Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 17 9 * W jl' 'i , * lltlll Itl llllltlt III /l SlHlÚll** ll»Wl!l III 1111111« III I* II Sagafjord á ytri-höfninni í gær. Um borð í skemmtiferðaskipi í Sundahöfn „Miðnœt- ursólin var alveg ótrú- lega fatteg Rikhard og Ingegjerd Arvidson. / h - Hvorki meira né minna en þrjú skemmtiferðaskip höfðu viðkomu í Reykjavík í gær, og lágu tvö á ytrihöfninni, en eitt lá við bryggju í Sundahöfn. Skipin á ytri-höfninni voru sænsk og hétu Saga- fjord og Kungsholm, en skipið í Sundahöfn var portúgalskt og nefndist Funchal. Funchal er 9,845 brúttótonn að stærö og 153 metrar að lengd og því ailstórt skip. Eins og fyrr sagði er það portúgalskt, en heimahöfn skiþsins er Lissabon og er áhöfnin um 140 manns, öll portúgölsk. Með skipinu komu hingað 457 farþegar og eru þeir allir Svíar, en skipið er leigt Svíum frá 6. júní til 22. ágúst: Þetta er í annað sinn sem Funchal hefur hér viðkomu, en skipið kom hér sum^rið 1976, og mun koma aftur seinna í sumar. Samvinnuferðir hafa haft veg og vanda af skipulagningu ferða fyrir farþegana hérlendis, en Þorvaldur Jónsson, skipamiðlari, sér um þann þátt málanna er snertir skipið og áhöfn þess beint. Að sögn Þorvalds er það frekar óvanalegt að tveir aðilar sjái um komu skemmtiferðaskips, en hann kvaðst teija að þetta fyrirkomulag væri hentugra en að aðeins einn sæi um komuna og þjónustan við farþega væri öll önnur og betri. Þeir voru ekki margir farþeg- arnir um borð í Funchal, þar sem skipið lá við Sundahöfn, er Mbl. leit þar við í gær. Flestir farþeg- anna höfðu farið að sjá Gullfoss og Geysi, en aðrir voru þreyttir og héldu kyrru fyrir í skipinu. Höfðu þeir hinir sömu brugðið sér niður í miðbæ Reykjavíkur fyrir hádegi og hugðust nota það sem eftir var dagsins sér til hvíldar. I setustof- unni sátu miðaldra hjón og sötruðu kaffisopa milli þess sem þau virtu fyrir sér útsýnið. Þau kváðust heita Rikhard og Inge- gjerd Arvidson og vera frá Oxelö- sund, sem er smábær rétt við Nyköbing. „Það var draumur manns míns að komast til Færeyja og íslands, svo að þegar við sáum þessa ferð auglýsta slógum við til,“ sagði Ingegjerd, og maður hennar I. '< , # Torsten Flodin. Lisbeth Kajo (til vinstri) og Gonilla Lanje. Matsalurinn í Funchal. bendir á peysu á stólnum. Þær gera alltaf lukku íslenzku ullar- vörurnar. „A leiðinni til Reykjavíkur sáum við miðnætursólina og hún var alveg ótrúlega falleg, svo björt og skínandi, þar sem hún sat þarna á sjávarfletinum. Til Reykjavíkur komum við síðan í morgun og förum héðan aftur í kvöld klukkan átta áleiðis til Edinborgar í Skotlandi. Það er allt öðru vísi að ferðast með skemmtiferðaskipi en að fljúga með flugvél. Öll þjónusta er miklu betri, eins og sést á því að við fórum í siglingu með þessu skipi fyrir tveimur árum og báðum um að fá að vera í sömu káetu nú og þá og fengum það. Þetta köllum^ við frábæra þjónustu. Nei, þetta er vonandi ekki í síðasta skipti, sem við ferðumst með skemmtiferðaskipi, það ger- um við ábyggilega seinna, — og vonandi komum við einnig aftur til Islands," sögðu Arvidson-hjónin að lokum. Um borð í Funchal eru margar og margbreytilegar vistarverur og víst er að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Leiktæki eru í hverju horni og margir salir, stórir og smáir, eru í skipinu. Sundlaug er á neðsta þilfari skipsins eins og venja ,er á skemmtiferðaskipum og við hana sat léttklæddur maður og lét fara vel um sig í sólinni. „Ég hafði heyrt mikið talað um Island,“ sagði Torsten Flodin, „og dreif mig þess vegna í þessa ferð. Það er ágætt að fara í siglingu og . ég hef mikinn hug á að fara aftur, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef siglt með skemmtiferðaskipi. Það er reynt að gera allt til að dvölin um borð verði sem ánægju- legust, en auk þess blanda farþeg- arnir geði hver við annan og allir þekkja alla um borð. Þetta er mikiu manneskjulegra en að fljúga." A miðþilfari Funchals er búið að koma fyrir hvíldarstólum og þar sitja gestir og rabba saman yfir glasi. Heldur fáliðað var þó á miðþilfarinu í gær, enda höfðu flestir farþegarnir brugðið sér austur að Gullfossi og Geysi. Þó voru þarna vær konur og létu þær fara vel um sig, auglýnilega heimavanar. „Eg hef komið til íslands einu sinni áður,“ sagði Lisbeth Kajo, „en ■ hún Gonilla Lanje hérna við hliðina á mér hefur komið fjórum sinnum til Islands, svo hún ætti að vera farin að þekkja landið. Síðast kom ég hingað fyrir tveimur árum og kannski á ég eftir að koma aftur seinna. Þessi ferð er 12 daga löng og hófst hún á miðvikudag í síðustu viku. Var þá haldið frá Gautaborg og þaðan siglt áleiðis til F'æreyja, en þaðan lá leiðin norður fyrir Island til Akureyrar og nú erum við komnar hingaö,“ sagði Lisbeth. „Mér finnst ákaflega gaman að koma tii íslands, bæði er að fólkiö er vingjarnlegt og hitt að landið er fallegt og stór-brotið," sagði Gon- illa, og bætti við að hún væri varla að koma hingað í fimmta skiptið, ef eftir iitlu væri að slægjast hér. „Það rigndi síðast er ég kom til Reykjavíkur," heldur Lisbeth áfram “og óneitanlega breytir bærinn um svip þegar þurrt er. Að ferðast með þessu skemmti- ferðaskipi er auðvitað dálítið dýrt, en það er þó dýrara að gista á framhald á bls. 18 bætti við að Island væri síðasta landið af Norðurlöndunum, sem þau hjónin ættu eftir að koma til. „Við höfum ferðast um öll hin Norðurlöiídin og auk þess komið til Suður- og Mið-Evrópu, en það var til íslands, sem okkur langaði mest til að fara,“ sagði Rikhard. „I fyrradag vorum við á Akureyri og ferðuðumst þaðan til Mývatns. Það var vel heppnuð ferð þótt veðurguðirnir væru okkur ekki hliðhollir. En hér er alveg ótrúlega fallegt og loftið er óvenjulega hreint," sögðu hjónin. „Við vorum í einn sólarhring á Akureyri og skoðuðum bæinn sjálfan, verzluðum og keyptum maðal annars lopapeysuna þarna á stólnum," segir Ingegjerd og Kungsholm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.