Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 15 Natalya, eiginkona Alexanders Solzhenitsyns, var fyrir nokkru á ferö í London og veitti þá tveimur brezkum blaöamönnum viötal m.a. um starfrækstlu hjálparsjóös Solzhenitsyn-hjónanna, aöbúnaö fanga í Sovétríkjunum og fleira. Mbl. fékk einkarétt til birtingar viötalsins á íslandi og fer það hér á eftir í lauslegri þýöingu: m ero fangar meðalvina... á geðsjnkra niðnr með félagsskap og lyfjagjöfum” hann lagði þeim lið í Sovétríkjun- um sem leyfðu sér þann munað að tala í nafni sannleikans. „Eg get ekki hringt til neins í Sovétrikjunum," segir Natalya Solzhenitsyn. „Ef ég geri það er viðkomandi sími samstundis tek- inn úr sambandi eða hann er fjarlægður um óákveðinn tíma. Bann er á bréfaskriftum frá okkur og til okkar. Elzti sonur minn getur til dæmis ekki haft samband við föður sinn vegna þessa. Allt gerir þetta starf mitt erfiðara en með ákveðnum samböndum sem við höfum komið okkur upp og tengiliðum utan Sovétríkjanna hefur þetta þó gengið. Ginzburg var okkur ómetanlegur. Hann er snjall skipuleggjandi og hefur einstakt minni. Eg þykist vita að eitt af því sem KGB hefur mikla ágirnd á væri listi yfir þær mörg hundruð fjölskyldur sem sjóðurinn hefur hjálpað. Víst er sá listi til — það er nauðsynlegt bókhaldsins vegna. Einn í Sovétríkjunum og annar utan þeirra. Ginzburg geymdi öll nöfn og heimilisföng í kollinum á sér. Auk þess er hann ljúfmenni og hann er víðsýnn maður. Hann hugsaði aldrei út frá öðru en því að meta þörfina. Það var hið eina sem hann lagði til grundvallar. Hann hjálpaði meira að segja föngum sem brotnuðu niður í yfirheyrslum vegna þess hann sagði þeir væru eins og hver önnur börn og því saklausir." Eins og margir landar hennar hefur hún komizt í kynni við starfsaðferðir KGB- Þegar ‘eigin- manni hennar var vísað frá Sovétríkjunum var hún eftir í 2 mánuði. Það var hennar verk að koma úr landi öllum skjölum hans, handritum og rannsóknarverkefn- um sem hann hafði viðað að sér frá því árið 1953. „Sumt af þessu geymdum við á heimili okkar,“ segir hún „En ég vissi ég hafði tvíþættu verki að ljúka áður en ég gæti farið til móts við Alexander á Vesturlöndum. Annað var að koma úr landi skjalasafni hans. Ég gerði mér grein fyrir því að það gæti orðið flókið mál, þar sem stjórnvöld féllust ekki á að ég hefði neitt með mér. 13n aldrei var gerð húsleit í íbúðinni, sjálfsagt vegna þess að við vorum um þær mundir í sviðsljósi almenningsálitsins um allan heim. Þegar ég fór frá Sovétríkjunum tók ég aðeins með mér minniháttar skjöl og við mér var ekki blakað. En segulbönd sem ég hafði meðferðis voru tekin af mér, þurrkað af þeim og síðan var þeim skilað til mín. Samt kom ég öllum skjölunum úr landi. Hvernig? Þó að það væri athyglis- verð saga til frásagnar, get ég ekki. sagt hana að sinni. Hún verður ekki sögð næstu fimmtiu árin, því að ella myndi ég stofna öryggi fjölda manns í hættu. En þar reis hæst tign mannlegrar samhygðar og Solzhenitsyn mun aldrei gleyma þessu. Þetta fólk sem hjálpaði okkur teljum við meöal okkar nánustu vina þótt við sjáum það aldrei og — suma höfum við aldrei séð. Annað það áem ég þurfti að ljúka áður en ég færi var að koma á hreint áframhaldandi rekstri sjóðsins í Sovétríkjunum í samvinnu við Ginzburg. Þar sem Ginzburg situr nú inni stjórnar kpna hans sjóðnum, en hún hefur ekki sima, póstur til hennar er gerður upptækur, henni er ógnað og hún sætir ofsóknum leynt og ljóst.“ Allt að því 200 manns hafa verið kvaddir til yfirheyrslu um Ginz- burg, um sjóðinn og hvernig hjálp það hefur fengið og hvernig henni hefur verið komið áleiðis. Natalya Solzhenitsyn leggur áherzlu á að Gulag sé enn til, og þar er fólk enn að deyja. Hún trúir því að nefndin sém hún hefur komið á fót til að vinna að því að fá Ginzburg lausan úr fangelsi geti orðið honum til liðsinnis. „Enda þótt ég hafi ekki hugmynd um hvaða ákæra verður borin fram á hendur honum er ég nokkurn veginn viss um að hann fær varla minna en tíu ára fangelsi," segir hún. y 9 Fólk í Russlandi þekkir óttann en það er reiðubúið til hjálpar>> Eins og fyrr segir er það eignkona Ginzburg sem nú hefur rekstur sjóðsins með höndum innan Sovétríkjanna. Ef fjölskylda sem hefur notið hjálpar flyzt frá Sovétríkjunum er aðstoð hætt. Ekki í refsiskyni heldur vegna þess að það er ekki markmið sjóðsins að hjálpa útflytjendum. Það er erfitt að áætla fjölda fanga Alexander Ginzburg og þeirra mörgu sem sæta ofsókn- um, vegna þess að ríkið lúrir á sínu og fjöldi manns vinnur í leynum fyrir sjóðinn. Fólk er einnig oft handtekið, síðan er því sleppt um tíma og svo handtekið á nýjan leik og þá fyrir aðrar sakir, að minnsta kosti er yfirskinið annað. Það er augljóslega mikið verk að skipu- leggja þetta svo að vel sé. Natalya segir „KGB reynir að eyðileggja sjóðinn. Viö erum ögrun við KGB vegna þess við vitum að fangi sem situr inni, kvelst kannski ekki mest vegna sjálfs síns, heldur ef hann veit af fjölskyldu sinni bjargarlausri. Því er það að við reynum að styöja við bakið að fjölskyldum pólitískra fanga eins og við mögulega getum. Þó er okkur kunnugt um að sumar þessara fjölskyldna hafa lent í útistöðum við KGB og þeim er sagt að ættingjar þeirra í fangelsinu skuli fá að rotna þar ef fjölskyldan haldi áfram að þiggja hjálp úr sjóðnum. Hún heldur áfram: „Það eru ekki aðeins karlmenn lokaðir inni í fangelsunum, heldur einnig konur. Og iðulega báðir foreldrar, sem þýðir að börn þeirra eiga ekki margra annarra kosta völ en að ríkið taki þau i brottu. Þar kemur því sjóðurinn til. Sjóðurinn leggur hverju slíku barni til ákveðna upphæð. Hjálp er einnig veitt öldruðum foreldr- um fanga, til dæmis er bændum ógerningur að lifa á þeim lífeyri sem ríkið leggur þeim til eftir að þeir hætta störfum. Nokkrum sinnum á ári afhendum við eigin- konum fanga peninga til að greiða ferðakostnað við heimsóknir til eiginmanna sinna. Verð á járn- brautarfarmiða til sumra slíkra staða getur samsvarað allt upp í hálfs árs kaupi, svo að fengi hún ekki hjálp, væri henni ofviða að heimsækja mann sinn, Einnig er staðið fyrir matargjöfum eftir því sem leyfi fást til. Þeir karlar og konur eru til sem hafa setið í nauðungarvinnubúð- ‘um í meira en tuttugu ár og fjölskyldurnar hafa horfið þeim í tímanna rás. Þarna er um að ræða einmana og gleymda fanga. Stund- um sjúka. Sjóðurinn sendir þeim peningaupphæð, svo að þeir geti aö minnsta kosti keypt sér tóbak í fangelsisbúðinni og ef til vill kexpakka. Fólk sem er í varðhaldi fær ekki leyfi til að taka við pakka nema einu sinni i mánuði. Þeir sem hafa fengið dóm hafa heimild ** Vinir hjálpuðu okkur að koma skjölum manns míns úr landi og þar reis mannleg samkennd hæst.. 9 9 til að taka á móti pakka sem vegur ekki meira en 5 kg einu sinni á ári og ekki þeim fyrsta fyrr en hálfu ári eftir að þeir hafi fengið dóm. Sjóðurinn útbýr og sendir mörgum slíka böggla. Enda þótt það hljómi einkennilega er auðveldara að hjálpa þeim sem nauðugum er haldið á geðsjúkrahúsunum vegna þess að til þeirra eru oftar leyfðar heimsóknir og þeim er oft haldið sljóum með lyfjum sem er verið að nota til að brjóta þá niður andlega og líkamlega. Þessu fólki er mjög mikilvægt að fá heimsóknir reglu- lega svo að unnt sé að veita þeim allan þann siðferðilega stuðning sem fært er.“ „Það er skelfilegra og ógnar- legra að sitja inni á geðsjúkrahúsi vegna þess að þar ertu meðal sjúklinga. í nauðungarvinnubúð- unum ertu þó að minnsta kosti meðal vina.“ Sjóðurinn leitar einnig eftir því að hafa samband við fanga sem eru sendir lengst inn í Síberíu eftir að hafa afplánað fangelsisdóma. Þetta fólk er aðeins hægt að heimsækja með því að taka flugvél, síðan lest og loks með því að fara síðasta spölinn annaðhvort á hjóli, hesti, traktor eða kannski fótgangandi. Það kostar fjöl- skyldufólk sem svarar árslaunum að taka sér slíka ferð á hendur. Auk þess að greiða ferðakostnað leggur sjóðurinn einnig til handa útlegðarfólki lítil útvörp og er það vel þegið, auk fata, matvæla og lyfja. Oft er mjög flókið að halda tengslum við þetta fólk, ekki hvað sízt varð það örðugra eftir að Ginzburg var gerður óvirkur og eftir að sími konu hans var tekinn úr sambandi. Frú Ginzburg býr nú í úthverfi Moskvu ásamt tveimur ungum börnum sínum og hún þarf að hafa úti öll spjót til að fitja upp á nýjum leiðum til að geta starfað fyrir sjóðinn. „En rússnesk alþýða hefur alltaf verið velviljuð og hjálpfús," segir Natalya. „Landar okkar hafa horft upp á fjölskyldur sínar farast í fangabúðum, fangelsum og í styrj- öldum. Fólk í Rússlandi þekkir óttann." Kona Ginzburg naut um hríð aðstoðar frá þremur aðilum. En þeim varð ekki vært í Sovétríkjun- um. Tveir hrökkluðust úr landi. Þriðji aðili sem var kona varð fyrir því að kveikt var í íbúð hennar. Síðan var hún handtekin, sökuð um skemmdarfýsn og send í útlegð skammt frá landamærum Sovétríkjanna og Kína. Frú Ginzburg hefur einnig verið kvödd til yfirheyrslu, en einungis spurð um eiginmann sinn og sjóðurinn hefur aldrei verið nefnd- ur. Natalya segir að þau Solzhenits- yn-hjón hafi kosið að setjast að í Bandaríkjunum vegna þess að þar sé að finna beztu skjalasöfn í heimi. Einnig vegna þess að landslagið og landshættir í Ver- mont minna á það sem börn hennar þekkja frá Sovétríkjunum. „Verði börn okkar fær um að snúa heim, munu þau ekki koma í framandi umhverfi. Ég er fullkom- lega trúuð á að ég og eiginmaður minn munum síðar snúa til Sovétríkjanna til búsetu þar. En ég geri mér vitanlega grein fyrir að það gerist því aðeins að umtalsverðar breytingar verði.“ Þegar hún er ekki að störfum fyrir eiginmann sinn, gegnir hún almennum húsmóðurstörfum sín- um. Hún segir að það sé afþreying aö hafa sem mesta tilbreytni og hún segist reyna að útbúa rétti á rússneska vísu. Hún segir að það skipti engu meginmáli að bera nafnið Solzhenitáyn utan þessjað það auðveldi henni ýmislegt. Þegar hún er spurð hvort hún sé hamingjusöm brosir hún angur- vært: „Enginn sá sem býr i útlegð getur 'verið raunverulega ham- ingjusamur." Solzhenitsyn med einn þriggja sona sinna og Natalyu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.