggar þar sem er far- þegarými algengustu Boeing 747 þotanna. Er því ljóst, að þessi vél getur t.d. ekki sinnt áætlunar- ferðum fyrir Flugleiðir. Nokkuð er síðan Boeing fór að sérsmiða flutningaþotur af þessari gerð og keypti Lufthansa fyrstu þotuna af þessari gerð. Rými í Cargolux-þotunni er mjög mikið og tekur hún t.d. hina alþjóðlegu gámastærð. Eru þeir settir inn í þotuna með því að lyfta nefi hennar, en það er hægt, þar sem stjórnklefi þotunnar er á næstu hæð fyrir ofan. Þá eru einnig mjög stórar dyr á hliðum þotunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.