Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 32
GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JBorauntiI«bil> AUGLÝSINGASIMrNN ER: 22480 JRirtiudibiit SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Varnarliðið reisir jarðstöð: Á að komast í gagnið í sumar Bandarískt fyrirtæki með lægsta tilboðið í jarðstöðina Sjö erlend tilbod á bilinu frá 909—1600 milljónir króna VARNARLIÐIÐ er að koma sér upp jarðstiið. sem komast á í Katínið í sumar. Verið er að reisa undirstöður undir jarðstöðina. sem síðan verður flutt beint frá Bandaríkjunum ok sett niður á stað eÍKÍ lanKt frá vatnstankinum á KeflavíkurfluKvelli. Þessi fram- kvæmd var samþykkt í varnar- máiadeild utanríkisráðuneytisins á si'ðastliðnu sumri. Páll Asgeir Tryggvason sendi- herra og yfirmaður varnarmála- deildar sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessi jarðstöð ætti bæði að geta tekið við boðum frá gervihnetti og sent boð til hnattar, fullkomin fjarskiptastöð, sem auka mundi al|t öryggi í fjar- skiptamálum íslands við umheim- inn. Nokkrum sinnum hefur það gerzt að sæsímastrengir milli Islands og annarra landa hafa slitnað og hefur ísland þá verið sambandslaust við umheiminn. í neyðartilfellum hefur þá varnar- liðið hlaupið undir bagga og lánað Framhald á bls. 30. Við opnun tilhoða í jarðstöðina í gær. Lengst til vinstri eru Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, Halldór E. Sigurðsson ráðherra. Við langa borðið eru fulltrúar Pósts- og síma, en við hljóðnemann er Jón Skúlason póst- og símamálastjóri. Ljósmynd Mbl. Ól. K.M. SJO crlend tilboð bárust Póst- og símamálastjórn í hyggingu og tæki jarðstöðvar íyrir fjarskipta- samband um gervihnött til og frá íslandi. Lægsta tilboðið var frá handan'ska fyrirtækinu ITT Space Communications. Hljóðar tilboðið upp á 909 millj. 343 þús. kr. Tilboðin voru opnuð að viðstöddum Ilalldóri E. Sigurðs- syni ráðherra embættismönnum Flugvél maga- lenti á TVEGOJA hreyfla flugvél af gerðinni Piper Astic magalenti á Isafjarðarflugvelli í gærmorgun. Isafirdi I Flugmaðurinn var einn í vélinni og slapp hann ómeiddur, en I skemmdir á flugvélinni voru ekki fuilkannaðar, þegar Mbl. fór í prentun í gær. Óhapp þetta olli því að áadlunarflugvél Flug- félags íslands tafðist á ísafirði. þar sem hún komst ekki í loftið vegna hinnar vélarinnar, sem lá á miðri flugbrautinni. Þegar Mbl. síðast frétti í gær var ekki ljóst, hvað olli því að flugvélin maga- lenti. Óhappið varð laust eftir klukkan 11:30 í gær. Flugvélin, sem er í eigu Flugfélags Norðurlands, var að koma til Isafjarðar að sækja þrjá farþega til Akureyrar, en Flugfélag Norðurlands heldur uppi tveimur föstum ferðum í viku þarna í milli, á þriðjudögum og laugardögum. Eftir að flugvélin magalenti rann hún beint áfram unz hún stöðvaðist á miðri flug- brautinni. Talið er að skemmdir hafi orðið á skrökk og hreyflum. Þegar vélin magalenti var áætlun- arflugvél frá Flugfélagi íslands á ísafjarðarflugvelli og átti hún að fara þaðan laust fyrir klukkan tólf. Þrjár ferðir voru fvrirhugað- Framhald á bls. 30. þriggja manna jarðstöðvarnefnd- ar, sem unnið hefur að framgangi málsins, tók fram við opnun tilboða í gær að ekki væri endilega víst að lægsta tilboðið væri hagstæðast að óathuguðu máli. Tilboðin miða við byggingu loft- nets stöðvarinnar, en það verður 32 metrar í þvermál, stálgrind undir loftnetið, undirstöðuhús, aðaltækjasal stöðvarinnar og allan radíóbúnað, sendingar- og mót- tökutæki ásamt stjórntækjum. Útboðsgögn voru send til 14 erlendra aðila, en einnig var óskað eftir sértilboðum í varaaflstöð og ýmsan annan útbúnað til þess að gefa íslenzkum fyrirtækjum kost á að bjóða í verkin. Næstlægsta tilboðið var frá STS. S.p.A. á Ítalíu og hljóðaði það upp á 934 millj. 380 þús. kr. Nr. 3 var tiiboð frá bandaríska fyrir- tækinu E.System Inc. í Dallas í Texas upp á 117 millj.kr. Nr. 4 var Framhald á bls. 30. og ýmsum fulltrúum þeirra sem buðu í verkið. Jón Skúlason póst- og si'mamálastjóri sagði í samtali við Morgunhlaðið í gær að það myndi taka nokkrar vikur að kanna tilboðin, en reiknað væri með að jarðstöðin gæti verið komin í notkun seinni hluta nsesta árs. Ólafur Tómasson, formaður Tveir af hinum erlendu fulltrúum fyrirtækjanna sem buðu í byggingu og tækjabúnað jarðstöðvarinnar. Vinstra megin er Larry M. Layzell fulltrúi ITT sem á lægsta tilboðið í stöðina, en hægra megin er fulltrúi E. System sem átti þriðja lægsta tilboðið. „Ástæda til ad verja unglinga gegn sýning- um ofbekiiskvikmynda’’ - segir Hulda Valtýsdóttir í kvikmyndaeftirlitinu - AÐ UNDANFORNU hefur sýn- rngum fjölgað hér á landi á svokölluðum hryllingsmyndum þar sem kvikmyndaframleið- endur ganga si'fellt lengra og lcngra í því að nota sem ógeðslegustu atriði í myndum sínum. en á flestum Norður löndunum hefur verið tekið upp strangara eftirlit með slíkum myndum. því almenn- ingur þar krefst þcss að ungl- ingar séu varðir fyrir slíkum myndum með þvf að banna sýninar á þeim. Morgunblaðið sneri sér til Huldu Valtýsdótt- ur, en hún er í kvikmyndaeftir- litinu ásamt Erlendi Vilhjálms- syni og Jóni Gissurarsyni, og innti hana álits á þeirri þróun sem á sér stað í þessum efnum og hvort ástæða sé til að gera breytingar á fslenzkum lögum um sýningar slíkra mynda. „Eg vil ekki vera ósanngjörn gagnvart kvikmyndahúsunum," sagði Hulda, „því það er mjög misjafnt hvers konar myndir þau bjóða upp á. En það fer í vöxt að ofbeldis- kvikmyndir sem eru sýndar byggja á stöðugt hryliilegra Framhald á bls. 30. Veðurguð- irnir and- stæðir K.B. Andersen ÓHAGSTÆÐ veðurskilyrði komu í veg fyrir að Knud Börge Andersen, utanríkísráðherra Dana, kæmist til Vestmanna- eyja og Egilsstaða í gær, svo sem gert hafði verið ráð fyrir í hinni opinberu dagskrá heim- sóknar hans til íslands. í Eyjum var skyggni aðeins 200 metrar og á Egilsstöðum viðr- aði heldur ekki fyrir heimsókn- ina. Þess í stað skoðaði ráð- herrann laxeldisstöðina í Kollafirði og síðdegis í gær var ráðgert að fara til Hveragerðis. í Kollafirði tók á móti ráðherranum Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og sýndi hann K.B. Andersen stöðina, eldisker bæði úti og inni. Áður en lagt var af stað upp í Kollafjörð um klukkan 10 í gærmorgun var farið í skoðunarferð um vestur- hluta höfuðborgarinnar og rétt uni tólfleytið, er aftur var komið til borgarinnar, var farin hringferð um Breiðholtið og austurhluta borgarinnar. Há- degisverður var síðan snæddur Framhald á bls. 30. 30 breskir blaðamenn koma með Stranglers BLAOAMANNAFUNDUR vegna nýrrar hijómplötu brezku hljóm- sveitarinnar Stranglers verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum 3ja maí n.k., en pá um kvöldið leikur hljómsveitin á tónleikum í Reykjavík. Það er fyrirtækið United Artists, sem gefur hljómplötuna út, og er reiknað með að um 30 brezkir blaðamenn komi með hljómsveit- inni vegna blaðamannafundarins, þar á meðal frá Melody Maker, New Musical Express og BBC. Einnig munu um 30 fulltrúar United Artists í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum koma hingaö af þessu tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.